170 likes | 294 Views
Til umhugsunar. Hve mikið?. Einu sinni á ári þarf að setjast niður og áætla hversu miklu fé á að ráðstafa í markaðsmál. Hvenær?.
E N D
Hve mikið? Einu sinni á ári þarf að setjast niður og áætla hversu miklu fé á að ráðstafa í markaðsmál.
Hvenær? Markaðsfénu er síðan deilt niður á árið og útbúið markaðsplan. Það er mismunandi eftir fyrirtækjum hvenær rétt er að auglýsa - það getur verið árstíðabundið. Hvert fyrirtæki þarf að átta sig á hvað er mikilvægast fyrir það.
Hvernig? Hvernig ætlar fyrirtækið að hegða sínum markaðsmálum. Minna stöðugt á sig með litlum áminningum eða er betra að gera eitthvað sjaldan og hafa það sterkara. Um þetta eru til fjölmargar kenningar og tengist því auðvitað í hvaða geira er verið að vinna.
Staðsetning Það er hægt að fara ótal leiðir í markaðs- og auglýsingamálum og erfitt að segja hver er endilega „rétt“ en sterkast getur verið að velja sér leið og halda sig við hana. Það er miklivægt að hugsa allt auglýsingaefni fyrirtækisins í samhengi þannig að það vinni saman því það eykur heildaráhrifin. Það er hægt að nýta lítið auglýsingafé mjög vel á þennan hátt.
Vera öðruvísi Finna „sniðugar lausnir“ það er hægt að gera ýmislegt annað en að auglýsa í sjónvarpi eða dagblöðum, ss. nota dreifibréf í ákveðin hverfi – nota póstsendingar (meil/netið) - fá viðskiptavini til að skrá sig í klúbb og senda þeim svo áminningar – nota uppákomur – vera með frumlegar gluggaskreytingar – reyna að komast í blöðin. Vekja athygli á fyrirtækinu með einhverjum öðrum hætti en auglýsingum.
Hafa úthald Viðbrögð eru ekki alltaf eins og maður vill - uppákoman í ár tekst kannski ekki eins vel og maður hafði óskað sér en hún getur verið betri á næsta ári og eftir 5 ár er hún orðin ómissandi fyrir fjölda fólks.Auglýsingar skila sér ekki alltaf beint í viðbrögðum, en það er ekki þar með sagt að þær séu misheppnaðar. Það er mjög mikilvægt að hafa samhengi í því sem gert er og forðast að auglýsa tilviljanakennt.
Nýta þekkingu fagfólks Það er óþarfi að finna upp hjólið, það getur verið mun hagkvæmara að fá fagfólk til að ráðleggja sér en að reyna að leysa öll mál sjálfur. Það þarf bara að vanda valið og vita fyrirfram að hverju er verið að leita.
Vandinn? Bakgrunnur – hver er vandinn– hver er staðan núna þarf að bregðast við breytingum?T.d. dregið hefur úr heimsóknum
Við hvern á að tala? Markhópur - hvaða hóp viljum við nálgast?Ekki tala við alla í einu…T.d. fjölskyldufólk
Tilgangurinn? Hvert er markmiðið? Til hvers erum við að þessu? Hvaða árangri viljum við ná? Helst mælanleg.T.d.1000 fleiri heimsóknir í mánuði
Hvað viljum við segja? Vera mjög hnitmiðuð – ein seting er best – hún getur verið niðurstaða af mjög mörgum öðrumT.d. Gott að vera / hvað viltu vita…
Sölupunktar? Hvað kosti höfum við sem getur hjálpað okkur? Staðreyndir sem vinna með okkur og við ættum að láta vita af.T.d. 85.000 titlar / 8.000 geisladiskar
Annað mikilvægt Er eitthvað annað sem þarf að koma fram?T.d. staðsetning / opnunartímar…
Hvað þarf og hvenær? Tímamörk, efni, magn, miðlar