410 likes | 588 Views
Framtíðin bíður með vonir og drauma - og ábyrgð! Settu þér markmið!. 6. Framtíðin og fjármálin. Lykilspurningar: Hvernig lífi vil ég lifa? Hvernig líf hentar mér? Hvernig er framtíðarsýn mín? Hvernig stjórna ég fjármálunum, nú og til framtíðar?. Hlutverk í lífinu.
E N D
Framtíðin bíður með vonir og drauma - og ábyrgð! Settu þér markmið! Leikur að lifa
6. Framtíðin og fjármálin • Lykilspurningar: • Hvernig lífi vil ég lifa? • Hvernig líf hentar mér? • Hvernig er framtíðarsýn mín? • Hvernig stjórna ég fjármálunum, nú og til framtíðar? Leikur að lifa
Hlutverk í lífinu • Við gegnum öll mismunandi hlutverkum sem fléttast saman í lífinu. • Maki, foreldri, vinur, starfsmaður, barn aldraðra foreldra, borgari ... • Unglingur, sonur/dóttir, nemandi, vinur, starfsmaður ... Hlutverkin þróast og breytast, ekki síst við það að verða fullorðinn! Leikur að lifa
Réttindi og skyldur FARA SAMAN! Leikur að lifa
Hver eru réttindi og skyldur barna? • Ólögráða einstaklingur er barn samkvæmt lögum. • Lögráða við 18 ára aldur. Leikur að lifa
Umboðsmaður barna • Talsmaður barna og unglinga og kemur réttinda- og hagsmunamálum þeirra á framfæri við: • fullorðna, • opinbera aðila, • þá sem reka félög og fyrirtæki. • Gætir réttinda barna og unglinga sem ekki hafa náð 18 ára aldri. Leikur að lifa
Verk umboðsmanns barna • Vinnur almennt að réttinda- og hagsmunamálum barna og unglinga. • Skiptir sér ekki af vandamálum einstakra barna. • Leiðbeinir öllum þeim sem til hans leita um hvert hægt er að snúa sér til að fá aðstoð. Leikur að lifa
Umboðsmaður barna http://www.barn.is/page.asp?id=13&pid=0 Leikur að lifa
Hvað felst í því að verða fullorðinn? Hver verða réttindi þín og skyldur? Hvernig ætlar þú að spila úr þessu? Leikur að lifa
Framtíðin • Veldu það sem þér finnst vega þyngst. • Njóttu þess besta sem lífið hefur að bjóða. • Settu þér því markmið í tengslum við • styrk þinn • langanir • væntingar Framtíðin er að talsverðu leyti í þínum höndum. Leikur að lifa
Sjálfræði • Einstaklingur ræður persónulegum högum sínum. Hvernig höndlum við það? Leikur að lifa
Fjárráða • Einstaklingur ræður yfir fjármunum sínum. Því fylgir mikil ábyrgð! Leikur að lifa
Lögráða • 18 ára. • Þá er einstaklingur bæði sjálfráða og fjárráða. • Hafi einstaklingar gengið í hjónaband verða þeir við það lögráða við hjúskaparstofnun. • Það er ekki hægt nema með samþykki foreldra. Verðið þið þá laus undan skyldum gagnvart foreldrum ykkar? Leikur að lifa
Hjúskapur 18 ára – getur gengið í hjónaband eða staðfesta samvist Fólk er vígt í hjónaband af Prestum (bara gagnkynhneigðir) Sýslumönnum Sýslumenn annast vígslu í staðfesta samvist. Báðir aðilar hafa skyldur í hjónabandi/staðfestri samvist. Skuldir Eignir Börnin http://www.fjolskylda.is Leikur að lifa
Réttindi og skyldur eiga oftast samleið! Því meiri réttindi – því meiri skyldur. Leikur að lifa
Fjárráða • 18 ára einstaklingur • Hefur fullt vald yfir eigin fjármunum • Sér fyrir sér sjálfur Leikur að lifa
Þekkið þið þessi hugtök? • Vextir • Vaxtavextir • Vísitala • Verðbólga • Verðtrygging • Þjónustugjöld Leikur að lifa
Vextir • Prósentutala sem greidd er fyrir afnot af peningum. • Mældir í tíma. • Reiknast af höfuðstól. • Heildarupphæð á hverjum tíma. • Innvextir. • Ef þú átt inneign og færð greidda vexti (þú lánar peningana þína). • Útvextir. • Ef þú skuldar og þarft að greiða vexti af peningunum sem þú færð lánaða. • a(1+v)n • a=höfuðstóllinn • v=vextir • n=tímabil – dagar/mánuðir/ár Leikur að lifa
Vaxtavextir • Vextir sem reiknast ofan á vexti. Leikur að lifa
Vísitala • Breytileg tala sem mælir hlutfallslega breytingu á nokkrum sviðum, m.a.: • Byggingum • Byggingavísitala sýnir breytingu á byggingarkostnaði. • Framfærslu • Framfærsluvísitala sýnir breytingu á framfærslukostnaði vísitölufjölskyldunnar. • Launum • Launavísitala sýnir breytingu á launum. • Neysluverð • Vísitölu neysluverðs er ætlað að sýna verðlagsbreytingar á nauðsynjavörum. • Lánskjörum • Lánskjaravísitala sýnir breytingu á lánskjörum og er hún samansett úr bygginga-, framfærslu-, og launavísitölu. • Henni er beitt til að fylgjast með verðlagi á þessum sviðum. Leikur að lifa
