1.14k likes | 1.31k Views
Efling Tr úarlegra Samskipta. Námskeið Lífsgæða. 1. kafli: Guð. Hver er hann? Hefur hann talað? Hvernig er hann?. Hvers vegna viljum við þekkja Guð?. Það gæti skýrt það sem við sjáum í nátturunni Það gæti skýrt það sem við erum í sjálfum okkur Það gæti skapað grundvöll fyrir betra líf.
E N D
Efling Trúarlegra Samskipta Námskeið Lífsgæða Efling trúarlegra samskipta
1. kafli: Guð • Hver er hann? • Hefur hann talað? • Hvernig er hann? Efling trúarlegra samskipta
Hvers vegna viljum við þekkja Guð? • Það gæti skýrt það sem við sjáum í nátturunni • Það gæti skýrt það sem við erum í sjálfum okkur • Það gæti skapað grundvöll fyrir betra líf. Efling trúarlegra samskipta
Hefur Guð talað? • Biblían fullyrðir að Guð hafi opinberað sig. • Boðskapurinn kallast fagnaðarerindi. • Þessi boðskapur er fyrir alla! Efling trúarlegra samskipta
Hvernig hefur Guð talað? • Hver er hin fyrsta opinberun Guðs? “Það sem vitað verður um Guð blasir við þeim, Guð hefur birt þeim það. Ósýnilega veru hans, eilífan mátt og guðdómstign má skynja og sjá af verkum hans allt frá sköpun heimsins. Því eru mennirnir án afsökunar.” (Rómverjabréfið 1:19-20) Efling trúarlegra samskipta
Hvernig hefur Guð talað? 2. Hverjar eru hinar tvær opinberanir Guðs? “Guð talaði fyrrum oftsinnis og með mörgu móti til feðranna fyrir munn spámannanna. En nú í lok þessara daga hefur hann til okkar talað í syni sínum sem hann seti erfingja allra hluti. Fyrir hann hefur hann líka heimana gert. Hann sem er ljómi dýrðar hans og ímynd veru hans og ber allt með orði máttar síns...” (Hebreabréf 1:1-3) Efling trúarlegra samskipta
Önnur vers um opinberun Guðs • “Í manninum Jesú býr öll fylling guðdómsins...” (Kólossubréf 1:9) • “Vitið þið umfram allt að enginn þýðir neinn spádóm Ritningarinnar af sjálfum sér. Því að aldrei var nokkur spádómur borinn fram að vilja manns heldur töluðu menn orð frá Guði, knúðir af heilögum anda” (2. Pétursbréf 1:20-21) Efling trúarlegra samskipta
Guð – Hvernig er hann?3. Hvað lesum við hér? “Áður en fjöllin fæddust og jörðin og heimurinn urðu til frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð. Þú lætur manninn hverfa aftur til duftsins og segir: ‘Hverfið aftur, þér mannanna börn.’ Því að þúsund ár eru í þínum augum sem dagurinn í gær þegar hann er líðinn, já eins og næturvaka.” (Sálmur 90:2-4) Efling trúarlegra samskipta
Guð – Hvernig er hann? • “Ég segi: ‘Guð minn, sviptu mér ekki burt á miðri ævi því að ár þín vara frá kyni til kyns.’ Í öndverðu grundvallaðir þú jörðina og himinninn er verk handa þinna; þau munu líða undir lok en þú varir, þau munu fyrnast sem fat, þú leggur þau frá þér sem klæði og þau hverfa en þú ert hinn sami og ár þín fá engan enda. ” (Sálmur 102:25-28) Efling trúarlegra samskipta
4. Mennirnir eru takmarkaðir • En Guð? • “Nú skil ég að þú getur allt, ekkert, sem þú vilt, er þér um megn.” (Jóbsbók 42:2) • “Æ, Drottinn minn og Guð. Þú hefur gert himin og jörð með miklum mætti þínum og útréttum armi. Ekkert er þér um megn.” (Jeremía 32:17) Efling trúarlegra samskipta
5. Hvað um þekking Guðs? • “Ég kunngjörði endalokin frá öndverðu og sagði fyrir fram það sem eigi var enn fram komið, ég segi: Ákvörðun mín stendur, ég geri allt sem mér þóknast.” (Jesaja 46:10) • “Mikill er Drottinn vor og voldugur í mætti sínum, speki hans ómælanleg.” (Sálmur 147:5) Efling trúarlegra samskipta
