210 likes | 421 Views
Mál skiptir máli. - Um tungumálið okkar, möguleika þess og ábyrgð þeirra sem hafa það fyrir öðrum 19. nóvember 2007 – Ingunn Snædal. Hver er með börnin?. Börn á leikskólum aldrei fleiri en nú. 91-96% allra 2-4 ára barna eru á leikskóla.
E N D
Mál skiptir máli - Um tungumálið okkar, möguleika þess og ábyrgð þeirra sem hafa það fyrir öðrum 19. nóvember 2007 – Ingunn Snædal
Hver er með börnin? Börn á leikskólum aldrei fleiri en nú. 91-96% allra 2-4 ára barna eru á leikskóla. • Árið 1998 – 40% leikskólabarna í átta tíma vistun á dag. • Árið 2006 – yfir 75% leikskólabarna í átta tíma eða lengur á hverjum degi.
Ég ætla að fjalla um • kynjakerfi í íslensku máli, • málstýringu og hvort þörf sé á henni hérlendis, • baráttu við þágufallssýki (sem nú heitir víst ‘hneigð’) • hvort sjá megi í stöðluðum prófum einhverja ‘málstefnu’ yfirvalda, • hvort jafnrétti í tungumáli sé eftirsóknarvert, • hvort nýja biblíuþýðingin sé liður í því að einfalda tungumálið, • nokkrar barnabækur með kynlegum gleraugum, • af hverju konur í Ísrael ávarpa sjálfar sig í karlkyni, • straukonur, vikastúlkur og prjónamenn, • hvort finna megi sniðug viðskeyti til að búa til ný íslensk kvenkynsorð, • og jafnvel eitthvað fleira
Kynjakerfi íslensku – gróflega einfaldað • Indóevrópska hafði fyrst eingöngu samkyn (lifandi verur) og hvorugkyn (hlutir og hugtök) • Málfræðilegt kvenkyn varð til út frá hvorugkyninu – hk.viðskeyti voru notuð til að leiða kvk.orð af karlkynsorðum á borð við konungur (rắjan-) = drottning (rắjñí-), úlfur (vŕka-) = úlfynja (vŕkĭ-)
Ómörkun karlkyns og hvorugkyns Notum karlkyn: • Þegar kynferði er ótilgreint (‘eru allir komnir?’) • Í almennum yfirlýsingum (‘hér er enginn’) • Í málsháttum o.þ.h. (‘Lengi er von á einum’, ‘þeir fiska sem róa’) • Gulur, rauður, grænn og blár ... • Einn, tveir, þrír ... Notum hvorugkyn: • Um tímann (‘klukkan er eitt’) • Í almennum orðasamböndum (‘kafli eitt, Rás eitt, Stöð tvö’) • Í húsnúmerum (‘Suðurlandsbraut eitt’)
Hvað segja þær í Ísrael? • ,,...‘þegar þú♂ verður♂ móðir (hebreska: Kesheata nihya ima) eða ‘mann♂ langar♂ í kynlíf (arabíska: kul insane byiiss il-aji lal-jins).” Táknið er notað til að sýna kyn orðsins. • ,,Dag einn uppgötvar ♂ þú♂ skyndilega að þú ♂ ert ♂ móðir og þú ♂ vilt ♂ geta verið heima með börnunum” (Yom ead ata pitom tofes sheata ima ve-kol ma sheata rotse ze lehishaer babayit im hayladim).
