140 likes | 379 Views
Þjóðfélagsólga. 9. kafli, bls. 95 - 103. „Manneskja - ekki markaðsvara“. Í kröfugöngunni 1. maí 1970 fóru Rauðsokkur í sína fyrstu kröfugöngu. Þeirra meginkrafa var jafnrétti kynjanna. Samfélagslegar breytingar höfðu orðið miklar eftir seinni heimsstyrjöld ;
E N D
Þjóðfélagsólga 9. kafli,bls. 95 - 103
„Manneskja - ekki markaðsvara“ • Í kröfugöngunni 1. maí 1970 fóru Rauðsokkur í sína fyrstu kröfugöngu. • Þeirra meginkrafa var jafnrétti kynjanna. • Samfélagslegar breytingar höfðu orðið miklar eftir seinni heimsstyrjöld; - ungt fólk kom fram sem sérstakur þjóðfélags-hópur. Aukin menntun, fjölmennir árgangar og betri fjárráð. - konur menntuðu sig og urðu fjárhagslega sjálfstæðari en áður.
Róttæk gagnrýni • Róttækari viðhorf á 7. áratugnum um heim allan. Kviknuðu á Íslandi um 1970. • Fólk gagnrýndi „kerfið“. Sakaði stjórnvöld um valdníðslu, hugsjóna-leysi og taumlausa efnishyggju. • Kerfið = stjórnvöld,verkalýðshreyfingin,fjölmiðlar …
Fjórflokkurinn • Fjórir stjórnmála flokkar hafa verið ráðandi á Íslandi eftir seinni heimsstyrjöld. • Sjálfstæðisflokkur => hægriflokkur • Framsóknarflokkur => miðflokkur • Alþýðuflokkur => vinstriflokkur • Sósíalistaflokkur => vinstriflokkur • Áður var mikill munur á flokkunum, en þeir hafa færst nær hver öðrum. • Samstaða var um að viðhalda markaðshagkerfinu og öflugu velferðarkerfi.
Kjördæmi • Landinu er skipt í nokkur kjördæmi sem deila með sér þeim þingmönnum sem sitja á Alþingi. • Þéttbýlisstaðir fengu hlutfallslega fleiri þingmenn en höfuðborgarsvæðið. Framsókn græddi mest. Alþýðuflokkurinn tapaði mest. • 1959 var gerð breyting á kjördæmakerfinu.
Kjördæmi – frh. • Nú hafa kjördæmin stækkað enn meir og fækkað að sama skapi. => Sjá mynd á síðustu glæru og bls. 98 • Flestir talsmanna landsbyggðarinnar vilja mörg lítil kjördæmi. • Aðrir vilja að landið sé eitt kjördæmi svo að þingmenn gæti heildarhagsmuna þjóðarinnar.
Verkalýðshreyfingin • Alþýðuflokkurinn stjórnaði verkalýðshreyfingunni fram að seinni heimsstyrjöldinni. • Alþýðuflokkurinn var stofnaður af verkafólki. • Verkalýðshreyfingin fjarlægðist almenna félagsmenn með tímanum. • Síðar var farið að tala um hreyfingu launafólks. • Launþegahreyfingin valdamikið afl með digra sjóði lífeyrissjóði. • Fólk fær greitt úr lífeyrissjóðum þegar það fer á eftirlaun.
Fjölmiðlar • Fjölmiðlum er ætlað að gegna lýðræðishlutverki. • Blöð voru helstu fjölmiðlar í upphafi 20. aldar. • Voru þau oftast málpípur tiltekinna flokka. • Fjölluðu um málefni út frá ákveðnum skoðunum. • 1930 var Ríkisútvarpið stofnað. • Deilur um hvernig haga ætti fréttaflutningi. • Útvarpinu var ætlað að vera hlutlaust. • Ríkissjónvarpið var stofnað 1966 og var ætlað að vera mótvægi við sjónvarpssendingar Bandaríkjahers sem höfðu staðið frá 1954. • 1986 fengu einkaaðilar leyfi til að reka útvarps- og sjónvarpsstöðvar.
Æskulýðsuppreisn • Rokkið varð helsta sameiningartákn unga fólksins á seinni hluta 6. áratugarins. (Elvis Presley,MarylinMonroe og JamesDean m.a. fyrirmyndir unga fólksins => næsta glæra) • Á 7. áratugnum var unglingurinn orðinn sjálfstæður þjóðfélagshópur. • Stúdenta- og æskulýðsuppreisnir í lok 7. áratugarins. • ´68 kynslóðin barðist gegn hvers kyns valdi. • Uppreisnin náði til Íslands um 1970. • Nýr flokkur kom fram Framboðsflokkurinn. • Ungt fólk með ádeilu á gömlu flokkana. • Íslensk ungmenni mun friðsamari en erlend og því kom ekki til sams konar átaka og annars staðar. Upp úr þessu urðu tvær róttækar fylkingar.
Opnara samfélag. • Mikil róttækni hafði áhrif á samfélagið á 8. áratugnum. • Fjölmiðlaumræða varð opnari og gagnrýnni með tilkomu nýrra dagblaða sem voru ekki bundin stjórnmálaflokkum. • Vinstri viðhorf urðu sterkari og í lok 8. áratugarins tapaði Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta í sveitastjórnarkosningum í Reykjavík árið 1978. En það hafði ekki gerst áður. • Þó valdakerfið héldist óbreytt hafði róttækni unga fólksins mikil áhrif á samfélagið. • Krafa um aukið frelsi • Viðhorfsbreytingin gerði samfélagið að mörgu leyti lýðræðislegra • Meðvitund fyrir réttindum einstaklinga jókst
Kvennabarátta • Vitundarvakning meðal kvenna sem tóku að berjast fyrir jafnrétti kynjanna. • Miðað er við að nútímakvennabarátta hafi hafist 1.maí 1970. • Róttækar konur mynduðu hreyfingu sem þær kölluðu Rauðsokkur. Hreyfingin var áberandi allan 8. áratuginn. • Fyrsta kvennafrídaginn árið 1975 mættu um 25.000 konur í kröfugöngu í Reykjavík til að styðja kröfuna um bætta stöðu kvenna. • Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti árið 1980, fyrst kvenna. Einnig fyrsti lýðræðislega kjörni kvenkyns forseti í heiminum. • Femínistar buðu fram Kvennalistann til Alþingis árið 1983 • Eftir 1980 fóru konur að verða áberandi í íslenskum stjórnmálum. • Hörðustu kvennalistakonurnar mynduðu svo kjarna Samfylkingarinnar eins og hann er í dag.