130 likes | 267 Views
Ávinningur af sameiningu stofnana. Sigurður H. Helgason Stjórnhættir. Hvað er hagræðing?. Aukin eða betri þjónusta með óbreyttum fjárveitingum. Sama eða jafngóð þjónusta með lægri fjárveitingum. Lægri fjárveitingar sem leiða til minni eða lakari þjónustu fela í sér niðurskurð.
E N D
Ávinningur af sameiningu stofnana Sigurður H. Helgason Stjórnhættir
Hvað er hagræðing? • Aukin eða betri þjónusta með óbreyttum fjárveitingum. • Sama eða jafngóð þjónusta með lægri fjárveitingum. • Lægri fjárveitingar sem leiða til minni eða lakari þjónustu fela í sér niðurskurð. • Sparnaður getur hvort sem er falist í hagræðingu eða niðurskurð. STJÓRNHÆTTIR
Ólíkir þættir hagræðingar STJÓRNHÆTTIR
Hagur af sameiningu • Líklegt er að mest bein (rekstrarleg) hagræðing fáist þegar starfssemi stofnana er lík en stærð þeirra takmörkuð. • Takmörkuð óbein hagræðing getur falist í sameiningu samkynja stofnana sem eflast síður af þekkingu, tækni og aðferðum hinnar. • Búast má við því að mest innri hagræðing fáist við sameiningu meðalstórra og “hæfilegra” ósamkynja stofnana. STJÓRNHÆTTIR
Stærð og hagkvæmni • Ekki er einhlýtt að stórar skipulagsheildir séu hagkvæmari en litlar. • Það má allt eins tala um hagkvæmni smæðarinnar eins og hagkvæmni stærðarinnar. • Hins vegar er ekki rétt að líta á ríkisstofnanir sem sjálfstæðar skipulagseiningar með sama hætti og fyrirtæki. • Ríkisstofnanir eiga muna erfiðra með að nýta hagkvæmni smæðarinnar heldur en fyrirtæki. STJÓRNHÆTTIR
Skammtímasparnaður • Sameining er ekki gott tæki til að ná fram skammtímasparnaði. • Ef aðeins er litið til fjárlaga næsta árs er beinn niðurskurður árangursríkastur. • Afleiðingar skammtímasparnaður geta hins vegar verið mjög alvarlegar með tilliti til hagsmuna notenda og starfsmanna. STJÓRNHÆTTIR
Langtímasjónarmið • Hagræðing kemur fram á nokkrum árum og getur krafist fjárfestinga. • Áhrif ytri hagræðingar eru ekki síður mikilvæg en innri hagræðing stofnana. • Sameining getur falið í sér mun meiri samfélagslegan ábata en endurspeglast í fjárlögum ríkisins. STJÓRNHÆTTIR
Ólíkar tegundir sameiningar • Sameiginleg yfirstjórn. • Grunneiningar starfa í nær óbreyttu formi en yfirstjórnin færð á einn stað, gjarnan í öðru húsnæði en starfseiningarnar. • Yfirtaka. • Smærri stofnun er færð í stærri stofnun sem helst að mestu óbreytt. • Samlagning. • Starfsemin færð saman og einstökum stofnunum breytt í faglegar skipulagseiningar stofnunarinnar (stofnunum breytt í svið nýrrar stofnunar). • Samþætting. • Starfsemi endurmótuð frá grunni og viðfangsefni, aðferðir og verkferlar samþætt í nýju skipulagi. STJÓRNHÆTTIR
Undirbúningur sameiningar • Vandaður undirbúningur er mikilvæg forsenda velheppnaðrar sameiningar en úttektir leiða yfirleitt í ljós að hann hafi verið ófullnægjandi. • Vandaður undirbúningur tekjur tíma og það lengir óvissutímann, sem getur verið skaðlegt fyrir starfsemi stofnana. • Sameiningahugmyndir geta verið orðnar nokkuð aldraðar áður en þær koma til framkvæmda. • Til dæmis liðu a.m.k. 11 ár frá fyrstu formlegu sameiningartillögunum til stofnunar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. • Ónægur undirbúningur getur tengst breytingatregðu stjórnenda og stjórnmálamanna sem getur leitt til mikils hraða þegar tækifæri til breytinga opnast. STJÓRNHÆTTIR
Markmiðssetning • Markmiðssetning er mikilvæg en það er ekki víst að mjög nákvæm, töluleg markmiðssetning sé æskileg. • Of nákvæm markmið geta bundið hendur stofnana um of. • Of nákvæm markmið líta fram hjá dýnamísku eðli sameiningar. • Erfitt að meta hvort sett markmið hafi náðst, því umhverfi, hlutverk og verkefni stofnana geta breyst ört. STJÓRNHÆTTIR
Markmið um hagræðingu • Oft gerð krafa um að sönnunarbirgði um mögulega hagræðingu liggi hjá þeim aðila sem á frumkvæði að sameiningu (ráðuneyti). • Of nákvæm (mikró) greining á væntanlegri hagræðingu er andstæð rammahugsun og vinnur gegn ábyrgð stjórnanda sameinaðrar stofnunar á fjármálum. • Mun vænlegra að gera almenna (makró) greiningu á mögulegri hagræðingu sem lítur til meginþátta starfsemi og reynslu af sambærilegum sameiningarverkefnum. • Ekki má líta fram hjá því möguleg hagræðing er háð því hversu hagkvæmur rekstur stofnana var fyrir sameiningu. STJÓRNHÆTTIR
Breytingastjórnun • Aðferðir við breytingastjórnun eru vel þekktar og engin geimvísindi. • Vel heppnuð breytingastjórnun byggir mest á tækifærum, hæfni og vilja þátttakenda. • Of algengt að líta svo á að breytingaferlinu ljúki á stofnsetningadegi sameinaðarar stofnunar. • Raunin er sú að hið raunverulega sameiningaferli hefst á stofnsetningadeginum. STJÓRNHÆTTIR
Miðlun upplýsinga • Mikilvægt að upplýsa starfsmenn og hagsmunaaðila eins vel og unnt er. • Það getur þó valdið óþarfa óöryggi að veita upplýsingar um valkosti sem hugsanlega koma aldrei til framkvæmda. • Einnig getur verið erfitt að veita upplýsingar nægilega hratt og í réttri röð vegna flókinnar ákvörðunartöku innan ríkisins. STJÓRNHÆTTIR