Önnur tungumál víkka sjóndeildarhringinn • Í írsku er fornafnið sé (hann) hið hlutlausa • ‘tá sé go breó’ þýðir ‘það er í lagi’. • Oft vísað til karlkynsnafnorða með kvk.fornafninu sí. • tá carr ag Máirtín agus tá sí an mhór (Marteinn á bíl og hún er mjög stór). • ‘tá capall ansin agus tá sí fíormhór (Þarna er hestur og hún er risastór). • Í írsku eru kvenkynsorð yfir mörg fyrirbæri sem íslenskt fólk hefur alla tíð vanist að séu kk. eða hk: gaoth (vindur), coill (skógur), spéir (himinn), farraige (sjór), scoil (skóli), tír (land). • Í írsku eru öll Evrópulönd kvenkyns, nema eitt. England er karlkyns (Sasana). • Í austur-tokkarísku: karlar sögðu näs (ég) sem var andlagsfall orðsins en konur nuk (ég) sem var nf. Karlar: mig vantar, konur: ég skal
Til hvers málstýring? • Líta menn svo á að • tungumálið sé tilfallandi kerfi tákna sem notað er til að tjá veruleikann • að það spegli veruleikann • að það stjórni því hvernig einstaklingur sér og myndar veruleikann • Tungumál speglar veruleikann, tveir pólar: • misrétti kynjanna endurspeglist í málinu, en málið valdi því ekki, breytingar á samfélaginu leiði til breytinga á máli (Lakoff 1975:47). • einmitt þessi speglun veldur því að tungumálið heldur ekki í við raunveruleikann og því þarf að breyta málinu, það er úrelt. • Sbr. þá ensku venju að nota mismunandi titla fyrir konur eftir hjúskaparstöðu þeirra: Mr. fyrir karlmenn er notað á móti Miss og Mrs. Þetta er gamaldags og stangast meira að segja á við lög í Englandi nútímans (Pauwels 1998:86).
Fleiri hugmyndir • Sapir-Whorf tilgátan: • Tungumál aðstoðar við að móta hugsun • Tungumál stjórnar hugsun • Fleiri sammála fyrri skilgreiningu • Staða kvenna tengist meðferð tungumálsins á þeim • Annað sjónarmið: • ,,Við konur getum oftar talað um okkur í karlkyni en karlar um sig í kvenkyni, því orðaforðinn býður upp á það.” (Kirkjuritið 2004:29) • ,,Elskum hver annan – konur og karlar.”
Jafnréttissinnaðir Þjóðverjar • Þjóðverjar hafa gengið hvað lengst í að koma á jafnrétti í tungumálinu • Virka kvenkynsviðskeytið –in sem skeytt er aftan við nafnorð: Malerin, Bischöfin, Dirigentin. • Enska á ekkert slíkt viðskeyti. Þau fáu orð sem mynduð eru með –ess fela í sér aukamerkingu, sbr. mister/mistress • Meðvituð málstýring. Aðallega með tvennum hætti: • kvenvæðingu (feminization) • Kvenkynið gert sýnilegt í málinu, t.d. með að taka alltaf fram bæði kynin þegar hópur er ávarpaður. ‘Männer und Frauen’, ‘Jeder Wähler oder jede Wählerin’. • hlutleysisgervingu (neutralization). • valin eru hlutlaus orð þegar talað er um bæði kynin. T.d. Individuum (hk. einstaklingur), Kind (hk. barn), Unfallopfer (hk. fórnarlamb slyss) eru dæmi um það. Önnur aðferð er að nota fleirtölu nafngerðra lýsingarorða, die Alten (um eldri borgara), die Studierenden (nemarnir).
Læknir/læknynja? • Íslenska á ekki neitt frjótt kvenkynsviðskeyti • –a er kvenkynsviðskeyti en notkun þess ylli þó vissum vandræðum • langflestar sagnir enda á –a í nafnhætti og 3.p.ft. Kvenkynsorð á borð við nema og lækna ganga ekki. • Önnur kvenkynsviðskeyti eru t.d. –ni, -un, –ing. • Ekkert þeirra er nothæft til að mynda nafnorð yfir gerendur. • -un og –ing eru virk verknaðarviðskeyti og mynda aðallega kvk.nafnorð af sagnorðum (Íslensk orðhlutafræði 1990:34). • –ni hefur verið talsvert notað til að mynda kvk.nafnorð, af lýsingarorðum sem enduðu á –inn, sbr. nýtinn-nýtni og síðar af öðrum lo. sbr. stífur-stífni, en ómögulegt að nota það til að mynda kvk.nafnorð af kk.nafnorðum. • Jón Axel Harðarson hefur skrifað um viðskeytið –ynja. Hann dregur í efa aðalmenn sátt náist um orð á borð við kennarynja, alþingismannynja og læknynja (JAH. 2001:269)
Íslensk starfaflokkun • Af heimasíðu Hagstofu Íslands • 1688 starfsheiti, af þeim eru 55 kvenkynsorð. • -konur, –stúlkur, -dömur, -seljur, -fóstrur, -freyjur og –mæður. • T.d. spunakona, þvottakona, skúringakona, ræstingakona, ráðskona, saumakona, prjónakona og straukona. • Vinnukona, heimilisþerna, heimilishjálp, vikastúlka. • Dagmamma, barnapía, barnfóstra, au pair, fóstra, umsjónarfóstra, deildarfóstra, yfirfóstra. • Engin fagmanneskja eða einstaklingur með æðri menntun. • Hinsvegar fiskvinnslukona, ræstingakona, vökukona, yfirsetukona, bústýra, fylgdarkona, vinnukona sem eiga sér öll karlkynsmótpart í skýrslunni. Meira að segja er til karlkynsheitið prjónamaður. • Jafnvel um störf sem ekki síður eru unnin af konum en körlum, er einungis að finna karlkynsorðin; hárgreiðslumaður, kaffiumsjónarmaður, blaðamaður, fréttamaður, sjónvarpsþulur, útvarpsþulur.
