350 likes | 628 Views
Öld 105. Hvert er gildi ellinnar? bls. 17 Sjálfhverft sjónarhorn á árin eftir sextugt bls. 22 Hvað er öldrun? bls. 37. HVERT ER GILDI ELLINNAR?. Cíceró með fjórar ástæður til að menn telji ellina ömurlega Ellin sviptir menn starshæfni Hún veiklar líkamann
E N D
Öld 105 Hvert er gildi ellinnar? bls. 17 Sjálfhverft sjónarhorn á árin eftir sextugt bls. 22 Hvað er öldrun? bls. 37
HVERT ER GILDI ELLINNAR? • Cíceró með fjórar ástæður til að menn telji ellina ömurlega • Ellin sviptir menn starshæfni • Hún veiklar líkamann • Hún rænir oss næstum öllum lystisemdum • Hún er fyrirboði dauðans • Andmæli • Afreksverk eru ekki unnin með líkamskröftum, flýti og fjöri, þar þarf að koma til skynsamlegt vit, myndugleiki og dómgreind og slíkir kostir aukast með aldrinum
Hrumleika má frekar rekja til yfirsjóna æsku og manndómsára en elliglapa • Ellin frelsar menn undan oki fýsna og metnaðar og vísar þeim veg til æðri lystisemda • Ef ellin reynist þungbær þá er það vegna óvandaðs lífernis fyrr á ævinni • Sjúkdómar, slys og ólánsemi geta orðið á öllum æviskeiðum • Margt í lífinu undir okkur sjálfum komið, annað ekki • Forsenda farsællar elli sú að menn leggi rækt við sálargáfur sínar ekki síður en líkamsþarfir
Höfuðeinkenni ellinnar • býr yfir þroska í eðli sínu • hefur kynnst lífinu, þekkir tilgang þess og tilgangsleysi, böl þess og blessun • laus úr viðjum ástríðna og hagsmuna • nýtir lífsorkuna til að staldra við og veita lífinu eftirtekt • horfir yfir veröldina og finnur til með henni • væntir einskis framar sjálfri sér til handa • bindur vonir sínar við æskuna sem hún vill sjá að dafni
Andlegan þroska geta þeir einir öðlast sem hafa tamið sér hófstillt líferni, lagt rækt við sálargáfur sínar og leitast við að treysta bönd vináttu og skilnings við aðrar manneskjur • Veraldlegur aðbúnaður og ytri skilyrði • Siðir og samskipti • Virðing fyrir lífinu og mannlegum takmörkunum • Gildi ellinnar felst í andlegum þroska • Ellin er æðsta og besta skeið mannsævinnar
Máttur ellinnar • Samtíminn vill sigrast á ellinni, líkt og æskuljómi og atokrusemi sé það eina sem skiptir máli • Gildi ellinnar felast í þessu: • Að vera hinum yngri andlegt skjól í harðri og iðulega marklausri lífsbaráttu
Sjálfhverft sjónarhorn á árin eftir sextugt • “Komið uppá hátind og handan hans tekur við brött brekka sem teygir sig beina leið niðrí gröfina” • Að enduðum leik • Þriðjungur af meðalmannsævi að baki • Vaxandi hrörnun jafnt sálar sem líkama fram undan • Næmi og skerpa æskuáranna slævast, hughrifin dofna, sköpunargáfan sljóvgast og líkamlegu atgervi hraka ár frá ári frammá grafarbakkann • Þetta er þitt líf • Lýsingar Sigurðar A. Magnússonar á að eldast
HVAÐ ER ÖLDRUN? • Öldrun • Nafnorð um það að eldast, reskjast, fullorðnast • Heyrðist fyrst um 1970 • Elli • Vísar til ástandsins að vera gamall • Ellibelgur, ellihrumur, elliglöp, elliær • Í goðafræðinni gat Þór ekki sigraði Ellina (Loka í dulargervi) • Orð um gamalmenni áður neikvæð • Gamalmenni, aumingjar, gamlingjar
Í dag hlutlausari orð • Eldri borgarar, aldraðir • Talað um þjónustuíbúðir og stofnanir en lítið um gamalmennahæli (elliheimili) • Aldraðir hópur í samfélaginu en ekki ljóst hverjir teljast til hans? • Mat fólks á aldri, sínum eigin og annarra, einstaklingsbundið og afar afstætt • Aldursflokkun í samfélaginu fer eftir tíma og menningu hverju sinni
