260 likes | 693 Views
Hryggleysingjar-7-1. Dýr eru ófrumbjarga, fjölfruma lífverur úr frumum sem hafa ekki frumuvegg um sig. Dýraríkið skiptist í tvær megindeildir eða fylkingar: hryggleysingja og hryggdýr . Hryggleysingi er dýr sem er án hryggjar
E N D
Hryggleysingjar-7-1 Dýr eru ófrumbjarga, fjölfruma lífverur úr frumum sem hafa ekki frumuvegg um sig. Dýraríkið skiptist í tvær megindeildir eða fylkingar: hryggleysingja og hryggdýr. Hryggleysingi er dýr sem er án hryggjar Hryggdýr er dýr sem hefur sérstaka gerð burðarsúlu í líkamanum, hrygg.
7-2 Svampdýr Svampdýr eru frumstæð dýr sem lifa í sjó/vatni, gróin föst við undirlagið. Svampdýr eru margvísleg að lögun og útliti en öll eru þau alsett götum og gegnum þau berst vatn inn í líkamann og út úr honum. Sjór/vatn ber með sér fæðuagnir og súrefni inn í líkama svampsins sem er holur innan. Þar veiða frumur með svipum fæðuagnirnar. Dýrið lætur svo frá sér úrgangsefni og koltvíoxíð sem fer út um nokkur stór op sem kallast útstreymisop.
7-2 Svampdýr Frumur svampdýra eru sérstæðar að því leyti að þær starfa hver óháð annarri sem merkir að lítil eða alls engin samhæfing er milli þeirra. Svampdýr er klasi frumna sem búa saman. Kynæxlun: eggfruma og sáðfruma frá sitthvoru dýrinu renna saman í sjónum og nýr eintaklingur verður til Kynlaus æxlun: Lítill hluti svampdýrs losnar frá því og vex upp í nýtt dýr.
7-3 Holdýr Dæmi um holdýr eru kóraldýr, marglyttur, armslöngur og sæfíflar. Öll holdýr hafa eitt meltingarhol og á því er aðeins eitt op, munnop. Umhverfis það eru griparmar og á þeim eru sérstakar frumur sem kallast brennifrumur eða stingfrumur sem eru notaðar til varnar eða til að drepa önnur dýr til matar. Holdýr hafa vefi ólíkt svampdýrum t.d. taugavef.
Holdýr frh. Holdýr skiptast í tvo hópa, holsepa og hveljur eftir því hvernig líkaminn snýr. Holsepar: festa sig með neðri hluta líkamans og með munnopið og griparmana á efri hluta líkamans. Hveljur: snúa munnopi og fálmurum niður og synda yfirleitt frjáls í sjónum. Holdýr nota bæði kynæxlun(egg og sáðfruma) og kynlausa æxlun (knappskot)
Holdýr frh. Armslöngur: eru holsepar allt sitt líf og lifa í fersku vatni. Armslöngur geta færst úr stað með því að hvolfa sér. Þeim fjölgar bæði með kynæxlun og knappskoti. • Knappskot er þannig að lítill sepi vex út úr líkamanumog fær arma og munn og losnar síðan frá foreldrinu.
Holdýr frh. Kóraldýr: eru mjúk eins og önnur holdýr en taka til sín kalk og önnur steinefni og búa til varnarslíður um líkamann. Þegar þau deyja verður slíðrið eftir og ný dýr vaxa upp á leifum dauðra kóraldýra og þannig myndast kóralrif en efst eru ávallt lifandi kóraldýr. Kóraldýr hafa munn en inni í líkama margra þeirra búa þörungar sem leggja til fæðu með ljóstillífun. Samlífi þar sem báðir hafa hag af sambýlinu.
Holdýr frh. Marglyttur: gefa frá sér eitur með brennifrumum sínum og lifa í sjó. Marglyttur geta orðið mjög stórar og eru algengar hér við land seinnihluta sumars.
