180 likes | 364 Views
SJÚKLINGAR OG UMFERÐARÖRYGGI. Hlutverk heimilislæknisins Haraldur Ó. Tómasson Heilsugæslulæknir í Árbæ. Stjórnun ökutækja. Gerir ákveðnar kröfur til vitræns og líkamlegs ástands. Starfsumhverfi heimilislækna. Mjög breytilegt eftir því hvort þeir starfa í dreifbýli eða í þéttbýli. Aldraðir.
E N D
SJÚKLINGAR OG UMFERÐARÖRYGGI Hlutverk heimilislæknisins Haraldur Ó. Tómasson Heilsugæslulæknir í Árbæ
Stjórnun ökutækja • Gerir ákveðnar kröfur til vitræns og líkamlegs ástands.
Starfsumhverfi heimilislækna • Mjög breytilegt eftir því hvort þeir starfa í dreifbýli eða í þéttbýli.
Aldraðir • Hlutfall aldraðra sem aka bifreið fer hækkandi. • Aldraðir sem hópur fer stækkandi.
Fíkniefni og alkóhól • Mikið og vaxandi vandamál. • Búið að svifta marga ökuleyfinu. • Íslenskir heimilislæknar koma ekkert að tímalengd ökusviptingar. • Í Noregi og Svíþjóð eru brotaþegar skyldugir að sanna að búið sé að taka á vandamáli þeirra með blóðprufum og viðtölum við heimilislækni.
Ökuhæfni • Á Íslandi eru læknar ekki skyldugir að tilkynna yfirvöldum ef ökuhæfni er áfátt. • Norskir og sænskir læknar bera tilkynningarskyldu ef viðkomandi uppfyllir ekki heilsufarslega séð ákvæði um ökuhæfni.
Ökuleyfisvottorð • Ekki skylda fyrir stóran hóp að afla þeirra. • Yfirlýsing um eigið heilsufar látið duga. • Samkvæmt reglugerð 501/1997 eru heimilislæknar þeir einu sem heimilt er að gefa út þessi vottorð. • Ekki framkvæmanlegt, ekkert farið eftir þessu í praxis. • Núverandi vottorðaeyðublað fellur ekki að reglugerðinni.
Vinna við ökuleyfisvottorð • Sjálfur gaf ég út 31 vottorð árið 2006. • Við Árbæjarstöðina eru skráðir u.þ.b. 11 þúsund manns. Sá hópur fékk í fyrra 131 vottorð gefið út af læknum stöðvarinnar. • Algengur misskilningur hjá almenningi að fullnægjandi sjón sé eina skilyrðið, margir fara beint til augnlækna til að fá vottorð.
Umferðin og lyfjanotkun • Heimilislæknar ávísa að magni til, mest allra lækna, lyfjum sem verka á miðtaugakerfið. • Íslendingar innbyrða mest allra Norðurlandaþjóða af þessum flokki lyfja. • Árið 2003 var DDD/1000/dag á Íslandi 273, Danmörk 236, Svíþjóð 234 og Noregur 196. • Svefnlyfið Zoplikon (Imovane) er annað mest notaða lyfið á Íslandi.
Öll lyf sem verka á CNS geta haft neikvæð áhrif á ökuhæfni • Bensódíazepam lyfin eru hvað varasömust. Þau verka á svipaða hluta heilans og alkóhól. • Árið 2003 var ávísað af þessum flokki og skyldum afleiðum 61,7 DDD/1000/dag.
Svefnlyf • Við ráðlagða og rétta notkun eru almennt talin hafa lítil áhrif á ökuhæfni morguninn eftir. • Þó ekki eins saklaus og talið hefur verið.Benzódíazepam afleiður eru með langan helmingunartíma. (flúnítrazepam,nítrazepam og flurozepam) • Mikið um misnotkun.
Önnur lyf • Flókið samspil, aldur, skammtastærðir, milliverkanir og lengd meðferðar. • Sem dæmi, sykursýkislyf, insulin og einkum súlfónýlurealyfin af per os lyfjum geta valdið hypoglycemíu, einkum hjá öldruðum.
Ábyrgð sjúklinga og lækna • Svíar eru að fara á þá braut að notkun lyfja og akstur er f.o.f. á ábyrgð notandans. • Verið að draga úr og hætta að þríhyrnings merkja lyf. • Sjúklingum er bent að lesa vel fylgiseðlana með lyfjapakkningunum.
Svefnslys • Algengari en menn grunar. • Árið 1990 voru 23 umferðarslys í Húnavatnssýslunum þar sem fólk slasaðist. • Orsök 5 þessara slysa var að ökumaður sofnaði við akstur. • Auk þessa var sterkur grunur að orsök tveggja banaslysa væri sú að ökumaður hefði sofnað. • Orsök f.o.f. þreyta. Enginn var með kæfisvefn, sofnuðu oft við bestu aðstæður.
Hlutverkheimilislækna • Samkvæmt lögum og reglugerðum lítið. • Vera vakandi ef skjólstæðingar fara að sýna merki um skerta vitsmunalega og/eða líkamlega getu. • Fræða sjúklinga betur um verkanir lyfja og hugsanleg neikvæð áhrif á ökuhæfni. • Vanda sig við veitingu ökuleyfisvottorða.
Úrbætur • Vantar skýrari reglugerðar- og lagaramma. • Vottorðaeyðublöð falla ekki að reglugerð. • Koma á nánara samstarfi þeirra aðila sem vinna að þessum málum.
Og að lokum... • Það eru ákveðin réttindi að hafa ökuleyfi. • Fullnægjandi geta þarf að vera til staðar og réttindunum fylgir ákveðin ábyrgð.