360 likes | 663 Views
LEIKURINN Í LJÓSI SÁLKÖNNUNAR. LEIKUR NÁMS OG ÞROSKA 103. INNGANGUR. Í kaflanum er fjallað um leikinn í ljósi sálkönnunar Helstu fræðimenn sem hér koma við sögu eru Sigmund Freud Erik H. Erikson Donald W. Winnicott Að lokum koma fram skýringar og gagnrýni. SIGMUND FREUD (1856-1939). Frh.
E N D
LEIKURINN Í LJÓSI SÁLKÖNNUNAR LEIKUR NÁMS OG ÞROSKA 103
INNGANGUR • Í kaflanum er fjallað um leikinn í ljósi sálkönnunar • Helstu fræðimenn sem hér koma við sögu eru • Sigmund Freud • Erik H. Erikson • Donald W. Winnicott • Að lokum koma fram skýringar og gagnrýni
Frh. • Leikkenningar sem byggjast á sálkönnun hafa haft djúp og víðtæk áhrif á skilning manna á leik • Sigmund Freud var upphafsmaður sálkönnunar • Greinir þrjá meginþætti persónuleikans • frumsjálf (id) • sjálf (ego) • yfirsjálf (super ego)
Vellíðunarlögmál • Freud taldi að hvatir stjórnuðust af einu lögmáli = vellíðunarlögmáli • Barnið leitast við að fullnægja hvötum sínum og þörfum • Til að verða fullþroska þarf að læra að hafa stjórn á hvötunum • Yfirsjálfið = samviska • Sjálfið = vitræni þátturinn • Frumsjálf/það = hvatræni þátturinn • Veruleikalögmálið
Frjáls leikur sem rannsóknaraðferð • Freud beitti frjálsri hugrenningaraðferð • Eftirmenn hans notuðu frjálsan leik í stað hugrenningaraðferðar í meðferð á sjúkum börnum til að greina vanda þeirra og skilja þau • Freud setti aldrei fram neina kenningu um leik þótt hann viki oft að honum í ritum sínum og hafi lagt mikilvægan grundvöll að skilningi manna á leik barnsins og gildi hans fyrir geðheilsu þess og sálarheill
Geðhreinsunarkenningin • Skýring Freuds á hlutverki leiksins byggist á geðhreinsunarkenningunni • Kenningin á rætur að rekja til ævagamallar kenningar í listfræði Aristotelesar • Hlutverk lista og leikja er að hreinsa sálina af þeim hneigðum sem maðurinn má ekki fullnægja í raunveruleikanum af siðferðiástæðum • Í leik fær barnið útrás fyrir innbyrgðar tilfinningar og beinir þeim inn á jákvæðar brautir • Freud leggur áherslu á að alvara sé ekki andstæða leiks heldur raunveruleikinn
Frh. • Í heimi raunveruleikans getur barnið ekki fengið allar sínar óskir uppfylltar • Leikurinn • er tæki barnsins til að breyta veruleikanum í sína þágu og ryðja burt þeim hindrunum sem veruleikinn setur því • gefur barninu tækifæri til að fá óskir uppfylltar • gefur barninu færi á að láta óheftar tilfinningar í ljós eins og reiði, afbrýðisemi og árásargirni • gefur barninu færi á að vera sjálft við völd og stjórna gangi mála • gefur barninu færi á að endurtaka leik sem veldur kvíða og vonbrigðum og þannig sigrast barnið á erfiðleikum, varpar þeim yfir á aðra hluti og persónur
Frh. • Freud taldi leikinn mikilvægt tjáningarform sem hefði ótvírætt lækningagildi • Hann leit á leik sem spegil sálarlífsins • Sálkönnun hefur haft mikil áhrif á sviði leiklækninga/leikmeðferða • Anna Freud og Melanie Klein voru meðal þeirra fyrstu til að nota leiki og leikföng til að sjúkdómsgreina börn • Byggðu starf sitt á sálkönnunarkenningu Freud
Frh. • Einn af lærisveinum Freud • Hefur beint athygli sinni að mikilvægi leiksins í eðlilegri, sálrænni þróun barnsins • Gengur út frá persónuleikakenningu Freud • Leggur meiri áherslu á sjálfið í persónuþroska mannsins
