1 / 33

Efling sveitarstjórnarstigsins á Íslandi

Efling sveitarstjórnarstigsins á Íslandi. Kynning á verkefninu Hjálmar Árnason, formaður verkefnisstjórnar. Markmið fundarins. Kynna Verkefnisstjórnina Tilgang verkefnisins og markmið Opna á umræðu um breytta sveitarfélagaskipan á Íslandi!. Verkefnisstjórn-3 fulltrúar

shamira
Download Presentation

Efling sveitarstjórnarstigsins á Íslandi

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Efling sveitarstjórnarstigsins á Íslandi Kynning á verkefninu Hjálmar Árnason, formaður verkefnisstjórnar

  2. Markmið fundarins • Kynna • Verkefnisstjórnina • Tilgang verkefnisins og markmið • Opna á umræðu um breytta sveitarfélagaskipan á Íslandi!

  3. Verkefnisstjórn-3 fulltrúar 2 skipaðir af Félagsmálaráðherra, án tilnefningar, og skal annar þeirra vera formaður, 1 tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga Verkefnisstjóri Tekjustofnanefnd-4 fulltrúar 1 skipaður af Félagsmálaráðherra, án tilnefningar, form. 1 tilnefndur af Fjármálaráðherra 2 tilnefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga Sameiningarnefnd-7 fulltrúar 1 skipaður af Félagsmálaráðherra, án tilnefningar, form. 3 tilnefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga 2 tilnefndir af stjórnarþingflokkunum 1 tilnefndur af þingflokkum stjórnarandstöðu Uppbygging verkefnisins

  4. Fulltrúar Verkefnisstjórn; • Arnbjörg Sveinsdóttir • Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson • Hjálmar Árnason, formaður. Verkefnisstjóri Róbert Ragnarsson, stjórnmálafræðingur MA

  5. Sameiningarnefnd • Guðjón Hjörleifsson • Magnús Stefánsson • Margrét Frímannsdóttir • Elín R. Líndal • Smári Geirsson • Helga Halldórsdóttir • Guðjón Bragason, formaður

  6. Tekjustofnanefnd • Kristján Þór Júlíusson • Árni Þór Sigurðsson • Fulltrúi fjármálaráðuneytis • Hermann Sæmundsson, formaður

  7. Hlutverk verkefnisstjórnar • Hafa yfirumsjón með vinnu um nýja verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og aðlögun tekjustofnakerfis að nýrri sveitarfélagaskipan, auk þess að tryggja nauðsynlegt upplýsingastreymi milli þessara verkefna.

  8. Frh. • Að leggja fram tillögur til félagsmálaráðherra um hvaða verkefni hugsanlega verði færð frá ríki til sveitarfélaga í því augnamiði að treysta sveitarstjórnarstigið og efla sjálfsforræði byggðarlaganna. Haft verði að leiðarljósi að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga verði skýr.

  9. Hlutdeild ríkis og sveitarfélaga í opinberum útgjöldum á Norðurlöndunum. 100% 90% 80% 70% 60% Sveitarfélög 50% Ríki 40% 30% 20% 10% 0% Danmörk Finnland Ísland Noregur

  10. Hlutverk sameiningarnefndar • Undirbúi og leggi fram tillögur um breytta sveitarfélagaskipan með hliðsjón af sjónarmiðum hlutaðeigandi sveitarstjórna, landshlutasamtaka og landfræðilegra og félagslegra aðstæðna, þannig að hvert sveitarfélag myndi heildstætt atvinnu- og þjónustusvæði. • Guðjón Bragason ræðir hlutverkið nánar

  11. Stærðarskipting sveitarfélaga

  12. Hlutverk tekjustofnanefndar • Fara yfir lög um tekjustofna sveitarfélaga og kanni hvort tekjustofnar sveitarfélaga séu í samræmi við lögskyld og venjubundin verkefni sveitarfélaga. • Vinni tillögur um aðlögun tekjustofnakerfis sveitarfélaga að nýrri sveitarfélagaskipan, sbr. tillögur er fram koma í sameiningarnefnd, og breyttri verkaskiptingu, sbr. hugsanlegar tillögur verkefnisstjórnar.

  13. Hlutur sveitarfélaga og héraðsstjórna í heildarskatttekjum OECD taxpolicy studies, nr.1 1999

  14. Markmið verkefnisins • Að treysta og efla sveitarstjórnarstigið með aukinni valddreifingu hins opinbera • Að sveitarfélögin myndi heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði • Að sveitarfélögin annist flesta nærþjónustu við íbúa • Að tryggja næga tekjustofna vegna aukinna verkefna • Með öðrum orðum að efla sjálfsforræði byggðarlaga.

  15. Undirbúningur og tímarammi • Október 2003 – vinna hefst • Apríl 2004 – kynning í fulltrúaráði Sambands ísl. sveitarfélaga á: • hugmyndum um breytta verkaskiptingu • hugmyndum um aðlögun tekjustofna • (tillögum sameiningarnefndar)

  16. Tímarammi frh. • Maí-desember 2004: Lokatillögur kynntar fyrir sveitarfélögum og samtökum þeirra. • Haustþing 2004: Lagt fram frumvarp til breytingar á sveitarstjórnarlögum (bráðabirgðaákvæði um atkvæðagreiðslu o.fl.).

  17. Tímarammi frh. • Janúar-apríl 2005: Atkvæðagreiðslur í sveitarfélögum um sameiningartillögur • September 2005: Lokatillögur um verkaskiptingu og aðlögun tekjustofna lagðar fyrir ráðherra.

