330 likes | 505 Views
Efling sveitarstjórnarstigsins á Íslandi. Kynning á verkefninu Hjálmar Árnason, formaður verkefnisstjórnar. Markmið fundarins. Kynna Verkefnisstjórnina Tilgang verkefnisins og markmið Opna á umræðu um breytta sveitarfélagaskipan á Íslandi!. Verkefnisstjórn-3 fulltrúar
E N D
Efling sveitarstjórnarstigsins á Íslandi Kynning á verkefninu Hjálmar Árnason, formaður verkefnisstjórnar
Markmið fundarins • Kynna • Verkefnisstjórnina • Tilgang verkefnisins og markmið • Opna á umræðu um breytta sveitarfélagaskipan á Íslandi!
Verkefnisstjórn-3 fulltrúar 2 skipaðir af Félagsmálaráðherra, án tilnefningar, og skal annar þeirra vera formaður, 1 tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga Verkefnisstjóri Tekjustofnanefnd-4 fulltrúar 1 skipaður af Félagsmálaráðherra, án tilnefningar, form. 1 tilnefndur af Fjármálaráðherra 2 tilnefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga Sameiningarnefnd-7 fulltrúar 1 skipaður af Félagsmálaráðherra, án tilnefningar, form. 3 tilnefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga 2 tilnefndir af stjórnarþingflokkunum 1 tilnefndur af þingflokkum stjórnarandstöðu Uppbygging verkefnisins
Fulltrúar Verkefnisstjórn; • Arnbjörg Sveinsdóttir • Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson • Hjálmar Árnason, formaður. Verkefnisstjóri Róbert Ragnarsson, stjórnmálafræðingur MA
Sameiningarnefnd • Guðjón Hjörleifsson • Magnús Stefánsson • Margrét Frímannsdóttir • Elín R. Líndal • Smári Geirsson • Helga Halldórsdóttir • Guðjón Bragason, formaður
Tekjustofnanefnd • Kristján Þór Júlíusson • Árni Þór Sigurðsson • Fulltrúi fjármálaráðuneytis • Hermann Sæmundsson, formaður
Hlutverk verkefnisstjórnar • Hafa yfirumsjón með vinnu um nýja verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og aðlögun tekjustofnakerfis að nýrri sveitarfélagaskipan, auk þess að tryggja nauðsynlegt upplýsingastreymi milli þessara verkefna.
Frh. • Að leggja fram tillögur til félagsmálaráðherra um hvaða verkefni hugsanlega verði færð frá ríki til sveitarfélaga í því augnamiði að treysta sveitarstjórnarstigið og efla sjálfsforræði byggðarlaganna. Haft verði að leiðarljósi að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga verði skýr.
Hlutdeild ríkis og sveitarfélaga í opinberum útgjöldum á Norðurlöndunum. 100% 90% 80% 70% 60% Sveitarfélög 50% Ríki 40% 30% 20% 10% 0% Danmörk Finnland Ísland Noregur
Hlutverk sameiningarnefndar • Undirbúi og leggi fram tillögur um breytta sveitarfélagaskipan með hliðsjón af sjónarmiðum hlutaðeigandi sveitarstjórna, landshlutasamtaka og landfræðilegra og félagslegra aðstæðna, þannig að hvert sveitarfélag myndi heildstætt atvinnu- og þjónustusvæði. • Guðjón Bragason ræðir hlutverkið nánar
Hlutverk tekjustofnanefndar • Fara yfir lög um tekjustofna sveitarfélaga og kanni hvort tekjustofnar sveitarfélaga séu í samræmi við lögskyld og venjubundin verkefni sveitarfélaga. • Vinni tillögur um aðlögun tekjustofnakerfis sveitarfélaga að nýrri sveitarfélagaskipan, sbr. tillögur er fram koma í sameiningarnefnd, og breyttri verkaskiptingu, sbr. hugsanlegar tillögur verkefnisstjórnar.
Hlutur sveitarfélaga og héraðsstjórna í heildarskatttekjum OECD taxpolicy studies, nr.1 1999
Markmið verkefnisins • Að treysta og efla sveitarstjórnarstigið með aukinni valddreifingu hins opinbera • Að sveitarfélögin myndi heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði • Að sveitarfélögin annist flesta nærþjónustu við íbúa • Að tryggja næga tekjustofna vegna aukinna verkefna • Með öðrum orðum að efla sjálfsforræði byggðarlaga.
Undirbúningur og tímarammi • Október 2003 – vinna hefst • Apríl 2004 – kynning í fulltrúaráði Sambands ísl. sveitarfélaga á: • hugmyndum um breytta verkaskiptingu • hugmyndum um aðlögun tekjustofna • (tillögum sameiningarnefndar)
Tímarammi frh. • Maí-desember 2004: Lokatillögur kynntar fyrir sveitarfélögum og samtökum þeirra. • Haustþing 2004: Lagt fram frumvarp til breytingar á sveitarstjórnarlögum (bráðabirgðaákvæði um atkvæðagreiðslu o.fl.).
Tímarammi frh. • Janúar-apríl 2005: Atkvæðagreiðslur í sveitarfélögum um sameiningartillögur • September 2005: Lokatillögur um verkaskiptingu og aðlögun tekjustofna lagðar fyrir ráðherra.
