230 likes | 619 Views
Feður í fæðingarorlofi. Anna Kristín Jóhannsdóttir Berglind Anna Sigurðardóttir Rósa Margeirsdóttir. Breytt hlutverk kynjanna. Heldur hefur þokað í jafnréttisátt sl.30 ár Konur fóru að mennta sig og vinna utan heimilis Karlar fóru að taka meiri þátt í uppeldi og heimilisstörfum
E N D
Feður í fæðingarorlofi Anna Kristín Jóhannsdóttir Berglind Anna Sigurðardóttir Rósa Margeirsdóttir
Breytt hlutverk kynjanna • Heldur hefur þokað í jafnréttisátt sl.30 ár • Konur fóru að mennta sig og vinna utan heimilis • Karlar fóru að taka meiri þátt í uppeldi og heimilisstörfum • Flestir sammála um að uppeldi og umönnun eigi að vera mál beggja foreldra (Morgunblaðið janúar 2004)
Karlmenn: meira en bara skaffarar • Rík hefð fyrir því að karlmenn séu skaffarar og konur séu í umönnunarhlutverki • Launamisrétti kynjanna ein ástæða þess að hægt gengur að breyta ríkjandi hugmyndum • Fæðingarorlof karla mikil framför og viðurkenning á því að feður séu jafn merkilegir foreldrar nýfæddra barna og mæður • Bæði kynin hafa verið hlunnfarin í gegnum tíðina vegna þessara gömlu hefða
Ofurkonur og Ofurmenn(i) • Ofurkona: Kona sem er allt í senn, fyrirmyndarmóðir, eiginkona, á framabraut í starfi, er rosakroppur, frábær kokkur og bakari, húsmóðir og Tiger í rúminu.... (Steingerður Ólafsdóttir) • Sameiginleg einkenni ofurkvenna: Fullkomnunarárátta, streita og þreyta • Ofurkarlar eru líka til...
Atlas heilkennið • Atlas heilkenni (Atlas Syndrome) dregur nafn sitt af forn-gríska risanum Atlasi sem hlaut þau grimmu örlög að bera heiminn á herðum sér • Einkenni eru örmögnun, kvíði, ófullnægja og þunglyndi (Lisa Baker)
Daglegt amstur heima og að heiman • Konur virðast ráða betur við það að samræma störf sín innan veggja heimilisins sem utan þess • Konur farnar að gefa eftir ábyrgð á heimilinu • Karlar ráða síður við þetta og brotna fyrr samkvæmt Dr. Tim Cantopher (The New Paper, ágúst 2003)
Meira daglegt amstur • Óteljandi verkefni sem þarf að sinna • Mikilvægt að gleyma ekki að sinna sjálfum sér
Þróun á rétti til töku fæðingarorlofs • 1973 – allar vinnandi konur fá þriggja mánaða fæðingarorlof • 1980 – allar konur fá þriggja mánaða fæðingarorlof • 1987 - fæðingarorlof lengt í fjóra mánuði • 1989 – fæðingarorlof lengt í fimm mánuði • 1990 – fæðingarorlof lengt í sex mánuði Upplýsingar frá Tryggingastofnun ríkissins
Fæðingarorlof feðra • 1998 – tveggja vikna fæðingarorlof fyrir karla • 2001 – karlar fá sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs, einn mánuður 2001, tveir 2002 og þrír 2003. • Á sama tíma urðu þær breytingar að sex mánuðir sem bundnir voru við móður skiptust þannig að móðirin hafði rétt á þremur en báðir foreldrar gátu skipt með sér þremur mánuðum Upplýsingar frá Tryggingastofnun ríkissins
Feður í fæðingarorlofi • 80% feðra nýta sér til fulls sinn kynbundna rétt • 13-15% nýta sér meira en sína mánuði • Meðalgreiðlsur til mæðra í orlofi síðastliðin tvö ár eru ekki nema 58-60% af meðalgreiðslum til feðra Tölur frá Tryggingastofnun ríkissins
Réttur foreldra til fæðingarorlofs • Hafa verið samfellt í sex mánuði á innlendum vinnumarkaði fyrir áætlaðan fæðingardag barns • Foreldri sem uppfyllir skilyrðin fær greitt 80% af meðaltali heildarlauna síðustu 12 mánaða • Forsjárlaust foreldri þarf að hafa skriflegt samþykki forsjáraðila fyrir umgengnisrétti þann tíma sem það hyggst taka fæðingarorlof Upplýsingar frá Tryggingastofnun ríkissins
Hver eru áhrif feðraorlofs? • Stórt og mikilvægt skref fyrir jafnrétti kynjanna • Dregur úr launamun kynjanna • Styrkir stöðu kvenna á atvinnumarkaði • Styrkir stöðu karla innan veggja heimilisins • Framfaraskref í átt að fjölskylduvænna samfélagi • Aukin viðurkenning á því að karlmenn eru líka foreldrar Þorgerður Einarsdóttir 2001:3-4
