430 likes | 565 Views
DREIFNÁM ER LYKILLINN AÐ MEIRA SAMSTARFI Í MENNTAKERFINU. Menntakvika Ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands 2010 22. október 2010 Sigurbjörg Jóhannesdóttir, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu Stefanía Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands.
E N D
DREIFNÁM ER LYKILLINN AÐ MEIRA SAMSTARFI Í MENNTAKERFINU Menntakvika Ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands 2010 22. október 2010 Sigurbjörg Jóhannesdóttir, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu Stefanía Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands
103.000 fermetrar 320.000 íbúar 7 háskólar 32 (35) framhaldsskólar 189 þekkingarsetur 78 sveitarfélög 9 svæði skv. 20/20 skiptingu
Ísland í dag Ástandið Niðurskurður hjá skólunum á meðan: • Að atvinnuleysi eykst • Þörfin fyrir menntun eykst • Mikill fjöldi umsækjenda sem fær ekki skólavist • Skólunum er ætlað að bjóða upp á betri þjónustu og eiga að þjónusta áfram sama fjölda nemenda með sama kennslumagni. Niðurskurðurinn: • Háskólamenntun, samtals 30% á þremur árum (8% 2010)* • Framhaldsskólar, 2010 5% á dagskólanámi og 50% á fjar- og dreifnámi, 2011-2013 5% á ári.* • Minna fjármagn í námsefnisgerð (* með fyrirvara, getur breyst) Karin Haugen. (2009). http://www.flickr.com/photos/karinhaugen/4413357727/
Netháskólaverkefnið http://nethaskolinn.is Íslenska Netháskólaverkefnið 2006-2008 Leonardo Netháskólaverkefnið 2008-2010
Leonardo Netháskólaverkefnið Þátttakendur: • Ísland • Þekkingarnet Austurlands f.h. Kvasis • Háskólinn á Akureyri • Skotland • Lews Castle College - University of the Highlands and Islands • Svíþjóð • Jönköping University Samningsaðilar að verkefninu: • Kanada • Smart Labrador for the Newfoundland and Labrador Province in Canada • Ísland • Mennta- og menningarmálaráðuneytið • Endurmenntun Háskóla Íslands • Háskólinn í Reykjavík
Það sem var gert í verkefninu • Skoðuð uppbygging menntunarkerfa ólíkra svæða/landa og hvaða áhrif þau hafa haft á skipulag fjar- og dreifnáms • Samskipti milli námsvera/þekkingarvera og háskóla/framhaldsskóla • Samstarf háskóla/framhaldsskóla til að auka námsframboð í fjar- og dreifnámi til að auka jöfnuð til náms óháð búsetu eða félagslegum aðstæðum • Aðstaða og stuðningur sem nemendur í fjar- og dreifnámi fá sem búa á jaðarsvæðum • Sérstaða dreifbýlissvæða nýtt til sérhæfingar hjá þeim aðilum sem eru á því svæði og gert kleift að þróa nýjar námsbrautir og bjóða upp á kennslu sem tengist sérstöðu hvers svæðis fyrir sig • Stefnumótun í tengslum við dreif- og fjarnám
Hvað er gert í Skosku hálöndunum og eyjunum • Skotarnir reka öflugt samstarf háskóla, rannsóknarsetra, framhaldsskóla og námsvera sem heitir University of the Highlands and the Islands (UHI), sem Íslendingar geta lært af varðandi fyrirkomulag, sveigjanleika, stjórnun, verka- og tekjuskiptingu á milli þátttökuaðila. • Lews Castle College hefur byggt upp sérhæfða námsbraut á grunn-, meistara og doktorsstigi um sjálfbæra byggðaþróun byggða á sérstöðu jaðarsvæðis.
Hvað er gert í Labrador og Nýfundnalandi • Það eru rekin samstarfsnet um dreifnám, á framhaldsskóla- og háskólastigi. • Þar er notað eitt kennslu- og stoðkerfi, Desire2Learn, sem er notað á öllum skólastigum. Nemendur halda úti ferilmöppu á Netinu í gegnum þetta kerfi sem fylgir þeim allan skólaferilinn. • Kanada notar svæðaskiptingar og skólar eru lykilaðilar í þróun og mótun svæðanna
Hvað er gert í Jönköping • Svíarnir eru með öflugt samstarf á milli menntavera (learning centers), framhaldsskóla og háskóla. • Þeir hafa skapað háa gæðastaðla varðandi þá þjónustu sem menntaver veita framhaldsskólum og háskólum. • Í Svíþjóð er samræmd upplýsingaveita um allt nám á háskólastigi og samræmt nemendaskráningakerfi háskóla. • Svíarnir eru með svæðaskipt menntanet þar sem háskólar og menntaver vinna saman.
