70 likes | 238 Views
III. Dægurmenning og daglegt líf. 1. Frá kvöldvökum til kvikmynda Þegr meirihluti þjóðarinnar bjó í sveit gafst lítill tími til skemmtunar, allra síst á sumrin. Helsta skemmtun var að fara í kirkju. Einstaka sinnum voru haldnar skemmtanir. 1.1 skemmtanir í dreifbýli.
E N D
III. Dægurmenning og daglegt líf 1. Frá kvöldvökum til kvikmynda • Þegr meirihluti þjóðarinnar bjó í sveit gafst lítill tími til skemmtunar, allra síst á sumrin. Helsta skemmtun var að fara í kirkju. Einstaka sinnum voru haldnar skemmtanir.
1.1 skemmtanir í dreifbýli • Helsta skemmtun voru böll haldin eftir réttir. Þá var tekið til og dansað fram eftir kvöldi. • Á veturna var venjulega efnt til kvöldvakna. Þá unnu menn létt störf og einhver las upphátt. Seinna meir tók útvarpið við þessu hlutverki.
1.2 skemmtanir í þéttbýli • Í þéttbýli var munur á skemmtun eftir stéttum. • Efnt var til leiksýninga og tónleika, allir gátu mætt ef þeir gátu borgað aðgangseyrinn. Vinsælastar voru revíur (gamanleikir). • Fyrirlestrar um ýmis málefni voru fjölsóttir. • Stjórnmálfundir þóttu hin mesta skemmtun. • Í þéttbýlinu voru einnig hin ýmsu félög, Góðtemplarar og svo voru íþróttafélög að koma fram.
1.3 Bíódagar • Upp úr aldamótunum 1900 komu fyrstu bíó-græjurnar til landsins. Í fyrstu voru það erlendir menn sem ferðuðust um landiðog héldu sýningar en brátt var farið að setja upp kvikmyndahús sem sýndu reglulega. • Upp úr 1920 fóru Íslendingar sjálfir að gera eitthvað af myndum. En það var ekki fyrr en upp úr 1980 að íslenska kvikmyndavorið hófst og farið var að framleiða myndir reglulega.
1.4 útvarp Reykjavík, útvarp Reykjavík … • 1926 – var gerð fyrsta tilraunin til að reka útvarp á Íslandi. En hún fór um þúfur þar sem ekki kom inn nægt fé vegna sölu auglýsinga. • Ríkisútvarpið (RUV) var stofnað 1930 og fyrsta útsendingin 20. desember það ár. Allt var sent út beint. Útvarpið var bæði vinsælt og umdeilt. Hlutverk útvarpsins framan af var að mennta þjóðina og voru fræðimenn reglulega fengnir til að flytja erindi.
1.5 Sjónvarpið kemur til sögunnar • Í kringum 1960 fór bandaríski herinn að senda út sjónvarpsdagskrá fyrir hermenn sína hér á landi. Íslendingar fóru að kaupa sér viðtæki og horfa á útsendingarnar. Var RÚV hvött til að stofna eigin sjónvarpsstöð og hóf hún göngu sína 30. september 1966. • Miklar breytingar urðu 1984 eftir langvinnt verkfall opinberra starfsmanna, þá litu ljós margar nýjar útvarpsstöðvar og seinna meir ný sjónvarpsstöð, Stöð 2.
1.6 Rock around the clock • Um miðjan 6. áratuginn fóru áhrif erlendar danstónlistar að aukast hér. Straumar komu bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum og hafa þeir haldist síðan. Til hefur orðið íslensk unglingamenning sem er gegnsýrð erlendum áhrifum. Íslenskir tónlistarmenn gripu þessa strauma og hafa sett þá í sína tónlist. Tíska erlendis hefur líka áhrif á klænað hérlendis.