290 likes | 464 Views
Hugmynda- og aðferðafræði „ nýrrar skátadagskrár “ Vinnufundur BÍS 29. maí 2011. Markmið alþjóðarhreyfingar skáta:.
E N D
Hugmynda- og aðferðafræði „nýrrar skátadagskrár“Vinnufundur BÍS29. maí 2011
Markmið alþjóðarhreyfingar skáta: Að stuðla aðuppeldi barna, unglinga og ungs fólks meðnotkun gilda sem byggð eru á þeim andlegu, félagslegu og einstaklingsmiðuðu undirstöðum sem birtast í skátaheitinu og skátalögunumí þeim tilgangiað stuðla að „betri heimi“þar sem einstaklingar eru sjálfum sér nægirog hafa uppbyggilegt hlutverk í samfélaginu
Markmið Bandalags íslenskra skáta: Markmið Bandalags íslenskra skáta er að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir ogábyrgireinstaklingar í samfélaginu
Skátahreyfingin er fyrst og fremst uppeldishreyfing
Markmið og leiðir Það er afar mikilvægt að greina á milli markmiða og leiða: Hvert ætlum við? Hvernig ætlum við að komast þangað?
Aðferðir (eða leiðir) skátahreyfingar-innar til að vinna að markmiðunum: Markmiðinu er náð með „skátaaðferðinni“- en hún gerir hvern og einn skáta ábyrgan fyrir eigin þroska í átt að sjálfstæðum, virkumogábyrgumeinstaklingi
Til að vinna að markmiðum skátahreyfingarinnar um að verða sjálfstæðir,virkirog ábyrgir einstaklingar eru í nýjum dagskrárgrunni skilgreind 35lokamarkmið um viðhorf og hegðun á sex þroskasviðum: Líkamsþroska, vitsmunaþroska, persónuþroska, tilfinningaþroska, félagsþroska og andlegs þroska - sem hver skáti reynir að tileinka sér í áföngum fyrir 22 ára aldur
Markmiðin Lokamarkmiðin lýsa því hvernig skátahreyfingin skilgreinir það að vera sjálfstæður, virkur og ábyrgureinstaklingur í samfélaginu Áfangamarkmiðinlýsa skrefum í átt að lokamarkmiðum í takti við aldur og þroska skátans. Þau eru tilboð sem skátinn aðlagar eigin stöðu í samráði við sveitarforingja og breytir í persónulegar áskoranir
Uppeldis- og áfangamarkmið skátastarfs Líkamsþroski Samhæfing hreyfingar og hugsunar Verndun eigin heilsu Hreinlæti Matur og næring Tómstundir og skyldustörf Útivist, leikir og hreyfing
Uppeldis- og áfangamarkmið skátastarfs Vitsmunaþroski Sjálfsnám Gagnrýnin hugsun og sköpunarþörf Fræðileg þekking og verkleg færni Hvert stefni ég? Samskipti og tjáning Tækni og vísindi
Uppeldis- og áfangamarkmið skátastarfs Persónuþroski Sjálfsþekking og sjálfsvirðing Ábyrgð á eigin gerðum Skátalög og skátaheiti Staðfesta og innri samkvæmni Glaðværð og kímni Styrkur hópsins
Uppeldis- og áfangamarkmið skátastarfs Tilfinningaþroski Innra frelsi og jafnvægi Eigin skoðanir og tilfinningar Kærleikur og væntumþykja Kynhvöt og kynlíf Mikilvægi fjölskyldu
Uppeldis- og áfangamarkmið skátastarfs Félagsþroski Frelsi og virðing fyrir öðrum Lýðræði Mannréttindi Þátttaka og samvinna Menningarleg gildi Friður og gagnkvæmur skilningur Náttúruvernd og sjálfbærni
Uppeldis- og áfangamarkmið skátastarfs Andlegur þroski Lífsgildi Siðfræði Íhugun og samræður Að hjálpa öðrum Umburðarlyndi
Gildin Skátalögin Skátaheitið Kjörorðið
Gildi sem skátahreyfingin leggur áherslu á: Hjálpsemi, glaðværð, traust, náttúruvernd, sjálfbærni, tillitssemi, heiðarleiki, samvinna, nýtni, réttsýni, sjálfstæði, virkni, ábyrgð, umburðarlyndi, lýðræði, jafnrétti og jöfnuður
Gildi sem þjóðfundur lagði áherslu á: Heiðarleiki, virðing, réttlæti, jafnrétti, frelsi, ábyrgð, jöfnuður, kærleikur, lýðræði, sjálfbærni, traust, fjölskyldan
Skátastarf byggir á eðlislægri þörf skátans til að kannaný svið, nema nýjar lendur og tilheyra jafningjahópi. Hvað þarf til að þessari þörf verði fullnægt og hún nýtt á jákvæðan hátt með lokamarkmið skátahreyfingarinnar í huga? Er hægt að fullnægja þessari þörf í skátastarfi með því að ganga út frá fyrirfram ákveðnu „námsefni“ (verkefnum, prófum o.s.frv.)?