7-4 Ormar Fjallað verður um þrjár fylkingar orma: flatorma, þráðorma og liðorma. Holdýr eru geislótt, hægt að skipta líkamanum upp í marga eins hluta en ormar eru tvíhliða. Flatormar: eru flatvaxnir og lifa í vatni. Flatormar hafa aðeins eitt op á meltingarveginum. Margir flatormar lifa á rotnandi leifum jurta eða dýra og ef matarskortur er éta þeir hluta af sjálfum sér sem síðan vex aftur.
Flatormar frh. Sumir flatormar eru sníklar og lifa á eða í líkömum annarra lífvera. Þeir sækja alla þá næringu sem þeir þurfa á að halda til hýsilsins en láta ekkert á móti, sníkjulíf.
Þráðormar Þráðormar eru aflangir og sívalir og mjókka til beggja enda og minna á nál. Þráðormar hafa tvo op á meltingarveginum, annað til að taka inn fæðu og hitt til að losa úrgangsefni um. Þeir lifa í vatni, sjó eða rökum jarðvegi. Flestir eru sníklar og dæmi um það er t.d. njálgur.
Liðormar/ánamaðkur Líkami liðorma skiptist í marga liði. Lifa í jarðvegi, fersku vatni eða sjó. Slímið á húðinni auðveldar honum að komast um jarðveginn. Burstar (stinn hár) á hverjum lið veita honum spyrnu. Ánamaðkar auka næringu í moldinni með úrgangsefnum sínum, flýta fyrir rotnun, auka loftrými í mold. Ánamaðkar haf vel þroskuð meltingarfæri og hefur t.d sarp og fóarn.
Ánamaðkur Sarpurinn er geymslustaður fæðunnar og þaðan fer fæðan yfir í annað hólf, fóarnið sem er vöðvaríkara en aðrir hlutar meltingarvegarins. Þar er fæðan möluð. Ánamaðkar eru með lokaða blóðrás þ.e. blóðið er innan sérstakra æða. Tvær æðar sem herpast saman sjá um dælinguna. Ánamaðkar taka súrefni inn í gegnum húðina og úrgangur fer sömu leið.
Ánamaðkar Ánamaðkar eru tvíkynja, hafa bæði karl- og kvenkynfæri. Ormarnir skiptast á sæðisfrumum sem síðan frjógvar eggfrumu. Ormurinn verpir síðan nokkrum frjóvguðum eggjum og síðan klekjast litlir maðkar úr eggjunum Ormarnir hafa samskipti t.d. með svita.
7-5 Lindýr Lindýr eru smávaxin dýr með mjúkan líkama sem oft er hulinn harðri skel. Mörg lindýr hafa vöðvaríkan fót sem er hreyfifæri þeirra. Möttull er utanum bol lindýrsins og er eins og mjúk kápa. Ysta lag möttulsins myndar skelina og leggur til kalkið í hana. Fremsti hluti líkama lindýra er höfuð með munni og augum og öðrum skynfærum Helstu hópar lindýra eru: sniglar, samlokur og smokkar
Sniglar • Stærsti hópur lindýra og hafa aðeins eina skel eða hana vantar algerlega. • Sniglar hafa skráptungu sem þeir nota til að rífa vefi dýra og plantna niður í smá búta sem snigillinn kyngir síðan. • Á hægri hlið dýrsins framan við miðju er andopið þar sem loftskipti fara fram. - lungu snigilsins. • Helstu sniglar eru: brekkusniglar, svartsnigill, nákuðungur, beitukóngur, bertálknar
Samlokur • Lindýr sem hafa tvær skeljar eins og: aða, hörpuskel, kræklingur og kúfskel. • Geta klemmt skelina saman. • Skríða ekki á vöðvaríka fætinum heldur skjóta þeir fætinum út og stjaka sér þannig áfram. Einnig nota þær þrýstings vatns þegar þær loka skeljunum til að ýta sér áfram.
Smokkar • Smokkar eru ólíkir sniglum og samlokum því þeir geta verið fljótir í förum ólíkt hinum flokkunum. • Helstu hópar eru kolkrabbar og smokkfiskar • Smokkar eru langstærstu hryggleysingjarnir sem þekkjast. • Fæstir smokkar hafa um sig skel og hafa arma sem þeir nota til að afla fæðu og hreyfa sig úr stað með. • Smokkar verja sig t.d. með að þrýsta vatni út, nota blek, og skipta litum.
