230 likes | 392 Views
„ Þá kemur alveg svona nýtt look á fólk ... finnst það vera partur af því sem það er að gera. “. Samvinna við gerð áætlana – sýn starfsmanna. Áætlun um meðferð máls. Gerð að lokinni könnun þegar talin er þörf á stuðningi barnaverndarnefndar Ástæða afskipta
E N D
„Þá kemur alveg svona nýtt look á fólk ... finnst það vera partur af því sem það er að gera.“ Samvinna við gerð áætlana – sýn starfsmanna
Áætlun um meðferð máls • Gerð að lokinni könnun þegar talin er þörf á stuðningi barnaverndarnefndar • Ástæða afskipta • Hver og hvernig á að styðja barn og foreldra • Tímalengd afskipta • Áætlun er undirrituð • Lögð er áhersla á að áætlun sé unnin í samvinnu við foreldra og eftir atvikum barn. Anni G. Haugen, málstofa í barnavernd 29. nóv. 2010
Samvinna • Hugmyndir um réttindi eru m.a. tengdar alþjóðasamningum • Valdefling • Áhersla á að styrkja fjölskylduna • Takmörkun á samvinnu: • Valdaójafnvagi • Börn hafa réttindi en enga ábyrgð eða vald, foreldrar hafa réttindi og ábyrgð en ekkert vald, en starfsmenn hafa ábyrgð og vald en engin réttindi (Holland 2004) Anni G. Haugen, málstofa í barnavernd 29. nóv. 2010
Þátttaka barns • Barnið er sjálfstæður einstaklingur, getur veitt upplýsingar og býr yfir þekkingu á aðstæðum sínum sem skipta máli fyrir framtíð þess • Réttur barns til að tjá sig sbr.12. gr. Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins Anni G. Haugen, málstofa í barnavernd 29. nóv. 2010
Íslenskar rannsóknir um þátttöku barna í barnaverndarstarfi • Niðurstöður Elizabeth Fern (2008) sýna að virkni barna og ungmenna eykst í starfi með barnaverndarstarfsmönnum þegar áhersla er lögð á barnasjónarhornið í starfinu • Aðrar rannsóknir hafa sýnt að börn eru í takmörkuðum mæli virkjuð til samstarfs í barnaverndarstarfi (Anni G. Haugen 2009; Guðrún Kristinsdóttir, 2004; Halldór S. Guðmundsson, 2005; Hervör Alma Árnadóttir, 2006) • Í niðurstöðum fyrsta hluta þessarar rannsóknar um þátttöku barna og foreldra við gerð áætlana kom í ljós að af 50 börnum sem áætlanirnar vörðuðu skrifuðu 15 þeirra undir (Anni G. Haugen, 2009). Anni G. Haugen, málstofa í barnavernd 29. nóv. 2010
Börn sem alast upp hjá einstæðu foreldri sem er öryrki • Ekkirættviðbörnin, þauhvorkispurðálits, staðamálsinsekkikynntfyrirþeimnéheldurmögulegstuðningsúrræði • Opinberiraðilarvirðastekkihafaséðbörnin [Ég er] svolítið bara fúl út í barnaverndarnefnd yfir höfuð sko, mér fannst þær ekkert gera. Við ... höfum ... heyrt ... eftir á að það er búin að vera skýrsla um okkur frá barnaverndarnefnd í mörg, mörg, mörg ár sko, löngu áður en að mamma deyr, þú veist .... Þær höfðu víst meira að segja einhvern tímann bankað upp á og mamma bara neitað að opna og þá var bara eins og þær hefðu hætt að reyna. Mér finnst það að þau hefðu átt að gera eitthvað. Af því að þetta var ekkert alltaf gaman sko. Þú veist stundum ekkert að borða og við bara einar ... þú veist alveg fáránlegt. Anni G. Haugen, málstofa í barnavernd 29. nóv. 2010
Samvinna við foreldra • Áhersla á samstarf við móður • Hún er gerð ábyrg fyrir umönnun barnsins jafnframt því sem hún á að tryggja öryggi þess • Faðir fær litla athygli og ekki eru gerðar kröfur til hans sem foreldri (Anni G. Haugen, 2009; Guðrún Kristinsdóttir 1991; Scourfield, 2003; Stanley, Miller, Foster og Thomson, 2010). • Rannsóknir innan barnaverndar endurspegla þetta viðhorf Anni G. Haugen, málstofa í barnavernd 29. nóv. 2010