Til opinberar, stjórnsýslulegar og lagalegar skilgreiningar á aldurshópum • Menn eignast rétt hér á landi til ellilauna 67 ára gamlir og sjötugum er gert að láta af opinberum störfum • Með vaxandi atvinnuleysi er tilhneiging til að lækka aldursmörk verkloka • Opinberar skilgreining eru pólitískar ákvarðanir sniðnar eftir geðþótta, þörfum eða hugsjónum stjórnvalda hverju sinni • Byggja ekki á náttúrulegum kaflaskilum á æviferlinum
Greinarmunur á • líffræðilegum aldri manns og ástandi lífs og líkama • sálrænum aldri manns eða eigin viðhorfi til aldurs • félagslegum aldri manns eða flokkun samfélagsins • Þessar þrjár hliðar geta verið samstiga en svo er ekki alltaf • Aldurs manns í árunum frá fæðingu er afar gróf mæliaðferð og dregur fólk í dilka sem á oft fátt sameiginlegt
Afmörkun og aðgreining • Öldrun er áhrif tímans á lífveruna og viðleitni hennar gagnvart tímanum • Byrjar við getnað, einstaklingurinn þróast um leið og hann eldist • Öldrun hluti af þróunarferlinu • Öldrun hefur ekki eina stefnu, þróunarferlar eru margir og mismunandi • Sum líffæri eldast hraðar og endast verr en önnur • Sumar eigindir dafna alla ævinu og eru öflugastar í ellinni • Öðrum eigindum tekur að hnigna strax eftir barnæsku • Hvenær sem er á ævinni á sér stað bæði framför og afturför
Ævi einstaklings er heild sem býr yfir samhengi og innri rökum • Efri árin eru afleiðing eða niðurstaða af ævinni • Öldrunarfræði fjalla fyrst og fremst um síðari hluta ævinnar og eldra fólk, mörkin eru oft dregin við 65 ára aldurinn • Oft er vitnað til fjögurra algildra einkenna öldrunar • að hún sé undantekningarlaus • að hún sé framsækin eða stigvaxandi • að hún sé eðlislæg og ráðist innan frá • að hnignun auðkenni hana fremur en vöxtur
Tengsl milli öldrunar og sjúkdóma • Sjúkdómar alls ekki hluti ellinnar • Aristóteles • Kallaði ellina sjúkdóm og sjúkdóma fyrr á ævinni ótímabæra elli • Kallaði á spurningar hvort mætti lækna þann sjúkdóm líkt og aðra svo maðurinn gæti eilíflega verið ungur • Læknar hafa á umliðnum öldum eytt í fátt meiri orku en tilraunir til ynginga
Samhengi öldrunar og vinnugetu eða bjargarleysis • Sá sem ekki gat lengur séð fyrir sér og varð upp á aðra kominn var • Vesalingur • Ómagi • Lagstur í kör • Gilti einu hvort hann var ungur eða gamall • Nú tiltaka opinberar reglur nákvæmlega þann árafjölda sem menn skulu hafa að baki þegar þeir mega hætta að vinna fyrir sér • Þar ræður árafjöldinn einn, alveg óháð vinnugetu
Hver einstaklingur eldist á sinn einstæða hátt • Sumt í elli er sérstakt fyrir hann og annað er sameiginlegt með öðrum öldruðum • Öldrunarfræði ekki síst á höttunum eftir sem mestri vitneskju um hið síðarnefnda, öldrunina í sjálfu sér, hvað er öldrun burtséð frá öllu hinu einstaklingsbundna?
Munurinn á öldrun og elli • Hlédrægniskenning eða athafnakenning • Gengið út frá þeirri grunnhugmynd að hversu ólíkt sem fólk er framan af ævi verður á því stökkbreyting sem gerði það upp frá því eins í veigamiklum efnum eða jafnvel öllum • Rökrétt er að álykta að hægt sé að finna lausnir sem hljóti að henta öllum öldruðum • Hin kyrrlátu, afviknu elliheimili sem létta af íbúunum öllum áhyggjum • Öllum öldruðum hentar að búa í heimahúsum svo lengi sem unnt er • Allir aldraðir eiga að stunda hreyfingu daglega • Öllum öldruðum er hollt að taka þátt í félagsstarfi o.s.frv.
