1 / 20

Sérstaða opinbers vinnumarkaðar

Sérstaða opinbers vinnumarkaðar. 1. Mun meira regluverk um starfsemi og starfsmenn en á almennum vinnumarkaði. 2. Stjórnsýsluréttur gildir að hluta. 3. Uppsagnarvernd. 4. Ráðningarreglur. 5. Laun í samræmi við kjarasamninga. Löggjöf sem þarf að huga að.

Download Presentation

Sérstaða opinbers vinnumarkaðar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Sérstaða opinbers vinnumarkaðar 1. Mun meira regluverk um starfsemi og starfsmenn en á almennum vinnumarkaði. 2. Stjórnsýsluréttur gildir að hluta. 3. Uppsagnarvernd. 4. Ráðningarreglur. 5. Laun í samræmi við kjarasamninga.

  2. Löggjöf sem þarf að huga að • Stjórnsýslulög nr. 37, 1993, einkum 8.,10.,11., 13., 15., 17. og 20.-22. gr. • Upplýsingalög nr. 50, 1996, einkum 4. tl. 4. gr. og 23. gr. • Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96, 2000, einkum 15. og 24. gr. • Lög um málefni fatlaðra nr. 59, 1992, einkum 32. gr.

  3. Frh. löggjöf og kjarasamningsákvæði • Lög um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95, 2000, einkum 29. og 30. gr. • Ýmis sérlög, t.d. lög um leik- og grunnskóla. • Ákvæði í kjarasamningum um ráðningar og uppsagnir.

  4. Annað: • Jafnréttisstefna Hafnarfjarðarbæjar. • Mannauðsstefna Hafnarfjarðarbæjar. • Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar.

  5. Auglýsingar á störfum • 95. gr. samþykktar um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar: • Auglýsingaskylda. • Undantekning: • tilfærsla í starfi eða tímabundin afleysing. • Sambærilegt ákvæði í jafnréttisstefnu Hfj.bæjar, auglýsing innanhúss að öllu jöfnu ef um tilfærslu í starfi eða tímabundna afleysingu er að ræða.

  6. Efni auglýsingar 1. Skilyrði fyrir ráðningu þurfa að vera skilgreind og ákveðin. 2. Almenn hæfisskilyrði vegna starfa í sveitarfélögum – engin almenn lög. Sjá 6. gr. stml. sem taka til ríkisstarfsmanna. 3. Menntunarkröfur. 4. Hæfniskröfur. 5. Starfskjör. 6. 15., 18., og 24. gr. jafnréttislaga. 7. Jafnréttisstefna Hfj.bæjar, 3.2.2 og 3.2.3.

  7. Efni auglýsingar – frh. • Umsóknarfrestur – ekki lögbundið lágmark. Hjá ríki miðað við 2 vikna lágmark frá birtingu. • Má taka til greina umsóknir eftir að umsóknarfrestur er liðinn? • Nafnleynd umsækjenda er óheimil. • Birting auglýsingar – engar almennar reglur.

  8. Ráðning • Val úr hópi umsækjenda • Leitast skal við að ráða hæfasta einstaklinginn. • Ráðningaraðili ákveður hvaða sjónarmið hann leggur til grundvallar og ákveður innbyrðis vægi þeirra. • Nauðsynlegt að gera fyrirfram. • Sjónarmiðin þurfa að vera málefnaleg.

  9. Ráðning • Val úr hópi umsækjenda –frh. • Menntun • Reynsla • Meðmæli • Persónulegir eiginleikar • Jafnréttissjónarmið • Heildstætt mat • Óheimilt er að fela ráðningarstofu allt ráðningarferlið.

  10. Umsóknargögn og önnur gögn. Meðferð umsókna og skráning • Umsóknargögn ber að varðveita en ekki endursenda. Mikilvægt að varðveita auglýsingu og skila til launadeildar! • Skylt er að skrá niður munnlegar upplýsingar umsagnaraðila sem hafa verulega þýðingu og ætlunin er að byggja á, sbr. 23. gr. upplýsingalaga. • Umsækjendi getur krafist þess að fá öll gögn um sjálfan sig, sbr. 15. gr. stjórnsýslulaga. • Umsækjandi getur krafist að fá aðgang að gögnum annarra umsækjenda, sbr. stjórnsýslulög. Meta þarf í hverju tilviki fyrir sig hvort rétt sé að takmarka þennan rétt vegna einkahagsmuna.

