210 likes | 416 Views
„Það er ótrúleg pressa þarna úti“. Gráa svæðið í íslensku viðskiptalífi Erindi um meistaraverkefni í félagsfræði á sumarnámskeiði Félags félagsfræðikennara 14. ágúst 2006 Snorri Örn Árnason. Inngangur.
E N D
„Það er ótrúleg pressa þarna úti“ Gráa svæðið í íslensku viðskiptalífi Erindi um meistaraverkefni í félagsfræði á sumarnámskeiði Félags félagsfræðikennara 14. ágúst 2006 Snorri Örn Árnason
Inngangur • Viðskiptabrot eru talin meðal alvarlegustu afbrota í samfélaginu, með hliðsjón af áhrifum þeirra og kostnaði fyrir samfélagið. • Verðsamráð sem er af mörgum afbrotafræðingum talið kosta samfélagið meiri fjármuni en nokkuð annað afbrot. • Afbrot í viðskiptalífinu eru nánast óplægður akur innan íslenskra afbrotafræðirannsókna. • Rannsóknir á þessu sviði hafa að mestu gengið út á að leggja mat á tíðni og dreifingu viðskiptabrota. • Ýmsir erfiðleikar mæta þeim sem taka sér fyrir hendur rannsóknir af þessu tagi. • áreiðanleiki gagna (t.d. opinber gögn) • flókið að meta kostnað af viðskiptabrotum • miklar aðgangshindranir mæta rannsakendum
Markmið verkefnisins Markmið verkefnisins er að komast að því hvaða þættir annarsvegar innan skipulagsheilda og hinsvegar hvaða þættir í umhverfi þeirra stuðli að ólöglegri hegðun stórfyrirtækja,t.a.m. verðsamráði. • Innri þættir: • Hlutverk stjórna • Hlutverk stjórnenda • Fyrirtækjamenning • Þrýstingur • Ytri þættir: • Breytingar á lagaumhverfi • Samkeppnishættir • Samkeppnislöggjöf • Eftirlitsstofnanir • Þessi rannsókn byggir á reynslu 10 þátttakenda úr viðskiptalífinu. • Niðurstöður ætti að túlka með varúð og ekki má alhæfa út frá þeim.
Viðskiptabrot • Viðskiptabrot eða corporate crimes hafa verið skilgreind sem framferði fyrirtækja eða einstaklinga í þágu fyrirtækja sem refsiverð eru með lögum: • hið refsiverða atferli getur bæði átt við um stjórnsýslu og hegningarlög • bæði fyrirtæki (sem lögpersónur) og fulltrúar þeirra geta verið sóttir til saka • lögbrotið er fyrst og fremst framið í þágu fyrirtækisins fremur en einstaklingshagsmuna • Ekki aðeins brotin lög, heldur er einnig misboðið trausti almennings. • Það form viðskiptabrota sem sjónum er beint að í þessari rannsókn hefur verið kallað organizational crime eða lagabrot skipulagsheilda. • Það tekur til lagabrota sem eru framin af eða eru afleiðing af ákvarðanatöku einstaklinga eða hópi einstaklinga í ábyrgðarstöðu innan fyrirtækisins. • Í þessari rannsókn er lögð sérstök áhersla á að skoða ferlin á bak við verðsamráð.
