190 likes | 409 Views
Sögutengd ferðaþjónustu Hólum 18. október – 22. október 2007. Verkefnið: Verslun Haraldar Júlíssonar, Sauðárkróki. Helga Hallbergsdóttir Ragnheiður Jósúadóttir Vilborg Arna Gissurardóttir.
E N D
Sögutengd ferðaþjónustu Hólum 18. október – 22. október 2007
Verkefnið: Verslun Haraldar Júlíssonar, Sauðárkróki Helga Hallbergsdóttir Ragnheiður Jósúadóttir Vilborg Arna Gissurardóttir
Verslun Haraldar Júlíussonar var stofnuð árið 1919 í timburhúsi sem stóð á sama stað og núverandi verslunarhús, sem var byggt 1929-1930. Skiltið var sett upp um 1940 og hefur nú verið endurnýjað. Við búðarborðið er Bjarni Haraldsson, núverandi verslunareigandi, 9 ára með Vagni Kristjánssyni 15 ára. Verslun Haraldar Júlíussonar
Heimasíða Bæklingur Veggspjald Starfsmaður á launum hálfan daginn Hvað er búið að gera http://www.skagafjordur.is/displayer.asp?cat_id=1243
Verslunin er opin frá 9:00-18:00 alla virka daga. Lokað í hádeginu. 10:00-12:00 laugardaga Starfsmaður til aðstoðar eftir hádegi, Minjasafnið greiðir launin. Hvernig er staðan í dag
Forn taktur verslunarinnar ber einkenni kaupmennskunnar líkt og tíðkaðist um miðja síðustu öld, þessi háttur er óðum að hverfa úr nútíma samfélagi þar sem hraði ræður ríkjum. Persónuleg þjónusta kaupmannsins á bak við búðarborðið, eins og verslun H. Júlíussonar stendur fyrir eru að hverfa úr íslenskum raunveruleika, því er verslunin mikilvægur hlekkur í verslunarsögu Íslendinga. Verslunin er eitt elsta fyrirtæki Sauðárkróks sem enn er starfrækt, Bjarni Har kaupmaður hyggst halda rekstrinum áfram svo lengi sem heilsan endist. Allir Skagfirðingar nær og fjær þekkja verslunina og heimamenn eru jákvæðir og hvetja hann til dáða. Verslanir sem þessi hafa verið starfræktar víða um land en hafa orðið að hætta rekstri, það styður við mikilvægi þess að vernda verslunina í þeirri mynd sem hún er í dag en ekki að enda á safni.
Finna eitthvað sem ferðamönnum finnst spennandi að kaupa Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn Búa til margmiðlunarefni Hvað er hægt að gera
Kjallarinn sýningar • Saga verslunarinnar • Verslunarsaga bæjarins • Saga Olís • Saga vöruflutninga • Saga farþegaflutninga • Saga starfsmanna verslunarinnar • Listsýningar
Mikið er til af myndum af gömlum húsum á Héraðsskjalasafninu. Gaman væri að koma nokkrum þeirra fyrir utan á húsunum eins og þau eru í dag og segja sögu þeirra í stuttu máli. Einnig mætti setja myndirnar á póstkort eða jólakort með skýringartexta og selja í Héraðsskjalasafninu, Minjasafninu og hjá Bjarna Har.
Mynd þessi var tekin 1937 en húsið var byggt um 1890 af Vigfúsi Guðmundssyni Melsted. Meðan húsið var í smíðum var það m.a. nýtt sem leikhús og fyrir guðþjónustur. Í húsinu hafa fjórir sýslumenn Skagfirðinga búið og hér bjó og verslaði Franch Michelsen, úrsmiður. Michelsen breytti húsinu og kom fyrir verkstæði og verslun sem hann nefndi Sápuhúsið. Sambyggðri viðbyggingu var bætt við í norður 1945. Kaupfélag Skagfirðinga keypti seinna húsið en í dag er hér Kaffi Krókur. Aðalstræti 16: Sýslumannshús, Michelsenshús, Sápuhúsið og Kaffi Krókur
Verslun H. Júlíussonar eða Bjarna Har er ekki aðeins mikilvægur hlekkur í verslunarsögu bæjarins heldur var hún líka um skeið nokkurs konar umferðarmiðstöð og tengist því lífi og sögu bæjarbúa á marg-víslegan hátt. Hér er því tilvalið að hefja sögugöngur af ýmsu tagi.......