Getur Guð þekkt mig? • “Drottinn, þú rannsakar og þekkir mig, hvort sem ég sit eða stend, þá veist þú það, þú skynjar hugrenningar mínar álengdar. Hvort sem ég geng eða ligg, þá athugar þú það og alla vegu mína gjörþekkir þú. Eigi er það orð á tungu minni að þú, Drottinn, þekkir það eigi til fulls. Þú umlykur mig á bak og brjóst og hönd þína hefur þú lagt á mig. Sú þekking er undursamlegri en svo að ég fái skilið, of háleit, ég er henni eigi vaxinn. (Sálmur 139:1-6) Efling trúarlegra samskipta
6. Hvar er Guð? • “Hvert get ég farið frá anda þínum, hvert flúið frá augliti þínu? Þótt ég stigi upp í himininn, þá ertu þar, þótt ég gerði undirheima að hvílu minni, þá ertu einnig þar. Þótt ég lyfti mér á vængjum morgunroðans og settist við hið ysta haf, einnig þar mundi hönd þín leiða mig og hægri hönd þín halda mér. Og þótt ég segði: „Myrkrið hylji mig og ljósið í kringum mig verði nótt,“ þá mundi myrkrið eigi verða þér of myrkt og nóttin lýsa eins og dagur, myrkur og ljós eru jöfn fyrir þér.” (Sálmur 139:7-12) Efling trúarlegra samskipta
6. Hvar er Guð? • “Er ég aðeins Guð í nánd? segir Drottinn, en ekki Guð í fjarlægð? Getur nokkur falist í fylgsnum þar sem ég get ekki séð hann? spyr Drottinn. Er það ekki ég sem fylli bæði himin og jörð? spyr Drottinn.” (Jeremía 23:23,24) Efling trúarlegra samskipta
7. Hvernig getur Guð verið nálægur á mörgum stöðum samtímis? • “Guð er andi og þeir sem tilbiðja hann eiga að tilbiðja hann í anda og sannleika.” (Jóhannes 4:24) Efling trúarlegra samskipta
Hvað með hvati, hugsanir og verk Guðs? • “Ávarpaðu allan söfnuð Ísraelsmanna og segðu: Verið heilagir því að ég, Drottinn, Guð ykkar, er heilagur.” (3. Mósebók 19:2) • “Og þetta er boðskapurinn sem við höfum heyrt af honum og boðum ykkur: ‘Guð er ljós og myrkur er alls ekki í honum´” (1. Jóhannesarbréf 1:5) Efling trúarlegra samskipta
9. Hvað kenna bæði Gamla- og Nýja Testamentið um persónu Guðs? • Guð er einn • “Já, svo segir Drottinn, skapari himinsins, hann einn er Guð, hann mótaði jörðina og bjó hana til, hann grundvallaði hana, hann skapaði hana ekki sem auðn heldur gerði hana byggilega: Ég er Drottinn og enginn annar er til. Jesaja 45:18 Efling trúarlegra samskipta
9. Bæði Gamla- og Nýja Testamentið kenna að aðeins sé til einn Guð... • “Einn er Guð. Einn er og meðalgangarinn milli Guðs og manna, maðurinn Kristur Jesús.” (1 Tímoteusarbréf 2:5) Efling trúarlegra samskipta
10. ...En Biblían kennir líka að Guð er þrjár persónur. • Hvaða persóna er nefnd hér á eftir? • Jesús sagði: “En þannig skuluð þér biðja: Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn…” (Matteus 6:9) • “Fyrst þér sem eruð vond hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðir yðar á himnum gefa þeim góðar gjafir sem biðja hann?” (Matteus 7:11) Efling trúarlegra samskipta
10. Biblían kennir líka að Guð er þrjár persónur. • Hvaða persóna er nefnd hér á eftir? • “Verið með sama hugarfari sem Kristur Jesús var. Hann var í Guðs mynd. En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur.”(Filippíbréf 2:5,6) • “En um soninn: Hásæti þitt, Guð, er um aldir alda.” (Hebréabréf 1:8) Efling trúarlegra samskipta
