1 / 13

Franska byltingin 1789

Franska byltingin 1789. Orskakir margar: Upplýsingin , réttindaleysi og kúgun alþýðu, harðæri, uppskerubrestur, verðlag, fjármálaóreiða franska ríkisins, veik stjórn Loðvíks XVI, óhóf aðals, atvinnuleysi Afleiðingar stórkostlegar og margar:

jaden
Download Presentation

Franska byltingin 1789

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Franska byltingin 1789 Orskakir margar: Upplýsingin , réttindaleysi og kúgun alþýðu, harðæri, uppskerubrestur, verðlag, fjármálaóreiða franska ríkisins, veik stjórn Loðvíks XVI, óhóf aðals, atvinnuleysi Afleiðingar stórkostlegar og margar: Einveldi afnumið, prentfrelsi, trúfrelsi, ekki mátti fangelsa án réttrar málshöfðunar, þjóðþing, afnám stéttaskiptingar, forréttindi aðals og klerka afnumin, karlar fengu kosningarétt... Barst til annarra þjóða, einveldi víða afnumið í kjölfarið og þjóðþingum komið á fót. Ríkjum settar stjórnarskrár (Sjá stjórnarskrá Íslands) og mannréttindi fengu meira vægi.

  2. Stéttaskipting í „gamla ríkinu” • 1. stétt – Klerkastétt – forréttindastétt • Ábótar og biskupar – yfirstéttin – efnuðust af eignum kirkjunnar og embættum – héldu oft til í París eða Versölum • Efnaminni prestar – ekki efnaðir, illa launaðir • Klerkastéttin átti 10-15% alls lands í Frakklandi • Skattfrjálst land

  3. Stéttaskipting í „gamla ríkinu” • 2. stétt: Aðall – forréttindastétt –Skipuðu æðstu stöður innan kirkjunnar, hersins og ríkisstjórnarinnar • Þurftu ekki að borga skatt af neinu tagi • Leigðu bændum land sitt • Lögðu ýmsar kvaðir á bændur – t.d. Vinnukvaðir • Aðall átti um 30% lands • Á 18. öld einnig í bankaviðskiptum, fjármögnun, og framleiðslu • Heimspekingar eins og Voltaire og Rousseau áttu athvarf hjá aðalsmönnum – en gagnrýndu þó stéttaskiptinguna

  4. Stéttaskipting í „gamla ríkinu” • 2. stétt (framhald) • Aðallinn var einnig stéttskiptur • Hinir virtustu voru kallaðir „Nobility of the Sword” • Næstir voru „ Nobility of the Robe” • Margir bjuggu í Versölum – þar gat konungur fylgst með gerðum þeirra • Versalir hýstu þannig herforingjana, ráðherrana og hirðina • Margir af „óæðri” aðalsmönnunum aðhylltust hugmyndir upplýsingarinnar og voru kallaðir „frjálslyndir aðalsmenn” • Vildu ekki afnema konungsveldið heldur litu til Englands sem fyrirmynd að einhverskonar þingbundnu konungsvaldi

  5. Stéttaskipting í „gamla ríkinu” • 3. stétt – allir sem ekki tilheyrðu 1. eða 2. stétt • 25 milljónir • Borgarar, bændur og handverksfólk, kaupmenn, læknar, lögfræðingar o.fl. – • Margir stórefnaðir en án forréttinda og virðingar eins og 1. og 2. stétt • Til að hljóta virðingu gerðust sumir landeigendur • Áttu um 20% landsins

  6. Stéttaskipting í „gamla ríkinu” • 3. stétt (framhald) • Gerðu kröfur um að stöður innan kirkju, hers og ríkis yrðu opnar öllum stéttum • Vildu að þing setti þjóðinni lög ekki kóngur • Vildu stjórnarskrá sem takmarkaði vald konungs • Vildu sanngjörn réttarhöld, umburðarlyndi í trúmálum, • Þessar frjálslyndu hugmyndir komust í gagnið eftir byltinguna

  7. Orsakir - samfélagsmál • 3. stétt – félagslegar orsakir byltingarinnar • Bændur voru um 21 milljón – áttu um 30-40% lands en í smáum skikum • Fæstir bændur áttu þó land sitt sjálfir, heldur leigðu það af efnabændum og aðli • Greiddu skatta til ríkis, kirkju, til óðalsbónda auk óbeinna skatta af víni, salti og brauði • Þurftu einnig að gjalda óðalsbónda vinnu • Landleiga hafði hækkað auk verðlags langt umfram launahækkanir handverksfólks • Atvinnuleysi handverkafólks vegna iðnbyltingarinnar

  8. Orsakir - stjórnarfar • Einveldi í Frakklandi – aðall orðinn valdalaus frá því í upphafi 18. aldar • Stéttaþing var til formlega en hafði ekki komið saman síðan 1614! • Embættismannakerfið búið að bólgna út og var óskilvirkt • Vantaði einnig samræmingu á ríkislögum

  9. Orsakir - lög • Þrettán mismunandi stjórnsvæði innan ríkisins • Parlement eða þing fyrir hvert svæði- margir tugir þingmanna á hverju svæði sem voru lagalegt yfirvald • Réðu dómum og höfðu afskipti af verðlagi • Hataðir af alþýðu • Fulltrúi konungs stundaði mikla hentistefnu í nafni konungs – skipti sér einnig af verðlagi og dómum o.fl.

  10. Orsakir - fjármál • Frakkland gjaldþrota 1789 • Gat ekki greitt skuldir vegna stríðsreksturs • Stór hópur undanþeginn skatti – ríkið varð þannig af mikilvægri innkomu • Klerkar, aðall, háskólar, stjórnsvæðin 13, margar borgir s.s. París og auk þess margir auðugir borgarar undanþegnir skatti

  11. Orsakir - Upplýsingin • Heimspekingar Upplýsingarinnar ekki í beinu orsakasamhengi við byltinguna – hvöttu aldrei til ofbeldis eða að kerfinu væri bylt • En opnuðu augu frakka fyrir ósanngjarni stöðu lágstéttarinnar og skapaði ákveðinn byltingaranda meðal kúgaðra • Hvöttu til rökhugsunar og gagnrýnnar hugsunar

  12. Orsakir – frelsisstríð Bandaríkjanna • Upp úr 1770 barst áróður frá BNA til Evrópu • Barátta við yfirvaldið Bretland • Með sjálfstæði Bandaríkjanna gagnvart nýlenduveldinu Bretlandi var sýnt að hægt var að brjótast út úr viðjum ofríkis

  13. Napoleon – útbreiðsla hugmynda • Napoleon breiddi hugmyndir um jafnrétti, frelsi og þjóðernishyggju út um Evrópu – Hugmyndir um stórveldi eins og Rómaveldi til forna • Tapaði völdum 1815 en hugmyndirnar lifðu áfram í hugum fólks • Í lok 19. aldar hafði ásýnd Evrópu breyst stórkostlega – þjóðir öðlast frelsi frá einvöldum og mannréttindi á nýju plani • Nýjar hugmyndir kviknuðu um mannkyn, menningu og samfélag – þróunarkenningin og sálfræðikenningar • Marx og Engels • Freud • Nú var stjórnað í anda skynsemi og réttlætis en ekki í anda yfirvalds og trúar

More Related