  18. Framkvæmd verkefnisins • Verkefnaflutningur frá ríki til sveitarfélaga • nærþjónusta á heima í héraði! • Tekjustofnar sveitarfélaga endurskoðaðir • nýjum verkefnum fylgja nýir tekjustofnar. • Tillögur að sameiningu sveitarfélaga • byggðar á nýrri verkefnaskipan og félagslegum og landfræðilegum aðstæðum. • samráð haft við sveitarstjórnir og landshlutasamtök Ávinningurinn er sterkara sveitarstjórnarstig með sjálfbærum sveitarfélög!

  19. Vinnuferli verkefnisstjórnar Verkefni Nálgun 2003: Nálgun 1993: Sveitarfélaga- skipan Sveitarfélaga- skipan Verkefni

  20. Sjálfbærni sveitarfélaga • Efnahagsleg sjálfbærni - tryggja að sveitarfélagið hafi tekjur og mannfjölda til að standa undir verkefnum sínum. • Þjónustuleg sjálfbærni - nátengt efnahagslegri sjálfbærni. • getur sveitarfélagið uppfyllt kröfur íbúanna (og löggjafans) um opinbera þjónustu? • sérhæft starfsfólk

  21. Leiðir að markmiðum • Flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga, og öfugt og gera verkaskiptingu skýrari. • Einfalda og skýra tekjustofna sveitarfélaga. • Ný verkefni kalla að líkindum á nýja sveitarfélagaskipan

  22. Samráð við sveitarstjórnarmenn • Verkefnisstjórnin kallar eftir hugmyndum og tillögum sveitarstjórnarmanna. • Mikilvægt að sem flestir taki þátt í umræðunni á byrjunarstigi. • Umræðuvettvangur og hugmyndabanki verður á vefsíðu verkefnisins Nánari upplýsingar... (www.felagsmalaraduneyti.is)

  23. Mismunandi skoðanir • Mismunandi skoðanir á þörfinni fyrir breytingar á sveitarstjórnarstiginu • jafnt meðal sveitarstjórnarmann og þingmanna • ,,Af hverju?- Gengur þetta ekki ágætlega?” • ,,Til hvers?- tvö fátæk sveitarfélög gera ekki eitt ríkt!” • ,,Drífum þetta af!”

  24. Ekkert fyrirfram ákveðið! • Verkefnisstjórnin hefur ekki fullmótaðar hugmyndir • Ekkert ákveðið enn • Umræðan opin og nauðsynleg • Fróðleg erindi á vefnum www.samband.is • Orðið er laust!

  25. Af hverju nú? • Kjördæmabreyting • Fjarlægð aukist milli kjósenda og þingmanna. • Öflugra sveitarstjórnarstig mótvægi. • Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga óskýr • of mörg ,,grá svæði”. • Verkefni sveitarfélaganna baggi á þeim minnstu • vantar tekjustofna og mannfjölda • Snýst um íbúana • bæta aðgengi að þjónustu og efla lýðræði!

  26. frh. • Landsbyggðin að veikjast • í upphafi voru sveitarfélögin ekki svo fámenn • aukin valddreifing og sterkari sveitarstjórnir geta spornað við þeirri þróun. • Verkefnið ekki síður byggðaverkefni • Völd og áhrif færð frá ríki til sveitarfélaga • Fjármagn og verkefni færð frá ríki til sveitarfélaga • => Sjálfbær sveitarfélög og sterkari byggð.

  27. Reynslusveitarfélög • Góð reynsla af reynslusveitarfélagaverkefninu, t.d. • Heilbrigðis og öldrunarmál (Hornafjörður/Akureyri) • Málefni fatlaðra (Vestmannaeyjar/Akureyri/Hornafjörður ofl.) • Reynslan sýnir að sveitarfélög geta hæglega tekið að sér rekstur stærri verkefna.

  28. Frá aðþrengdu til sterks sveitarstjórnarstigs • Markmiðið er að: • fjölga verkefnum sveitarfélaga • skýra verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga • auka áhrif sveitarstjórnarmanna gagnvart ríkisvaldinu • efla lýðræði í sveitarstjórnum -> Sterkara sveitarstjórnarstig!

  29. Spurningar til sveitarstjórnarmanna • Hvaða verkefni ættu að tilheyra sveitarstjórnarstiginu? • Hvaða sameiningarkosti teljið þið vera á svæðinu? • Hvernig ættu tekjustofnarnir að vera byggðir upp? • Hvað er að núverandi fyrirkomulagi? • Hvaða leiðir eru til úrbóta? • Getur úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga orðið réttlátari?

  30. Verkefnið á næstunni • Að kynna verkefnið og heyra sjónarmið sveitarstjórnarmanna • Að kanna hvaða verkefni ættu að fara til sveitarfélaga • Að hefja vinnu við endurskoðun tekjustofna sveitarfélaga • Að ákveða aðferð við atkvæðagreiðslu • Að finna leiðir til eflingar lýðræði • O.fl., o.fl....

  31. Nú er tækifæri til að • Eyða óþarfa áhyggjum • Skapa skilning á verkefninu • Styrkja sveitarstjórnarstigið til framtíðar!

  32. Til umhugsunar • Við skulum ekki fara í skotgrafirnar • tökum þátt með opnum huga • Við skulum ekki draga ályktanir of fljótt • umræðan er mikilvæg • Verum þolinmóð og virðum vinnuferlið • verkefnið er unnið í áföngum-eitt leiðir af öðru • Við skulum vera reiðubúin til breytinga!

  33. Niðurstaða • Sveitarstjórnarstigið er undir mikilli pressu! • Þurfum að leita lausna til framtíðar!

More Related