1 / 41

Dr. Guðmundur Sigurðsson Er breytinga þörf? Björn L. Bergsson hrl

Dómur Hæstaréttar 18. september 2003 í máli nr. 520/2002. Tengsl skaðabótaréttar og bótaréttar frá almannatryggingum. Dr. Guðmundur Sigurðsson Er breytinga þörf? Björn L. Bergsson hrl. Atvik máls nr. 520/2002, varanlegar afleiðingar slyss, greiðslur frá almannatryggingum.

fawzia
Download Presentation

Dr. Guðmundur Sigurðsson Er breytinga þörf? Björn L. Bergsson hrl

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Dómur Hæstaréttar 18. september 2003 í máli nr. 520/2002. Tengsl skaðabótaréttar og bótaréttar frá almannatryggingum. Dr. Guðmundur Sigurðsson Er breytinga þörf? Björn L. Bergsson hrl

  2. Atvik máls nr. 520/2002, varanlegar afleiðingar slyss, greiðslur frá almannatryggingum • Um var að ræða mjög alvarlegt vinnuslys • Slysdagur var 9. júlí 1999 • Stöðugleikatímapunktur í skilningi skaðabótalaga nr. 50/1993 var 9. júlí 2000 • Varanlegur miski og fjárhagsleg örorka tjónþola var 70% • Aðilar voru sammála um að heildartjón vegna varanlegrar örorku var kr. 11.409.764,00. • Tjónþoli fékk greitt kr. 3.602.880,00 í örorkubætur úr slysatryggingu launþega. • Óumdeilt var að sú fjárhæð átti að koma til frádráttar heildartjóni

  3. Ágreiningsefni í máli nr. 520/2002 • Ágreiningsefnið var hvernig bæta skuli tjón vegna metinnar 70% varanlegrar fjárhagslegrar örorku. • Ágreiningurinn varðaði nánar tiltekið túlkun á 1. ml. 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 eins og henni var breytt með lögum nr. 37/1999, þ.e. túlkun á orðalaginu: “Frá skaðabótakröfu vegna líkamstjóns dragast greiðslur sem tjónþoli fær frá almannatryggingum.”

  4. Bótaréttur, mánaðargreiðslur, tjónþola hjá Tryggingastofnun þann 9. júlí 2000. Útreikningur byggði á að tjónþoli nýtti 30% vinnugetu sína • Örorkulífeyrir, kr. 17.952,00, sbr. almannatryggingalög nr. 117/1993 • Tekjutrygging, kr. 27.610,00, sbr. almannatryggingalög nr. 117/1993 • Heimilisuppbót, kr. 12.842,00, sbr. lög nr. 118/1993 um félagslega aðstoð • Tjónþoli átti ekki bótarétt hjá lífeyrissjóði sökum þess að hún hafði unnið mjög stutt hér á landi er hún slasaðist.

  5. Ætlaðar bótagreiðslur frá almannatryggingum

  6. Eingreiðsluútreikningur byggir á sömu meginforsendum og útreikningur margfeldisstuðuls skv. skaðabótalögum, eins og þeim var breytt með lögum nr. 37/1999 • Tekið er mið af bótarétti tjónþola frá almannatryggingum á stöðugleikatímapunkti • Miðað er við 4,05% vexti, þ.e. 4,5% fyrir fjármagnstekjuskatt, og vaxtavexti. • Lífslíkur fara eftir reynslu áranna 1991-1995 • Eingreiðsluverðmæti frádráttarfjárhæðar er lækkað um 33,3% vegna tekjuskattshagræðis og eingreiðslu • Ekki er hægt að taka inn í eingreiðsluútreikning meðaltekjudreifingu þá sem lögð er til grundvallar margfeldisstuði skaðabótalaga þar sem bætur frá almannatryggingum eru þær sömu til tjónþola með sama áverka óháð aldri

  7. Nánar um ágreiningsefni í máli nr. 520/2002 • Átti að reikna örorkulífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót til eingreiðslu og draga frá heildartjóni vegna varanlegrar fjárhagslegrar örorku? • Tjónþoli taldi svo ekki vera enda myndi sú niðurstaða leiða til þess að tjónþoli fengi tjón sitt ekki að fullu bætt, sjá næstu glærur. • Þá taldi tjónþoli að ákvæði 1. ml. 4. mgr. 5. gr. stæðist ekki 65. gr. og 72. gr. stjórnarskrárinnar. • Í sjálfu sér var ekki ágreiningur milli aðila um hvernig reikna bæri til eingreiðslu greiðslur frá almannatryggingum