Fæðingarorlofssjóður • Heildarútgjöld sjóðsins fara hækkandi á milli ára • Rúmlega ellefu þúsund manns tóku fæðingarorlof árið 2003, 6.367 konur og 4.726 karlar • Greiðslur til kvenna námu 3,4 milljörðum og til karla 2,2 milljörðum • Búist er við að eigið fé sjóðsins verði uppurið í árslok 2004 Gagnasafn Morgunblaðsins. 9. mars. 2003
Reykvískir karlar í fæðingarorlofi • Karlar og fæðingarorlof var tilraunaverkefni Jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar sem fram fór á árunum 1996 – 1998 • Fyrsta jafnréttisverkefnið sem styrkt var af Evrópusambandinu • Átta reykvískir karlar starfandi hjá Reykjavíkurborg fengu þriggja mánaða fæðingarorlof á fullum launum Þorgerður Einarsdóttir 2000:47-48
Markmið könnunarinnar • Kanna áhuga karla á töku fæðingarorlofs • Kanna sjálfsmynd föður og tengsl við barn og móður • Kanna kynhlutverk hjóna og verkaskiptingu á heimili • Kanna jafnrétti innan fjölskyldunnar þorgerður Einarsdóttir 2001: 1
Tilhögun fæðingarorlofsins • Fyrsti mánuðurinn tekinn í kringum fæðingu barnsins • Annar mánuðurinn var sveigjanlegur eftir þörfum hvers og eins • Þriðji mánuðurinn skyldi tekinn þegar móðir væri farin aftur til vinnu Þorgerður Einarsdóttir 2000:48
Þrjú svið nútímaheimilishalds sem eru mest krefjandi hvað snertir tíma og þekkingu: Verkaskipting kynjanna Þorgerður Einarsdóttir 2000:52
Hvað gera feður í fæðingarorlofi? • Mynda tengsl við nýja fjölskyldumeðliminn • Leika við börnin • Kynnast því að vera heimavinnandi • Axla annars konar ábyrgð en þeir eru vanir Þorgerður Einarsdóttir 2000:55
Barnfóstri eða Húsfaðir? • Barnfóstri: Lítur á fjölskyldukjarnann og barnaumönnun sem tvær aðskildar einingar – hefur tilhneigingu til að líta á fæðingarorlofið sem „hlaðborð“ þar sem hægt er að velja og hafna • Húsfaðir: Lítur á fjölskyldukjarnann og barnaumönnun sem órjúfanlega heild – að heimili og börn séu nokkurskonar „heildarpakki“ Þorgerður Einarsdóttir 2000:56-57
Megin niðurstöður • Karlar hafa mikinn áhuga á fæðingarorlofi – einkum og sér í lagi að auka tengsl við börnin sín • Þeir syrgja fjarveru sinna eigin feðra og skortir þess vegna fyrirmyndir – gera sér grein fyrir því að verkefni sem þetta krefst tíma og nærveru. • Þeim finnst erfitt að losa um tengslin við vinnuna Þorgerður Einarsdóttir 2001:5
Könnun á hvernig feður eyða fæðingarorlofinu • Viðtöl við 8 feður sem voru í fæðingarorlofi á árunum 2002-2003 • Lagðar fyrir 3 spurningar: • Hvað tókstu langt fæðinarorlof? • Hvernig var tilhögunin? • Hvernig eyddir þú deginu? a) Umönnun barnsins b) Heimilisstörf c) Tómstundir Feður í fæðingarorlofi
Heimildaskrá • Anna Kristín, Berglind Anna og og Rósa (Febrúar 2004). Feður í fæðingarorlofi. Könnun á 8 íslenskum feðrum sem voru í fæðingarorlofi á árunum 2002-2003. • Baker, Lisa. Atlas Syndrome increases women’s burdens in the UK. http://www.csbsju.edu/iaclub/Word!/i4/i4health.htm [sótt á vef 4. febrúar 2004] • Steingerður Ólafsdóttir. Með heiminn á herðum sér. Gagnasafn Morgunblaðsins 12. september 2003 www.mbl.is [sótt á vef 4. febrúar 2004] • Þorgerður Einarsdóttir (2000). Bryddingar um samfélagið sem mannanna verk. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Háskólaútgáfan • Þorgerður Einarsdóttir (21. September 2001).Konurnar um orlof karlanna.http://www.jafnretti.is/gogn/thad%20laera%20born/stykkisholmur/thorgerdur.htm(Sótt á vef 4. febrúar 2004) • Gallup könnun um viðhorf til jafnréttis kynjanna Morgunblaðið 31. janúar 2004, bls. 6 • Greinar úr Morgunblaðinu dagana 9. mars og 6.mai, 2003. Kostnaður við fæðingarorlofskerfið, Meiri breyting en við gerum okkur grein fyrir • The New Paper.Watch it Superdads or you may get Atlas Syndrome. http://newpaper.asia1.com.sg/printfriendly/0,4139,33993,00.html [sótt á vef 4. febrúar 2004] • Tölur frá Tryggingastofnun rikissins