1 / 23

Hlutfall þorsks af aflaverðmæti

Áhrif ákvörðunar aflamarks í þorski frá sjónarhóli skipstjórans Kristinn Gestsson skipstjóri Þerney RE 101. Hlutfall þorsks af aflaverðmæti. Þorskur hefur verið á bilinu 35% - 55% af verðmæti heildaraflans alveg frá stríðslokum Því skiptir aflamark í þorski mjög miklu máli

hop
Download Presentation

Hlutfall þorsks af aflaverðmæti

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Áhrif ákvörðunar aflamarks í þorski frá sjónarhóli skipstjóransKristinn Gestsson skipstjóri Þerney RE 101

  2. Hlutfall þorsks af aflaverðmæti • Þorskur hefur verið á bilinu 35% - 55% af verðmæti heildaraflans alveg frá stríðslokum • Því skiptir aflamark í þorski mjög miklu máli • Mikilvægt að forsendur sem búa að baki útreiknings aflamarks séu sem nákvæmastar og eins réttar og hægt er • Ekki ástæða til að efast um útreikningana sem slíka • Miklu frekar um forsendurnar sem eru að baki Kristinn Gestsson

  3. Er mikið af fiski í sjónum ? • Mitt sjónarmið er að það sé meira en Hafró telur • En að magnið er ekkert í líkingu við það sem var á árum áður • Erum því sammála um að full þörf sé á friðun • Sjónarmið þeirra sem hafa atvinnu af fiskveiðum hvað sé ásættalegt aflamark ? • Sjónarmið þeirra sem eiga að vera stjórnvöldum til ráðgjafar ? Kristinn Gestsson

  4. Það þarf að taka fleira með • Samræmi milli tegunda • Það verður að vera hægt að stunda veiðar á öðrum tegundum með viðunandi hætti • Er ekki verið að tefla á tæpasta vað í því samhengi ? • Grundvallarforsenda kvótakerfis er hagkvæmni • Það verður óhagkvæmara að veiða aðrar tegundir með of litlu aflamarki í þorski Kristinn Gestsson

  5. Hætta á brottkasti • Persónulega vil ég ekki trúa því að svo verði það er hægt að leysa málin án þess að henda þorski • En samt er sú hætta fyrir hendi ef menn eru svangir gera þeir margt sem þeir myndu ekki annars gera til að fá að borða • Og grípi þá til örþrifaráða • Verður að taka þessa hættu með í reikninginn Krisinn Gestsson

  6. Svartsýni • Aldrei heyrt svo mikla svartsýni hjá starfandi sjómönnum • Hætta á atgerfisflótta af skipunum • Þeir bestu fara fyrst • Ekki sjálfgefið að þeir snúi til baka • Töpum mikilli verkþekkingu og almennri kunnáttu • Erfitt að bæta það tap þegar og ef okkur tekst að ná upp þorskstofninum Kristinn Gestsson

  7. Upplýsingar að baki stofnmati • Mikilvægastu upplýsingar fengjust úr SMB (togararalli) • Önnur greiningartól notuð - meðal annars SMH (haustrall) • Einnig aldurs-aflagreining og fleira Kristinn Gestsson

  8. Hverjar eru notaðar ? • Sýnist að niðurstaða úr togararalli sé grundvöllur ráðgjafar • Ef notuð er 20% aflaregla og miðgildi togararalls 131.000 • Ef notað væri miðgildi haustralls 155.000 • Ef notað væri meðalgildi hausts og togararalls 143.000 • Mismunur óútskýrður og ástæða notkunar togararalls er notkun “Varúðarreglu” Kristinn Gestsson

  9. Er grunnurinn nógu traustur ? • Margir hafa efasemdir um togararall • Togararallið er ekki nægilega traustur grunnur • Rökstuðningur: Kristinn Gestsson

