50 likes | 246 Views
Ævi- og ferðasögur. 1) Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara 2) Reisubók Sr. Ólafs Egilssonar. Ferðabækur. Landafundir og auknar ferðir um heiminn ýta undir þessar bókmenntir Heimur Evrópumanna stækkaði ört á 15. og 16. öld (“landafundirnir miklu”) Þá urðu til frásagnir ferðalanga
E N D
Ævi- og ferðasögur 1) Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara 2) Reisubók Sr. Ólafs Egilssonar
Ferðabækur • Landafundir og auknar ferðir um heiminn ýta undir þessar bókmenntir • Heimur Evrópumanna stækkaði ört á 15. og 16. öld (“landafundirnir miklu”) • Þá urðu til frásagnir ferðalanga • Frásagnirnar eru einkum: 1) ferða-dagbækur 2) ferðasögur 3) fræðirit
Reisubók Sr. Ólafs Egilssonar • Ólafur Egilsson (1564-1639), prestur í Vestmannaeyjum 1627, þegar Tyrkir rændu Eyjarnar • Var hertekinn, ásamt eiginkonu og 2 börnum þeirra og fluttur til Algeirsborgar, var sleppt sama ár og kom heim til Íslands • Um þessar hörmungar skrifar hann í bókinni • Málfarið dregur dám af viðfangsefninu og stíl þess tíma (innskot). Ber Tyrkjum furðuvel söguna og er oft mjög hlutlægur í lýsingum sínum
Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara • Jón Ólafsson (1593-1679). • Strauk að heiman (18 ára), komst til Englands og síðan til Danmerkur. Gekk þar í her Danakonungs og gerðist byssuskytta.Var ýmist á landi eða sjó. • Fór með verslunarskipi til Indlands
Reisubók Jóns Ólafssonar • Jón skrifar reisubók sína árið 1661, á gamalsaldri • Í fyrri hluta fjallar hann um veru sína í Danmörku og ferðum um norðurslóðir • Í seinni hluta fjallar hann um Indlandsförina. Seinna var bætt við æviárum á Íslandi • Bókin er lífleg og vel skrifuð. Góð heimild um líf alþýðu í Kaupmannah. og líf venjulegra hermanna um borð í skipum konungs • Málið dönskuskotið, en kjarnyrt alþýðumál