Framkvæmd verkefnisins • Verkefnaflutningur frá ríki til sveitarfélaga • nærþjónusta á heima í héraði! • Tekjustofnar sveitarfélaga endurskoðaðir • nýjum verkefnum fylgja nýir tekjustofnar. • Tillögur að sameiningu sveitarfélaga • byggðar á nýrri verkefnaskipan og félagslegum og landfræðilegum aðstæðum. • samráð haft við sveitarstjórnir og landshlutasamtök Ávinningurinn er sterkara sveitarstjórnarstig með sjálfbærum sveitarfélög!
Vinnuferli verkefnisstjórnar Verkefni Nálgun 2003: Nálgun 1993: Sveitarfélaga- skipan Sveitarfélaga- skipan Verkefni
Sjálfbærni sveitarfélaga • Efnahagsleg sjálfbærni - tryggja að sveitarfélagið hafi tekjur og mannfjölda til að standa undir verkefnum sínum. • Þjónustuleg sjálfbærni - nátengt efnahagslegri sjálfbærni. • getur sveitarfélagið uppfyllt kröfur íbúanna (og löggjafans) um opinbera þjónustu? • sérhæft starfsfólk
Leiðir að markmiðum • Flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga, og öfugt og gera verkaskiptingu skýrari. • Einfalda og skýra tekjustofna sveitarfélaga. • Ný verkefni kalla að líkindum á nýja sveitarfélagaskipan
Samráð við sveitarstjórnarmenn • Verkefnisstjórnin kallar eftir hugmyndum og tillögum sveitarstjórnarmanna. • Mikilvægt að sem flestir taki þátt í umræðunni á byrjunarstigi. • Umræðuvettvangur og hugmyndabanki verður á vefsíðu verkefnisins Nánari upplýsingar... (www.felagsmalaraduneyti.is)
Mismunandi skoðanir • Mismunandi skoðanir á þörfinni fyrir breytingar á sveitarstjórnarstiginu • jafnt meðal sveitarstjórnarmann og þingmanna • ,,Af hverju?- Gengur þetta ekki ágætlega?” • ,,Til hvers?- tvö fátæk sveitarfélög gera ekki eitt ríkt!” • ,,Drífum þetta af!”
Ekkert fyrirfram ákveðið! • Verkefnisstjórnin hefur ekki fullmótaðar hugmyndir • Ekkert ákveðið enn • Umræðan opin og nauðsynleg • Fróðleg erindi á vefnum www.samband.is • Orðið er laust!
Af hverju nú? • Kjördæmabreyting • Fjarlægð aukist milli kjósenda og þingmanna. • Öflugra sveitarstjórnarstig mótvægi. • Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga óskýr • of mörg ,,grá svæði”. • Verkefni sveitarfélaganna baggi á þeim minnstu • vantar tekjustofna og mannfjölda • Snýst um íbúana • bæta aðgengi að þjónustu og efla lýðræði!
frh. • Landsbyggðin að veikjast • í upphafi voru sveitarfélögin ekki svo fámenn • aukin valddreifing og sterkari sveitarstjórnir geta spornað við þeirri þróun. • Verkefnið ekki síður byggðaverkefni • Völd og áhrif færð frá ríki til sveitarfélaga • Fjármagn og verkefni færð frá ríki til sveitarfélaga • => Sjálfbær sveitarfélög og sterkari byggð.
Reynslusveitarfélög • Góð reynsla af reynslusveitarfélagaverkefninu, t.d. • Heilbrigðis og öldrunarmál (Hornafjörður/Akureyri) • Málefni fatlaðra (Vestmannaeyjar/Akureyri/Hornafjörður ofl.) • Reynslan sýnir að sveitarfélög geta hæglega tekið að sér rekstur stærri verkefna.
Frá aðþrengdu til sterks sveitarstjórnarstigs • Markmiðið er að: • fjölga verkefnum sveitarfélaga • skýra verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga • auka áhrif sveitarstjórnarmanna gagnvart ríkisvaldinu • efla lýðræði í sveitarstjórnum -> Sterkara sveitarstjórnarstig!
Spurningar til sveitarstjórnarmanna • Hvaða verkefni ættu að tilheyra sveitarstjórnarstiginu? • Hvaða sameiningarkosti teljið þið vera á svæðinu? • Hvernig ættu tekjustofnarnir að vera byggðir upp? • Hvað er að núverandi fyrirkomulagi? • Hvaða leiðir eru til úrbóta? • Getur úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga orðið réttlátari?
Verkefnið á næstunni • Að kynna verkefnið og heyra sjónarmið sveitarstjórnarmanna • Að kanna hvaða verkefni ættu að fara til sveitarfélaga • Að hefja vinnu við endurskoðun tekjustofna sveitarfélaga • Að ákveða aðferð við atkvæðagreiðslu • Að finna leiðir til eflingar lýðræði • O.fl., o.fl....
Nú er tækifæri til að • Eyða óþarfa áhyggjum • Skapa skilning á verkefninu • Styrkja sveitarstjórnarstigið til framtíðar!
Til umhugsunar • Við skulum ekki fara í skotgrafirnar • tökum þátt með opnum huga • Við skulum ekki draga ályktanir of fljótt • umræðan er mikilvæg • Verum þolinmóð og virðum vinnuferlið • verkefnið er unnið í áföngum-eitt leiðir af öðru • Við skulum vera reiðubúin til breytinga!
Niðurstaða • Sveitarstjórnarstigið er undir mikilli pressu! • Þurfum að leita lausna til framtíðar!