Öldrun er ferli, það verður engin stökkbreyting á einstaklingnum við að eldast • Aldrað fólk er ólíkt hvað öðru því það hefur öðlast mismunandi lífsreynslu og mótast um langa ævi • Það hefur mismunandi þarfir og langanir, fæst við ólík vandamál • Ekki er hægt að finna eina einfalda allsherjarlausn • Góð þjónusta við aldraða þarf að vera svo fjölbreytt að hún gefi kost á vali eftir þörfum hvers og eins
Samfellukenning • Leggur áherslu á það að samfella sé í lífsmáta fólks alla ævina • Einstaklingsmundur á fólki helst í ellinni og ellin er eins konar niðurstaða eða afleiðing ævinnar allrar
Þrenns konar aldur • Öldrun fer fram • Í líkama mannsins • Í huga hans og/eða sálarlífi • Í samfélagi • Einstaklingurinn er á einhverjum tilteknum • Líffræðilegum aldri • Sálrænum aldri • Félagslegum aldri
Líffræðilegur aldur • Stendur fyrir það hvernig tíminn færist yfir líkamann og líffærin • Vísar til þess hversu nálægt eða fjarri maðurinn er ævilokunum • Hámarksævilengd manns við ákjósanlegustu skilyrði 115 – 120 ár • Nútímaleg hátæknivædd læknisfræði bætir úr meinum fólks og heldur lífinu æ lengur í því, stundum með aðstoð lyfja, líffæraflutninga eða með tengingu vélar og manns • Síhækkandi kostnaður heilbrigðisþjónustu
Líffræðilegar forsendur öldrunar • Tvö skýringarlíkön • Klukkulíkanið: orsök öldrunar kemur innan frá og býr í erfðaboðunum • Líkanið af vélinni: orsök öldrunar kemur utan frá í formi álags sem slítur vélinni smám saman • Kenning um að úrgangsefni eða afgangur sem verður til við efnaskipti líkamans orsaki öldrunina byggir brú á milli þessara tveggja líkana
Menn hafa lengi spurt hvers vegna þeir þurfi að hrörna og deyja og af hverju sumir eldist illa en aðrir vel? • Grísku guðirnir voru ódauðlegir • Menn dreymdi um að guðirnir færðu þeim meðal til að lengja lífið • Menn nærðust á brjóstamjólk og blönduðu blóði við unglinga, drukkum ýmis seyði og mixtúrur og gleyptu töflur • Í dag kaupa menn viðbótarár með líffæraflutningi
Eitt að lengja lífið og annað að varðveita æskuna • Langlífi ekki eftirsóknarvert sé það í eymd og kör • Sögur skjóta reglulega upp kollinum af fólki á afviknum stöðum sem nær undraverðum aldri • en yfirleitt er um ýkjur eða misskilning að ræða • Eflaust á eftir að finna einhverjar leiðir og menn eru sífellt að vinna í því
Sálfræðilegur aldur • Segir til um hvernig einstaklingurinn skynjar tímann og aldur sinn • Hvar hann staðsetur sjálfan sig á æviferlinum • Sjálfsmyndin • Manni sem er ungur í árum talið getur fundist hann gamall og slitinn og maður sem er eldri í árum getur fundist hann vera ungur í anda og hagað sér þannig
Félagslegur aldur • Aldur manns í samhengi við hið félagslega umhverfi • Hvert samfélag hefur sína afstöðu til aldurs og fær hinum einstöku aldurshópum stöðu og samfélagslega þýðingu, réttindi og skyldur • Tilteknar tilætlanir og væntingar til aldraðs fólks sem aldrað fólk hefur oftast einnig gert að sínum eigin • Hérlendis • Ætlast til að menn hætti launavinnu um 70 og allir eiga rétt á ellilífeyri frá 67 ára aldri • Hlutfall aldraðra mismunandi í tíma
