1 / 8

3. Stríðið og hernámsárin

3. Stríðið og hernámsárin. Síðari heimsstyrjöldin hófst 1. september 1939.

ianthe
Download Presentation

3. Stríðið og hernámsárin

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 3. Stríðið og hernámsárin • Síðari heimsstyrjöldin hófst 1. september 1939. • Þjóðstjórnin: samsteypustjórn Framsóknar-, Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks á árunum 1939-42. Forsætisráðherra var Hermann Jónasson. Var ætlað að glíma við kreppuna en lenti í stað við að glímd við mikla verðbólgu vegna stríðsins. Á hennar tímabili var Ísland hernumið af Bretum og gerði stjórnin síðan herverndunarsamning við Bandaríkjamenn. Samstarfið slitnaði vegna deilna um kjördæmisskipan.

  2. 3.1 Hernámið • Íslendingar höfðu lýst yfir ævarandi hlutleysi með sambandslagasamningnum frá 1918. • 10. maí 1940 gekk breskur her á land á íslenskri grund. Flestir voru fegnir að Bretar fyrst en ekki Þjóðverjar og mótmæli Íslendinga gegn hernáminu voru aðeins táknræn. • Íslensk stjórnvöld mótmæltu hernáminu en tóku hernáminu vel og sögðu fólki að taka vel á móti gestunum.

  3. Hernámið • Með komu hersins hvarf atvinnuleysi vegna framkvæmda setuliðsins og erfiðlega gekk að fá fólk í hefðbundna vinnu. • Árið 1941 var samið við Bandaríkamenn um að þeir tækju að sér verndun landsins. Þetta var áður en þeir voru formlega gengnir í stríðið og var rökstutt með því að þeir væru að verja álfu sína þar sem Ísland er að hluta í Norður-Ameríku. Þetta var þó ekki tilkynnt formlega fyrr en 1942.

  4. 3.2 Samskiptin við hernámsliðið • Ekki kom til alvarlegra árekstra milli setuliðs og Íslendinga. Þekktast er þó þegar herinn bannaði Þjóðviljan málgagn Sósíalistaflokksins. Voru ritstjórar blaðsins handteknir og settir í fangelsi. • Ástandið: náin samskipti íslenskra kvenna og hermanna úr hernámslið Breta og Bandaríkjamanna á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Umræðan náði inn á borð ríkisstjórnarinnar og Alþingis.

  5. Samskiptin við hernámsliðið • Ríkisstjórninni gekk illa að hafa hemil á kaupagjaldi og verðbólgu og leystist upp. • Boðað var til kosninga, en það reyndist þrautin þyngri að fá nothaæfa stjórn og fór svo að lokum að ríkisstjóri skipaði utanþingsstjórn. • Utanþingsstjórnin: ríkisstjórn frá des. 1942 til okt. 1944 skipuð mönnum sem ekki voru alþingismenn. Var mynduð af Sveini Björnssyni ríkisstjóra í kjölfar stjórnarkreppu eftir alþingiskosningar. Forsætisráðherra var Björn Þórðarson. Var ekki vinsæl stjórn en glímdi mið mörg erfið efnahagsleg mál. Stóð að stofnun lýðveldis.

  6. 3.3 Lýðveldi stofnað og styrjöldinni lýkur • 1941 samþykkti Alþingi að Íslendingar hefðu öðlast rétt til að segja upp sambandslagasamningnum. Skiptust menn í tvo hópa: • Hraðskilnaðarmenn: hreyfing á Íslandi á árunum 1942-3 sem vildi flýta sambandsslitum við Dani án tillits til þeirra aðstæðna sem ríktu, vísuðu til vanefnda Dana og aðstæðna þar og töldu einhliða uppsögn Íslendinga réttlætanlega. • Lögskilnaðarmenn: hreyfing á Íslandi á árunum 1942-3 sem vildi slá sambandsslitum við Dani á frest, uns stríðinu lyki.

  7. Lýðveldi stofnað og styrjöldinni lýkur • Á endanum samþykkti 97% þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja upp samningum og lýðveldi var formlega stofnað 17. júní 1944. Sveinn Björnsson var kjörinn fyrsti forseti landsins. • Styrjöldinni lauk svo í mai 1945 í Evrópu og um haustið 1945 í Asíu. • Stofnuð voru fljótlega alþjóðasamtök sigurveigarana, Sameinuðu þjóðirnar. Íslendingar gengu í samtökin fljótlega eftir stofnun en ekki sem stofnfélagar.

  8. 3.4 Nýsköpunarstjórnin • Nýsköpunarstjórnin:samsteypusjtórn þriggja flokka, Sjálfstæðis-, Alþýðu- og Sósílistaflokks sat frá 1944-47. Sá um endurreisn íslensks atvinnulífs í lok seinni heimsstyrjaldar og eyða stríðsgróðanum. Sprakk vegna deilna um Keflavíkurflugvöll. Meginstefna stórnarinnar var að tryggja sjálfstæði og öryggi landsins, og endurreisa atvinnuvegi.

More Related