240 likes | 389 Views
Matsfundir – eru nemendur hæfir til að meta skólastarfið?. HÍ – endurmenntun – að vanda til námsmats Irena Ásdís Óskarsdóttir og Ragnhildur Guðjónsdóttir. Rannsóknarspurningar. Eru nemendur hæfir til að meta skólastarfið ? Eru matsfundir nýtilegri en kennslukannanir ?
E N D
Matsfundir – eru nemendur hæfir til að meta skólastarfið? HÍ – endurmenntun – að vanda til námsmats Irena Ásdís Óskarsdóttir og Ragnhildur Guðjónsdóttir
Rannsóknarspurningar • Eru nemendur hæfir til að meta skólastarfið ? • Eru matsfundir nýtilegri en kennslukannanir ? • Eru matsfundir heppileg aðferð til að meta skólastarfið ? HI - endurmenntun - að vanda til námsmats
Okkar tilgáta • Nemendur eru hæfir til að meta skólastarfið • Matsfundir gefa betri mynd af því sem vel er gert. Sýna betur hvað hægt er að gera heldur en fram kemur í kennslukönnunum • Nemendur eru tilbúnari að gefa sér tíma til að meta skólastarfið með slíkum hætti, þ.e. matsfundum • Kennarar fá raunhæfari mynd af mati nemenda sem nýtist þeim betur í starfi • Fleiri nemendur taki þátt HI - endurmenntun - að vanda til námsmats
Tölulegar upplýsingar • Um 150 nemendur tóku þátt í matsfundunum • Fórum í 18 hópa • 11 kennarar tóku þátt • 101 svöruðu könnuninni um gagnsemi matsfunda HI - endurmenntun - að vanda til námsmats
Undirbúningur matsfunda • Sóttum um leyfi hjá stjórnendum • Töluðum við deildarstjóra almennu deildarinnar og Ragnhildur sá um að ræða við kennarana í sinni deild • Fórum á fund með kennurum almennu deildarinnar • Kennarar sendu okkur boð um að koma í ákveðna hópa og/eða gáfu okkur frjálst val HI - endurmenntun - að vanda til námsmats
Framkvæmd • Matsfundirnir voru haldnir án þess að kennarinn væri viðstaddur, á miðri önn • Flestir fundirnir voru framkvæmdir af okkur sjálfum. Önnur skráði athugasemdir og hin stýrði umræðum. • Þegar við fórum í hópana okkar fengum við okkur til aðstoðar verkefnastjóra, Ingu Þóru Ingadóttur • Nemendur settust í hring og við kynntum verkefnið • Kynntum fyrir þeim áfangann sem við værum í við endurmenntun HÍ HI - endurmenntun - að vanda til námsmats
Framkvæmd – framhald… • Farinn var einn jákvæður hringur og einn “það sem betur má fara” hringur. Nemendum sagt að það mætti segja pass og mætti vera sammála því sem komið er. • Nemendum gefinn kostur á að bæta við í lokinn. • Áður en við byrjuðum útskýrðum við tilganginn með verkefninu sem er að bæta skólastarfið. • Létum þau vita að við skrifuðum niður athugasemdirnar beint eftir þeim og að við undirstrikuðum þau atriði sem væru oft tekin fram. HI - endurmenntun - að vanda til námsmats
Framkvæmd – framhald… • Sögðum þeim hvert framhaldið yrði. Þ.e. að kennarinn fengi niðurstöðurnar nafnlausar • Lásum upp 10 spurningar úr kennslukönnuninni sem er lögð fyrir á vorönn til að gefa þeim hugmynd um umræðuefni • Að lokum óskuðum við eftir því að nemendur hjálpuðu okkur að ganga frá stofunni, raða stólum og borðum HI - endurmenntun - að vanda til námsmats