  10. Ef gera ætti stofnmat á íslendingum • Aðferðin væri að telja það fólk sem færi um biðstöðvar strætó • Helmingur biðstöðva yrði valinn af vagnstjórum hinn helmingurinn með tilviljanakenndu úrtaki • Passað að tekin væru bæjarfélög þar sem strætó væri og að notaðar væru götur þar sem væru biðstöðvar en ekki sjálfgefið að staðsetningin lenti nákvæmlega á biðstöð • Gæti þetta gengið upp ? • Sennilega með ýmsum fyrirvörum og töluverðri óvissu • Sama gildir um togararall miklir fyrirvarar og óvissa Kristinn Gestsson

  11. Nánari útfærsla • Könnun gerð á sama tíma á hverju ári ákveðna daga í mars • Ekki tekið tillit til veðurfars eða hita • Hvað ef koma inn í þetta frídagar og enginn kemur í strætó? • Eða leiðarkerfi breytist verður þá ekki að breyta viðmiðunarpunktum? • Eða fellur stofnvísitala íslendinga vegna ofmats fyrri mælinga? Kristinn Gestsson

  12. Það sem ég er að segja • Það er ekki nóg að hafa eina stærð fasta og taka lítið eða ekkert tillit til annarra aðstæðna • Hvað með tunglstöðu? • Hvað með hitastig í sjónum? • Tunglstaða er á mörgum stöðum lykilbreyta varðandi aflahorfur • Hitastig ekki vitað fyrr en farið er að toga • Staðsetning ein og sér ekki mælikvarði á hvort fiskur sé á slóðinni Kristinn Gestsson

  13. Í fjölriti 131 frá Hafrannsóknarstofnun sem ber heitið Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum (SMB)1985 – 2006 og Stofnmæling botnfiska að haustlagi (SMH)1996 – 2006, Undirbúningur, framkvæmd og helstu niðurstöður stendur meðal annars á bls. 14 „Fyrstu ár togararalls notuðu rannsóknartogarar Loran C staðsetningarkerfið en uppúr 1990 fóru íslensk fiskiskip að skipta yfir í GPS kerfi þar sem leggja átti niður Loran C í árslok 1994. Á sumum svæðum olli þessi tilflutningur milli kerfa hliðrun í staðsetningarpunktum. Fyrirfram má búast við að áhrif flutnings úr Loran C í GPS kerfið hafi verið mest á skipsjóravaldarstöðvar í köntum. Hinsvegar var ekki talin ástæða til að hnika stöðvum yfir í fyrri staðsetningu, þar sem lóranstaðsetningar voru háðar tiltekinni ónákvæmni.“ Kristinn Gestsson

  14. Það vantar nákvæmni • Það er grundvallaratriði þegar verið er að toga á völdum stöðum að vera nákvæmur á staðsetningu • Þá erum við að tala um nákvæmni í metrum • Maður hefur lent í vandræðum að finna bletti við það eitt að skipta um staðsetningartæki í brú • Hliðrun við skipti á milli Loran C og GPS kerfa var allt að 300 föðmum þar sem skekkjan var mest Kristinn Gestsson

  15. Umhverfisbreytingar • Óumdeilt – miklar umhverfisbreytingar í hafinu - hlýrri sjór nær norðar • Þær hafa valdið breyttu göngumynstri fisks • Þorskur hefur fengist á slóð þar sem lítið hefur orðið vart við hann í gegnum tíðina og svo horfið á öðrum slóðum þar sem mikið var af honum • Er hægt að skýra betri niðurstöður úr haustralli með því að það nái betur yfir djúpslóðina fyrir vestan og norðan land? Kristinn Gestsson

  16. Hvað með Grænlandsgöngur ? • Hefur aukinn hiti í sjónum norður og vestur af landinu hugsanlega orðið til þess að hin öflugu straumaskil Irmingerstraumsins og A-Grænlandsstraumsins hafi færst norðar og vestar? • Er hugsanlegt sá fiskur sem hefur orðið vart við á Grænlandsmiðum sé jafnvel sá sem “týndist” hér við land? • Hvað um þorskinn sem veiddist síðasta sumar á Torginu allt niður á 500 faðma ? Kristinn Gestsson