  8. Ef skaðabótalögin eins og þeim var breytt 1996 hefðu gilt um tjónið • Heildartjón vegna 70% varanlegrar örorku (1.780.800 x 10 x 70%) kr. 12.465.600,00 • Til frádráttar: • Lækkun skv. 9. gr. skaðabótalaga (19%) kr. - 2.368.464,00 • Örorkubætur úr slysatryggingu launþega kr. -3.602.880,00 • Skaðabótakrafa á hendur hinum bótaskylda kr. 6.494.256,00

  9. Tjónið reiknað skv. skaðabótalögum eins og þeim var breytt 1999. Lög nr. 37/1999 tóku gildi 1. maí 1999, en slysið varð 9. júlí 1999 • Heildartjón vegna 70% varanlegrar örorku (1.780.800 x 9,153 x 70%) kr. 11.409.764,00 • Til frádráttar: • Örorkubætur úr slysatryggingu launþega kr. -3.602.880,00 • Greiðslur frá almannatryggingum kr. -6.404.742,00 • Skaðabótakrafa á hendur hinum bótaskylda kr. 1.402.142,00 • Mismunur (6.494.256,00 - 1.402.142,00) kr. 5.092.114,00

  10. Nánar um túlkun 1. ml. 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga • Frádráttur greiðslna frá almannatryggingum/frádráttur eingreiðsluverðmætis örokulífeyris frá lífeyrissjóði • 1. ml. 4. mgr. 5. gr.: Frá skaðabótakröfu vegna líkamstjóns dragast greiðslur sem tjónþoli fær frá almannatryggingum • 4. ml. 4. mgr. 5. gr: Jafnframt skal draga frá skaðabótakröfu 40% af reiknuðu eingreiðsluverðmæti örorkulífeyris frá lífeyrissjóði og skal við útreikninginn miðað við 4,5% ársafvöxtun

  11. Nánar um túlkun 1. ml. 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga • Ef ætlun löggjafans var sú að reikna skuli mánaðarlegar greiðslur frá almannatryggingum til eingreiðslu og draga frá skaðabótakröfu, hvers vegna er þá ekki að finna í ákvæðinu jafn skýra reiknireglu hvað þetta varðar og gildir um örorkulífeyri frá lífeyrissjóði? • Ég tel að hér hefði mátt gera betur við lagasetninguna. Það hefði sparað mönnum mörg heilabrotin. • Þetta hefði mátt leysa með ítarlegri umfjöllun í greinargerð en gert var.

  12. Bréf Sambands Íslenskra Tryggingafélaga til allsherjarnefndar Alþingis, dags. 7. desember 1998 • “Frumvarpið er í senn óljóst og fámált varðandi það, hvernig taka beri tillit til bótagreiðslna skv. almannatryggingalögum við uppgjör skaðabótakröfu, þótt ljóst sé, að fyrir frumvarpshöfundum vakti að slíkt skuli gert. Brýnt er að þessi atriði verði skýrð.”

  13. Svar þeirra Guðmundar Jónssonar fyrrverandi hæstaréttardómara og Gests Jónssonar hrl., til allsherjarnefndar Alþingis, dags. 9. desember 1998 • “Við erum ekki sammála því að óljóst sé af frumvarpinu hvernig tekið skuli tillit til bótagreiðslna frá almannatryggingum, sbr. athugasemdir með 4. gr. á bls. 7. Þar er tekið fram að við frádráttinn skuli þess gætt að greiðslur séu sambærilegar með því að taka tillit til skattskyldu og greiðsluforms, áður en dregið er frá skattfrjálsum og afvöxtuðum bótum fyrir varanlega örorku.”

