130 likes | 259 Views
Hlutverk Viðlagatryggingar Íslands og samstarf við viðbragðsaðila. Hulda Ragnheiður Árnadóttir Framkvæmdastjóri. Hlutverk. Viðlagatrygging Íslands skal vátryggja gegn beinu tjóni af völdum eftirtalinna náttúruhamfara: eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða.
E N D
Hlutverk Viðlagatryggingar Íslands og samstarf við viðbragðsaðila Hulda Ragnheiður Árnadóttir Framkvæmdastjóri
Hlutverk Viðlagatrygging Íslands skal vátryggja gegn beinu tjóni af völdum eftirtalinna náttúruhamfara: eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða Ráðstefna um almannavarnir í sveitarfélögum
Tekjustofn Viðlagatryggingar Íslands Megintekjustofn VÍ er 0,025% af brunabótamati húseigna og lausafjár sem er brunatryggt hjá almennu vátryggingafélögunum VÍ vátryggir einnig hitaveitur, vatnsveitur, skolpveitur, hafnarmannvirki, brýr, skíðalyftur, raforkumannvirki og síma- og fjarskiptamannvirki sem eru í eigu hins opinbera gegn náttúruhamförum Ráðstefna um almannavarnir í sveitarfélögum
Vátryggingafjárhæðir Samkvæmt lögum um VÍ skulu vátryggingafjárhæðir miðast við sömu fjárhæð og brunabótamat nemur á hverjum tíma Þar sem aukatryggingar hafa verið keyptar hækka þær ekki bótagreiðslur nema þær endurspegli verðmæti eignarinnar Ekki er heimilt að borga hærri fjárhæð við einstakan tjónsatburð Eigin áhætta í tjóni er 5%, en að lágmarki 85 þús. kr. vegna fasteignatjóns og 20 þús. kr. vegna lausafjár Ráðstefna um almannavarnir í sveitarfélögum
Tjónabætur vegna skjálftatjóna Bætur vegna skemmda á fasteignum af völdum jarðskjálfta Bætur miðast við að húsin skuli vera í a.m.k. jafn góðu ástandi og þau voru ÁÐUR en skjálfti reið yfir Í þeim tilfellum sem viðgerðarkostnaður var áætlaður umfram brunabótamat var vátryggingarfjárhæð greidd að fullu Ráðstefna um almannavarnir í sveitarfélögum
Helsti misskilningur Að um „altjón” sé að ræða þegar brunabótafjárhæð er greidd að fullu Að VÍ eigi hús eftir að brunabótafjárhæð hefur verið greidd að fullu Að VÍ geti stjórnað því hvernig tjónabótum er ráðstafað Ráðstefna um almannavarnir í sveitarfélögum
Það væri kostur...... • Ef hægt væri að skilyrða greiðslur tjónabóta við framvindu verkefna • Ávinningur • Halda fasteignamarkaði í meira jafnvægi þar sem fólk gæti treyst því að húsnæði á markaði sé í eðlilegu ástandi, þ.e. að ekki séu fasteignir innan um sem hafa fengið ófullnægjandi viðgerðir t.d. á burðarvirki • Hagkerfið allt myndi njóta góðs af því, iðnaðarmenn fengju vinnu, „svört vinna” yrði lágmörkuð og húseignir væru öruggar til búsetu Ráðstefna um almannavarnir í sveitarfélögum
Tjónabætur vegna eldgosa Í lögum um VÍ er stjórn heimilt að grípa til sérstakra ráðstafana til björgunar vátryggðra muna eða til að hindra frekara tjón. Gripið var til slíkra ráðstafana við eldgosið í Eyjafjallajökli Samið var um að greiða ákveðna viðmiðunarfjárhæð til sveitarfélaga á svæðinu til að hægt væri að miðstýra öskuhreinsun til að draga úr tjóni á brunatryggðum munum Ráðstefna um almannavarnir í sveitarfélögum
Tjón af völdum ösku VÍ greiðir skemmdir á húseignum sem eru til komnar af öskufalli og tjóni sem varð á þökum við hreinsunarstörf Ef tjón er á innbúi, greiðir VÍ bætur í þeim tilfellum sem innbú er brunatryggt Ráðstefna um almannavarnir í sveitarfélögum
Helsti misskilningur Að ábyrgð VÍ sé mun víðtækari en lögin um hana gera ráð fyrir Að VÍ sé nokkurs konar „sjóður” sem geti valið ákveðin verkefni til að styrkja Ráðstefna um almannavarnir í sveitarfélögum
Samstarf við sveitarfélög Samstarf um áhættugreiningu og aðgerðir varðandi ástand húseigna og aðstoð við íbúa í kjölfar skjálfta VÍ tilkynnir byggingarfulltrúum sveitarfélaga þegar vátryggingarfjárhæð er greidd að fullu og/eða þegar skemmdir verða á burðarvirki Ákveðið var að stjórnun á öskuhreinsun væri alfarið á hendi sveitarfélaganna, en VÍ greiddi kostnað í samræmi við samkomulag Sett var upp þjónustumiðstöð á Heimalandi þar sem allir viðbragðsaðilar voru til staðar og gáfu upplýsingar til íbúa, strax í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli Þjónustumiðstöð var opin í fjóra daga í Seljalandsskóla til upplýsinga og móttöku á tjónstilkynningum Ráðstefna um almannavarnir í sveitarfélögum
Skilaboð til íbúa Það þarf að komast skýrt til skila til allra íbúa – að það þarf að tryggja til að fá bætur Óbrunatryggð innbú eru líka ótryggð gagnvart jarðskjálftum og öðrum náttúruhamförum Ráðstefna um almannavarnir í sveitarfélögum
Mistök Vitund íbúa gagnvart nauðsynlegum tryggingum skerðist verulega ef þeir geta reitt sig á að ríki eða sveitarfélög bæti þeim tjón af ótryggðum tryggjanlegum eignum Almannavarnir, sveitarfélög, forsætisráðuneyti (ríki), Bjargráðasjóður og Viðlagatrygging Íslands þurfa að hafa reglulegt samráð varðandi framkvæmd tjónaúrvinnslu frá upphafi tjónsatburðar til að hægt sé að ræða úrræði áður en þau koma til framkvæmda Ráðstefna um almannavarnir í sveitarfélögum