Íslenskur bakgrunnur • Verulegar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi ýmissa atvinnugreina á síðustu 15-20 árum ekki síst í kjölfar inngöngu Íslands í EES. • Ríkisafskipti af viðskiptum hafa verið á undanhaldi • Múrar sem skiptu mörkuðum milli fyrirtækja hafa verið felldir • Markaðir sem fyrirtæki í eigu ríkisins sátu áður ein að, hafa verið opnaðir • Bankarnir og fleiri ríkisfyrirtæki seld einkaaðilum • Hömlum hefur verið létt af milliríkjaviðskiptumog aukið útrás íslenskra fyrirtækja • Miklar umbætur urðu á fyrirtækjageiranum, m.a. á rekstri fyrirtækja • Hluthafamenning skapaðist við skráningu fyrirtækja á Verðbréfaþing Íslands • Þetta hefur þýtt aukið frelsi í viðskiptum og fyrirtækjarekstri • Ný löggjöf sett sem ætlað er að setja viðskiptalífinu ákveðnar skorður • Samkeppnishöft hafa verið afnumin og aukin samkeppni þrífst nú á flestum mörkuðum • Á sama tíma hefur löggjöf og eftirlit verið í stöðugri mótun
Fræðilegt samhengi Tvö kenningasjónarhorn varpa í sameiningu heildstæðu ljósi á viðfangsefnið, annarsvegar út frá skýringum um innri þætti og hinsvegar ytri þætti. Önnur gagnleg sjónarhorn hafa síðan sprottið af þeim. • Siðrofskenningar: • Emile Durkheim • Félagsnámskenningar: • Edwin Sutherland
Fræðilegt samhengi (frh.) • Durkheim: Siðrof á sér stað þegar það eru engar skýrar siðferðisreglur sem leiðbeina hegðunarmynstrum manna á ákveðnum sviðum mannlífsins. • Samkvæmt Merton stafar siðrof af ósamræmi milli þeirrar menningar sem aðhyllist auð og metorð og þeirrar samfélagsgerðar sem gerir raunhæfa möguleika þorra þegna sinna á því að ná þeim ákaflega litla. • Passas bendir á að sökum þrýstings og álags á að ná settu marki, geti bæði þeir sem eru á æðstu stigum og þeir sem undir þeim eru, hugsanlega ekki séð sér fært að ná því nema með ólöglegum leiðum. • Kenning Sutherlands gengur út á að afbrotahegðun sé afsprengi félagsmótunar, þ.e. hún lærist af samskiptum við þá sem skilgreina hegðunina með jákvæðum hætti og fjarri þeim sem líta hana neikvæðum augum. • Sykes og Matza héldu því fram að með hlutleysistækni læra afbrotamenn að gera lítið úr eða réttlæta misgjörðir sínar fyrir sjálfum sér. • Braithwaite telur að lausnir á viðskiptabrotum sé að finna í skipulagsheildinni, þar sem rót vandans liggur.
Aðferðafræðin • Markmið verkefnisins er að komast að því hvaða þættir annarsvegar innan skipulagsheilda og hinsvegar hvaða þættir í umhverfi þeirra stuðli að ólöglegri hegðun stórfyrirtækja, t.a.m. verðsamráði. • Rannsóknarspurningar voru m.a. eftirfarandi: • Hafa breytingar á lagalegu og pólitísku umhverfi viðskipta á Íslandi síðustu árin haft áhrif á viðskiptasiðferði? • Móta stjórnendur fyrirtækja þá stefnu sem leiðir annaðhvort til siðferðilegrar eða vafasamrar hegðunar, eða til hlýðni við lögin eða brota á þeim? • Getur óhóflegur þrýstingur fyrirtækisins eða stjórnenda þess á millistjórnendur leitt til þess að þeir taki þátt í ólöglegum eða vafasömum starfsháttum? • Eigindlegar rannsóknaraðferðir (qualitative research methods) voru notaðar við gagnaöflun og úrvinnslu. • Í þessari rannsókn var beitt opnum viðtölum, vegna viðkvæms eðlis viðfangsefnisins.
Aðferðafræðin (frh.) • Nokkur rök hníga að því að beita viðtalsaðferð við gagnaöflun fremur en t.d. póst- eða símakönnun (Neuman, 2003); • tækifæri gefst til að leggja spurningar fyrir viðmælendur sem bjóða upp á opin svör • hægt er að fylgja spurningum eftir • spyrja má bæði viðkvæmra og flókinna spurninga • hægt er að spyrja fleiri spurninga • rannsakandi hefur betri stjórn á aðstæðum • rannsakandi fær betri innsýn og getur fylgst með viðbrögðum og látbragði svarenda • Lykilþátttakendur rannsóknarinnar eru 10 fyrrverandi eða núverandi millistjórnendur stórfyrirtækja á Íslandi. • Þátttakendur voru valdir með því að beita snjóboltaaðferð. • Einnig voru tekin viðtöl við tvo starfsmenn hins opinbera.
