170 likes | 397 Views
Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Rómantík 19. aldar, bls. 81-85. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl403 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Hvað gerðist í júlí 1830?. Stjórnarbylting gerð í Frakklandi. Borgarastéttin fékk aukin völd og í stað einveldis kom þingbundin konungsstjórn.
E N D
Íslenskar bókmenntir 1550-1900Rómantík 19. aldar, bls. 81-85 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl403 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Hvað gerðist í júlí 1830? • Stjórnarbylting gerð í Frakklandi. • Borgarastéttin fékk aukin völd og í stað einveldis kom þingbundin konungsstjórn. • Fram komu tillögur um stéttaþing og áttu Íslendingar að eiga fulltrúa í Hróarskeldu. • Í kjölfar júlíbyltingarinnar urðu kröfur um endurreisn Alþingis háværari á Íslandi. • Alþingi kom fyrst saman í Reykjavík 1945.
Og hvað kemur það bókmenntasögunni við? • Júlíbyltingin fól í sér kröfur um frelsi þjóða. • Þjóðernisvitund fór vaxandi í Evrópu á 19. öldinni, einkum með Napóleonsstyrjöldunum. • Íslendingar gerðu kröfu um endurreisn Alþingis og sjálfstæðisbaráttan hófst.
Hvenær byrjaði rómantíkin af fullum krafti á Íslandi? • Bjarni Thorarensen birti fyrsta rómantíska kvæðið 1818 (Ísland). • Rómantíska stefnan komst þó ekki á fullan skrið fyrr en upp úr 1835. • Þá var tímaritið Fjölnir stofnað. • Fjölnir átti að vekja líf með þjóðinni og halda því vakandi, efla frelsi hennar, heill og menntun.
Hvað vildu Fjölnismenn? • Í inngangi 1. árgangs settu Fjölnismenn sér fjögur atriði sem leiðarvísi: • 1. Nytsemin: Allt í ritinu varð að stuðla að einhverjum notum. • 2. Fegurðin: Allir menn áttu að girnast hana sjálfrar hennar vegna. Til að rit væri fagurt þyrfti mál þess að vera fagurt. • 3. Sannleikurinn: Væri sálinni ómissandi líkt og fæðan er líkamanum. • 4. Allt í ritinu átti að byggja á því sem væri gott og siðsamlegt því ef það vantaði væri allt annað einskis virði.
Hvert var efni Fjölnis? • Fjölnir er oft sagður vera boðunarrit rómantísku stefnunnar. • Ekki tengdist þó allt efni hans þeirri stefnu: • umfjöllun um stafsetningu • fréttaskýringar • umræða um hreppaskipan • vísindagreinar um uppruna og eðli jarðar • o.m.fl. • Kjarninn í tímaritinu var þó rómantísk sýn sem birtist sterkast í pólitískum áherslum Fjölnismanna, bæði í blaðinu og utan þess.
Hvert var viðhorfið til fortíðarinnar? • Jónas Hallgrímsson er án efa frægastur Fjölnismanna og nútímamenn tengja margir tímaritið við nafn hans. • Í fyrsta árgangi Fjölnis 1835 birtist kvæðið Ísland eftir Jónas strax á eftir inngangsorðunum. • Í kvæðinu felst eins konar stefnuyfirlýsing þar sem fortíð og samtíð er borin saman.
Hvert var viðhorfið til fortíðarinnar?, frh. • Það sem var nýstárlegt við kvæðið Ísland var: • Náttúrusýnin: Skynjun mannsins á náttúrunni og gildi hennar í sjálfri sér. • Viðhorfið til fortíðarinnar: Söguöldin var hið eina sanna viðmið. • Nemendur lesa kvæðið Ísland á bls. 255-257 í Rótum.
Hvernig var Fjölni tekið? • Íslendingar tóku Fjölni misjafnlega til að byrja með. • Hörðust viðbrögð vakti það sem bar sterkust merki erlendrar rómantíkur, s.s. listævintýri eftir þýska skáldið L. Tieck. • Listævintýri er það kallað þegar höfundur vann á sjálfstæðan hátt úr alþýðlegum ævintýrum. • H.C. Andersen er vel þekktur höfundur slíkra ævintýra.
Hverjir voru Fjölnismenn? • Fjölnismenn voru fjórir: • Jónas Hallgrímsson skáld • Konráð Gíslason málfræðingur og orðabókahöfundur • Brynjólfur Pétursson stjórnarráðsfulltrúi • Tómas Sæmundsson prestur • Þessir menn höfðu allir verið saman við nám í Bessastaðaskóla en síðar farið utan til Kaupmannahafnar og numið ólíkar greinar þar.
Hver var Tómas? • Tómas Sæmundsson (1807-1841) lauk embættisprófi í guðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1832. • Eftir nám ferðaðist hann um Evrópu en það var afar fátítt hjá námsmönnum á þessum tíma. • Tómas sat fyrirlestra Henriks Steffens í Berlín (Steffens hafði farið aftur til Þýskalands eftir Danmerkurdvölina). • Tómas gerðist prestur á Breiðabólsstað í Fljótshlíð í Rangárvallasýslu.
Hver var Tómas?, frh. • Hann var afkastamikill maður og afar vel að sér í rómantískum fræðum. • Hann skrifaði innganginn að Fjölni. • Fjölnismenn voru ekki sammála um allt sem varðaði tímaritið og svo fór að Tómas gaf 5. árganginn út einn. • Aldrei slitnaði þó vinátta þeirra Fjölnismanna. • Jónas Hallgrímsson orti minningarljóð um Tómas að honum látnum: • „Dáinn, horfinn“ – harmafregn!
Hverjir voru hinir? • Konráð Gíslason var málfræðingur og langlífastur þeirra Fjölnismanna (1808-1891). • Hann varð seinna prófessor við Hafnarháskóla. • Hann skrifaði mikið um stafsetningu í Fjölni og hafði mjög róttækar skoðanir á þeim málum: Vildi að stafsetningin færi meira eftir framburði en uppruna. • Þeir Tómas deildu mjög um þetta efni. • Sjá dæmi um stafsetningu Konráðs á bls. 84.
Hverjir voru hinir?, frh. • Brynjólfur Pétursson skrifaði minnst Fjölnismanna í tímaritið en þá helst um stjórnmál og hag landsins. • Hann var lögfræðingur að mennt og náði góðum frama innan danska stjórnkerfisins. • Þar vann hann m.a. að málefnum Íslendinga.
Hvað með náttúrufræðinginn? • Jónas Hallgrímsson var náttúrufræðingur að mennt en lauk þó ekki prófi frá Hafnarháskóla. • Nokkuð birtist af náttúrufræðilegu efni eftir hann í Fjölni, bæði frumsamið og þýtt. • Jónas hlaut aldrei fasta stöðu sem náttúrufræðingur en var stundum á styrkjum. • Mikinn hluta af rannsóknum sínum kostaði hann þó sjálfur.
Hvað með náttúrufræðinginn?, frh. • Í þýddum ritum um stjörnufræði bjó Jónas til mörg nýyrði sem enn eru notuð, t.d. ljósvaki og aðdráttarafl. • Jónas var vel að sér í náttúrufræðum og þykja rannsóknir hans vandaðar og niðurstöður vísindalegar. • Um Jónas hefur verið sagt að honum hafi tekist að gera jarðfræði að skáldskap. • Þá er átt við ljóðið Skjaldbreiður sem hefur undirtitilinn „Ferðavísur frá sumrinu 1841“ en þá rannsakaði hann fjallið og nágrenni þess.