280 likes | 428 Views
Jafningjafræðsla Ingólfur V. Gíslason 8.6.2007. Heimsstaðan. 70% fátækra í heiminum eru konur Ólaunuð vinna er u.þ.b. 2/3 vinnu kvenna, 1/3 vinnu karla 2/3 ólæsra í heiminum eru konur Hlutur kvenna meðal kjörinna þingfulltrúa er 10% og 6% ráðherra [SÞ 1997]. Fritz Kahn.
E N D
Heimsstaðan • 70% fátækra í heiminum eru konur • Ólaunuð vinna er u.þ.b. 2/3 vinnu kvenna, 1/3 vinnu karla • 2/3 ólæsra í heiminum eru konur • Hlutur kvenna meðal kjörinna þingfulltrúa er 10% og 6% ráðherra • [SÞ 1997]
Fritz Kahn “Öll tilvera heilbrigðrar og þroskaðrar konu, sem ekki hefur lent á glapstigum, er helguð kynlífinu. Það er kynhvötin, sem gerir fötin að þýðingarmesta viðfangsefni kvenlegrar hugsunar... Kynhvötin gerir val á höfuðfati eða liðun á hári að svo yfirgripsmiklu viðfangsefni, að hún getur hugsað um það dögum saman og jagast um það við hárgreiðslustúlkuna tímunum saman.”
Fritz Kahn “Eins og í líkamsbyggingu er konan einnig líkari barninu hvað snertir skapgerð og andlegt atgerfi heldur en karlmaðurinn. ... Eins og barnið er konan fremur þiggjandi en veitandi í andlegum efnum, hún lætur frekar stjórnast af tilfinningum en skynsemi, frekar af hugsýn og eðlisávísun en kaldri rökhyggju. ... Samkvæmt eðli sínu stendur hún milli mannsins og barnsins ...”
Samskipti karls og konu • "... það er ekkert það í hjúskaparlögunum, sem skyldar konuna til þess að sitja heima og annast heimilisstörfin eða bannar að maðurinn geri það. En… konan tekur þetta mikilvæga hlutverk að sér með glöðu geðiog gegnir því með meiri sóma en maðurinn gæti vænst að gera það, af því aðhún er eðlilega hæfari til þess..."
Þrjár þróunarlínur í stöðu kynjanna • 1. Vinnumarkaðsvæðing mæðra • 2. Samfélagsvæðing barnauppeldis • 3. Fjölskylduvæðing feðra
Venjulegar vinnustundir karla og kvenna (25-54 ára) eftir fjölda barna
Hlutfall atvinnutekna kvenna af atvinnutekjum karla 1980-2005
Sv: Yfirleitt, eins og með tauþvott og svoleiðis, ég þvæ aldrei fötin, ég kann ekki á þvottavélina. En stundum biður hún mig um að hengja upp og þá geri ég það. Uppvask sjáum við alveg um saman, göngum alltaf frá saman eftir mat. Ég hugsa að ég eldi oftar. Það má alveg örugglega segja það. Ekki það að hún sé neitt slæmur kokkur eða þannig. Þetta hefur einhvern veginn þróast þannig bara, maður kemur heim og svo er búið að ákveða hvað verður í matinn og þá byrja ég bara að elda, það er ekkert verið að spá í hvor eigi að fara að elda eða svoleiðis. Hún sér oftast um ...hún þurrkar alltaf af, ég þurrka aldrei af. Stundum ryksugum við saman og skúrum. Hún skúrar alveg örugglega oftar. Hún vill helst gera það annan hvern dag eða eitthvað svoleiðis, oftar en mér finnst þurfa. Sp: Þannig að það sé kannski svona frekar hennar að ákveða hvað þurfi að gera og hvenær og þú gengur þá bara í það með henni ef þannig stendur á? Sv: Já, hún gefur kallið. [14]
Ábyrgðin á börnunum • Sv.: [konan] er stundum í dúkkuleik og hún lætur sig skipta hvernig barniðsitt lítur út miklu meira en ég. Ég hef minni áhyggjur af því, af því ég varsjálfur í fötum sem komu héðan og þaðan, semkrakki. Stelpan er alltaf svosæt og vel klædd.[konan] ræður þessu algerlega. Stundum hef égslysast á aðtína til í hana föt sem hafa fengiðsamþykki en oftar en ekki þá klúðra égþessu. Kannski á morgnana þá byrjar dagurinn þannig að ég hleyp fram og næ íbleyju. [konan] kemur fram, pissar, kemur tilbaka, kannski stundum meðbleyjuna. Ég fer að klæða mig, byrja að hita ofan í stelpuna grautinn. Þá erbúið að klæða hana, [konan] sér um það yfirleitt. Svo fer ég að gefa henni,[konan] fer að taka sig til. Svo er búið að gefa henni meðulin og það sem áað gera, ég klára að klæða mig og svo förum við út. Ég fer með hana á[leikskólinn]. [Konan] stjórnar því hvernig stelpan er tilhöfð og sér alvegum þetta fataval og reyndar á mig líka. Hún kaupir meira og minna á mig föt.
Fæðingarorlofslögin 2000 • Orlofið er lengt (í áföngum) í níu mánuði • Þrír mánuðir eru bundnir föður, þrír móður og þrem geta foreldrar skiptað vild • Töku fæðingarorlofs má dreifa á 18 mánuði • Þátttakendur á vinnumarkaði fá greiðslur sem nema 80% afmeðallaunum • Ákveðið gólf er á greiðslum en ekkert þak (breytt 2004) • Þeir sem eru utan vinnumarkaðar eða vinna minna en 25% af fullri vinnu fá styrk • Fæðingarorlofssjóður fær tekjur sínar með ákveðnum hlutatryggingagjalds atvinnurekenda • Foreldrar hafa, hvort um sig, rétt til þriggja mánaða foreldraorlofs semtaka má þar til barnið hefur náð átta ára aldri
Feður í fæðingarorlofi • 2001 82,4% • 2002 83,6% • 2003 86,6% • 2004 89,8%
Meðaldagafjöldi Karlar Konur • 2001 39 186 • 2002 68 187 • 2003 97 183 • 2004 96 182
Staðan • Konur hafa brotist úr fjötrum kynjamynda • ... en eiga enn víða undir högg að sækja • Karlar að losna • ... en róðurinn er víða þungur
Möguleikar • Jafnrétti er ekki bara “kvenna-eitthvað” • Jafnrétti snýst um að karlar og konur séu ekki dregin í dilka heldur fái allir að njóta sín á eigin forsendum • Yfirleitt ekki ætlunin að mismuna • Hefðir og úreltur hugsangangur þvælist fyrir
Femínistar • 1. Fótstærð • 2. Er eitthvað að? • 3. Andúð á myndum af beru fólki? • 4. Kynjakvótar • 5. Karlahatur?