10. Biblían kennir líka að Guð er þrjár persónur. • Hvaða persónur er nefndar hér á eftir? • “Þegar hjálparinn kemur, sem ég sendi yður frá föðurnum, sannleiksandinn, er út gengur frá föðurnum, mun hann vitna um mig.”(Jóhannes 15:26) • “En þegar Jesús hafði verið skírður sté hann jafnskjótt upp úr vatninu. Og þá opnuðust himnarnir og hann sá anda Guðs stíga niður eins og dúfu og koma yfir sig. Og rödd kom af himnum: „Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á ” (Matteus 3:16,17) Efling trúarlegra samskipta
Hvernig er Guð? • Alheimskraftur eða persónulegur? • Íhugum: • Guð er skapari • Alvitur • Almáttugur • Alls staðar nálægur • Fyrir ofan okkar skilningi • En samt persónulegur Efling trúarlegra samskipta
11. Mörgum finnst þessi eiginleiki dásamlegastur • “Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.” (Jóhannes 3:16) • “Sá sem ekki elskar þekkir ekki Guð því að Guð er kærleikur.” (1. Jóhannesarbréf 4:8) Efling trúarlegra samskipta
12. Hverjum eða hverju get ég treyst? • “Því að ég, Drottinn, er ekki breyttur og þið ekki hættir að vera synir Jakobs.” (Malakí 3:6) • “Náð Drottins er ekki þrotin, miskunn hans ekki á enda, hún er ný á hverjum morgni, mikil er trúfesti þín. (Harmljóðin 3:22,23) Efling trúarlegra samskipta
Getum við þekkt Guð persónulega? • Er Guð aðgengilegur? • “En þó hefur hann vitnað um sjálfan sig með velgjörðum sínum. Hann hefur gefið ykkur regn af himni og uppskerutíðir. Hann hefur veitt ykkur fæðu og fyllt hjörtu ykkar gleði” (Postulasagan 14:17) • “En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.” (Jóhannes 17:3) Efling trúarlegra samskipta
14. Hverjum opinberir Guð sjálfan sig? • “Drottinn er nálægur öllum sem ákalla hann, öllum sem ákalla hann í einlægni. (Sálmur 145:18) Efling trúarlegra samskipta
Heimavinna og til íhugunar... • Taktu tíma í næsta viku til að lesa Sálm 145 og finndu þrír eða fjórir aðrir eiginleikar Guðs. • Við höfum lært ýmislegt um Guð, eðli hans og eiginleika. • Þó að Guð virðist vilja hafa samfélag við okkur, þá virðist eitthvað í ólagi. • Næst ætlum við að ræða um það sem Guð hefur sagt um okkur. Efling trúarlegra samskipta
2. kafli: Maðurinn • Hver er hann? • Hvernig er hann? Efling trúarlegra samskipta
Upphafið • I Mósebók segir frá: • Upphafi veraldar • Upphafi stjörnukerfa • Upphafi ljóssins • Upphafi plönturíkisins • Upphafi dýraríkisins Efling trúarlegra samskipta
Upphaf mannsins 1. Hvaðan kom maðurinn? Þá sagði Guð: „Vér viljum gera manninn eftir vorri mynd, líkan oss. Hann skal drottna yfir fiskum sjávarins, fuglum loftsins, búfénu, villidýrunum og allri jörðinni og öllum skriðdýrum sem skríða á jörðinni.“ Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd. Hann skapaði hann eftir Guðs mynd. Hann skapaði þau karl og konu. (I Mósebók 1:26,27) Efling trúarlegra samskipta
Upphaf mannsins • Þá mótaði Drottinn Guð manninn af moldu jarðar og blés lífsanda í nasir hans. Þannig varð maðurinn lifandi vera (I Mósebók 2:7) • Þá lét Drottinn Guð djúpan svefn falla á manninn. Og er hann var sofnaður tók hann eitt af rifjum hans og setti hold í þess stað. Og Drottinn Guð myndaði konu af rifinu sem hann hafði tekið úr manninum og leiddi hana til mannsins. (I Mósebók 2:21-22) Efling trúarlegra samskipta