Hvað lærðum við? • Það er frábært að hafa formlegt samstarfsnet og auka þannig fjölbreytni námsframboðs, jöfnuð til náms og bæta sveigjanleika menntakerfisins, þar sem nemendur geta valið um að taka námskeið í staðnámi, dreifnámi eða/og fjarnámi sem eru kennd af mismunandi þátttökuaðilum/skólum • Nauðsynlegt að hafa samræmda upplýsingaveitu um allt nám og sameiginlegt nemendaskráningarkerfi • Frábært fyrir nemendur að notað sé eitt kennslukerfi óháð skólastigum sem auðveldar nemendum að taka áfanga á milli skóla og að halda úti rafrænni ferilmöppu á Netinu • Nauðsynlegt að setja gæðastaðla fyrir þjónustu menntavera og nýta þjónustu þeirra og námsvera betur til að bæta þjónustu við fjar- og dreifnámsnemendur á landsbyggðinni.
Í stefnu um opinbera háskóla (ágúst 2010) kemur m.a. fram að stofnað verði samstarfsnet, svo nemendur geti sett námið sitt saman með námskeiðum frá fleiri en einum skóla. Einnig á að auka fjarkennslu í auknum mæli til að auka fjölbreytni náms í samstarfi við þekkingarsetur og símenntunarmiðstöðvar. Hvað svo? Áframhaldandi vinna í MRN • Búið að vinna áfangaskýrslu um þekkingarsetur á Íslandi (ágúst 2010) • Búið að gera úttekt á fjar- og dreifnámi í þremur framhaldsskólum (júní 2010) • Tillögur að breytingum á fjar- og dreifnámi í framhaldsskólum sem m.a. felur í sér aukið samstarf skólanna (ágúst 2010)
Niðurstöður vinnuhópa, skýrslna og stefnumótunar er að auka þurfi samvinnu innan menntakerfisins á Íslandi • http://efni.frodi.is/skjol/fjarnam/ Hvernig gerum við það?
Hvernig samstarfsnet hentar á Íslandi og hvaða lærdóm getum við dregið frá öðrum löndum?
Tillaga 1 Eitt samstarfsnet allra aðila sem koma að menntunarmálum á Íslandi
Tillaga 2 Svæða-skipting samstarfs þar sem skólar eru leiðandi eins og gert er í Kanada og Svíþjóð
Tillaga 3 • Eitt samstarfsnet allra skóla og námsvera, eins og gert er í skosku hálöndunum og eyjunum ? Háskólastigið Framhaldsskólastigið?
Háskólastigið Í dag á Íslandi • Samstarfsnefnd opinberu háskólanna og MRN er að móta samstarfsnet háskólanna. Nota á m.a. þekkingu og reynslu UHI í Skotlandi og í Alaska.
Framboð í háskólum í fjarnámi og nemendafjöldi Fjöldi nemenda í fjar- og dreifnámi eykst í takt við það framboð sem er í boði af námsbrautum/námskeiðum. Það er líklegt að fjöldi námskeiða sem verður í framboði í fjar- og dreifnámi mun minnka núna í vetur og á næstu árum vegna niðurskurðar.
Framhaldsskólastigið Í dag á Íslandi • Vinnan er komin styttra en hjá opinberu háskólunum • Vinna í gangi hjá MRN og framhaldsskólunum varðandi þróun og samstarf skólanna vegna dreif- og fjarnáms. Verið að móta hvaða praktísku atriðum er hægt að koma í framkvæmd í janúar 2011, september 2011 og móta heildarskipulag sem tryggir áframhaldandi þróun á því starfi sem á sér nú þegar stað innan skólanna, aukið námsframboð og jöfnuð til náms, betri nýtingu fjármuna og virðisauka námsins. Aukið upplýsingaflæði, þjónusta og gegnsæi með betri nýtingu UT.