Verðbólga • Hækkun á verði á vöru og þjónustu. • Algengasti mælikvarði á verðbólgu er vísitala neysluverðs. • Verðbólga felur í sér að verðgildi peninga minnkar, þ.e.a.s. minna af vöru og þjónustu fæst fyrir hverja krónu. Leikur að lifa
Verðtrygging • Sumar fjárskuldbindingar eru verðtryggðar og breytast þá í réttu hlutfalli við tilteknar vísitölur, oftast lánskjaravísitöluna. Leikur að lifa
Þjónustugjöld • Gjöld sem fyrirtæki eða stofnanir innheimta af þeim sem nota sér þjónustu þeirra. Leikur að lifa
Lán • Bera vexti. • Borga þarf lántökugjald. • Borga þarf stimpilgjald. • Lánin eru oft verðtryggð. Leikur að lifa
Yfirdráttur • Lán með háum vöxtum • Vextir breytilegir 14–19% Er hann ákjósanlegur? Leikur að lifa
Kreditkort • Lán • notar peninga áður en þú eignast þá • Kortagjald • Lánið greitt einu sinni í mánuði • Erfitt að hafa yfirsýn Er það ákjósanlegt? Leikur að lifa
Margt í boði hjá bönkunum – og sumt af því gylliboð • Yfirdráttur • Skammtímalán • Langtímalán • Tímamótalán • Tölvulán • Græjulán • Íbúðalán • Afborgunarsamningur • Netbílalán • O.fl. Leikur að lifa
Varúð! Undirskrift fylgir ábyrgð! • Þú gefur loforð um að borga! • Sjálfskuldarábyrgð: • Þegar þú ábyrgist greiðslu á skuld annars aðila þá lofar þú að greiða skuldina ef hann greiðir ekki. Leikur að lifa
Ef þú skrifar upp á lán eða ábyrgð skaltu: • kanna fjárhag þess sem biður þig að gangast í ábyrgð. • ekki ábyrgjast meira en þú getur greitt. • fylgjast með skilum. • ekki láta vanskil hlaðast upp. Leikur að lifa
Hvað ber að varast? • Gylliboð • fjármálastofnana • verslana • Villandi auglýsingar • Markhópar • Hverjir eru markhópar auglýsinganna? • Undirskriftir Leikur að lifa
Hvað ertu með í vikupening? • Í hvað eyðirðu? • Eyðirðu skynsamlega? • Hvað getur þú gert til að eiga afgang? Leikur að lifa
Sparnaður Vaxtareikningur: I=U(1+V)n Þar sem: I=innistæða U=innlegg V=vextir n=tímabil • Bankareikningar • Reglulegur sparnaður • Lífeyrissparnaður • Verðbréf, hlutabréf og sjóðir Styrmir leggur inn 100.000 kr. á 7% vöxtum og tekur þær út eftir 24 mánuði/2 ár I=U(1+V)n I=100.000(1,07)2 I=114.490 kr Leikur að lifa
Fjármál og fíkn • Fíkn er að neyta einhvers eða nota eitthvað án þess að hafa stjórn á neyslunni/notkuninni. • Áfengi og vímuefni • Spilafíkn • Kaupfíkn • Tölvufíkn Allt snýst þetta um peninga. Leikur að lifa
Hvað kostar lífsstíll • Hversu margir eru með litað hár hér inni? • 5.000 – 10.000 kr. – algengt verð fyrir litun og klippingu • 4 sinnum á ári 20.000 kr til 40.000 kr Leikur að lifa
Lífsstíll • Föt • Diesel-gallabuxur 18.000 kr. • Peysa 3.000 kr. • Úlpa 10.000 kr. • 4 sinnum á ári = 124.000 kr. ári • Sími • Kostar 10.000 kr. • 1.000 kr. á viku • = 58.000 kr. yfir árið Leikur að lifa
Lífsstíll • Reykingar • 7 pakkar á viku u.þ.b. 4.000 kr. • Um 17.000 kr. á mánuði • 204.000 kr. á ári Leikur að lifa
Þannig að ef þú ... • reykir 1 pakka á dag • kaupir föt fyrir 2.000 kr. á viku • átt síma • borðar pitsu 1 sinni í viku með gosi • ...þá kostar þú um 9.000 kr. á viku, um 39.000 á mánuði – um 468.000 kr. á ári ... • ... Bara lífsstíll ... • Þá er eftir klipping, bíó, tómstundir ... Leikur að lifa
Hvað kostar þú? Unnur kostar: Föt: Annað sem hún ber: Nærföt = 2.000 kr. Sími = 18.000 kr. Buxur = 7.000 kr. Klipping og litun = 9.000 kr. Skyrta = 3.000 kr. Skart = 3.000 kr. Sokkar = 300 kr. Taska = 5.000 kr. Belti = 1.000 kr. Skólabækur = 25.000 kr. Úlpa = 8.000 kr. Úr = 10.000 kr. Skór = 7.500 kr. Bolur = 2.000 kr. Samtals = 100.800 kr Leikur að lifa
Markmið og leiðir í fjármálunum • Settu þér markmið og finndu þér leiðir að þeim. • Markmið er sá áfangi/árangur sem þú ætlar að ná á ákveðnum tíma. • Mikilvægt er að forgangsraða markmiðum sínum. • Leiðir eru þær aðferðir sem þú ætlar að nota til að ná markmiðum þínum. Leikur að lifa
Mikael Máni er 16 ára • Markmið • Ætlar að eignast 200 þús. kr. bíl þegar hann verður 17 ára. • Leiðir • Vinna jóla- og sumarvinnu. • 150 þús. • Nota fermingarpeningana. • 100 þús. Leikur að lifa
Það tekur tíma að vinna fyrir neyslunni. • Væri skemmtilegra að gera eitthvað annað við tímann? Leikur að lifa