  14. Hugmynd að breyttu ákvæði um frádrátt greiðslna frá almannatryggingum. Gæti verið 2. ml. 4. mgr. 5.gr. • Frá skaðabótakröfu dragast einnig allar greiðslur, eða reiknað eingreiðsluverðmæti þeirra, sem tjónþoli fær frá almannatryggingum og skal við eingreiðsluútreikninginn miða við 4,5% ársafvöxtun. • Að gengnum dómi í máli nr. 520/2002 ætti slík lagabreyting þó ekki að vera nauðsynleg

  15. Hvað segja lögskýringargögn um túlkun 1. ml. 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga? • Héraðsdómur: • Í athugasemdum með frumvarpi, sem varð að lögum nr. 37/1999, segir: “Samkvæmt gildandi lögum dragast bætur frá almannatryggingum og lífeyrissjóði ekki frá bótum fyrir varanlega örorku. . . Margföldunarstuðull 5. gr. frumvarpsins er annars eðlis en í gildandi lögum og við það miðaður að tjónþoli fái að fullu bætt það tekjutap sem hann verður fyrir vegna varanlegrar örorku. Vegna þessa er lagt til að til frádráttar bótum komi greiðslur af félagslegum toga sem koma í hlut tjónþola vegna örorkunnar. • Við frádráttinn þarf að huga að því að greiðslur séu sambærilegar með því að taka tillit til skattskyldu og greiðsluforms, áður en dregið er frá skattfrjálsum og afvöxtuðum bótum fyrir varanlega örorku. . . • Annars vegar skal samkvæmt frumvarpinu draga frá greiðslur frá almannatryggingum. Hins vegar er gerð tillaga um að frá bótum dragist 40% af verðmæti örorkulífeyris.”

  16. Hvað segja lögskýringargögn um túlkun 1. ml. 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga? -áframhald • Hæstiréttur: • Í 6. gr. skaðabótalaga, eins og henni var breytt með 5. gr. laga nr. 37/1999, er mælt fyrir um hvernig meta skuli varanlega örorku til fjárhæðar á grundvelli örorkustigs tjónþola, árslauna hans og margfeldisstuðuls sem þar er ákveðinn. • Í athugasemdum með frumvarpi að lögum nr. 37/1999 er því lýst, svo sem í héraðsdómi greinir, að stuðull þessi sé annars eðlis en áður gilti samkvæmt skaðabótalögum og sé við það miðaður að tjónþoli fái að fullu bætt tekjutap sitt vegna varanlegrar örorku. • Vegna þessa sé miðað við að til frádráttar komi greiðslur af félagslegum toga.

  17. Hæstiréttur - áframhald • Með greindum ákvæðum skaðabótalaganna er leitast við að bæta áætlað framtíðartjón tjónþola. • Útreikningurinn er reistur á örorkustigi hans á þeim tíma sem upphaf örorkunnar miðast við og tekjum fyrir slysdag, en staðlaður að öðru leyti. • Samkvæmt orðalagi ákvæðis 4. mgr. 5. gr. laganna og greindum lögskýringargögnum verða lögin ekki öðruvísi skýrð en að miða beri framtíðarfrádrátt vegna greiðslna af félagslegum toga við þann tíma sem tjónþoli geti ekki vænst frekari bata. • Verður það ekki gert nema mið sé tekið af því hvernig mál tjónþola standa á þeim tímaog ætla út frá því hvernig mál þróist í framtíðinni samkvæmt meðaltalslíkindareglu.

  18. Hæstiréttur - áframhald • Lögin eru sett með stjórnskipulegum hætti með það í huga að fjárhagsskaði tjónþola verði fullbættur og samkvæmt þeim er farið eins með alla tjónþola, sem eins háttar til um að þessu leyti.

  19. Hvað stöndum við í dag, hvað segir þessi dómur okkur um gildandi rétt • Hvaða greiðslur af félagslegum toga frá almannatryggingum geta komið til frádráttar skaðabótakröfu?

