1 / 12

Veislan stendur enn – en

Veislan stendur enn – en. Fundur Viðskiptaráðs 13. september 2005 Sigurjón Þ. Árnason Bankastjóri Landsbankans. Íslandsvélin er enn á fullu stími. Hagvöxtur hefur verið að meðaltali 3,5%, samanborið við 2,7% í OECD löndunum síðastliðin 10 ár

marly
Download Presentation

Veislan stendur enn – en

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Veislan stendur enn – en Fundur Viðskiptaráðs 13. september 2005 Sigurjón Þ. ÁrnasonBankastjóri Landsbankans

  2. Íslandsvélin er enn á fullu stími • Hagvöxtur hefur verið að meðaltali 3,5%, samanborið við 2,7% í OECD löndunum síðastliðin 10 ár • Kaupmáttur almennings hefur aukist um 45% á sama tíma • Skattar hafa lækkað og munu lækka enn frekar á næstu 3 árum • Atvinnuleysi er í lágmarki nálægt 2% • Á sama tíma hefur orðið bylting í fjármögnun íbúðahúsnæðis. • Lánsfjárskömmtun hefur verið aflétt • Meðalvextir húsnæðislána hafa lækkað um þriðjung á 10 árum • Íslensk fyrirtæki og fjárfestar eru í mikilli útrás • Söluhagnaður vegna sölu ríkiseigna bíður í Seðlabankanum

  3. Íslandsvélin – hvað sögðu mælarnir í mars Vörumarkaður Vinnumarkaður Skuldabréfamarkaður Hlutabréfamarkaður Fasteignamarkaður Gjaldeyrismarkaður Eins og ég sagði í mars er þenslan nú óhefðbundin að því leyti að hún á rætur sínar í fasteigna- og gjaldeyrismarkaði. Ekki hefðbundin þensla á vinnu- og vörumarkaði. Drifkraftur þenslunnar getur þó breyst mjög hratt.

  4. Hvað hefur breyst? Krónan sterkri en ég átti von á Viðskiptahalli sem % af landsframleiðslu • Flytur eftirspurnina úr landi og þrengir að atvinnulífinu. • Veldur þar með viðskiptahalla og ytra ójafnvægi í þjóðarbúskapnum • Styrkur krónunnar er sérstaklega athyglisverður í ljósi þess að ríkissjóður áformar að kaupa samtals keypt 16 ma.kr. meiri gjaldeyri á millibankamarkaði en til stóð í upphafi árs • Erlendir fjárfestar hafa komið auga á högnunar-möguleika og eru orðnir stórir áhrifavaldar á gjaldeyris- og skuldabréfamarkaði • Hafa gefið út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir um 30 ma.kr. • Til samanburðar nam innflæði vegna stóriðju-uppbyggingar 17 mö.kr. á síðasta ári og 35 mö.kr. í ár • Kaupendur skuldabréfanna vilja hávaxtabréf með traustum útgefendum og virðast ekki hræðast gengisáhættu • Útgefendur skuldabréfanna hagnast á „of lágu“ skuldaraálagi. Fá lægri vexti en íslenska ríkið • Erlendir aðilar hafa komið með nýja vídd inn á innlendan gjaldeyrismarkaði sem gæti aukið sveiflur á markaðnum og eykur flækjustig peningastefnunnar Gengisvísitala krónunnarjanúar til september 2005

  5. Hvað hefur breyst?Hærri stýrivextir, lægri markaðsvextir Metinn eingreiðsluferill óverðtr. ríkisskuldabréfa • Markaðsvextir hafa lækkað, þótt stýrivextir hafi verið hækkaðir 2x um samtals 0,75 % • Dregur úr aðhaldssemi peningastefnunnar og sýnir í hnotskurn þá erfiðleika sem Seðlabankinn stendur frammi fyrir • Yfirlýsingar ÍLS um að sjóðurinn leiti allra leiða til að lækka sína vexti enn frekar eru ekki til þess fallnar að hafa æskileg áhrif á væntingar • Fasteignaeigendur sem trúa því að vextir muni lækka enn frekar munu reyna eðlilega að fá hærra verð fyrir íbúðir sínar

  6. Hvað hefur breyst?Áframhaldandi hækkanir á hlutabréfum • Úrvalsvísitalan hefur hækkað um rúmlega 21% síðan í mars • Mikið hefur gerst hjá einstökum félögum og markaðssvæði þeirra hefur stækkað • Landsbankinn hefur keypt verðbréfafyrirtæki í París • KB hefur keypt banka í Bretlandi • Össur hefur keypt bandarískt stuðningstækjafyrirtæki og er í viðræðum um kaup á evrópsku • Marel hefur keypt fyrirtæki í Singapúr • Actavis hefur keypt lyfjaframleiðanda í USA og lyfjadreifingarfyrirtæki í Búlgaríu • Hagnaður hlutafélaga er að aukast mikið. Afkoma hefur verið í takt eða yfir væntingum • Verðlagning nær allra hlutabréfa sem Greiningardeild Landsbankans fylgist með er yfir verðmati. • Verðmöt eru og eiga að vera íhaldssöm og greinendur sjá útrásina ekki fyrir • Það sem skiptir máli er hvernig fyrirtækjunum tekst til með að vinna úr þeim kaupum sem þau hafa ráðist í