Liðdýr 7-6 • Fjöldi liðdýrategunda er miklum mun meiri en fjöldi allra annara tegunda í öllum öðrum fylkingum dýra. • Lifa alls staðar á jörðinni • Þrír eiginleikar eru sameiginlegir öllum liðdýrum: • liðdýr hafa ytri stoðgrind • liðskiptan líkama • útlimi með liðamótum • Ytri stoðgrindin er skurn dýrsins sem vex ekki með dýrinu og dýrið verður því að hafa hamskipti.
Krabbadýr • Líkami krabbadýra er liðskiptur líkt og hjá ánamöðkum en liðirnir renna þó oft saman í stærri heild. • Krabbadýr lifa í fersku vatni eða sjó og anda með tálknum. Margfætlur og þúsundfætlur Margfætlur hafa eitt fótapar á hverjum lið líkamans og eru rándýr en þúsundfætlur eru með tvö fótapör og eru plöntuætur.
Áttfætlur • Áttfætlur hafa átta fætur og sérstaka munnlimi sem nefnast klóskæri. Bolur er ýmist í einu lagi eða tvískiptur í frambol og afturbol • Áttfætlur skiptast m.a. í kóngulær, langfætlur, mítla og sporðdreka. • Kóngulær skiptast í vefkóngulær og föruköngulær. Vefkóngulær spinna vef og veiða bráð sína en föruköngulær elta bráðina uppi. Þær geta þó spunnið þráð og nota hann til að svífa á og til að vefa utanum eggin sín.
Köngulær frh. • Allar köngulær eru rándýr og þegar þær hafa náð að hremma bráð bana þær henni með eitri sem kemur úr eiturkirtlum í höfði hennar. Langfætlur Langfætlur hafa ekki tvískiptan bol eins og köngulær heldur heilan og óskiptan bol. Helsta einkenni langfætlna eru fæturnir sem eru miklu lengri en búkurinn. Sporðdrekar hafa eitraðan halabrodd sem þeir nota til að stinga bráð sína með.
Skordýr • Skordýr eru liðdýr, fjölmennasti hópurinn í öllu dýraríkinu. • Mörg skordýr eru vængjuð. • Mörg skordýr keppa við manninn um fæðu. • Líkami skordýra skiptist í þrjá meginhluta: höfuð, frambol og afturbol og auk þess eru skordýr sexfætt. • Skoða vel mynd 7-25 og geta merkt inn á hana. • Blóðrásakerfi skordýra er opið þ.e. ekki æðar.
Skordýr frh. • Súrefni berst um sértakt kerfi loftæða og pípur sem opnast á síðum dýrsins. • Skordýr vaxa hratt og verða að kasta skurninum öðru hverju. • Ófullkomin myndbreyting: úr eggi kemur ungviði sem er líkt foreldrum sínum, aðeins minna og sum líffæri minna þroskuð • Fullkomin myndbreyting: algjör umskipti verða í líkamsgerð • dæmi: fiðrildi verpir eggi, úr því skríður lifra, hún verðu púpa og síðan verður púpan fiðrilidi • mynd 7-26
Atferli skordýra og varnir • Flest skordýr fara einförum nema þegar kemur að makaleit. • Kvendýrið sendir frá sér ilmefni sem nefnist ferómón sem getur borist langar leiðir. • Önnur skordýr lifa í flóknum samfélögum sem lúta ströngu skipulagi. • Skordýr nota mörg ráð til varnar. Brodda, feluliti, spýta daunillum eða ætandi vökva.
7-7 Skrápdýr • Skrápdýr eru hryggleysingjar sem eru yfirleitt fimmgeislóttir og með sérstakt sjóæðakerfi og sogfætur sem annast hreyfingu þeirra. Skrápdýr hafa flest um sig harðan hjúp eða skráp. • Krossfiskar eru dæmi um skrápdýr og hafa sogfætur neðan á líkamanum. Krossfiskar eru rándýr. • Ígulker, sæbjúgu og slöngustjörnur eru dæmi um skrápdýr sem lifa hér við land.