Aðferðafræðin (frh.) • Aðferðafræðilegar hindranir og fyrirvarar: • Aðgengi að þátttakendum • Vandmeðfarið rannsóknarefni • Fyrirvara þarf að hafa um áreiðanleika og réttmæti gagnanna • Vandasamt er að gera tölfræðilega úttekt á viðskiptabrotum • Þar sem einungis er byggt á viðtölum við tíu einstaklinga er ekki hægt að alhæfa um niðurstöðurnar
Niðurstöður - ytri þættir • Í heimi viðskiptanna viðgengst hið svokallaða „gráa svæði“.Það þýðir aðí heimi viðskiptanna viðgengst hegðun sem er almennt álitin vera á mörkum þess að vera annarsvegar lögleg og hinsvegar siðleg. • Það gefur til kynna að viðskiptalífið lúti ekki einungis þeim lögum og reglum sem eru við lýði, heldur einnig þeim leikreglum sem það setur sér sjálft. • „Það er ekkert grátt svæði í lögunum, það er alveg skýrt í mínum huga. En siðferðilega veistu alltaf þegar þú ferð inn á þetta gráa svæði. Sumir fara alla leið, eða eins langt og þeir komast upp að þeim mörkum, á meðan aðrir halda sig vel innan markanna.“ • „Þó menn hafi áttað sig á því að þeir voru kannski aðeins yfir á gráa svæðinu, þá hafa þeir ekki skynjað það að þeir væru að gera hluti sem voru kol ólöglegir. Menn áttuðu sig kannski ekki á því hvernig Samkeppnisstofnun eða eitthvað af þessum eftirlitsstofnunum ætlaði sér að túlka reglurnar.“
Niðurstöður - ytri þættir (frh.) • Þetta rennir stoðum undir þá kenningu Sutherlands (1983), að í viðskiptalífinu eigi sér stað ákveðnar skilgreiningar á hegðun sem eru afmarkaðar frá hinum útbreiddari samfélagslegu skilgreiningum. • Þá bendir tíð umræða þátttakenda um „gráa svæðið“til þess að mörk viðurkenndrar hegðunar hafi verið nokkuð óskýr á undanförnum árum. • Viðmælendurnir rekja skýringarnar á þessari óvissu til grundvallar-breytinga á lagaumhverfi íslenska viðskiptaheimsins á síðustu árum, sem höfðu í för með sér gjörbyltingu á íslenskum viðskiptaháttum: • „Ég held að breytingar á fjármálamarkaðnum séu að ganga hraðar yfir heldur en þjóðfélaginu er hollt. Við höfum gengið í gegnum ákveðnar períódur hér, þar sem ákveðnir hlutir hafa verið leyfðir en verða svo bannaðir, eða ákveðnir hlutir bannaðir en verða svo leyfðir. Það eru ekki settar reglur með sama hætti og gert er erlendis.“
Niðurstöður - ytri þættir (frh.) • „Núna eru menn alveg yfir á hinum kantinum og hámarka hagnaðinn „at any cost“ og sjá svo bara til hvað gerist. Í viðskiptum þá ganga menn eins langt og þeir komast og svolítið lengra, ef þeir með nokkru móti komast upp með það. Bíða bara eftir að vera stoppaðir og ef þeir eru ekki stoppaðir þá halda þeir bara áfram. Það eru önnur viðhorf heldur en ég kynntist á árunum 1980 til 2000.“ • „Fyrst og fremst er þetta allt orðið svo grimmt, það er einskis svifist. Ef þú sérð peninga einhverstaðar þá reynirðu að ná í hann, án tillits til þess að þú vaðir yfir næsta mann. Þetta var ekki svona áður. Í dag virðist manni allt vera leyfilegt. Auðvitað hefur alltaf allt verið leyfilegt, en menn gáfu sér það hér áður að menn færu ekki eins langt og þeir gera í dag.“ • „Ég held þvert á móti að íslenskt viðskiptaumhverfi sé orðið miklu opnara, það er miklu grimmari samkeppni. Ég ætla kannski mönnunum ekkert að vera neitt betri eða verri en þeir voru fyrir 15 árum síðan, ég held bara einfaldlega númer eitt að samkeppnin hefur aukist og hún er orðin opinskárri.“ • „Menn eru miklu meira í risasamningum núna heldur en kannski að hugsa um langtímarekstur… Hlutabréfamarkaðurinn verður að vera virtur og í lagi til þess að þetta kerfi sem við erum að reyna setja upp hérna gangi upp.“