Frh. • Leikur er mikilvægur og virkur starfsþáttur í mótun sjálfsins • Leikurinn er tjáningarháttur barns sem er að þroskast, aðferð þess til að fást við veruleikann • Barnið skapar sér aðstæður þar sem það nær valdi á sjálfu sér og umhverfinu = Tilgangur leiks
Frh. • Greinir milli þriggja sviða eða heima í þróun leiks • Einkaheimur • Litli heimur • Stóri heimur
Einkaheimur • Leikur barna hefst með eigin líkama og snýst um hann • Leikurinn fer fram í einkaheimi barnsins • Byrjar áður en við tökum eftir honum sem leik • Gengur í fyrstu út á að kanna skynjanir, hreyfingar og hljóðmyndanir með sífelldri endurtekningu • Beinist síðar að annarri manneskju sem er oftast móðirin
Litli heimur • Lítill heimur nærtækra hluta og leikfanga • “Höfn sem barnið byggir sér til þess að leita skjóls í þegar það þarf að átta sig á eigin sjálfi” • Hlutir geta brotnað, barnið má ekki leika sér með þá, einhver annar á þá, fullorðna fólkið tekur þá frá barninu • Litli heimurinn tælir barnið til að tjá sig ógætilega um hættuleg málefni og viðhorf sem vekur því kvíða svo það hættir skyndilega að leika sér • Erfitt fyrir barnið sem getur haldið því frá leik • Getur leitt til þess að það leiti aftur til einkaheimsins
Stóri heimur • 2 – 6 ára • Leikþörf og leikgleði knýr börn áfram inn í stóra heiminn, heim félagsskapar • Farið með önnur börn eins og hluti, þau rannsökuð, ýtt og hrint • Barnið lærir smám saman hvers konar leikur eða hegðun hentar í hverjum þessara þriggja heima • Nauðsynlegt fyrir barnið að fá að leika sér eitt og vera út af fyrir sig • “Einleikur er ómissandi höfn þangað er leitað til að bæta tvístraðar tilfinningar eftir stormasöm veður í ólgusjó félagslífsins” • Í leik nýtur barnið afþreyingar, læknar sjálft sig og verndar geðheilsu sína
Tilgangur leiksins • Greinir á milli leiks barna og fullorðinna • Fullorðnir = flótti yfir í annan veruleika • Barnið = leið til að sigrast á erfiðleikum og efla eigið sjálf • Leikur lykillinn að skilningi manna á því hvernig frumstætt sjálf barnsins vinnur að því að ná jafnvægi, efla sig og styrkja • “Að ímynda sér vald sjálfsins....er tilgangur leiksins” • Áhersla lögð á þýðingu leiksins fyrir sjálfs barnsins og heilbrigða þróun persónuleikans
Frh. • Breskur sálkönnuður • Barnalæknir að mennt sem kynntist ungur sálkönnun • Starfaði sem barnalæknir og sálkönnuður
Hvers vegna leika börn sér? • Spurning sem Winnicott velti fyrir sér • Telur orsakir margar ýmist augljósar eða óljósar • Meðal annars ánægjunnar vegna • Börn njóta alls konar líkamlegra og tilfinningalegra upplifana í leik
Kvíði og leikur • Leika sér til að vinna bug á kvíða eða til að ná tökum á hugsunum og hvötum sem valda kvíða ef ekki er höfð stjórn á þeim • Kvíði mikill þáttur í leik barna • “Ef mikill kvíði ógnar barninu, veldur hann þráhyggju eða áráttuleikjum, staglkenndum endurtekningarleikjum eða hann leiðir til öfgafullrar leitar að nautnum sem leik fylgja; og verði kvíðinn óbærilegur flosnar leikurinn upp og í staðinn kemur fullnæging líkamlegarar nautnar”.
