80 likes | 245 Views
3. Stríðið og hernámsárin. Síðari heimsstyrjöldin hófst 1. september 1939.
E N D
3. Stríðið og hernámsárin • Síðari heimsstyrjöldin hófst 1. september 1939. • Þjóðstjórnin: samsteypustjórn Framsóknar-, Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks á árunum 1939-42. Forsætisráðherra var Hermann Jónasson. Var ætlað að glíma við kreppuna en lenti í stað við að glímd við mikla verðbólgu vegna stríðsins. Á hennar tímabili var Ísland hernumið af Bretum og gerði stjórnin síðan herverndunarsamning við Bandaríkjamenn. Samstarfið slitnaði vegna deilna um kjördæmisskipan.
3.1 Hernámið • Íslendingar höfðu lýst yfir ævarandi hlutleysi með sambandslagasamningnum frá 1918. • 10. maí 1940 gekk breskur her á land á íslenskri grund. Flestir voru fegnir að Bretar fyrst en ekki Þjóðverjar og mótmæli Íslendinga gegn hernáminu voru aðeins táknræn. • Íslensk stjórnvöld mótmæltu hernáminu en tóku hernáminu vel og sögðu fólki að taka vel á móti gestunum.
Hernámið • Með komu hersins hvarf atvinnuleysi vegna framkvæmda setuliðsins og erfiðlega gekk að fá fólk í hefðbundna vinnu. • Árið 1941 var samið við Bandaríkamenn um að þeir tækju að sér verndun landsins. Þetta var áður en þeir voru formlega gengnir í stríðið og var rökstutt með því að þeir væru að verja álfu sína þar sem Ísland er að hluta í Norður-Ameríku. Þetta var þó ekki tilkynnt formlega fyrr en 1942.
3.2 Samskiptin við hernámsliðið • Ekki kom til alvarlegra árekstra milli setuliðs og Íslendinga. Þekktast er þó þegar herinn bannaði Þjóðviljan málgagn Sósíalistaflokksins. Voru ritstjórar blaðsins handteknir og settir í fangelsi. • Ástandið: náin samskipti íslenskra kvenna og hermanna úr hernámslið Breta og Bandaríkjamanna á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Umræðan náði inn á borð ríkisstjórnarinnar og Alþingis.
Samskiptin við hernámsliðið • Ríkisstjórninni gekk illa að hafa hemil á kaupagjaldi og verðbólgu og leystist upp. • Boðað var til kosninga, en það reyndist þrautin þyngri að fá nothaæfa stjórn og fór svo að lokum að ríkisstjóri skipaði utanþingsstjórn. • Utanþingsstjórnin: ríkisstjórn frá des. 1942 til okt. 1944 skipuð mönnum sem ekki voru alþingismenn. Var mynduð af Sveini Björnssyni ríkisstjóra í kjölfar stjórnarkreppu eftir alþingiskosningar. Forsætisráðherra var Björn Þórðarson. Var ekki vinsæl stjórn en glímdi mið mörg erfið efnahagsleg mál. Stóð að stofnun lýðveldis.
3.3 Lýðveldi stofnað og styrjöldinni lýkur • 1941 samþykkti Alþingi að Íslendingar hefðu öðlast rétt til að segja upp sambandslagasamningnum. Skiptust menn í tvo hópa: • Hraðskilnaðarmenn: hreyfing á Íslandi á árunum 1942-3 sem vildi flýta sambandsslitum við Dani án tillits til þeirra aðstæðna sem ríktu, vísuðu til vanefnda Dana og aðstæðna þar og töldu einhliða uppsögn Íslendinga réttlætanlega. • Lögskilnaðarmenn: hreyfing á Íslandi á árunum 1942-3 sem vildi slá sambandsslitum við Dani á frest, uns stríðinu lyki.
Lýðveldi stofnað og styrjöldinni lýkur • Á endanum samþykkti 97% þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja upp samningum og lýðveldi var formlega stofnað 17. júní 1944. Sveinn Björnsson var kjörinn fyrsti forseti landsins. • Styrjöldinni lauk svo í mai 1945 í Evrópu og um haustið 1945 í Asíu. • Stofnuð voru fljótlega alþjóðasamtök sigurveigarana, Sameinuðu þjóðirnar. Íslendingar gengu í samtökin fljótlega eftir stofnun en ekki sem stofnfélagar.
3.4 Nýsköpunarstjórnin • Nýsköpunarstjórnin:samsteypusjtórn þriggja flokka, Sjálfstæðis-, Alþýðu- og Sósílistaflokks sat frá 1944-47. Sá um endurreisn íslensks atvinnulífs í lok seinni heimsstyrjaldar og eyða stríðsgróðanum. Sprakk vegna deilna um Keflavíkurflugvöll. Meginstefna stórnarinnar var að tryggja sjálfstæði og öryggi landsins, og endurreisa atvinnuvegi.