  20. Hvaða greiðslur af félagslegum toga frá almannatryggingum geta komið til frádráttar skaðabótakröfu? • Lög nr. 117/1993 um almannatryggingar • 10, 12, 14. og 17. gr.,örorkulífeyrir, barnalífeyrir, tekjutrygging og tekjutryggingarauki • 28-29. gr., dagpeningar, örorkubætur/örorkulífeyrir • Lög nr. 118/1993 um félagslega aðstoð • t.d. 8., 9., 10. og 11. gr., endurhæfingarlífeyrir, heimilisuppbót, uppbót á lífeyri, bensínstyrkur • Ekki tæmandi upptalning

  21. Félagslegar greiðslur frá almannatryggingum • Eftirfarandi félagslegar greiðslur eru ekki tekjutengdar: • Slysaörorkulífeyrir • Slysaörorkubætur • Barnalífeyrir • Bensínstyrkur

  22. Félagslegar greiðslur frá almannatryggingum • Eftirfarandi félagslegar greiðslur eru tekjutengdar: • Slysadagpeningar • Tekjutrygging og tekjutryggingarauki • Endurhæfingarlífeyrir • Heimilisuppbót • Uppbót á lífeyri • Í dag eru áhrif tekna á bótarétt hins slasaða frá almannatryggingum minni en var 9. júlí 2000

  23. Hafa lög nr. 37/1999 leitt til lakari bótaréttar tjónþola í alvarlegum vinnuslysum? • Er þetta praktísk spurning? • Lægri örorka en 50% veitir t.d. ekki rétt til slysaörorkulífeyris skv. almannatryggingalögum • Sambærilegur réttur hjá lífeyrissjóðum er miðaður við 40% (Lífeyrissjóður sjómanna) eða 50%. • Í 17 af 191 vinnuslysamálum sem ég afgreiddi á tímabilinu 1999 til 2003, var varanleg örorka metin 50% eða hærri.

  24. Hafa lög nr. 37/1999 leitt til lakari bótaréttar tjónþola í alvarlegum vinnuslysum? • Hvert var upphaflega markmið skaðabótalaga? • Bæta stöðu þeirra sem verst slösuðust. • Var ætlunin að víkja frá þessu markmiði með 1999 breytingunni? • Varla. • Var það engu að síður gert?

  25. Hafa lög nr. 37/1999 leitt til lakari bótaréttar tjónþola í alvarlegum vinnuslysum? • Breytingin frá 1999 felur í vissum mæli í sér “gamla kerfið”, þ.e. upp að vissu marki er verið að færa mál í þann farveg sem þau voru í fyrir lögfestingu skaðabótalaga 1993. • Frádráttur eingreiðsluverðmætis greiðslna frá almannatryggingum • H 1997:2312

  26. Hafa lög nr. 37/1999 leitt til lakari bótaréttar tjónþola í alvarlegum vinnuslysum? • Breytingin 1999 veldur því að uppgjör alvarlegustu slysamálanna verða flóknari og tryggingastærðfræðingar gegna aftur mikilvægu hlutverki • Aukin krafa verður gerð til þekkingar lögmanna á bótaréttinum í heild sinni, ekki dugar lengur að þekkja skaðabótaréttinn í þrengri skilningi þess orðs • Þekking á bótarétti frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum verður því nauðsynleg þeim lögmönnum sem ætla að fást við þessi mál

  27. Hafa lög nr. 37/1999 leitt til lakari bótaréttar tjónþola í alvarlegum vinnuslysum? • Fyrir tjónþola í máli nr. 520/2002 er svarið já • Er svarið já fyrir alla hina líka?

  28. Er svarið já fyrir alla hina líka?-áframhald • Ég skoðaði nokkra tjónþola útfrá eftirfarandi forsendum: • Slysdagur var í öllum tilvikum sá sami og í máli nr. 520/2002, svo og stöðugleikatímapunktur og metnar afleiðingar, þ.e. 70% varanleg örorka • Ég gerði ráð fyrir bótarétti úr slysatryggingu launþega kr. 3.602.880,00 • Ég gerði ráð fyrir að tjónþoli nýtti 30% metna vinnugetu sína • Ég reiknaði bótarétt tjónþola á aldrinum 20, 30, 40, 50 og 60 ára, bæði karla og kvenna, annarsvegar skv. 1996 útgáfu skaðabótalaga og hinsvegar skv. 1999 útgáfunni • Ég gerði ráð fyrir að tjónþoli ætti aðeins rétt til greiðslna frá almannatryggingum en ekki lífeyrissjóði

