190 likes | 421 Views
Íslenskar bókmenntir til 1550 Bls. 83-89 Fornaldarsögur, riddarasögur, annálar. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 303 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Fornaldarsögur. Efni og einkenni
E N D
Íslenskar bókmenntir til 1550Bls. 83-89Fornaldarsögur, riddarasögur,annálar Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 303 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Fornaldarsögur • Efni og einkenni • Nafnið á fornaldarsögum er ekki gamalt; kom fyrst fyrir í heildarútgáfu sagnanna (1829-30) en þar eru þær nefndar Fornaldarsögur Norðurlanda. • Sögurnar fjalla um elstu minningar hins norrænan kynstofns á Norðurlöndum og að nokkru leyti í öðrum germönskum löndum.
Fornaldarsögur • Efni og einkenni • Söguefnið er eldra en Íslands byggð. • Engum datt í hug að taka þessar sögur trúanlegar, ólíkt Íslendingasögum og öðrum raunsæjum sagnaritum. • Frásögnin er ekki innan ramma þess sennilega: Menn hafa hamskipti, bregða sér í líki ýmissa dýra, skjóta örvum í logni o.s.frv.
Fornaldarsögur • Efni og einkenni • Í ævintýraheimi fornaldarsagna verða söguhetjur oft hver annarri líkar: • Hetjurnar eru fullkomin ofurmenni, andstæðingar þeirra rakin illmenni, nema það séu flugdrekar, finngálkn eða önnur eitur- og eldspúandi kvikindi. • Engin þessara sagna er látin gerast á Íslandi. Frásagnarmáti þeirra er þó ekki óáþekkur frásagnarmáta Íslendingasagna.
Fornaldarsögur • Tilurð • Flestir telja að ekki sé farið að rita fornaldarsögur fyrr en um 1260. • Þá höfðu konungasögur verið skráðar á bókfell og hluti Íslendingasagna. • Fornaldarsögur eiga sér þó alllanga sögu fyrir þann tíma og eru heimildir um að þær hafi verið sagðar til skemmtunar löngu fyrr.
Fornaldarsögur • Einstakar sögur • Hægt er að skipta fornaldarsögum í nokkra flokka eftir efni: 1. Sögur sem byggjast á hetjukvæðum: Völsunga saga byggir á Eddukvæðum þeim sem fjalla um Sigurð Fáfnisbana, Guðrúnu Gjúkadóttur og Brynhildi Buðladóttur. Hervarar saga og Heiðreks geymir fornlegt hetjukvæði, Hlöðskviðu. Í þessari sögu er elsta safn af gátum sem þekkt er á Norðurlöndum. Hrólfs saga kraka styðst við gömul sagnaminni og forn kvæði (Bjarkarmál og Bjólfskviðu). Hrólfur kraki var konungur í Danmörku á 5. öld og segir frá honum í Snorra-Eddu.
Fornaldarsögur • Einstakar sögur Sögur sem segja aðallega frá víkingaferðum: Ragnars saga loðbrókar fjallar um danskan konung. Ragnars er víða getið, bæði í fornum kvæðum og sögum (t.d.Ragnarsdrápu). Ketils saga hængs og Grímssaga loðinkinna segja frá Hrafnistumönnum en til þeirra töldu margir Íslendingar ættir sínar, s.s.Egill Skalla-Grímsson. Sonur Gríms loðinkinna var Örvar-Oddur en af honum er til sagan Örvar-Odss saga sem segir aðallega frá víkingaferðum. Friðþjófs saga frækna er ástarsaga, talin með eldri fornaldarsögum. Hún er ekki talin styðjast við sannsögulegt efni
Fornaldarsögur • Einstakar sögur 2. Sögur sem virðast hreinn tilbúningur: Göngu-Hrólfs saga. Hún fjallar þó ekki um Göngu-Hrólf hinn fræga í Normandí. Bósa saga er fræg fyrir klúrar lýsingar í gamansömum stíl. Gautreks saga inniheldur frumleg og skemmtileg ævintýri.
Riddarasögur • Uppruni – efni • Á stjórnarárum Hákonar gamla Hákonarsonar (1217-63) tóku frönsk bókmenntaáhrif að berast til Noregs. • Hákon reyndi að hlúa að þeim þar sem hann vildi kenna hirð sinni riddarasiði og kurteisi Frakka. • Hákon kom því til leiðar að fyrsta riddarasagan var rituð á norræna tungu árið 1226. Það var sagan af Tristram og Ísönd en frumtextinn er franskt kvæði e. Thomas af Bretagne frá síðari hluta 12. aldar.