Samvinna við aðra • Áhersla á samvinnu við aðra sem sinna málefnum barna í barnaverndarlögum • Engar íslenskar rannsóknir til um hvernig þessi samvinna er í raun Anni G. Haugen, málstofa í barnavernd 29. nóv. 2010
Rannsókn um samvinnu barnaverndarnefnda við börn og foreldra við gerð áætlana um meðferð máls • greining á 50 áætlunum skoðaðar með það að markmiði að sjá hvort/hvernig börn og foreldrar komu að gerð þeirra • Eigindleg viðtöl við 5 barnaverndarstarfsmenn til að leita eftir hvort/hvernig börn og foreldrar eru virkjuð til þátttöku • Viðtöl við 11 börn og 9 foreldra um hvort/hvernig þau komu að gerð áætlana Anni G. Haugen, málstofa í barnavernd 29. nóv. 2010
Barnaverndarstarfsmennirnir • Starfsmenn voru á aldrinum 33 – 58 ára • Starfsaldur í barnavernd 2 – 27 ár • Tveir voru félagsráðgjafar, þrír höfðu grunnmenntun á sviði félags- og menntavísindum • Fjórir höfðu viðbótarmenntun sem nýtist í barnaverndarstarfi Anni G. Haugen, málstofa í barnavernd 29. nóv. 2010
Rannsóknarspurning • Á hvern hátt unnið er að því að ná samvinnu við börn og foreldra um gerð áætlana • Hvernig verður áætlunin til • Hver er þáttur foreldra, barns og annarra í henni • Hve langan tíma tekur að gera áætlun • Hver er þekking fjölskyldunnar á úrræðum • Hvernig er metið hvort markmið áætlunar hafi náðst • Dæmi um áætlun sem hefur tekist vel að mati viðmælenda • Rannsóknin var styrkt af Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands Anni G. Haugen, málstofa í barnavernd 29. nóv. 2010
Niðurstöður – tilurð áætlana • Hugmyndir um hvað eigi að vera í áætlun vakna hjá starfsmanni á meðan á könnun stendur • Áætlun er útskýrð sem samningur milli foreldra og starfsmann/barnaverndarnefnd • Gefur foreldrum tækifæri til að segja sína skoðun • Gefur hugmynd um tímalengd afskipta Anni G. Haugen, málstofa í barnavernd 29. nóv. 2010
Niðurstöður – tilurð áætlana • Leitað eftir tillögum frá foreldrum • Ekki gert ráð fyrir að það taki nema einn fund að búa til áætlun – tekur þó stundum lengri tíma • Ósk um að geta notað lengri tíma – hætta að nota “copy – paste” • Breytt vinnubrögð ? • Áhersla á að ekki sé skrifað undir annað en það sem allir eru sáttir við • “Margir foreldrar verða hissa þegar rætt er um áætlun á þessum nótum „sérstaklega fólk sem hefur verið hérna inni í svolítinn tíma og hefur ekki upplifað það áður. Þá kemur alveg svona nýtt look á fólk ... finnst það vera partur af því sem það er að gera.“ Anni G. Haugen, málstofa í barnavernd 29. nóv. 2010
Niðurstöður – þátttaka barnanna • Áhersla á að eldri börn taki þátt • Ekki algengt að börn yngri en 12 ára komi að áætlanagerð • Ástæður þess að börn skrifi ekki undir: • Ungur aldur • Áætlun varðar foreldra (t.d. áfengismeðferð) • Þegar sé búið að ákveða hvað barn eigi að gera (t.d. meðferð á BUGL) Anni G. Haugen, málstofa í barnavernd 29. nóv. 2010
Niðurstöður – þátttaka foreldra • Samvinnan oftast við móður • Móðir verður milliliður bv.starfsmanns og föður. • „Oftast kemur mamman og þá fer hún heim með áætlunina og maðurinn skrifar undir og hún skilar þessu svo inn.“ • Forsjárforeldri sem barn býr ekki hjá er sjaldan þátttakandi í gerð áætlunar Anni G. Haugen, málstofa í barnavernd 29. nóv. 2010