Eru nemendur hæfir til að meta?Dæmi Jákvæður hringur: • Allt vel útskýrt • Vel glósað á töflu og vel farið eftir bókinni • Góð lýsing í kennslustofunni • Þægilegir stólar • Góð og aðgengileg tæki • Kennari þægilegur í umgengni • Fer djúpt í margt, líka fyrir utan efnið sem er gott að vita • Fer vel yfir • Hægt að tala við kennara á léttum nótum • Skemmtileg, upplífgandi • Sanngjarn kennari • Skipulag til fyrirmyndar • Maður veit alltaf hvar maður er, enginn misskilningur með það Það sem betur mætti fara: • Vont að sitja lengst frá töflunni, röðin er fyrir • Nemendur lengst frá – auðveldara að missa einbeitinguna • Of margir í stofunni, erfitt að sjá á töfluna og komast yfir öll dæmin • Stundum farið of hratt yfir • Mikið stökk frá xxx103 í xxx203 • Fáránlegt að sitja langsum í stofunni • Staðsetning borðsins slæm • Ný bók, ber ekki saman við gömlu bókina, þ.e. ný hugtök í nýju bókinni • Ósamræmi milli bókarinnar og verkefnanna, dálítið kaótískt • Mætti reikna meira upp á töflu HI - endurmenntun - að vanda til námsmats
Eru nemendur hæfir til að meta? Dæmi Jákvæður hringur • Jákvæð • Skilar vel af sér • Fyrsta skipti sem ég læri eitthvað í x • Hjálpsamur • Skemmtilegur • Gott að læra hjá X • Fær að drekka kaffi í tíma • Hress • Fáránlega þolinmóður • Skapar þægilegt andrúmsloft • Tengir efnið skemmtilegum hlutum • Gefur sér góðan tíma með nemendum • Fylgir vel hlutum þar til skýring fæst • Fín námsbók Það sem betur mætti fara: • Rafhlöðurnar og tölvurnar lélegar • Erfið og löng sögubók • Mikið af nýjum bókum • Leiðinlegt efni, vantar tilbreytingu • Heyrnatólin í tölvunum léleg • Vantar betri aðstöðu fyrir hlustunarhlutann • Vantar meiri þjálfun í að tala tungumálið • Of mikið föst í bókinni HI - endurmenntun - að vanda til námsmats
Könnunin • Vildum fá álit nemenda á matsfundunum • Lögðum fyrir könnun síðustu kennsluvikuna • Nemendur svöruðu nafnlaust • Tókum saman helstu niðurstöður • Í könnuninni voru bæði krossaspurningar og spurningar sem hægt vara að svara frjálst HI - endurmenntun - að vanda til námsmats
Var eitthvað jákvætt/gott við matsfundina? • Gott að sjá hvað kennarinn gerir fyrir mann. Maður gerir sér ekki grein fyrir því fyrr en maður gerir eitthvað svona. • Við fengum að koma okkar skoðunum á framfæri. Mjög þægileg stemning sem kom • Eftir könnunina átti ég auðveldara að tala við samnemendur mína • Við kynntumst betur (ísinn brotnaði) • Já, það er allt annað að sitja í hring með öllum bekknum, og spjalla um það slæma ásamt því góða, með fagmanni og án kennara • Hægt að segja það sem manni finnst, ekki staðlað form HI - endurmenntun - að vanda til námsmats
Ábendingar um það sem beturmátti fara: • Hefði viljað vita af þessu fyrr og viljað fá eitthvað efni til að hugsa um áður ef það hefði verið eitthvað sérstakt sem ég vildi að kæmi fram • Fólk gæti kannski skrifað eitthvað á miða líka hvað því finnst og svo lesið upp svo ekki allir bara sammála síðasta ræðumanni • Vona að þetta hafi farið til skila til kennara því þetta er sniðugt fyrir þá sem ekki þora að tjá sig við kennarann • Það er ekkert sem þið gætuð gert betur • Ekkert nema að hafa þetta í fleiri fögum • Kannski hefðu fundarmenn mátt hafa skoðun á þeim málum sem upp komu HI - endurmenntun - að vanda til námsmats
1. spurning Voru matsfundirnir gagnlegir ? Mjög ósammála Mjög sammála HI - endurmenntun - að vanda til námsmats
2. spurning Var skemmtilegt að taka þátt í matsfundinum ? Mjög ósammála Mjög sammála HI - endurmenntun - að vanda til námsmats
3. spurning Væri óskandi að matsfundir væru haldnir í öllum áföngum ? Mjög ósammála Mjög sammála HI - endurmenntun - að vanda til námsmats
4. spurning Hefðbundnar kennslukannanir þjóna sama tilgangi og matsfundirnir ? Mjög ósammála Mjög sammála HI - endurmenntun - að vanda til námsmats