Þróun fjölda nemenda í fjar- og dreifnámi á Íslandi árin 1997-2009 Fjöldi nemenda (% af heildarfjölda nemenda) Háskólar – haust 2009 (fjöldi nemenda í fjar- og dreifnámi 4.047 / 21% af heildarfjölda nemenda) Fjöldi nemenda í fjar- og dreifnámi jókst um 21% frá 2008 til 2009 Framhaldsskólar – haust 2009 (fjöldi nemenda í fjar- og dreifnámi 5.248) 35% kk 65% kvk Þar af 57% á höfuðborgarsvæðinu Upplýsingar eru fengnar hjá Hagstofu Íslands
Fjöldi áfanga, nemenda og eininga 2009 í fjar- og dreifnámi hjá framhaldsskólunum
Skipting ársnemendafjölda (1.179) í fjar- og dreifnámi á milli 15 framhaldsskóla árið 2009 Sigurbjörg Jóhannesdóttir. (2009). Landslag fjar- og dreifnáms í framhaldsskólum á árinu 2009.
Fjöldi ársnemenda í mismunandi kennsluháttum hjá þeim framhaldsskólum sem voru með fjar- og dreifnám Sigurbjörg Jóhannesdóttir. (2009). Landslag fjar- og dreifnáms í framhaldsskólum á árinu 2009.
Gróf yfirlitsmynd í tölum yfir landslag fjar- og dreifkennslunnar haustið 2009 Sigurbjörg Jóhannesdóttir. (2009). Landslag fjar- og dreifnáms í framhaldsskólum á árinu 2009.
Hvað gætu framhaldsskólarnir lært af Netháskólaverkefninu?
Hvað er líkt og ólíkt með skosku hálöndunum og eyjunum og Íslandi Um er að ræða nemendur sem eru í námi á framhaldsskólastigi, viðbótarstigi og háskólastigi Skosku hálöndin og eyjarnar Ísland 39.058 km2 103.000 km2 455.490 íbúar 320.000 íbúar 15 framhaldsskólar 32/35 framhaldsskólar og 7 háskólar 7600 nemendur 44.590 nemendur 50% nemenda eldri en 25 ára 64% nemenda (48% f+v) eldri en 25 ára 87% búa í skosku hálöndunum 47% sem búa á landsbyggðinni (67% f+v) 57% í vinnu með námi 62% í hlutanámi Fjöldatölur um nemendur í Skotlandi miðast við veturinn 2007-08 en haustið 2009 á Íslandi. Frank Rennie. (2008). Delivery in action – The case of the UHI. Frank Rennie. (2003). The Use of Flexible Learning Resources for Geographically Distributed Rural Students. Hagstofa Íslands. (2009). Netpóstur frá Konráð til Sigurbjargar Jóhannesdóttur. Stefanía Kristinsdóttir o.fl. (2009). Best practice report. Net University project.
Hugtök kennsluhátta eins og þau eru notuð í dag á Íslandi • Í háskólum • Staðbundið nám – Nám sem fer fram á ákveðnum stað á ákveðnum tíma • Fjarnám – Nám sem er ýmist hreint netnám, blandað þ.e. er netnám með staðbundnum lotum á ákveðnum stað á ákv. tíma og dreifnám , nám sem fer fram dreift landfræðilega í gegnum fundarkerfi, oftast í samstarfi við símenntunarmiðaröðvar • Lotunám – Blandað nám, þe. fjarnám með staðbundnum lotum • Nám með vinnu – Oftast staðnám sem fer fram seinni partinn eða á kvöldin • Í framhaldsskólum • Dreifnám – Nám sem er blanda af staðnámi á einum stað og netnámi • Fjarnám – Netnám • Dagskóli / Kvöldskóli / Síðdegisskóli - Staðnám • Í grunnskólum • Dreifnám – Nám sem er kennt dreift landfræðilega í gegnum myndfundabúnað/Skype
Skoska hugtakanotkunin Samband fjarnáms og dreifnáms. Myndin er staðfærð að Íslandi og íslensku, en fyrirmyndin er frá Robin Mason og Frank Rennie. (2006). eLearning: The Key Concepts. London: Routledge.
Íslensku hugtökin skv. skoska skilningnum • Staðnám = Nám sem fer fram á einum stað og nemendur eru líkamlega í nærveru kennara • Netnám = Nám sem fer eingöngu fram í gegnum kennslukerfi á Netinu • Fjarnám = Nám sem fer fram í fjarveru við kennara, inni í því getur verið netnám en einnig aðrir miðlar • Blandað nám =Nám sem fer fram að stórum hluta í netnámi en einnig er ætlast til að nemendur mæti í sömu bygginguna reglulega og fái staðnámskennslu • Dreifnám = Nemendur eða/og kennslan er dreifð landfræðilega og/eða margskonar miðlar eru notaðir til að koma kennslunni til skila
Hugsanlegir samstarfsaðilar • Allir framhaldsskólarnir á landinu (32/35) á meðan það eru 15 í UHI Skotlandi • Þekkingarsetur (10 símenntunarmiðstöðvar og námsver). Líta mætti til Svíþjóðar varðandi gæðastaðla og uppbyggingu samstarfs en þar eru rekin menntaver sem hafa fjölþættara hlutverki að gegna en verin á Íslandi. Netháskólaverkefnið þýddi upplýsingarit svíanna um gæðaviðmið á ensku og íslensku. Háskólinn á Akureyri er nú þegar búinn að nýta sér þessa vinnu. Aðlaga stjörnukerfi frá Frank Rennie varðandi starfsemi og þjónustu þessara setra.