Guðið og ... • Ný Biblíuþýðing • Orðið guð komið frá frumgerm. samheitinu *ĝh-utáh, eintalan varð hvorugkyns. • Ætti það þá ekki að vera ‘það guðið’? • Einnig voru í hebresku textunum kvk.myndir af Guði sem síðar var sleppt. • Er rétt að einfalda málið of mikið? • Í Jerúsalem skuluð þér huggaðir verða Í Jerúsalem verðið þér huggaðir
… gay-liðið • Orðanotkun tengd samkynhneigð nátengd réttindabaráttu samkynhneigðra frá upphafi hennar. • Stór þáttur í baráttu fyrstu áranna var að neita að beygja sig undir fjandsamlegan og niðurlægjandi orðaforða. • Árið 1981 hafnaði útvarpsstjóri auglýsingu með orðunum hommar og lesbíur. Orðin væru erlendar slettur, tökuorð og samrýmdust ekki hreintungustefnu ríkisútvarpsins. • Útvarpsstjóri hafa eftir sér á prenti að orðin hommi, lesbía væru ónothæf af því að þau ,,stríddu gegn almennum smekk og velsæmi” (ÞK. 2004). • Í skólakerfinu var samkynhneigð ekki til umræðu fyrr en 1979.
Úrelt málstefna yfirvalda?- spurningar í samræmdum íslenskuprófum • Árið 2006: 42. Merktu við þá málsgrein sem þú álítur vera á vönduðu máli: • Burkna sterka hlakkar til menningarnóttarinnar • Burkna sterka hlakkar til menningarnæturinnar • Burkni sterki hlakkar til menningarnóttarinnar • Burkni sterki hlakkar til menningarnæturinnar • Í sjúkraprófi sama árs: 42. Merktu við ... vera á vönduðu máli: • Bjart kvíðir prófunum • Bjarti kvíðir fyrir prófunum • Bjartur kvíðir fyrir prófunum • Bjartur kvíðir prófanna • Árið 2004: 14. Hvaða málsgrein telst málfræðilega rétt? • Ég hlakka til sumarfrísins • Jón langar til að ná í prófinu • Jóni langar til að ná prófinu • Mig hlakkar til sumarfrísins
Samræmd próf, frh. • 2003: 26. Hvað af þessu telst ekki vera rétt og eðlilegt mál? • Ég geri alltaf eins og ég vill • Guðmundi finnst Sigrún falleg • Hallgrímur hlakkar til vorsins • Jóhannes vantar hákarl • 2002: 11.Sigga hlakkar til vorsins. Í hvaða kyni er skáletr. orðið? • Kk. / kvk. / hk. • Sjúkrpr: 11.Magga kvíðir jólunum. Í hvaða kyni er skáletr. orðið? • Kk. / kvk. / hk. • Árið 2000: 26. Hver eftirtalinna möguleika telst málfarslega réttur eftir því sem málvöndunarmenn segja? • Mig hlakkar til jólanna. Ég er þriggja ára • Sigga litla hlakkar til jólanna. Hann er þriggja ára • Siggu litlu hlakkar til jólanna. Hún er þriggja ára • Sigga litla hlakkar til jólanna. Hún er þriggja ára (www.namsmat.is)
Barnabækur • Sitji guðs englar (‘83) = þeir krakkarnir • Rympa (’87) = þau börnin • Töfradalurinn (’97) = pirrandi • Blái hnötturinn (’99) = þau börnin • Beinagrindin (’92-’94) = þau krakkarnir
Þegar öllu er á botninn hvolft... • ... er íslenska ekki alltaf rökrétt: • Maður er enn orðin ólétt • Ráðherrann var alltaf pirraður þegar hann var óléttur • Löggan var mjög hraustur • Ég á helmingi meiri pening en þú • Hann vinnur á Morgunblaðinu