Niðurstöður - ytri þættir (frh.) • Samkeppnisstofnun var byggð á veikum grunni, illa fjármögnuð og vanmáttug í eftirlitsskyldum sínum: • „Það þekkist ekki annarsstaðar, að aðlögunartími sé ekki a.m.k. þrír mánuðir, algengt er sex mánuðir eða eitt ár. Það gafst enginn tími til þess að fara ofan í þörfina fyrir mannskap og hvað starfsemin myndi kosta, og þó við reyndum að fá mat á því þá fékkst það ekki. Þess í stað var okkur ætlað að búa við sömu fjárlög og Verðlagsstofnun, sem var lögð niður. Hin nýju lög fólu hinsvegar í sér að verkefnin gjörbreyttust. Þau urðu mun flóknari og efnismeiri og kröfðust því betur menntaðs og hæfara starfsfólks. Það má því segja að fókusinn hafi því ekki verið réttur í upphafi, það tók okkur því lengri tíma en ella að laga okkur að hinum breyttu aðstæðum.“ • Nær undantekningalaust kom fram gagnrýni á stofnunina: • „Mér fannst Samkeppnisstofnun vera lengi að finna fjölina sína og átta sig á því í hvaða hlutverki þeir ætluðu að vera. Kannski hefði þurft að vera allt önnur áhöfn þar, því ég held að það sé varla hægt að ætlast til þess af mönnum sem koma úr þessu umhverfi að ákveða verðlag og fara í það umhverfiað setja reglur um samkeppni. Þetta er bara allt, allt annar heimur.“
Niðurstöður - innri þættir • Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þrýstingurinn á að ná markmiðum fyrirtækisins er mikill: • „Það er ótrúleg pressa þarna úti, hún kemur af ýmsum ástæðum, hún kemur af því að félagið er náttúrulega með hlutabréfaverð sem ræðst raunverulega af tölunum um hver uppgjörsmánaðamót.“ • Á síðustu árum virðist hafa gætt mun ríkari tilhneigingar hjá stjórnum íslenskra fyrirtækja til að leggja áherslu á arðsemi og gæta hagsmuna hluthafa heldur en að móta skýrar siðareglur og leiðbeiningar í takt við ríkjandi lagasetningar: • „Þetta er ekki lengur bara einhver klúbbur. Þetta var svolítið mikið þannig, þú vissir aldrei neitt mikið um stjórnir fyrirtækjanna. Það voru svona einhverjir örfáir „Stjórnarformenn Íslands“ kallaðir, sem sátu út um allt í stjórn.“ • „Mér fannst vanta mikið á ábyrgð stjórnarmanna á þessum tíma. Forstjóri og stjórn hefðu átt að vera gerðir ábyrgari og áttu raunverulega að senda út ákveðnar reglur innan síns fyrirtækis…“
Niðurstöður - innri þættir (frh.) • Þátttakendur voru sammála um það að stjórnin og forstjórinn móti stefnu fyrirtækisins og leggi línurnar í fyrirtækjunum: • „Ég held að stjórn og forstjóri gefi tóninn [um hlýðni við lög og reglur yfirvalda] ekki bara með því sem þeir segja, heldur með því sem þeir gera… í stóru málunum er línan lögð af stjórnendum, en menn geta allstaðar verið að hegða sér innan eða utan laga og reglna. Mikilvægu ákvarðanirnar eru náttúrulega teknar af stjórnendum; forstjóra og framkvæmdastjóra.“ • „Það er mjög erfitt fyrir millistjórnendur að stoppa þetta, þeim finnst þeir ekki vera að gera neitt rangt, lögin þarna inni eru forstjórans. Það er forstjórinn og stjórnin sem setur lögin og reglurnar […] Forstjórinn leiðir hina yngri og óreyndari alveg gjörsamlega. Ef það er ljóst að forstjóri er brotlegur fyrir hönd félagsins, þá er mjög líklegt að þeir reyna að beita sömu meðölum og hann.“ • Þessar niðurstöður styðja kenningu Sutherlands (1983) um að jákvæðar skilgreiningar á brotahegðun eru innrættar öðrum starfsmönnum sem þau lög sem fara beri eftir innan fyrirtækisins.