Stjórnun, umsýsla og starfsmenn • Í UHI er stjórn samsett af fulltrúum skólameistara þátttökuskóla. Það mætti hugsa sér svipaða samsetningu hér. Í UHI er ráðinn rektor fyrir netið. • UHI er með sína eigin skrifstofu í Vernice og 150 starfsmenn eru ráðnir beint hjá UHI. Allir kennarar eru ráðnir af þátttökuskóla og vinna hjá honum og UHI netinu. Það þyrfti að skoða vel hér hvernig við gætum háttað umsýslunni og kennarar ættu að vera kennarar skólanna en það þyrfti að opna fyrir að þeir geti uppfyllt kennsluskylduna í fleiri en einum skóla. • Faghópar kennara hittast reglulega og hafa samráð / fagstjóri í hverju fagi sem ber ábyrgð á þeirri vinnu og samhæfingu sem á sér stað.
Nýjar námsbrautir • Hjá UHI þá getur kennari komið með hugmynd að nýrri námsbraut og borið undir sinn rektor sem sendir kynningu til UHI samstarfsnetsins. • Aðrir skólar láta vita hvort þeir vilji taka þátt í að stofna þessa nýju námsbraut. • Þeir hittast og skipuleggja námsbrautina (2 bls. form) • Þeir senda umsóknina til stjórnar UHI og kynna hana, sem samþykkja eða neita brautinni. • Ef já, þá er brautin fullmótuð og skólar skipta á milli sín kennslu námskeiða eða kenna einhver þeirra sameiginlega. • Brautin er kynnt fyrir öllum samstarfsskólum og nemendum þeirra.
Eitt stoðkerfi og verkaskipting • UHI er með sameiginlegt stoðkerfi þar sem þátttökuskólar taka hver fyrir sig að sér að sjá um ákveðinn hluta þess, t.d. rekur einn skóli Blackboard, annar sér um netföng - @uhi.ac.uk. Íslenskir framhaldsskólar gætu tekið þetta upp, sameinast um rekstur kennslukerfis, skráningarkerfis og fleira og skipt verkunum á milli sín. • Hver skóli er með sitt eigið UT starfsfólk (er verið að skoða núna hvort eigi að setja upp eina UT þjónustu fyrir alla skólana)* * skv. viðtali við dr. Frank Rennie 25. mars 2010
Skráning nemenda • Nemendur geta ferið skráðir nemendur einhvers þátttökuskólans og skrá þig þá hjá þeim skóla eða þeir geta skráð sig sem nemendur UHI samstarfsnetsins. Skrifstofan í Vernice sér um UHI skráninguna. (Verið er að skoða hvort sé hægt að setja upp sameiginlegt skráningarkerfi fyrir alla skólana)*. • Á Íslandi er sameiginlegt innritunarkerfi fyrir framhaldsskólanám. Það vantar sameiginlegt skólaskráningarkerfi en MRN er að skoða hvort að hægt sé að bjóða nemendum að skrá sig í fjar- og dreifnámsáfanga í gegnum sameiginlegt kerfi. Símenntunarmiðstöðvar hafa bent á að það vanti sameiginlegt skólaskráningarkerfi. * skv. viðtali við dr. Frank Rennie 25. mars 2010
Eitt kennslukerfi • Í Labrador og Nýfundnalandi er notað eitt kennslukerfi fyrir öll skólastigin “DesireToLearn” sem þeir eru mjög ánægð með. Það þýðir að nemendur vinna alltaf í sama umhverfi og geta haldið úti ferilmöppu á Netinu allan skólaferilinn. U. of Memorial University í Nýfundnalandi bjó til kerfið og rekur það.