  29. Ég skoðaði nokkra tjónþola útfrá eftirfarandi forsendum - áframhald • Ég gerði ráð fyrir bótarétti frá stöðugleikatímapunkti þ.e. 9. júlí 2000 til 67 ára aldurs tjónþola • Útreikningur miðar við 4,05% ársvexti, þ.e. 4,5% fyrir fjármagntekjuskatt, og vaxtavexti. • Lífslíkur fara eftir reynslu áranna 1996 – 2000. Lífslíkur kk. og kvk. eru ekki þær sömu. • Ég notaði þrennskonar tekjuviðmiðun: • Þá sömu og í máli nr. 520/2002 • Árstekjur kr. 3.180.000,00 • Árstekjur kr. 4.770.000,00

  30. Samanburður bóta til tjónþola úr hendi hins skaðabótaskylda samkvæmt skaðabótalögum 1996 og 1999. Greiðslur frá almannatryggingum.Tekjuviðmiðun kr. 1.780.800,00

  31. Samanburður bóta til tjónþola úr hendi hins skaðabótaskylda samkvæmt skaðabótalögum 1996 og 1999. Greiðslur frá almannatryggingum. Tekjuviðmiðun kr. 1.780.800,00

  32. Samanburður bóta til tjónþola úr hendi hins skaðabótaskylda samkvæmt skaðabótalögum 1996 og 1999. Greiðslur frá almannatryggingum. Tekjuviðmiðun kr. 3.180.000,00

  33. Samanburður bóta til tjónþola úr hendi hins skaðabótaskylda samkvæmt skaðabótalögum 1996 og 1999. Greiðslur frá almannatryggingum. Tekjuviðmiðun kr. 3.180.000,00

  34. Samanburður bóta til tjónþola úr hendi hins skaðabótaskylda samkvæmt skaðabótalögum 1996 og 1999. Greiðslur frá almannatryggingum. Tekjuviðmiðun kr. 4.770.000,00

  35. Samanburður bóta til tjónþola úr hendi hins skaðabótaskylda samkvæmt skaðabótalögum 1996 og 1999. Greiðslur frá almannatryggingum. Tekjuviðmiðun kr. 4.770.000,00

  36. Er svarið já fyrir alla hina líka?-áframhald • Hefur það e-r grundvallaráhrif ef tjónþoli á bæði rétt á bótum frá almannatryggingum og lífeyrissjóði? • Reiknað fyrir kk. tjónþola á aldrinum 20, 40 og 60 ára. • Gengið útfrá því að mánaðargreiðslur frá lífeyrissjóði séu kr. 25.000 til þess 20 ára, 75.000 til þess 40 ára og kr. 100.000 til þess 60 ára. • Að öðru leyti gilda sömu forsendur og að framan

  37. Samanburður bóta til tjónþola úr hendi hins skaðabótaskylda samkvæmt skaðabótalögum 1996 og 1999. Greiðslur frá almannatryggingum og kr. 25.000,00 pr. mán frá lífeyrissjóði. Tjónþoli 20 ára

  38. Samanburður bóta til tjónþola úr hendi hins skaðabótaskylda samkvæmt skaðabótalögum 1996 og 1999. Greiðslur frá almannatryggingum og kr. 75.000,00 pr. mán frá lífeyrissjóði. Tjónþoli 40 ára

  39. Samanburður bóta til tjónþola úr hendi hins skaðabótaskylda samkvæmt skaðabótalögum 1996 og 1999. Greiðslur frá almannatryggingum og kr. 100.000,00 pr. mán frá lífeyrissjóði. Tjónþoli 60 ára

  40. Niðurstaða • Dómur Hæstaréttar gaf okkur svar við ákveðnum grundvallarspurningum • Eingreiðsluverðmæti ákveðinna greiðslna af félagslegum toga frá almannatryggingum kemur til frádráttar skaðabótum • Réttur til greiðslna frá almannatryggingum miðast við stöðugleikatímapunkt • Hann svarar því hinsvegar ekki með endanlegum hætti hverjar greiðslur frá almannatryggingum komi til frádráttar og hverjar ekki • Breyting með lögum nr. 37/1999 hefur t.d. leitt til lakari bótaréttar tjónþola á miðjum aldri með lágar tekjur • Breytingin hefur hinsvegar leitt til betri bótaréttar sumra tjónþola t.d. yngri tjónþola með meðal- eða hærri tekjur

  41. Er breytinga þörf? • Spurningin á vissulega rétt á sér þó svarið blasi e.t.v. ekki við

More Related