  17. Hvaðan kom hann? • Samkvæmt ástandsskýrslu Hafrannsóknarstofnuna á sá þorskur sem að jafnaði hefur veiðst við Grænland uppruna á þremur stöðum; á Grænlenska landgrunninu, inni á fjörðum Austur-Grænlands og við Ísland. • Það hefur ekki orðið vart við uppvaxandi fisk á Grænlenska landgrunninu né inni á fjörðum þar, þannig að þá er bara einn staður eftir • Ekki hefur hann dottið af himnum ofan ! Kristinn Gestsson

  18. Aðrar umhverfisbreytingar? • Fréttatilkynning frá Náttúrufræðistofnun • Fæðuskortur hefur valdið afkomubresti á víðáttumiklu svæði frá Íslandi til Færeyja, Skotlands og Noregs sl. 4 ár hjá tegundum sjófugla eins og fýl, ritu, kríu, langvíu og lunda. • Hlýnun sjávar undanfarin ár hefur snert ýmsar lykiltegundir í lægri þrepum vistkerfis sjávar m.a. rauðátu. • Rauðátu er nú að finna norðar en hingað til og hún er nær horfin úr syðri hlutum NA-Atlantshafs þar sem sjófuglar eru í vanda. Kristinn Gestsson

  19. Er þetta ekki eitthvað sem þarf að skoða ? • Því síðar í fréttatilkynningunni stendur: • „Menn hljóta því að spyrja sig  að hvaða leyti hlýnun  sjávar nú sé frábrugðin þeim hlýsjó sem hér var við landið á árunum um 1960 og þegar allt var vaðandi í átu og á eftir henni feit og pattaraleg síldin.“ • Þetta hlýtur að vekja menn til umhugsunar um hvort eitthvað og þá hvað sé á seiði í hafinu Kristinn Gestsson

  20. Hver er heppileg aflaregla ? • Í maí árið 1994 skilaði vinnuhópur frá Hafrannsóknarstofnun og Þjóðhagsstofnun lokaskýrslu til Sjávarútvegsráðuneytis um langtímanýtingu þorsksstofnsins m.a. í ljósi stöðu loðnu og rækjustofna. Í þeirri skýrslu er lagt til að aflaregla verði 22% með jöfnun við aflamark síðasta árs og lágmarks aflamark í þorski verði 155.000 • Niðurstaðan varð aflaregla uppá 25% með annarri jöfnun en þarna var lagt til Kristinn Gestsson

  21. Úttekt á aflareglu 2004 • „Draga má eftirfarandi ályktanir af reynslunni frá 1994: • Hægt er að byggja upp þorskstofninn, það sýnir reynslan af lækkun fiskveiðidauða fiskveiðiárin 1994/95-1996/97. • Stofnmat er óvissara en áður var talið og skekkja í sömu átt getur verið viðvarandi nokkur ár í röð. Þetta getur leitt til þess að fiskveiðidauði verði um árabil mun meiri en ætlað var. • Útfærsla aflareglunnar, t.d. hvað varðar viðmiðunartímasetningar o.fl., getur skipt töluvert miklu máli varðandi eiginleika hennar.“ Kristinn Gestsson

  22. Niðurstaða • Aflamark er komið langt niðurfyrir það sem er framkvæmanlegt með góðu móti - mætti helst ekki fara niðurfyrir 155.000 tonn • Hafrannsóknarstofnun ætti að stórauka kynningu sína á störfum sínum og bæta úr þar sem hægt er að gera betur svo sem með endurskoðun á framkvæmd togararalls • Ástæður þess að svona er komið er að ekki hefur verið farið að tillögum Hafrannsókarstofnunar í gegnum tíðina, sem er þvert á það sem haldið hefur verið fram í opinberri umræðu í gegnum tíðina Kristinn Gestsson

  23. Öðruvísi mér áður brá ! Kristinn Gestsson

More Related