Frh. • Mikilvægt að uppalendur geri sér grein fyrir kvíða í leik barna • Hægt að biðja börn að hætta leik þegar þau leika sér ánægjunnar vegna • Þegar leikurinn snýst um kvíða getum við ekki haldið börnum frá honum án þess að valda þeim raunverulegum kvíða og stuðla að nýjum varnarháttum gegn honum • Þegar þeir koma fram í tilhneigingu til sjálfsfróunar eða leit á náðir sjúklegra dagdrauma þarf barnið á hjálp að halda • Sífelld bönn til ills
Leikurinn einkenni heilbrigðs lífs • Barnið aflar sér reynslu og dýrmætrar upplifunar • Leikurinn greiðir fyrir vexti og þroska, sálarlífið mótast og þroskast • Hugmyndaflug örvar þroska og eykur hæfni • “Leikur er stöðugur vitnisburður um sköpun og það merkir líf” • Skapar vináttubönd og félagsskap • Fullorðnir þurfa að viðurkenna mikilvægi leiks og kenna hefðbundna leiki án þess að hefta hugkvæmni barna eða spilla henni • Leikur, listiðkun og trúariðkun af svipuðum toga • Leikur tengir viðhorf einstaklings við innri veruleika viðhorfum hans við ytri veruleika
Andlega sjúk börn og leikur • Skiljum og viðurkennum heilbrigt atferli leiks þegar við fáum í hendur sjúk börn • Haldin þráhyggjusjálfsfróun • Hafa að staðaldri leitað á náðir þráhyggjudrauma • Í tilfinningalegum erfiðleikum hefur barnið tvo kosti • Leika sér • Leita á náðir líkamlegra nautna eins og sjálfsfróunar, fingursogs, borða yfir sig eða leita í dagdrauma • Leikurinn hin eðlilega sjálfstjáning barnsins • Getur verið einlægt
Lækningarmáttur sjálfsprottins leiks • Leikur er lækningameðferð • Læknar sig sjálft í sjálfsprottnum leikjum sínum • Tengsl leiksins við raunveruleikann • Kenning um svið milli ungbarns og móður • Anstæða við innri heim eða innri veruleika og andstætt hinum ytri, raunsanna veruleika • Millisvið þar sem upplifanir og ýmis fyrirbæri geta átt sér stað • Eins konar töfraheimur eða undraland þar sem allt getur skeð • Hér er vettvangur leiksins
Skapandi upplifun í leik • Gerir þýðingarmikinn greinarmun á merkingu orðsins leikur og að leika sér • Að leika sér er skapandi upplifun eða sköpun og upplifun sem gerist í tíma og rúmi • Leikurinn er hvorki innri né ytri veruleiki heldur eitthvað þar á milli • fer fram á leikvettvangi sem barnið stjórnar með eins konar töframætti • Barnið svo upptekið oft að það þolir ekki afskipti annarra af leiknum • Þarf að öðlast traust tengsl við aðra manneskju til að geta leikið sér
Tengihlutir og tengifyrirbæri • Kenning um tengihluti og tengifyrirbæri og hlutverk þeirra í þróun leiksins og uppruna • Stærsta framlag hans til að endurnýna sálkönnunarkenninguna • Skömmu eftir fæðingu byrjar barnið að örva svæðið í kringum munninn með þumlinum, fingrunum og hnefanum • Frumstætt afbrigði af þykjustuleik, upphaf að leik ungbarnsins sem það tengir tryggðarböndum tilteknum bangsa, brúðu eða örðum hlutum og leikföngum