Táknræn umgjörðog þau verkefnisem unnið er að í skátastarfi eru fyrst og fremst leið að þeim markmiðum sem að er stefnt. Orðið „skáti“ er grunnurinn að táknrænni umgjörð skátastarfs. Skátinn er „könnuður“ sem gaumgæfir og íhugar. Í takti við aldur og þroska skátans er gert ráð fyrir vaxandi sjálfstæði, aukinni virkni í samstarfi við aðra og aukinni ábyrgð. Þess vegna er í skátastarfi lögð áhersla á lýðræðislega þátttöku, nám í hópi jafningja og sjálfsmatskátans.
Skátasveitin Vaxandi sjálfstæði og ábyrgð Skátaflokkurinn
Hættan sem skátaforingjar þurfa að varast er að gera „leiðirnar“að „markmiðum“ Í huga okkar eru það oft leiðirnar(þ.e. ákveðin verkefni, útilífið, táknræna umgjörðin, búningurinn, skátasöngvarnir, prófin, merkin o.s.frv.) sem við munum eftir úr okkar eigin skátastarfi – en þetta voru fyrst og fremst mikilvægar leiðir að markmiðum sem voru og eru fólgin í að „móta“ heilsteyptan sjálfstæðan, virkan og ábyrgan skáta og þar með „bæta heiminn“
Útgáfa og stoðefni: Þrjár sveitarforingjahandbækur – Drekaskáta, Fálkaskáta og Dróttskáta Þrjár litlar skátabækur – Dreka-, Fálka- ogDróttskáta Veggspjöld og merki Stoðefni í rafrænu formi sem aðgengilegt verður á dagskrárvef BÍS
Staða verkefnisins í dag Vinna verkefnisins gengur vel, þýðingarvinnu er lokið. Handbók drekaskátaforingja er tilbúin í hönnun og umbrot. Handbækur fálkaskáta og dróttskátaforingja er langt komnar, verið er að skrifa inn í þær séríslenskar viðbætur og annað efni í málfarslegum og efnislegum yfirlestri kunnáttufólks. Skátabækurnar fyrir drekaskáta, fálkaskáta og dróttskáta eru tilbúnar efnislega og eru í málfarslegum yfirlestri.
Staða verkefnisins í dag Vinna verkefnisins gengur vel, þýðingarvinnu er lokið. Handbók drekaskátaforingja er tilbúin í hönnun og umbrot. Handbækur fálkaskáta og dróttskátaforingja er langt komnar, verið er að skrifa inn í þær séríslenskar viðbætur og annað efni í málfarslegum og efnislegum yfirlestri kunnáttufólks. Skátabækurnar fyrir drekaskáta, fálkaskáta og dróttskáta eru tilbúnar efnislega og eru í málfarslegum yfirlestri.
Helstu áherslur og breytingar: Hugmynda- og aðferðafræðivirka sem ein heild Uppeldisstarf meðhlutverk, markmið og framtíðarsýn Flokkakerfið endurvakið Táknræn umgjörð nýtt betur: „ kanna-nema-tilheyra“ Persónuleg vegferð skátans Sjálfsnám, raunhæft sjálfsmat, sterk sjálfsmynd
Helstu áherslur og breytingar (framhald): Uppeldi til lýðræðis Dagskrárhringurinn: Skipulag, framkvæmd og mat Aukin þátttaka skátanna í ákvörðunum um verkefni Þörf fyrirfleiri og hæfari foringja Aðgengilegar handbækur með verkfræði skátaforingja Hugmyndir að verkefnum á dagskrárvef BÍS
Ávinningur með„nýrri skátadagskrá“ Betra skátastarfþar sem „skátaaðferðinni“ er beitt á markvissan hátt Mun minna brottfallúr skátastarfi Meira faglegt öryggiskátaforingja Auðveldara að fáfleiri fullorðnatil að taka þátt í skátaforingjastörfum Auðveldara að kynnaforeldrum, stjórnvöldum og almenningi fyrir hvað skátastarf stendur