Riddarasögur • Uppruni – efni • Á síðari hluta 13. aldar þýddu Norðmenn mikið af frönskum kappakvæðum sem ort voru snemma á miðöldum. • Frægasta söguhetja þeirra var Karlamagnús (karl mikli). Úr kvæðum um hann og kappa hans varð til löng riddarasaga á norrænu.
Riddarasögur • Uppruni – efni • Annað vinsælt yrkisefni miðaldaskálda í Evrópu voru keltneskar sagnir um Arthúr konung og kappa hans. • Frönskum ljóðum um Arthúr konung var síðan snúið í sögur á norrænu, t.d. Ívents sögu Arthúrskappa og Parcevals sögu. Sagan um Tristram og Ísönd er einnig af þessum toga spunnin.
Riddarasögur • Uppruni – efni • Fleira var þýtt, s.s. Strengleikar eftir frönsku skáldkonuna Marie de France sem dvaldist í Englandi á s. hl. 12. aldar. Strengleikar eru safn söguljóða en hin norræna þýðing er í lausu máli í stíl riddarasagna. • Þiðreks saga er samin upp úr þýskum fornkvæðum í Noregi um miðja 13. öld. Efnislega er hún þó skyldari fornaldarsögum.
Riddarasögur • Uppruni – efni • Flestir þýðendur riddarasagna eru ókunnir. • Allflestar þýðingarnar munu vera gerðar í Noregi en þær bárust þó fljótt til Íslands og urðu geysivinsælar. • Sögurnar hafa nánast eingöngu varðveist í íslenskum handritum. Í Noregi áttu þær sér skamman aldur.
Riddarasögur • Uppruni – efni • Um 1300 fóru Íslendingar sjálfir að setja saman riddarasögur með hinar norsku þýðingar sem fyrirmynd. • Blómatími þessarar sagnaritunar var á 14. og 15. öld. • Mikill fjöldi þeirra er til í handritum en tiltölulega fáar hafa verið gefnar út.
Riddarasögur • Nokkur einkenni riddarasagna • Norræna tunga hafði í öndverður lítt verið tamin til ljóðrænnar tjáningar (fyrir utan eddukvæðin). • Hinn norræni sagnastíll var mjög ólíkur hinum suðrænu ljóðum og var því ekki auðvelt fyrir þýðendur að snúa þessum frönsku ljóðum upp á norræna tungu.
Riddarasögur • Nokkur einkenni riddarasagna • Texti hinna frönsku ljóða er oft styttur og ágripskenndur. Það reyna norrænir þýðendur ljóðanna að bæta upp með ýmiss konar tildri og flúri sem lítt hafði tíðkast í norrænum sögustíl en var í ætt við mærðarstíl klerklegra fræða. • Þessara einkenna gætir þó yfirleitt minna í íslenskum riddarasögum og má væntanlga þakka það áhrifum frá stíl fornaldarsagna.
Riddarasögur • Nokkur einkenni riddarasagna • Ástin er megininntakið í mörgum riddarasögum og skýrir sá þáttur einkum vinsældir þeirra. • Riddarasögur voru ekki settar saman til að menn tryðu þeim heldur til þess að fá fólk til að lifa sig inn í draumaheim þeirra. • Hinar frumsömdu íslensku riddarasögur eru að mestu leyti lélegur skáldskapur en þó merkilegar fyrir margra hluta sakir. • Nú kynntust Íslendingar hinum riddaralegu hugsjónum Evrópu, hinum rómatíska anda miðaldanna, eignuðust nýjar fyrirmyndir og auðugra tilfinningalíf.
Annálar • Latína: annalis = árlegur • Annálar eru ekki samfelld saga heldur þurrupptalningatburðaeftirárum án þess að tilraun sé gerð til þess að tengja þá innbyrðis eða láta koma fram atburðarás. • Íslensk annálaritun hefst seintá13. öld að erlendri fyrirmynd.
Annálar • 14. öldin er blómaskeið annálaritunar en úr henni dregur þegar líður á öldina og er henni að mestu leyti lokið um 1400. • Aðeins einn annáll nær fram á 15. öldina, Nýi annáll (til 1430) en hann var framhald Lögmannsannáls Einars Hafliðasonar. • Annálaritun lá síðan niðri fram yfir siðaskipti.