Heimildir • Buβmann, Hadumod, og Marlis Hellinger. 2003. Engendering female visibility in German. Gender Across Languages: The Linguistic Representation of Women and Men. 3:141-74. • Haraldur Bernharðsson. 2005. Horfið þér á Skjá einan? Íslenskt mál og almenn málfræði. 26:147-63. • Helgi Skúli Kjartansson. 1998. Um kynlausan lýsingarhátt og jafnréttissjónarmið í kynbeygingum. Greinar af sama meiði - helgaðar Indriða Gíslasyni sjötugum. Rannsóknarstofnun Háskóla Íslands. 247-54. • Jón Axel Harðarson. 2005. Hví var orðið guð upphaflega hvorugkynsorð? Orð og tunga. 7:81-93 • Jón Axel Harðarson. 2001. Um karla og karlynjur – málfræðilegt samband karlkyns og kvenkyns í íslenzku frá sögulegu og samtímalegu sjónarhorni. Íslenskt mál og almenn málfræði. 23:253-73. • Kristín Þórunn Tómasdóttir. 2003. Samkynhneigð og Biblían – í hinsegin ljósi. Studia theologica islandica. Guðfræðistofnun – Skálholtsútgáfa. 18:91-104. • Lakoff, Robin. 1975. Language and Woman´s Place. Harper & Row, New York. • Pauwels, Anne. 1998. Women Changing Language. Longman, London/New York. • Stína Gísladóttir. 2004. Nokkur orð um tungumálið og kynin. Kirkjuritið. 70. árgangur, 1 hefti, 2004. s. 29. • Þorvaldur Kristinsson. 2003. Að hasla sér völl. Stutt ágrip af sögu samkynhneigðra á Íslandi. http://www.samtokin78.is/
Heimildir, frh. • Ásta Svavarsdóttir, Gísli Pálsson, Þórólfur Þórlindsson. 1984. Fall er fararheill. Íslenskt mál og almenn málfræði. 6:33-55. • Crawford, Mary. 2000. A Reappraisal of Gender: An Ethnomethodological • Approach. Feminism & Psychology, 10. árgangur, 1. hefti. 7-10. • Elías Snæland Jónsson. 1997. Töfradalurinn. Vaka-Helgafell, Reykjavík. • Gísli Sigurðsson. 2006. Íslensk málpólitík – fyrri hluti. Tímarit Máls og menningar, 67. árgangur, 3. hefti. 59-74. • Hagstofa Íslands. 1994. Íslensk starfaflokkun með skýringum og dæmum. 1. útgáfa. • Vefslóð: http://www.hagstofa.is/?PageID=1006 • Jakob Benediktsson. 1987. Lærdómslistir. Mál og menning – Stofnun Árna Magnússonar. • Kessler, Suzanne J og Wendy McKenna. 1978. Gender: An Ethnomethodological Approach. The University of Chicago Press. • Morgunblaðið á netinu. 2007, 25. apríl. Börn í leikskólum hafa aldrei verið fleiri. http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1266317 • Námsmatsstofnun. Samræmd próf – grunnskólar. • Vefslóð: http://www.namsmat.is/vefur/samr_prof/grunnskolar/samramd.html • Sigrún Eldjárn. 1994. Beinagrindin syngjandi. Forlagið, Reykjavík. • Skólavefurinn. Stærðfræði – 3. bekkur. Tímamælingar. Vefslóð: • http://www.skolavefurinn.is/lokad/kennarar/grunnskoli/staerdfraedi/bekkur_3/timi2.pdf • Sa’ar, Amalia. 2007. Masculine Talk: On the Subconscious Use of Masculine Linguistic Forms among Hebrew- and Arabic-Speaking Women in Israel. Signs: Journal of Women. University of Chicago Press. 32:2. http://www.journals.uchicago.edu/Signs/journal/issues/v32n2/60029/60029.html • Sunna Ósk Logadóttir. 2007, 25. apríl. Einmana börn auðveld bráð. Félagslega einangruðum börnum í skólum á Íslandi fer fjölgandi. http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1266277