  11. Starfsviðtal • Heimilt að kalla í viðtal þá umsækjendur sem koma helst til greina (ekki skylt að boða alla). • Skylt er að skrá niður upplýsingar í starfsviðtali sem hafa verulega þýðingu og ætlunin er að byggja á, sbr. 23. gr. uppl.laga. • Umsækjandi á rétt á að tjá sig um nýjar upplýsingar ef þær eru honum í óhag, hafa verulega þýðingu við úrlausn málsins og ætlunin er að byggja á, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga. • Hafi kerfisbundið mat verið lagt á hæfni umsækjenda þykir rétt að gefa þeim stuttan frest til að kynna sér niðurstöðu þess og gefa þeim tækifæri til að tjá sig um hana.

  12. Tilkynning um veitingu starfs • Tilkynna þarf öðrum umsækjendum bréflega um veitingu starfs. • Í tilkynningu skal leiðbeint um rétt til að óska eftir rökstuðningi. • 14 daga frestur frá móttöku bréfs til að óska eftir rökstuðningi, 20. og 21. gr. ssl. • Svar skal berast innan 14 daga. • Efni rökstuðnings. Lýsa þeim sjónarmiðum sem ákvörðun byggði á og greina frá helstu upplýsingum um þann sem fékk starfið, þ.e. menntun, starfsreynsla, aðrir þættir sem þýðingu höfðu við hæfnismat.

  13. Ráðningarsamningur • Ganga þarf skriflega frá ráðningarsamningi. • Upplýsingar um ráðningarkjör. • Aðild að stéttarfélagi. • Skil til launadeildar ásamt fylgiskjölum s.s. prófskírteini, vinnutími hjá öðrum vinnuveitendum og etc. • Meginregla – tímabundinn ráðningarsamningur til 1 árs í fyrstu.

  14. Starfslok • Næstu mánaðarmót eftir að 70 ára aldri er náð. • Starfsmaður segir upp – á rétt á að vinna í uppsagnarfresti – ef atvinnurekandi óskar ekki eftir vinnuframlagi þá þarf að greiða viðkomandi laun út uppsagnarfrest. • Starfslok vegna veikinda. • Starfslok vegna niðurlagningar stöðu - skipulagsbreytingar. Biðlaunaréttur – starfsmenn sveitarfélaga sem ráðnir voru fyrir 1. mars 1997 og féllu undir lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna. • Reynslutími. 3 mánuðir – uppsagnarfrestur 1 mánuður. • Tímabundin ráðning.

  15. Starfslok - uppsögn • ASÍ – starfsmenn (Hlífarfólk). Sömu reglur og á almennum vinnumarkaði, sbr. Hrd. 1996, 3563. Ekki áminningarferli. • Aðrir starfsmenn. Stjórnvaldsákvörðun – stjórnsýslulög gilda, áminningarferli skv. kjarasamningum.

  16. Uppsögn – frh. • Aðrir starfsmenn - frh. • 3ja mánaða gagnkvæmur uppsagnarfrestur meginregla. • Málefnalegar ástæður þurfa að liggja að baki uppsögn. • Ef ástæður varða starfsmanninn sjálfan þá þarf að áminna fyrst og gefa honum kost á að bæta ráð sitt áður en til uppsagnar kemur.

  17. Áminningarferli • Svifaseint ferli. • Mikilvægt að stjórnendur ráðfæri sig við starfsmannastjóra vegna slíkra mála. • Strangar sönnunarkröfur skv. dómum. • Skráning atvika sem upp koma mikilvæg – jafnvel þó þau ein og sér teljist ekki grundvöllur áminningar. • Atvik - sem eru tilefni áminningar – þurfa að vera upplýst. • Skrifleg tilkynning um fyrirhugaða áminningu – atvikum lýst og starfsmanni veittur frestur til að tjá sig um þau.

  18. Áminningarferli – frh. • Ákvörðun um áminningu – skriflega með bréfi. • Tryggja þarf sönnur á framangreindum bréfum. • Starfsmanni veitt tækifæri til að bæta ráð sitt.

  19. Uppsögn í kjölfar áminningar • Starfsmaður bætir ekki ráð sitt þrátt áminningu. • Atvik þurfa að vera upplýst sbr. hér að framan. • Atvik sambærilegs eðlis og þau atvik sem leiddu til áminningar. • Eðlilegt tímalegt samhengi milli atvika. • Andmælaréttur virtur – bréf. • Skrifleg uppsögn með sannanlegum hætti. Tilgreina ástæður uppsagnar. • Frekari rökstuðnings óskað – geta þess í bréfi.

  20. Annað • Afrit af uppsagnarbréfi ber að varðveita – afhenda launadeild án tafar. • Starfslokasamningar – í samráði við sviðsstjóra og starfsmannastjóra. • Fyrirvaralaus brottvikning úr starfi.

More Related