Eðli mannsins og ástæðan fyrir tilveru hans 2. Hvað gerir manninn frábrugðinn öðru sköpunarverki Guðs? Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd. Hann skapaði hann eftir Guðs mynd. Hann skapaði þau karl og konu. (I Mósebók 1:27) Efling trúarlegra samskipta
Hvað gerir manninn frábrugðinn öðru sköpunarverki Guðs? Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, sem þú settir þar, hvað er þá maðurinn þess að þú minnist hans, og mannsins barn að þú vitjir þess? Þú gerðir hann litlu minni en Guð, krýndir hann hátign og heiðri, lést hann ríkja yfir handaverkum þínum, lagðir allt að fótum hans: sauðfénað allan og uxa og auk þess dýr merkurinnar, fugla himins og fiska hafsins, allt sem fer hafsins vegu. Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina. Sálmur 8:4-10 Efling trúarlegra samskipta
Eðli mannsins 3. Maðurinn er ekki bara líkami. Annað eðli mannsins? Spádómur. Orð Drottins um Ísrael. Svo segir Drottinn sem þandi út himininn, grundvallaði jörðina og myndaði andann í brjósti mannsins … (Sakaría 12:1) Efling trúarlegra samskipta
Ástæðan fyrir tilveru mannsins Verður ert þú, Drottinn vor og Guð, að fá dýrðina og heiðurinn og máttinn því að þú hefur skapað alla hluti og að þínum vilja urðu þeir til og voru skapaðir. (Opinberunarbókin 4:11) Efling trúarlegra samskipta
Eðli mannsins 4. Vegna þess að maðurinn var skapaður í Guðs mynd þá bjó hann yfir vissum eiginleikum: “...og Guð sagði við þau...” (I Mósebók 1:28) “... og Drottinn Guð bauð manninum...” (I Mósebók 2:16) Efling trúarlegra samskipta
Eðli mannsins og eiginleikar hans Drottinn Guð bauð manninum og sagði: „Af öllum trjám í aldingarðinum máttu eta að vild. En af skilningstré góðs og ills máttu ekki eta. Jafnskjótt og þú etur af því muntu deyja.“ (I Mósebók 2:16-17) Guð blessaði þau. Og Guð sagði við þau: „Verið frjósöm, fjölgið ykkur og fyllið jörðina, gerið ykkur hana undirgefna og ríkið yfir fiskum sjávarins og fuglum himinsins og öllum dýrum sem hrærast á jörðinni.“ (I Mósebók 1:28) Þá tók Drottinn Guð manninn og setti hann í aldingarðinn Eden til að yrkja hann og gæta hans. (I Mósebók 2:15) Efling trúarlegra samskipta
Ástæðan fyrir tilveru mannsins 5. Hvernig líkist áætlun Guðs fyrir Adam þeirri áætlun sem hann hefur fyrir okkur? Maður, þér hefur verið sagt hvað gott er og hvers Drottinn væntir af þér: þess eins að þú gerir rétt, ástundir kærleika og þjónir Guði í hógværð. (Míka 6:8) Ég vil fræða þig, vísa þér veginn sem þú átt að ganga, ég vil gefa þér ráð, vaka yfir þér. (Sálmur 32:8) Efling trúarlegra samskipta
Áætlun Guðs fyrir okkur Þeir sýna að krafa lögmálsins er skráð í hjörtum þeirra með því að samviska þeirra ber þessu vitni og hugrenningar þeirra sem ýmist ásaka þá eða afsaka. 16Þetta verður á þeim degi er Guð dæmir hið dulda hjá mönnunum samkvæmt fagnaðarerindi mínu sem ég hef þegið af Jesú Kristi. (Rómverjabréf 2:15-16) Efling trúarlegra samskipta
Áætlun Guðs fyrir okkur Mikill ert þú í ráðum og máttugur í verkum þínum. Augu þín vaka yfir öllum vegum mannanna svo að þú getir goldið hverjum og einum eftir breytni hans og ávexti verka hans. (Jeremía 32:19) Efling trúarlegra samskipta
