90 likes | 300 Views
Ítalía . Fanney og Guðrún . Landamæri. Ítalía . Ítalía er land í Suður-Evrópu. Opinbert tungumál ; ítalska (einnig þýska í Suður-Týról og franska í Ágústudal m.m.) Gjaldmiðillinn er evra.
E N D
Ítalía Fanney og Guðrún .
Ítalía • Ítalía er land í Suður-Evrópu. • Opinbert tungumál ; ítalska (einnig þýska í Suður-Týról og franska í Ágústudal m.m.) • Gjaldmiðillinn er evra. • Ítalía er að stærstum hluta langur skagi (Appennínaskagi) sem skagar langt út í Miðjarðarhafið, auk tveggja stórra eyja; Sikileyjar og Sardiníu. Skaginn og eyjarnar afmarka hafsvæði eins og Adríahaf austan við skagann, Jónahaf í suðaustri, Tyrrenahaf í vestri og Lígúríuhaf í norðvestri.
Lýðveldi • Ítalía er lýðveldi með fulltrúalýðræði og þingræði eftir að ákveðið var að leggja ítalska konungdæmið niður í þjóðaratkvæðagreiðslu 2. júní 1946. • Ríkisstjórn Ítalíu fer með framkvæmdavaldið og skiptist í þrennt: forsætisráðherra Ítalíu, ráðherra og ríkisstjórnina sjálfa sem er fundur eða ráð fyrrnefndra stofnana. • Ítalía er eitt af átta helstu iðnríkjum heims og áttunda stærsta hagkerfi heims á eftir Bandaríkjunum, Kína, Japan, Indlandi, Þýskalandi, Bretlandi og Frakklandi.
Framleiðsla • Auk framleiðsluiðnaðar er ferðaþjónusta mikilvæg atvinnugrein á Ítalíu sem er í fjórða sæti (á eftir Frakklandi, Spáni og Bandaríkjunum) hvað varðar fjölda heimsókna erlendra ferðamanna á ári (yfir 39 milljónir).Ítalía flytur inn langstærstan hluta hráefnis og 75% orku sem nýtt eru í landinu.
Menning • Allt frá tímum Etrúra og Rómaveldis hefur framlag Ítalíu til heimsmenningarinnar verið gríðarlegt. Mikilvægi ítalskrar menningar hefur meðal annars stafað af því að þar var miðpunktur Rómaveldis, þar hefur páfinn, höfuð hins rómversk-kaþólska heims, verið staðsettur lengst af og þar kom endurreisnin upp sem markaði þáttaskil milli miðalda og nýaldar. Ítalía er það land sem geymir flestar heimsminjar á Heimsminjaskrá UNESCO (41). • Á tímum Rómaveldis var latína opinbert tungumál, en á Ítalíuskaganum voru töluð mörg tungumál; rómönsk, púnversk, etrúsk og gallversk.
Tungumál • Á tímum Rómaveldis var latína opinbert tungumál, en á Ítalíuskaganum voru töluð mörg tungumál; rómönsk, púnversk, etrúsk og gallversk. • Ítalska þróaðist út frá ýmsum latneskum mállýskum á miðöldum. Elstu merki um hana er að finna í textum frá 10. öld en hún varð fyrst viðurkennd sem bókmenntamál með verkum rithöfunda á borð við Dante Alighieri, Giovanni Boccaccio og Francesco Petrarca á 13. og 14. öld.
Trúarbrögð Ítalíu. • Langflestir Ítalir aðhyllast rómversk-kaþólska kristni og þótt kaþólska kirkjan sé ekki lengur opinber trúarbrögð á Ítalíu þá eru ítök kaþólsku kirkjunnar mjög mikil í ítölsku samfélagi. Innflytjendur frá löndum eins og Albaníu og Marokkó (sem eru samanlagt um 1,4% íbúa landsins) hafa flutt með sér íslam, en á Ítalíu eru líka nokkuð öflugt og aldagamalt samfélag gyðinga auk hinna ýmsu trúfélaga mótmælenda
Landamærin • Ítalía liggur að Mónakó , Frakklandi , Sviss , Austurríki og Slóvaníu.