Kostir við að nota eitt kennslukerfi • Það væri æskilegt að nemendur myndu vinna í einu kennslukerfi hér á Íslandi. Það myndi auðvelda yfirsýn þeirra áfanga sem eru inni í kerfinu, auðvelda nemendum að sjá alla áfangana sína á einum stað (og aðeins einn notendaaðgangur) og gæti styrkt UT stoðkerfi fyrir nemendur þar sem það væri auðveldara að gera það aðgengilegt. • Á Íslandi eru notuð allavega fimm kennslukerfi og í stað þess að allir noti sama kerfið mætti smíða vefþjónustu sem myndi virka eins og allir væru í sama kerfinu.
íslenskir skólar nota Hvaða kennslukerfi Gögn um framhaldsskóla byggð á gögnum frá Sólveigu Jakobsdóttur. (2009). Fjarnám og blandað nám í íslenskum framhaldsskólum: Þróun og framtíð? Erindi flutt á málstofu á vegum RANNUM 17.11.2009. Gögn um háskólana eru fengin frá Sigurbj.Jóh. (2008). Netháskólinn. Skýrsla sem er byggð á viðtölum við starfsmenn samstarfsháskólanna. Taflan uppfærð í mars 2010 skv. nýrri óformlegri vitneskju en ekki allir skólar yfirfarnir. (Þeir skólar sem eru í sviga eru að hugsa um að skipta úr því kerfi sem þeir hafa notað og flytja sig yfir í Moodle. Nóvember 2009 / mars 2010.)
Framboð á námi og kennsluháttum • Í UHI er allt nám er í boði í staðnámi og fjar- og/eða dreifnámi. Nemendur geta valið um að taka einn áfanga í staðnámi, annan í dreifnámi og þriðja í fjarnámi, alla við sitthvern skólann. Þetta er fyrirkomulag sem mætti taka upp á Íslandi því það eykur sveigjanleika námsins og kemur betur á móts við þarfir nemandans. • Á Íslandi er mest af framboði á námi í staðnámi og á höfuðborgarsvæðinu eða Akureyri. Það vantar að auka jöfnuð til náms hér á landi með því að auka framboð náms í fjar- og /eða dreifnámi, svo að allir eigi jafnan aðgang að öllu námi.
Kostnaðarskipting • UHI fær fjármagnið og sér um að deila því út til skólanna eftir því hvaða þjónustu þeir veita. Það þyrfti að skoða þetta í samhengi við reiknilíkön skólanna og hvort væri hægt að gera breytingar á því sem myndu styðja við meiri sveigjanleika í menntakerfinu. • Hér á íslandi þyrfti að endurskoða kjarasamninga framhaldsskólakennara þannig að þeir leyfi sveigjanlega kennsluhætti. • Það þarf að skoða hvernig kostnaðarskipting ætti að vera á milli þátttökuaðila. Æskilegt að skoða UHI RAM reiknilíkanamódelið og athuga hvort við getum nýtt hugsanahátt þess í skiptingu fjármagnsins.
UHI og microRAM modelið þeirra • UHI er með reikniformúlu, sem er kölluð “microRAM (Resource Allocation Model)” og hefur hún þann tilgang að deila þeim fjármunum sem koma inn til UHI til þeirra þátttökuaðila sem þjónusta hann. Skiptingin er þannig: • 65% er ráðstafað til þess akademíska þátttakanda sem sér um kennsluna • 18% er fyrir “hýsingu” nemandans (aðgang að kennslustofu, tölvustofu, bókasafni o.s.frv.) • 17% er ráðstafað til þess aðila sem sér um skráningu nemandans (þ.e. sá sem sér um skráningu nemandans inn í UHI, vinnslu umsóknar, skráningu í námskeið og annarrar skráningarvinnu)
Notkun UT Markmið að styðji við sveigjanlega kennsluhætti • Sameiginleg upplýsingaveita um allt nám á Íslandi • Sameiginlegt rafrænt innritunarkerfi • Sameiginleg stoðkerfi (svæðaskipt/skólastig?). Efla náms- og starfsráðgjöf. Ýta undir samfélög. • Sameiginlegt kennslukerfi / tengingar á milli / Einn aðgangur Námsmat innbyggt inn í kennslukerfið • Sameiginlegt nemendabókhaldskerfi / tengingar á milli • Símenntun kennara / OER / Netnámskeið / Auðveldara að ná til kennara ef eru í einu samstarfsneti • Opið námsefni, verkefni, próf … (OER). Sameiginleg OER leitarvél sem leitar að efni í sameiginlegum efnisbanka, MELT, vefsíðum skóla, Flickr, YouTube, Wiki o.s.frv. • CC Ísland (Creative Commons Iceland)