Niðurstöður – samvinna við skóla • Skólinn er nær undantekningarlaust nefndur með eitthvað hlutverk í áætlun • „Skólinn er oft með upplýsingar sem aldrei koma til okkar [barnaverndarstarfsmanna].“ • Skólinn tekur sjaldan þátt í að gera áætlun • Ólík afstaða til þátttöku skólans: • „Við hleypum skólanum aldrei í áætlanir” • „ Ég held að þeir séu fegnir að fá að vera með, af því að það er náttúrlega alltaf þessar sífelldu kvartanir yfir því að fá ekki að vera með og vita ekki hvað er að gerast. Mér finnst það bara svo miklu auðveldara.“ Anni G. Haugen, málstofa í barnavernd 29. nóv. 2010
Niðurstöður – mat á árangri • Algengast að ræða við barn og foreldra til að fá þeirra mat á því sem hefur breyst • Skýrslur frá stofnunum eða einstaklingum sem hafa veitt stuðning • Nokkrir viðmælendur töldu að þörf væri á að setja skýrari og fyrirfram ákveðin mælitæki á það hvað telja bæri árangur Anni G. Haugen, málstofa í barnavernd 29. nóv. 2010
Einkenni mála þar sem vel hefur tekist til við gerð áætlana • Tekst að skapa traust • „smátt og smátt þarna fannst mér ég ávinna traust hjá henni“ • Fá að taka langan tíma • „... ætli það hafi ekki verið í svona tvö ár “ Anni G. Haugen, málstofa í barnavernd 29. nóv. 2010
Einkenni mála þar sem vel hefur tekist til við gerð áætlana • Lítil skref í einu • „þá setti ég upp áætlun og þetta var allt tíunda, þetta var bara svona eitt, tvö, þrjú“ • Tala skýrt – gera grein fyrir valkostum • Fjölskyldan fær trú á að þau ráði við verkefnið • „ þau fóru að treysta og þau fóru að hafa trú á því að þetta gæti hugsanlega gengið upp“ Anni G. Haugen, málstofa í barnavernd 29. nóv. 2010
Einkenni mála þar sem vel hefur tekist til við gerð áætlana • Margir taka höndum saman • „... það sem skiptir rosalega miklu máli það eru allir að tala þarna saman, móðirin er bara að fá beinar upplýsingar frá fyrsta aðila“ • ... ég er ekki farin að sjá að þetta hefði unnist svona með því að ég hefði hitt hana hérna, þó ég hefði hitt hana vikulega og farið svo ein á fund upp í skóla.. þú veist...“ • Starfsmaður sér styrkleika/sjarma hjá einstaklingnum • „...þetta var alveg yndisleg móðir sem fékk alltaf stjörnur í augun þegar hún talaði um börnin sín“ • „...og hún var mjög viljug til samstarfs þægileg kona og vill vel...“ Anni G. Haugen, málstofa í barnavernd 29. nóv. 2010
Hvenær gengur vel • „Við ræddum mjög mikið saman og í allt öðrum gír á heimleiðinni, hún sagði mér frá áhugamálum sínum, og hún er mjög vel gefin en með mikla vanlíðan, og bara þuldi alla leiðina og hérna, tók ipodinn úr eyrunum og talaði alla leiðina...“ Anni G. Haugen, málstofa í barnavernd 29. nóv. 2010
Hvað er fagleg vinna? • „ég fékk reyndar ákúrur í vinnunni fyrir að þetta væri ekki faglegt að bjóða viðkomandi far..“ Anni G. Haugen, málstofa í barnavernd 29. nóv. 2010
Umræða • Áhersla á samstarf við foreldra – þ.e. mæður • Ástæða til að skoða þátttöku feðra frekar • Ekki er unnið markvisst að því að virkja yngri börn til þátttöku • Ólík afstaða til þess að fá skóla með í samstarf um áætlun • Áætlun er sjaldan tæki til að byggja upp samstarf og auka virkni barna og foreldra • Mikilvægt að mál fái að taka tíma – erfitt þegar krafan er á hraða og skjótan árangur Anni G. Haugen, málstofa í barnavernd 29. nóv. 2010