Töframáttur gæluhluta • Tengihlutir eru hlutir sem barnið tekur ástfóstri við, huggar sig við í fjarveru móður eða staðgengils hennar og vill hafa hjá sér þegar það á að fara að sofa eða þegar eitthvað bjátar á • snuð, bangsi, koddi o.s.frv. • gæluhlutir • Bangsimon er frægastur allra tengihluta • Tengihluturinn er tákn fyrir móðurina eða einhvern sem barnið er nánast tengt • Tengifyrirbærin gerast á hinu hugsanlega millisvæði sem skapast þegar barnið fer að greina sjálft sig frá móðurinni og gera greinarmun á sér og móðurinni • Tengihluturinn öðlast einhvers konar töframátt • Í framhaldi af tengifyrirbærinu þróast leikur barnsins
Frá hönd til leikfanga • Þróunin frá hönd til leikfanga er algild og mikilvæg í lífi barnsins • Hvernig notar barnið tengihlutina? • Eignar sér hlutinn • Hjúfrar tengihlutinn að sér og gælir við hann • Má ekki breyta á neinn hátt nema barnið geri það sjálft • Má ekki þvo • Missir smám saman tákn sitt og gildi • “Geymdur en ekki gleymdur.” • Missir merkingu sína • “tengifyrirbærið hefur breiðst út yfir allt millisviðið millil hins innra sálræna veruleika og hins ytra heims....Yfir öll svið menningarinnar.”
Leikurinn – frjóangi menningar og listsköpunar • Tengihluturinn, tákn hans og töfrar þróast smám saman yfir í víðfeðmari viðfangsefni og stærri svið mannlegrar tilveru, mannlegrar vitundar og mannlegrar sköpunar • Kemur fram í leik og listsköpun, listupplifun og draumum, hlutdýrkun eða skurðgoðadýrkun, trú á töfra- eða verndargripi og jafnvel í fíkniefnaneyslu • Í tengihlutum og gæluhlutum lítils barns býr frjóangi allrar menningar og listsköpunar • Leikurinn er ekki bara bernskufyrirbæri, njótum hans alla ævi
Frh. • Kenningar Winnicott hafa haft mikil og heilladrjúg áhrif á viðhorf manna til leikja barna og fullorðinna svo og skilning manna á listsköpun allri
SKÝRINGAR OG GAGNRÝNI • Þekkjum flest dæmi um það að börn fá útrás fyrir togstreitu og kvíða eða vonbrigði í leik • Sjáum börn þykjast vera foreldri, lækni eða söngvara • Leikirnir eru ýktir, foreldrar gerðir að harðstjórum og læknar ógnvekjandi með sín tól og tæki • Börn fá uppbót fyrir vanmetakennd í leik sem vaknar gegn valdi fullorðinna
Takmarkanir leikkenninga sálkönnuða • Nær skammt þótt hún sé mikilvæg • Eru að mestu byggðar á leikjum barna sem komið hafa til sálfræðinga vegna geðrænna vandamála • Þeir sem starfa með börnum upplifa fyrst og fremst leik hins heilbrigða barns og samleiki barna • Sálkönnun gefur ekki svar við því hvers vegna börn sækjast eftir að leika sér saman eða hvað gerist í samspili barna sem leika sér saman • Getum samt lært margt af kenningunum um leik • Sýnt hefur verið fram á mikilvægi hins sjálfsprottna leiks fyrir tilfinningalíf og persónuþroska barna og lækningamátt hans
Virðing fyrir sjálfsprottnum leik • Sálkönnunarkenningar hafa stuðlað að aukinni virðingu fyrir leiknum og sjálfstjáningu barnsins og eðlilega athöfn hans • Áhersla lögð á að leikur lítilla barna á að fara fram á forsendum barnsins sjálfs • Hefur mikilvæg og varanleg áhrif á starfsemi leikskóla og skóla víða um heim • Viðhorf sálkönnunar til leiksins rennir styrkum stoðum undir gildi leikuppeldis og áhrifamátt þess