Niðurstöður - innri þættir (frh.) • Fæstir þátttakenda höfðu sjálfir fundið fyrir því sem gæti talist óhóflegur þrýstingur af hendi stjórnenda í störfum sínum sem millistjórnendur. • Í rannsókninni kemur ekki fram einhliða framburður sem styður það að slíkur þrýstingur geti leitt til brotahegðunar millistjórnenda. • Ýmislegt bendir þó til þess að brotahegðun sé afsprengi þess andrúmslofts sem þrífst innan fyrirtækisins og mótast af fordæmi forstjórans. • „Þetta verður bara sér heimur og ef þú átt heima í þessum heimi þá ertu náttúrulega svolítið innrættur inn í þennan veruleika. Það lýsir sér þannig að afstaða til allra mála er út frá sjónarhorni félagsins, að það eru allir raunverulega með samskonar skoðanir á því hvernig þessir hlutir eru og eiga að vera. Afstaða til annarra fyrirtækja, afstaða til jafnvel einstaklinga, þetta er bara sérstakt samfélag… Það verður til þarna heimur, eigið siðferðiskerfi, samfélag á ákveðnum sviðum mannlífsins…“
Niðurstöður - innri þættir (frh.) • Viðmælendurnir sem komu úr röðum olíufélaganna, lýsa því að ólögmætt samstarf olíufélaganna var í þeirra augum hluti af „kúltúr“ sem þeir höfðu lítið annað val en að vera þátttakendur í: • „Reglubundnir fundir með hinum félögunum urðu bara ,way of life‛ [...] Það var náttúrulega alltaf þrýstingur á okkur að hækka framlegðina. Þetta var engin afkoma…Og þrýstingurinn náttúrulega fer út í það að maður fer svona að fiska upp hjá samkeppnisaðilum; „heyrðu, er ekki bara kominn tími á að fara að hækka þetta?“ Það myndast svona óbeinn kúltúr. Manni fannst ekkert óeðlilegt að kasta svona spurningum fram.“ • „Það er ákveðinn kúltúr í gangi og kannski annaðhvort ertu að vinna með í þessu eða þá raunverulega sættir þú þig ekki við þetta og hættir þá bara, skilurðu hvað ég er að meina.“ • Þeir lýstu þögninni um hin viðkvæmu mál sem erfiðri og má því hugsanlega líta á hana sem eitt birtingarform af þrýstingi: • „Nei, ekki beint þrýsting, en maður var meðvitaður um það að ákveðin mál voru ekki rædd… bara þögnin sem slík er líka erfið…“
Niðurstöður - innri þættir (frh.) • Í hugmyndafræði fyrirtækjamenningarinnar leyndust ýmsar réttlætingar á þeirri iðju sem þar var innt af hendi. • Skuldinni var ýmist skellt á yfirvöld eða það umhverfi sem fyrirtækin komu úr. • Þeir sem starfa innan þessa heims álita sig ekki vera að brjóta lög: • „Þeim finnst þeir ekki vera að brjóta lög, því heimurinn þeirra, kerfið þeirra þarna inni er bara gott kerfi og það er viðurkennt af almenningi og það er viðurkennt af stjórnvöldum og það er bara kerfi sem á að skila hagnaði. Svo er kerfi þarna fyrir utan sem er líka kerfi þar sem þú ferð eftir reglunum. Reglurnar eru bara ekki í lagi þarna inni. Olíumálið er brilliant dæmi hvað þetta varðar. Þetta er kerfi sem er búið að vera í gangi svo lengi að ef þú kemur þarna inn sem tuttugu og fimm ára maður, þá er nánast óhugsandi að standa gegn því.“ • Þetta er í takt við hugmyndir Sutherlands (1983) um að brotahegðun sé afsprengi félagsmótunar í menningarkima fyrirtækisins.
Helsti lærdómur af rannsókninni • Stjórnvöld ættu að móta skýrari stefnu í málaflokkinum, m.a. um það með hvaða hætti eigi að framfylgja samkeppnislögum. • Virkja viðskiptalífið af meiri mætti til samvinnu við yfirvöld í að móta eftirlitið og leikreglurnar. • Rannsókn þessi vekur upp ýmsar spurningar um hvort kveðið sé nægilega skýrt á um hlutverk stjórna sem stefnumótandi aðila og eftirlitsaðila fyrirtækjanna eða hvort því hafi verið nægilega vel framfylgt. • Hugsanlega raunhæfur kostur að fyrirtækin séu með eftirlitsfulltrúa í sínum röðum sem fylgist með því að farið sé að lögum og reglum. • Innleiða mætti almennar siðareglur í viðskiptalífinu á borð við þær sem fagstéttir eins og læknar, lögfræðingar, blaðamenn og fleiri stéttir hafa að leiðarljósi. • Forvígismenn fyrirtækja gætu haft sig meira í frammi við að halda á lofti siðareglum og vekja athygli á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja á opinberum vettvangi.
Tillögur að frekari rannsóknum • Ljóst er að skortur er á rannsóknum á þessu sviði en margvíslegar hindranir, sem afbrotafræðingar verða að yfirstíga, verða á vegi rannsókna á viðskiptabrotum. • Sameina krafta eigindlegra og megindlegra rannsóknaraðferða. • Gefa mætti þátttakendum í megindlega hlutanum kost á að skila svörum á rafrænu formi í netkönnun. • Framsýnar langtímarannsóknir eru spennandi kostur því þær gefa samanburð milli ára. • Tilviksrannsóknir geta veitt gagnlega innsýn í það hvaða þættir skapi aukna hættu á ólömætum viðskiptaháttum fyrirtækja. • Tilfinnanlegur skortur er á tölulegum gögnum um viðskiptabrot þó hægt sé að finna tölur um tíðni brota sem lýsa þróuninni á allra síðustu árum.