60 likes | 294 Views
Málvísi Aðal- og aukasetningar. Setning er orðasamband sem hefur eina umsögn, ósamsetta eða samsetta. Málsgrein er gerð úr a.m.k. einni setningu. Í raun eru engin takmörk fyrir því hvað málsgrein getur verið margar setningar.
E N D
Málvísi Aðal- og aukasetningar Setninger orðasamband sem hefur eina umsögn, ósamsetta eða samsetta. • Málsgrein er gerð úr a.m.k. einni setningu. Í raun eru engin takmörk fyrir því hvað málsgrein getur verið margar setningar. • Setningum er skipt í tvo flokka, aðalsetningar og aukasetningar. Málbjörg / SKS
málvísi Aðalsetningar Aðalsetningareru sjálfstæðar setningar sem ekki eru felldar inn í aðrar setningar. Þær hefjast stundum á samtengingu sem þá er kölluð aðaltenging. • Helstu aðaltengingarnar eru: og, eða, en, heldur, enda, bæði … og, annaðhvort … eða, hvorki ... né. • Aðalsetningar geta verið ósjálfstæðar en með því að bæta inn í þær ákveðnum setningarhlutum sem vantar má gera þær sjálfstæðar. Dæmi: A A A [Konan var heima um helgina] [og æfði söng] [en maðurinn fór í bíó]. Málbjörg / SKS
málvísi Aukasetningar Aukasetningar hefjast á aukatengingu. Þær eru alltaf ósjálfstæðar. Algengar aukatengingar eru t.d.: sem, þegar, hvort, að, ef, enda þótt, þó að , eins og, nema, til þess að, vegna þess að. Dæmi: A Au Au [Konan var heima] [þegar maðurinn hringdi] [þó að hún svaraði ekki]. Málbjörg / SKS
málvísi Aukasetningar Aukasetningar hefjast á aukatengingu. Þær eru alltaf ósjálfstæðar. Það merkir að þær geta ekki staðið einar sem fullgild málsgrein. Algengar aukatengingar eru t.d.: sem, þegar, hvort, að, ef, enda þótt, þó að , eins og, nema, til þess að, vegna þess að. Dæmi: A Au Au [Konan var heima] [þegar maðurinn hringdi] [þó að hún svaraði ekki]. Málbjörg / SKS
málvísi Aukasetningar Aukasetningum má skipta í þrjá flokka eftir merkingu: a) tilvísunarsetningar, b) fallsetningar, c) atvikssetningar. 1. Tilvísunarsetningar Þær hefjast allar á tengingunni sem. Þetta er konan [sem syngur svo vel]. 2. Fallsetningar Þeim er skipt í tvo flokka eftir því hver tengingin er: a) Skýringarsetningar: að Maðurinn sagði [að konan syngi vel]. b) Spurnarsetningar: hvort Maðurinn spurði [hvort konan syngi vel]. Málbjörg / SKS
málvísi Aukasetningar 3. Atvikssetningar Þeim er skipt í sjö flokka eftir tengingu og merkingu: a) Orsakarsetningar: vegna þess að Maðurinn hlustaði lengi[vegna þess að konan söng svo vel]. b) Skilyrðissetningar: nema Maðurinn fer heim[nema konan syngi]. c) Afleiðingarsetningar: svo að Konan syngur vel [svo að maðurinn hlustar lengi]. d) Viðurkenningarsetningar: þó að Konan syngur[þó að maðurinn hlusti ekki]. e) Tilgangssetningar: til þess að Konan syngur lengi[til þess að maðurinn verði glaður]. f) Samanburðarsetningar: eins og Konan syngur[eins og henni sé borgað fyrir það]. g) Tíðarsetningar: þegar Maðurinn hlustar[þegar konan syngur]. Málbjörg / SKS