40 likes | 186 Views
Undirbúningur að gerð kjarasamninga - rammi og eftirfylgni. Gylfi Arnbjörnsson Forseti ASÍ. Hvernig svigrúmið er skilgreint. Ef við meinum eitthvað með ,,stöðugleika, lága verðbólgu og lága vexti‘‘ verður tvennt að vera til staðar: Meiri festu um gengi krónunnar með trúverðugri efnahagsstefnu
E N D
Undirbúningur að gerð kjarasamninga- rammi og eftirfylgni Gylfi Arnbjörnsson Forseti ASÍ
Hvernig svigrúmið er skilgreint • Ef við meinum eitthvað með ,,stöðugleika, lága verðbólgu og lága vexti‘‘ verður tvennt að vera til staðar: • Meiri festu um gengi krónunnar með trúverðugri efnahagsstefnu • Kostnaðarrammi kjarasamninga má ekki hafa neikvæð áhrif á raungengi og samkeppnisstöðu • Norðurlöndin hafa því byrjað á því að láta útflutnings- og samkeppnisgreinar semja um ,,svigrúmið‘‘ sem leggur grunn að rammanum um launakostnað • Verða að geta treyst því að stjórnvöld og seðlabanki sjái um sinn hluta • Mikilvægt að aðilar vinni saman að því að leggja ákveðin grunn að viðræðum m.a. með samræmdum gögnum um efnahagslegar forsendur, lykil hagstærðir og launaþróun á almennum og opinberum vinnumarkaði
Þýðir þetta miðstýrða samninga • Já, að því leiti að ramminn að launakostnaðarhækkunum er ákveðin miðlægt í samstarfi þeirra félaga/sambanda sem eru með kjarasamninga í útflutnings- og samkeppnisgreinum • Kallar á skýrari afmörkun á hugtökum eins og fastlaunakerfi og markaðslaunakerfi • Nei, ef þessu er fylgt eftir með nánari viðræðum í nærsamningum þar sem gengið er út frá fyrrgreindum kostnaðarramma, en tillit tekið til hagræðingar og framleiðniaukandi aðgerða • Miðstýring á dreifðum viðræðum! • Getur verið mikilvæg forsenda fyrir sveigjanleika á vinnumarkaði með skilgreindri aðkomu trúnaðarmanna/starfsmanna með stuðningi síns stéttarfélags • Vekur upp spurningar um hvaða áhrif viðræður í nærsamningum hafi á rammann • Launaskrið á almennum og opinberum vinnumarkaði sbr. dönsku launaþróunartrygginguna (reguleringsordningen)
Hvað næst? • Hvað viljum við ganga langt með þetta? • Er vilji til þess að skuldbinda sig til að fylgja svona launakostnaðarramma og tryggja hér stöðugleika? • Samningsrétturinn er hjá einstaka stéttarfélögum og verður ekki frá þeim tekin – en eru félögin sammála um mikilvægi lágrar verðbólgu og lágra vaxta? • Í dag er hægt að setja samræmda miðlunartillögu (sbr. 28. gr. 80/1938) líkt og í Danmörku, en er það vilji okkar að taka upp slíkt aðhald hér á landi?