160 likes | 389 Views
Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Raunsæi, bls. 112-114. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 403 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Í Vesturheimi. Á árunum 1855-1914 fluttust þúsundir Íslendinga til Ameríku . Ástæðurnar voru einkum óánægja með ríkjandi kjör á Íslandi og mikil harðindi: Eldgos í Kötlu 1875
E N D
Íslenskar bókmenntir 1550-1900Raunsæi, bls. 112-114 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 403 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Í Vesturheimi • Á árunum 1855-1914 fluttust þúsundir Íslendinga til Ameríku. • Ástæðurnar voru einkum óánægja með ríkjandi kjör á Íslandi og mikil harðindi: • Eldgos í Kötlu 1875 • Hallæri í landinu 1880-90 • Erfitt að fá jarðnæði á Íslandi • Skipafélög hvöttu til Ameríkuferða enda högnuðust þau á flutningnum.
Í Vesturheimi, frh. • Meðal Íslendinga í Vesturheimi varðveittist íslenska ótrúlega lengi. • Dagblöð voru gefin út á Íslensku: • Heimskringla. • Lögberg. • Koma enn út undir nafninu Lögberg-Heimskringla. • Mörg skáld skrifuðu og ortu á íslensku. • Þó fór svo að lokum að íslenska dó nokkurn veginn út enda voru aðstæður allt aðrar í hinu nýja landi og gamla málið dugði ekki til að lýsa hinum nýja veruleika.
Hver var Stephan G. Stephansson? • Stephan G. Stephansson (1853-1927) var af fátæku fólki kominn. • Hann fæddist og ólst upp í Skagafirði þar sem foreldrar hans voru kotbændur. • Síðar varð hann vinnumaður í S-Þingeyjarsýslu. • Um tvítugt fluttist Stephan með foreldrum sínum vestur um haf. • Hann bjó fyrst í Bandaríkjunum í 16 ár en fluttist svo til Kanada þar sem hann bjó til æviloka. • Af búsetu sinni í Alberta í Kanada hlaut hann nafnið Klettafjallaskáldið.
Hver var Stephan G. Stephansson?, frh. • Stephan G. hóf að birta kvæði sín í blöðum í Vesturheimi um 1890. • Fyrsta kvæði hans hafði birsti í Norðanfara á Akureyri 1873. • Það var kveðja til landsins er hann var nýfluttur burt.
Hver var Stephan G. Stephansson?, frh. • Stephan var mjög umdeildur höfundur á sínum tíma. • Hann þótti mjög róttækur og var ófeiminn til að taka afstöðu til pólitískra mála þótt það skapaði honum óvinsældir. • Hann var mikið ádeiluskáld og deildi mjög á hvers kyns óréttlæti. • Deildi á stríðsbrölt (fyrri heimsstyrjöldina) • Deildi á kirkju og trúmál (var guðleysingi)
Hver var Stephan G. Stephansson?, frh. • Stephan G. Nefndi bækur sínar Andvökur og ber heildarútgáfa kvæða hans það heiti. • Nafnið vísar til þess að hann orti kvæði sín á nóttunni enda var vinnudagur hans langur og hann átti erfitt með svefn. • Stephan G. bjó lengstan hluta ævi sinnar fjarri Íslandi en orti samt nokkur íslensk ættjarðarljóð. • Þekktast þeirra er Úr Íslendings ræðu. • Sjá bls. 113.
Stephan G. Stephansson • Nemendur lesa: • „Íslenskur kveðskapur“ á bls. 366 í Rótum. • „Vantrúin“ á bls. 366-367 í Rótum.
Þorsteinn Erlingsson • Afstaða manna til ljóðskáldsins Þorsteins Erlingssonar (1858-1914) hefur löngum verið tvíbent: • Annars vegar orti hann ádeiluljóð sem ollu miklum deilum. • Hins vegar samdi hann hugljúf ljóð um íslenska náttúru og ástina. • Hvort ber þá að „flokka“ hann sem raunsæisskáld eða rómantískt skáld?
Þorsteinn Erlingsson, frh. • Ádeilukvæðin sem Þorsteinn orti á námsárum sínum eru í anda róttækrar raunsæisstefnu. • Þau eru af mörgum talin frumlegasta framlag hans í ljóðlist. • Því hefur hann gjarnan verið talinn til raunsæisskálda.
Þorsteinn Erlingsson, frh. • Þorsteinn ólst upp í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð. • Sbr. „Fyrr var oft í koti kátt“ • Skáldin Matthías Jochumsson og Steingrímur Thorsteinsson „uppgötvuðu“ Þorstein þegar þeir voru gestir í Hlíðarendakoti 1876. • Þeir aðstoðuðu hann við að komast í nám í Reykjavík.
Þorsteinn Erlingsson, frh. • Að loknu prófi frá Lærða skólanum fór hann til Kaupmannahafnar í lögfræðinám. • Þorsteinn lauk ekki námi en starfaði við kennslu næstu árin. • Hann kom aftur hiem til Íslands 1896 og gerðist ritstjóri á Seyðisfirði, í Bíldudal og Reykjavík til 1903. • Eftir það fékkst hann við kennslu og ritstörf í Reykjavík.
Þorsteinn Erlingsson, frh. • Þorsteinn varð fyrst þekktur vegna hneyklis sem átti sér stað á námsárum hans í Kaupmannahöfn. • Árið 1887 hélt Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn hátíð í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá fæðingu danska málfræðingsins Rasmusar Christians Rasks. • Þar var m.a. sungið kvæði eftir Þorstein um Rask. • Kvæðið innihélt lofgjörð um starf Rasks en ádeilu á verk Dana almennt. • Danir sagðir hafa sogið blóð þjóðarinnar, rænt hana og meitt meðan hún svaf og ginnt hana til að láta af hendi fornrit sín. • Kvæðið olli hneyksli og háskólayfirvöld settu ofan í við Þorstein.
Þorsteinn Erlingsson, frh. • Kvæði Þorsteins um trúmál vöktu einnig mikil viðbrögð á Íslandi. • Í kvæði sínu „Örlög guðanna“ fjallar hann á neikvæðan hátt um kristnun Íslands og spáir trúnni falli. • Harða gagnrýni á kirkjuna er að finna í fleiri kvæðum Þorsteins. • Hann gagnrýndi alla tíð óréttlæti og kúgun.
Þorsteinn Erlingsson, frh. • Þorsteinn birti kvæði sín fyrst í blöðum eins og tíðkaðist á þeim tíma. • Árið 1897 safnaði hann hins vegar kvæðum sínum saman í bók sem hann nefndi Þyrna. • Árið 1905 var bókin endurútgefin með nokkrum viðbætum. • Hefur því nafni síðan verið haldið þegar kvæði hans hafa verið endurútgefin.
Þorsteinn Erlingsson, frh. • Nemendur lesa: • „Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd“, bls. 324 í Rótum. • „Úr Mansöngvum“, bls. 325-326 í Rótum.