70 likes | 223 Views
Hvað gerist við aðskilnað ríkis og kirkju?. Leikmannastefna 2011 Árbæjarkirkja 2. apríl. Aðgreining frá 1874. Játningarbundið ríki og samfélag til 1849/1874 Þjóðkirkjuskipan og trúfrelsi 1874: Fyrst nafnið eitt
E N D
Hvað gerist við aðskilnað ríkis og kirkju? Leikmannastefna 2011 Árbæjarkirkja 2. apríl
Aðgreining frá 1874 • Játningarbundið ríki og samfélag til 1849/1874 • Þjóðkirkjuskipan og trúfrelsi 1874: Fyrst nafnið eitt • Lokaskeið 19. aldar: Tími aðgreiningar — Lýðræði í áföngum: Sóknar- og héraðsnefndir umsjón og rekstur kirkna, val á prestum,réttur utanþjóðkirkjufólks skilgr. — söfnuðir og þjóðkirkja verða til, trúarnauðung sleppir • Aðskilnaður eða sjálfsstjórn? • Lagasetning 1907: Fjárhagshnútur • Upphaf 20. aldar: Sjálfsstjórn eða aðskilnaður? • Kyrrstaða frá um 1915 — Fullveldið? • Miðbik 20. aldar: Innri uppbygging: Kirkjuráð og kirkjuþing • Lokaskeið 20. aldar: Þjóðkirkjulög 1997 — Þjóðkirkjan „sjálfstætt trúfélag“ og pers. að lögum
Hvað er aðskilnaður? • Niðurfelling 62. gr. stjórnarskrárinnar • Einföldun þjóðkirkjulaga eða ein trúfélagalög • Fjárhagslegt sjálfstæði – höfuðstóll eða áframhaldandi samningur með reglulegri endurskoðun forðast ad hoc aðgerðir • Aukinn jöfnuður trúfélaga • Afmörkuð notkun þjóðkirkjuhugtaksins (guðfræðileg, lýsandi) • Aðskilnaður hefur ekki átt sér stað – heldur aðgreining! • Margar breytingar mögulegar án aðskilnaðar! • Hversu langt er eðlilegt/æskilegt að ganga?
Hvað gerist við aðskilnað?Afleiðingarnar • Kirkjan hrynur ekki • Kirkjan tæmist ekki • Kirkjan fer ekki á hausinn • Það þarf ekki að skipta um fána, skjaldarmerki og þjóðsöng • Það þarf ekki að hætta að kenna kristin fræði • Kirkjan verður sjálfstætt trúfélag • Breytist kirkjan úr þjóðkirkju í játningarkirkju? • Hver eru og hver verða tengsl kirkju og þjóðar? • Ófyrirséð langtímaþróun • Hún kemur til með að verða það samt sem áður
Markmið í trúmálapólitík á 21. öldÁherluatriði • Að tryggja jafnræði fólks óháð trúar- og lífsskoðunum • Að tryggja rétt fólks til að tjá trúar- og lífsskoðanir sínar og iðka þær í einrúmi eða með öðrum • Að tryggja rétt fólks til að hafna slíkum skoðunum og vera óáreitt • Að jafna stöðu trúfélaga eftir því sem eðlilegt má telja með tilliti til stöðu þeirra í samfélaginu • Að jafna stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga.
Hvers er þörf í stjórnarskrá? • Nægir tjáningarfrelsi og jafnræðisregla? • Þarf útfært trúfrelsisákvæði? • Þarf ákvæði um stöðu trúfélaga? • Þarf ákvæði um stöðu meirihlutatrúfélags?
Ný trúmálagrein • Allir eiga rétt á að iðka trú eða lífsskoðun í samræmi við sannfæringu sína og að stofna um það félög. Öllum er frjálst að standa utan slíkra félaga. Enginn má skorast undan almennri þegnskyldu vegna trúar- eða lífsskoðana.Enginn er skyldur til að greiða persónuleg gjöld til trú- eða lífsskoðunarfélags sem hann á ekki aðild að. • Ríkisvaldið skal styðja og vernda öll skráð trú- og lífsskoðunarfélög. • Evangelíska lúterska kirkjan er þjóðkirkja á Íslandi. Breyta má þessu með lögum. Slík lög skal bera undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar í leynilegri atkvæðagreiðslu.