60 likes | 387 Views
Viðfangsefni II. Ákveðinn greinir (der – die – das) Óákveðinn greinir (ein – eine – ein) Nach Hause eða zu Hause? Þérun og ekki þérun?. Ákveðinn greinir. Í íslensku setjum við ákveðinn greini aftan á nafnorðið (n-nn) en í þýsku fer hann fyrir framan nafnorðið. der – die – das
E N D
Viðfangsefni II Ákveðinn greinir (der – die – das) Óákveðinn greinir (ein – eine – ein) Nach Hause eða zu Hause? Þérun og ekki þérun?
Ákveðinn greinir • Í íslensku setjum við ákveðinn greini aftan á nafnorðið (n-nn) en í þýsku fer hann fyrir framan nafnorðið. der – die – das der er karlkyns greinir og fer því fyrir framan karlkyns nafnorð die er kvenkyns greinir og fer því fyrir framan kvenkyns nafnorð das er hvorukyns greinir og fer því fyrir framan hvorukyns nafnorð der Mann – die Frau – das Kind maðurinn–konan- barnið
Óákveðinn greinir • Óákveðinn greinir er notaður þegar við erum ekki að tala um ákveðinn hlut eða persónu. ein – eine – ein Ein er karlkyns óákveðinn greinir og er því notaður þegar óákveðið karlkyns nafnorð er notað Eine er kvenkyns óákveðinn greinir og er því notaður þegar óákveðið kvenkyns nafnorð er notað Ein er hvorukyns óákveðinn greinir og er því notaður þegar óákveðið hvorukyns nafnorð er notað ein Mann – eine Frau – ein Kind maður–kona– barn
Hver er þá munurinn? Der Mann = maðurinn – við höfum ákveðinn mann í huga og er þetta því ákveðinn greinir. Ein Mann= maður – við höfum bara einhvern mann í huga, það gæti verið hver sem er, og þá notum við óákveðinn greini. Der Mann und die Frau haben ein Kind. Das Kind ist vier Jahre alt. Maðurinn og konan eiga barn_ → barnið er fyrst kynnt = óákv.greinir Barnið er fjögurra ára gamalt → nú vitum við um hvaða barn er verið að tala og þá er notaður ákveðinn greinir
Nach Hause eða zu Hause? • Þegar ég er heima hjá mér þá er ég : zu Hause • Ef ég er á leiðinni heim þá notum við : nach Hause Allt sem ég geri heima, hvort sem það er að vinna, sofa, elda eða hvað sem er þá er það alltaf : zu Hause Alveg sama hvernig eða hvaðan ég er að koma, ef ég er á leið heim, þá er notað : nach Hause
Hvenær þérum við og hvenær þúum við í þýsku? • Í þýskumælandi löndum er hefð fyrir því að þéra. Þérun er notuð þegar við þekkjum viðkomandi viðmælanda ekki nógu vel. • Nemendur þéra alltaf kennara sína • Ungir þéra alltaf þá sem eldri eru • Þérun er alltaf notuð á kaffihúsum og veitingastöðum • Fullorðnir þéra sín á milli (ekki skyldmenni eða góðir vinir) Fólk býður svo hvort öðru að þúa sig og er það gert þegar vinskapur hefur skapast. Þá er stundum skálað Kennarar bjóða eldri nemendum oft að þúa sig.