Áætlun Guðs fyrir okkur Við erum smíð Guðs, sköpuð í Kristi Jesú til góðra verka sem hann hefur áður fyrirbúið til þess að við skyldum leggja stund á þau. (Efesusbréf 2:10) Efling trúarlegra samskipta
Yfirlit yfir ástæður fyrir tilveru okkar: Enda var allt skapað í honum í himnunum og á jörðinni, hið sýnilega og hið ósýnilega, hásæti og herradómar, tignir og völd. Allt er skapað fyrir hann og til hans. (Kólossubréf 1:16) Efling trúarlegra samskipta
Ákvörðun mannsins • Hvað kom fyrir hann? Til umræðu: 6. Hvers vegna reyndi Guð manninn þegar allt gekk svo vel? Efling trúarlegra samskipta
Ákvörðun mannsins • Nefnið eina atriðið sem Guð bannaði manninum að gera. Drottinn Guð bauð manninum og sagði: „Af öllum trjám í aldingarðinum máttu eta að vild. En af skilningstré góðs og ills máttu ekki eta. Jafnskjótt og þú etur af því muntu deyja.“ (I Mósebók 2:16,17) • Hver væri afleiðingin af óhlýðni mannsins? • Bar maðurinn ábyrgð á ákvörðun sinni? Efling trúarlegra samskipta
8. Hvernig valdi maðurinn? Höggormurinn var slóttugri en öll dýr merkurinnar sem Drottinn Guð hafði gert. Hann sagði við konuna: „Er það satt að Guð hafi sagt: Þið megið ekki eta af neinu tré í aldingarðinum?“ Konan svaraði höggorminum: „Við megum eta af ávöxtum trjánna í aldingarðinum en um ávöxt trésins, sem stendur í miðjum aldingarðinum, sagði Guð: Af honum megið þið ekki eta og ekki snerta hann, ella munuð þið deyja.“ Þá sagði höggormurinn við konuna: „Sannið til, þið munuð ekki deyja. En Guð veit að um leið og þið etið af honum ljúkast augu ykkar upp og þið verðið eins og Guð og skynjið gott og illt.“ Þá sá konan að tréð var gott af að eta, fagurt á að líta og girnilegt til fróðleiks. Hún tók af ávexti þess og át og gaf einnig manni sínum, sem með henni var, og hann át. (I Mósebók 3:1-6) Efling trúarlegra samskipta
9. Tökum eftir hvernig dauðinn birtist í manninum í mismunandi myndum. • „Þá heyrðu þau til Drottins Guðs sem gekk um í aldingarðinum í kvöldsvalanum og maðurinn og kona hans földu sig fyrir augliti Drottins milli trjánna í aldingarðinum.” (I Mósebók 3:8) • Þá sagði Kain við Abel, bróður sinn: „Göngum út á akurinn.“ Og er þeir voru á akrinum réðst Kain á Abel, bróður sinn, og drap hann. (I Mósebók 4:8) Efling trúarlegra samskipta
9. Tökum eftir hvernig dauðinn birtist í manninum í mismunandi myndum. c. Við konuna sagði hann: Mikla mun ég gera þjáningu þína er þú verður barnshafandi. Með þraut skaltu börn fæða… Við Adam sagði hann: …þá sé akurlendið bölvað þín vegna. Með erfiði skaltu hafa viðurværi af því alla þína ævidaga.(I Mósebók 3:16-19) d. Allir ævidagar Adams urðu níu hundruð og þrjátíu ár. Þá dó hann. (I Mósebók 5:5) Efling trúarlegra samskipta
Ástand mannsins • Hvernig er maðurinn í dag? 10. Hvaða máli skipti óhlýðni Adams fyrir okkur nú á 21. öldinni? Syndin kom inn í heiminn með einum manni og dauðinn með syndinni. Þannig er dauðinn runninn til allra manna því að allir syndguðu þeir. (Rómverjabréf 5:12) Efling trúarlegra samskipta
Ástand mannsins • Hvernig er ástandi mannsins lýst hér? Þið voruð dauð vegna afbrota ykkar og synda… (Efesusbréf 2:1) Efling trúarlegra samskipta
11. Hvað er synd? a. Hver sem drýgir synd fremur lögmálsbrot. Syndin er lögmálsbrot. (1 Jóhannesarbréf 3:4) • Hvað er átt við með „lögmálsbroti” hér? Lesum II Mósebók 20:1-17. Efling trúarlegra samskipta