90 likes | 294 Views
Skynfærin. Margrét Kristinsdóttir. Skynjun. Aðeins dýr með þroskað taugakerfi hafa sérhæfðar skynfrumur en þær eru nemar sem breyta áreyti í taugaboð og flytja til miðtaugakerfisins
E N D
Skynfærin Margrét Kristinsdóttir
Skynjun • Aðeins dýr með þroskað taugakerfi hafa sérhæfðar skynfrumur en þær eru nemar sem breyta áreyti í taugaboð og flytja til miðtaugakerfisins • Sumar eru ummyndaðar eins og stafir og keilur í auga og sársaukaskynfrumur í húð og oft eru margar saman sem mynda sérhæfð skynfæri eins og auga og eyra
Birtuskyn • Margar lífverur skynja ljós—þ.e. rafsegulbylgjur með nokkur hundruð nanometra bylgjulengd • Sumir einfrumungar hafa augndíl sem virðist greina hvaðan ljósið kemur • Mörg augnlaus vefdýr eru næm á birtu, t.d. hafa ánamaðkar ljósnæmar frumur dreifðar um húð bakhlutans
Linsulaus augu • Hafa t.d. iðormar, þeir sjá ekki mynd af umhverfinu en greina hvaðan birtan kemur • Skordýr hafa samsett augu, gerð úr mörgum smáugum með linsum en sjónsvið þeirra er þröngt. Þau geta ekki skerpt myndina eftir fjarlægð fyrirmyndar en augu þeirra eru næm á hreyfingu
Augu manna • Utan um augað er augnhvíta en fremsti hluti hennar er glæra (hornhimna) • Innan við er augasteinn (linsa) festur með brávöðvum við rákótta vöðva sem breyta lögun steinsins eftir fjarlægð þess sem horft er á. • Vökvaspenna innan í auganu heldur brávöðvum í sundur, nema vöðvinn sé dreginn saman
Stafir: eru um 120 milljónir í hvoru auga Eru til hliðanna og skynja svart/hvítt Mynda svokallaða rökkursjón Nota A-vítamín til að endurhlaða sjónpurpurann Keilur eru um 6 milljónir í hvoru auga Liggja miðlægt um augnbotninn Greina liti en eru óstarfhæfar þegar dregur úr birtu. Sjónnæmar frumur í sjónu (retina)
Litir-bylgjulengd í nanometrum(1milljarðsti úr metra)í sýnilegu ljósi
Ljósbrot augans: • Glæran á mestan þátt í ljósbrotinu með því að varpa á sjónuna mynd á hvolfi • Augasteinninn á líka þátt í ljósbrotinu en hlutverk hans er þó einkum að breyta gangi geisla um augað eftir því hvort hlutur er nálægur(hvelfdur steinn) eða fjarlægur (flatur steinn)
Lithimnan: • Er með sléttum vöðvaþráðum í tveim lögum, í hring eins og geislar eða sem pílárar í hjóli • Ljósopið (sjáaldrið) er í miðjunni • Þrenging ljósopsins---hringlagið dregst saman • Víkkun ljósopsins---samdráttur geislaþráðanna