5. spurning Er æskilegt að utanaðkomandi aðili (annar en kennari í faginu) haldi matsfundinn ? Mjög ósammála Mjög sammála HI - endurmenntun - að vanda til námsmats
Niðurstöður könnunar HI - endurmenntun - að vanda til námsmats
Umsagnir kennara • ,,Fyrir mig var þetta virkilega gott. Sýndi inn á hvað mætti betur fara og það á miðri önn þannig að ég gat leiðrétt það strax. Einnig heyrði ég nemendur tala um hvað þetta var gott og fá aðila sem er ekki tengdur deildinni til að sjá um umræður.” • Ef fleiri slíkar kannanir verða framkvæmdar, þá þarf að vísa í fyrri reynslu þess efnis að nemendur séu málefnalegir í mati sínu, það sé ekkert að óttast, því ef neikvæð gagnrýni á sér stað þá getur kennarinn bætt sig ef hann sér að nemendur hafa rétt fyrir sér.Ef tekið er á mati á faglegum forsendum þá ættu matsfundir að skila árangri, ef kennarinn er tilbúinn til þess að taka tillit til þess sem nemendur eru að segja. HI - endurmenntun - að vanda til námsmats
Umsagnir kennara, framhald… • Mér fannst þetta gott framtak, svona mat skilar sér að öllum líkindum betur en krossaprófin sem nemendur eru að fylla út í lok anna. Tölvuútkeyrsla kennslukannana eru oft illskiljanleg. Mín skoðun er sú að ekki sé hægt að framkvæma mat að kennara viðstöddum. • Námsmatið eins og þið lögðuð það fyrir var gott til að fá fram faglegar og gangvirkar samræður í bekkjunum. Þar kom fram umræða um einstök fög, framsetningu þeirra og skilvirkni. Í umræðuhópunum gátu nemendur fjallað um sína skoðun á áherslur og framsetningu í kennslu og fengu viðbrögð og innsýn annarra samnemenda við sama mati og hugrenningum. Þarna þurftu margir nemendur að spyrja sig hvar stend ég í viðkomandi fagi og hver er mitt framlag í því námi sem ég valdi sjálfur. Námi sem á að vera grunnurinn að minni eigin framtíð í námi og starfi. Þetta tókst mjög vel og skilaði sér hjá mörgum í nýrri ábyrgari og virkari hugsun. Og þessi aðferð tekur námskönnunum fram um flest, þegar vel er að staðið. HI - endurmenntun - að vanda til námsmats
Eftirfylgni - úrvinnsla • Kennarar fengu niðurstöðurnar innan tveggja vikna frá því að matsfundurinn var haldinn • Stjórnendur fá lista með athugasemdum frá nemendum varðandi aðbúnað • Niðurstöður kynntar á kennarafundi 20.maí 2009 • Niðurstöður kynntar 27. maí 2009 á námstofu um námsmat í framhaldsskólum í Skriðu. HI - endurmenntun - að vanda til námsmats
Umræður – lokaorð – álit • Nemendur meta skólastarfið með mjög sanngjörnum hætti • Við teljum að matsfundir séu mjög heppileg aðferð til að meta skólastarfið og veita okkur betri innsýn en kennslukannanir. Fleiri nemendur taka þátt í matsfundum heldur en netkönnun • Matsfundirnir gefa okkur betri mynd af því sem nemendur eru ánægðir með og það sem hægt er að bæta • Kennarar geta nýtt sér matsfundi betur en útkomu úr kennslukönnunum þar sem þeir fá áþreifanlegri og þ.a.l. gagnlegri niðurstöður HI - endurmenntun - að vanda til námsmats
Ráðleggingar til þeirra sem vilja prófa • Kynna verkefnið vel fyrir stjórnendum og kennarahópnum • Hafa kennarann ekki viðstaddan • Kynna niðurstöður fljótt fyrir kennurum svo þeir geti nýtt sér þær strax • Hægt að skoða aðra útfærslu, t.d. láta nemendur byrja á að skrifa athugasemdir á miða • Halda fundina snemma á önninni, 5.-6. viku? • Gott að tveir haldi fundinn Hvað hefðum við viljað gera öðruvísi? HI - endurmenntun - að vanda til námsmats