Fjórir þættir í samfélagsþróun sem hafa skipt mestu hvað varðar samfélagsstöðu aldraðra og mikilvægi • Framfarir í heilbrigðismálum • Lengt meðalævina, bætt heilsufar, fjölgað öldruðum • Framfarir í efnahagsmálum • Meiri almenn efni og jafnari dreifing en áður • Borgvæðing • Stórkostlegar úrbætur á húsakynnum, minni samheldni og skyldurækni innan stórfjölskyldunnar, meiri einangrun aldraðra • Framfarir í menntun • Uppsöfnuð kunnátta aldraðra og lífsreynsla úrelt
Aldraðir í velferðarsamfélagi • Fjöldi • Öldruðum fjölgaði ört bæði tölulega og hlutfallslega á síðustu öld í iðnvæddum/velferðar ríkjum • Bætt lífskjör og framfarir í heilbrigðismálum og læknavísindum • Fjölgað úr 4 – 8% í 15 – 20% • Háöldruðum, áttræðum og eldri, fjölgar mest og örast • Aldraðir orðnir tölulegt stórveldi
Fjölskylda • Samsetning og hlutverk breyst gagnvart einstaklingnum • Umsjárhlutverk fæst af ættingjum yfir á hið opinbera • Þjónusta við aldraða og hjúkrun þeirra orðin viðamikil atvinnustarfsemi • Almannafé, tryggingar og almannatryggingar
Hlutverk • Allt annað en áður • Glatað, án takmarks og tilgangs • Millibilsástans • Ný hlutverk framundan • Nútímalífshættir, nútímaefnahagslíf, nútímastarfshættir, menntir og þjónusta hafa tekið til sín hlutverk sem aldraðir gegndu áður fyrr og gáfu þeim mikilvægi og þýðingu • Leikskólar og grunnskólar hafa tekið við uppeldishlutverki ömmu og afa
Öldrunarþjónusta kostar skattborgara stórfé • Eftirlaunaævin lengist sífellt • Tekur allt að þriðjung ævinnar • Hraðfara og róttækar breytingar auka vandann • Fjölmiðlaumræða neikvæð undanfarna áratugi • Fjallað um vandamál, einmanaleika, fátækt, heilsubresti og bágindi • Mynd dregin upp af aumkunarverðum hópi sem kallar á samúð og sektarkennd hjá hinum yngri
Staða • Þess krafist að í krafti fjölda síns og batnandi efna fái aldraðir síaukið vægi sem neytendahópur á markaðnum og sem stjórnmálalegt afl • Fyrirferðarmiklir neytendur þjónustu • Heilbrigðisþjónustan snýst meira og meira um öldrunarþjónustu og öldrunarlækningar • Starfsstéttir keppast við að sérhæfa sig í þjónustu við aldraða
Lyfjaiðnaðurinn • Tómstundaiðnaðurinn • Stjórnmál og hagsmunamál, mikilvægur og fjölmennur hópur kjósenda • Hvernig fara hagsmunir eftirlaunaþega sem dunda sér við tónstundastarf og skemmtanir saman við hagsmuni yngra fólks með börn á framfæri?
Öldrunarfræði verða til • Lýsa öldrun og birtingarformum hennar í víðasta skilningi • Leita skýringar og kanna áhrif á hæfni, líðan, verk og viðhorf manneskjunnar • Leitast við að safna saman í heildstæða mynd þekkingu annarra fræðigreina • Þverfagleg • Sérgreinar • Líffræðileg öldrunarfræði, öldrunarlækningar, félagsleg öldrunarfræði
Rannsóknarstofnanir hafa sprottið upp á síðustu áratugum víða um heim • Nokkur samtök hafa myndast um öldrunarfræði og öldrunarmál hér á landi og sum þeirra tengjast erlendum systurfélögum eða alþjóðasamtökum: • Öldrunarfræðifélag Íslands 1973 • Öldrunarráð Íslands 1981 • Félag stjórnenda í öldrunarþjónustu 1982 • Félag íslenskra öldrunarlækna 1989 • Alþjóðasamtök öldrunarfræðinga 1950 • Fjölmörg fræðileg tímarit eru helguð öldrunarfræðum • Sjá annál í ljósriti