  7. Hvað hefur breyst?Ró að færast yfir fasteignamarkað Hækkanir fasteignaverðs 2000-2005 • Hægt hefur á hækkun húsnæðisverðs • Útlánavöxtur er enn mikill • Opinbera húsnæðiskerfið er í endurskoðun, enda hafa stjórnvöld þegar náð þeim markmiðum sem lagt var upp með í stjórnarsáttmálanum • Áhrif fasteignalánabyltingarinnar eru gríðarleg og meiri en menn óraði fyrir bæði á einkaneyslu og fyrir vinnumarkað • Í raun er merkilegt að þetta hefur ekki haft umtalsverð áhrif á ákvarðanir í ríkisfjármálum, en opnum vinnumarkaðarins hefur hjálpað mikið og létt undir með hagstjórninni • Fyrirhuguð tímasetning á ráðstöfun á söluandvirði Símans 2007-2012 er einnig skynsamleg Hækkanir fasteignaverðs 2001-2005, 12 mán. br %

  8. Hvað hefur breyst?Vaxandi þensla á vinnumarkaði Atvinnuleysi og verðbólga 1991-2005 • Opnunarákvæði almennra kjarasamninga koma til skoðunar í nóvember • Flest bendir til opnunar • Skortur á vinnuafli að koma í ljós • Skuldir heimilanna halda áfram að vaxa • Höfum ekki áður náð að hemja verðbólgu með atvinnuleysi undir 2% • Höfum reyndar aldrei reynt það áður með Seðlabankann á verðbólgumarkmiði • Ástandið farið að líkjast hefðbundinni þenslu

  9. Hvað hefur breyst?43 mö.kr. ráðstafað í opinberar framkvæmdir 2007 - 2012 Ráðstöfun á söluandvirði Símans í opinberar framkvæmdir, m.kr 2005 - 2012 • Framkvæmdirnar eru líklegar til að koma í veg fyrir þá stöðnun/niðursveiflu sem flestir hafa gert ráð fyrir á árunum 2007-2008 • Viðskiptahallinn mun ekki lokast með sama hætti og sama hraða og við höfðum áður áætlað Spurningin er: • Þolir Íslandsvélin að vera áfram á hæstu stillingu, án þess að fá hvíld?

  10. Hvað segja mælarnir ? Vörumarkaður Vinnumarkaður Skuldabréfamarkaður Hlutabréfamarkaður Fasteignamarkaður Gjaldeyrismarkaður

  11. Er þetta eilífðarvél ? Er engin hætta á hökti ? • Flestir spekingar eru sammála um að eitthvað verði undan að láta • Útlánavöxtur er meiri en samrýmist jafnvægi • Eignaverð hefur hækkað umfram það sem breytingar á fasteignalánakerfinu geta réttlætt einar og sér • Gengi krónunnar er hærra en útflutnings- og samkeppnisgreinarnar geta þolað til lengdar • En hvað lætur undan ? • Greiningardeild Landsbankans spáir því að krónan gefi eftir á næsta ári og komi af stað verðbólguskoti sem nái hámarki í 7% • Í spá sinni í júní taldi Seðlabankinn nærri 90% líkur á því að verðbólga verði yfir 2,5% verðbólgu um mitt ár 2007. Þegar spáin var gerð voru stýrivextir samt 9%. Það er ekki gengislækkun sem veldur verðbólgu í spá SÍ, heldur þensla á vinnumarkaði og vörumarkaði • Óvissa vegna erlendra aðila

  12. Vélin gengur of hratt .... • Í ljósi þess að flestir spekingar spá verðbólguskoti er eðlilegt að þær raddir heyrist æ oftar að rétt sé að „hleypa verðbólgunni í gegn“ • Núverandi raungengisstig sé skaðlegt til lengdar og hættan á brotlendingu sé of mikil að óbreyttu • Er sú hagstjórn sem hér er stunduð hagkvæmasta fyrirkomulagið? • Þolir hagkerfið svona mikið álag? • Hentar verðbólgumarkmið við núverandi aðstæður? • Mikilvægt að svara þeirri spurningu hvort sú hagstjórn sem hér er stunduð sé hagkvæmasta fyrirkomulagið. • Það er svo mikið undir • Seðlabankinn getur ekki staðið einn á vaktinni á meðan allir aðrir hella olíu á eldinn. Hættan á að vélin bræði úr sér hlýtur að aukast

More Related