110 likes | 238 Views
Er munur á ,,stöðugu verðlagi” og ,,stöðugu efnahagslífi”?. Gylfi Arnbjörnsson Framkvæmdastjóri ASÍ. Mótsögn í hagstjórnarviðbrögðum? Hvert er markmiðið með peningamálastefnu Seðlabankans? Hvaða afleiðingar hefur þessi tegund efnahagsstefnu fyrir launafólk?
E N D
Er munur á ,,stöðugu verðlagi” og ,,stöðugu efnahagslífi”? Gylfi Arnbjörnsson Framkvæmdastjóri ASÍ
Mótsögn í hagstjórnarviðbrögðum? • Hvert er markmiðið með peningamálastefnu Seðlabankans? • Hvaða afleiðingar hefur þessi tegund efnahagsstefnu fyrir launafólk? • Er munur á ,,stöðugu verðlagi” eða ,,stöðugleika í efnahagslífinu”? • Hvaða kröfur gerir launafólk til efnahagsstefnunnar?
Tillögur ASÍ • Opinberir aðilar flýti mannaflsfrekum framkvæmdum sem mögulegt er að ljúka á næstu 6-18 mánuðum. • Seðlabankinn lækki stýrivexti sína verulega, til að tryggja stöðugra gengi og treysta þannig stöðu útflutnings- og samkeppnisgreina og koma í veg fyrir frekari uppsagnir og tekjubrest. • Seðlabankinn styrki gjaldeyrisforðann meira en áætlanir gerðu ráð fyrir og vinni þannig að stöðugleika krónunnar. • Bankar og sparisjóðir lækki vexti og þá sérstaklega verðtryggða vexti.
Hvert er hlutverk Seðlabanka í hagstjórninni? • ,,Samkvæmt samkomulagi Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar frá mars 2001 um verðbólgumarkmið og fleira grípum við ekki inn í gjaldeyrismarkaðinn nema ef talið er að gengisþróunin ógni verðbólgumarkmiði eða fjárhagslegum stöðugleika. Annars ákvarðast gengið af markaðsöflunum.” Már Guðmundsson, Mbl. 9. Febrúar 2003
,,Að því er gengið varðar er rétt að undirstrika að stöðugt gengi er ekki lengur markmið peningamálastefnunnar.” • ,,Gengishækkunin er reyndar hluti af markaðsviðbrögðum hagkerfisins vegna framkvæmdanna. Um leið hjálpa þau hagkerfinu til að rýma til fyrir þeim án kollsteypu í efnahagsmálum.” Peningamál, 10. febrúar 2003, bls. 35
,,Seðlabankanum var sett eitt meginmarkmið, þ.e. að stuðla að stöðugleika verðlags. (……) Seðlabankinn [hefur] ekkert sérstakt markmið að því er varðar gengi krónunnar. Það ræðst frá degi til dags af framboði og eftirspurn á innlendum gjaldeyrismarkaði” Ingimundur Friðriksson, bankastjóri SÍ, erindi 12. Febrúar 2003
Hvaða afleiðingar hefur þessi tegund efnahagsstefnu? • Kallar á aðlögun hagkerfisins að raunstærðum með tvennum hætti: • Sveiflukenndu og ótryggu atvinnuástandi. • Þrýsting á lækkun tekna starfsmanna í útflutnings- og samkeppnisgreinum til að vega upp áhrif breytinga á nafngengi. • Festir atvinnulífið í einhæfri auðlindanýtingu • Efnahagslegt hrun með frjálsu falli krónunnar þegar vindurinn fer úr blöðrunni. • Afleiðing þessarar efnahagsstefnu getur aðeins verið vaxandi átök um grundvallarhagsmuni!
,,Stöðugt verðlag” eða ,,stöðugleiki í efnahagslífinu” • Afar hættulegt að afmarka viðbrögð hagstjórnar við núverandi aðstæður við þrönga skilgreiningu á ,,stöðugu verðlagi” • Viðfangsefni hagstjórnar, bæði opinberra aðila og Seðlabanka, verður að vera að tryggja ,,stöðugleika í efnahagslífinu” með • stöðugu verðlagi • fullri atvinnu • traustri stöðu útflutnings- og samkeppnisgreina • jafnvægi í viðskiptum við útlönd • Gengi íslensku krónunnar er allt of stór stærð í öllum þessum þáttum til þess að vera “afskiptalaust”!
Gera þarf nýja sátt um stefnuna • Ársfundur ASÍ kallaði eftir að Íslendingar setji sér ný markmið í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum sem tryggi að íslenskt atvinnulíf verði framsækið og samkeppnishæft, tryggi sjálfbæran hagvöxt, fulla atvinnu, góð störf og félagslegan jöfnuð
Slík stefna verður að fela í sér • Efnahagsstefnu sem byggi á því að treysta stöðugleika í efnahagslífinu og tryggi þannig samkeppnishæfni og vaxtarmöguleika íslenskra fyrirtækja. • Atvinnustefnu sem miði að því að skapa fleiri og betri störf sem byggi á hæfu starfsfólki, frumkvæði og framsækni, aðlögunarhæfni og jafnrétti kynjanna. Öflug símenntun og annað tækifæri til náms eru mikilvægustu tækin til að ná þessu markmiði. • Félagsmálastefnu sem tryggi vinnumarkað sem byggi á öryggi, en jafnframt sveigjanleika sem gagnist bæði launafólki og fyrirtækjum og er uppspretta mannsæmandi lífskjara.
Hvað þarf að gera? • Miðstjórn ASÍ ályktaði 5. febrúar að nauðsynlegt væri að efna til formlegs samstarfs stjórnvalda, Seðlabanka Íslands og aðila vinnumarkaðarins til að samræma viðbrögð hagstjórnar næstu missera. • Við erum ekki fallinn á tíma, en höfum í huga að náið samráð hefur alltaf reynst okkar sterkasta vopn til að bregðast við óheillavænlegri þróun! • Þetta er jú bara verkefni sem okkur ber að vinna, og alveg eins og með uppvaskið – því líkur aldrei.