310 likes | 476 Views
Lögskýringarsjónarmið. Hugtakið. Lögskýringarsjónarmið vísar til einhverra atriða sem notuð eru til rökstuðnings við ákvörðun á efnislegu inntaki setts ákvæðis Hvaða atriði skal eða má nota til rökstuðnings við lögskýringu? Lögskýringarkenningar svara þessari spurningu með ólíkum hætti
E N D
Hugtakið • Lögskýringarsjónarmið vísar til einhverra atriða sem notuð eru til rökstuðnings við ákvörðun á efnislegu inntaki setts ákvæðis • Hvaða atriði skal eða má nota til rökstuðnings við lögskýringu? • Lögskýringarkenningar svara þessari spurningu með ólíkum hætti • Hver er afstaða íslenskrar almennrar lögfræði í megindráttum?
Lögskýringarsjónarmið og lögskýringarreglur • Hver er munurinn? • Lögskýringarsjónarmið • Mjög víðtækt hugtak - vísar til hvers konar rökstuðnings fyrir ákveðinni lögskýringu • Lögskýringarreglur • Vísar til fastmótaðra viðmiða um lögskýringu við ákveðnar aðstæður • Lögskýringarreglur er yfirleitt hægt að styðja við ákveðin lögskýringarsjónarmið • Sjá t.d. X. kafla í D.Þ.B.
Flokkun lögskýringarsjónarmiða • Orð- og textafræðileg atriði • Tilurð og forsaga laga • Samræmisskýringar • Markmiðsskýringar • vilji löggjafans • tilgangur laga • Samanburðarskýring • Skýring með vísan til matskenndra sjónarmiða • Önnur sjónarmið
Heimildarskýringar • Hvað er átt við með því að sum lögskýringarsjónarmið styðjist við heimild? • Atriði sem við getum staðreynt án þess að leggja mat á gildi þeirra (þ.e. hvort þau séu góð, æskilegt, eðlileg eða hagkvæm) • Hvaða lögskýringarsjónarmið styðjast við heimildir? • Athugið sérstaklega tilgang og samræmi - hvenær styðjast þessi atriði við heimildir og hvenær ekki?
Matskenndar skýringar • Hvað er átt við með því að skýring sé háð mati? • Atriði sem við getum ekki staðreynt án þess að leggja mat á gildi ákvæðis • Hvaða lögskýringarsjónarmið styðjast við mat? • Athugið sérstaklega tilgang og samræmisskýringar
Mat á lögskýringarsjónarmiðum • Engar settar reglur eru til um lögskýringu • Sbr. þó 3. gr. laga nr. 2/1993 • Sjá einnig ýmsa alþj. samninga - 6. gr. EES-samningsins og 17. gr. MSE • Við leggjum til grundvallar þau sjónarmið, sem eru almennt viðurkennt að nota skuli eða nota megi við lögskýringu
Hvað er almennt viðurkennd aðferð við lögskýringar? • Við úrlausn á því hvað er almennt viðurkennt styðjumst við eins og endranær aðallega við réttarframkvæmd • Þegar íslensk réttarframkvæmd er virt í heild er ljóst að öll þau sjónarmið sem að framan greinir eru almennt viðurkennd sem lögskýringarsjónarmið • Réttarframkvæmd er hins vegar ekki mjög skýr um vægi eða forgang sjónarmiðanna • Við getum því þurft að taka afstöðu til álitaefna við lögskýringar án þess að styðja niðurstöðu okkar við það sem almennt er viðurkennt að íslenskum rétti • Við slíkt mat geta lögskýringakenningar m.a. haft þýðingu
Fleiri lögskýringarsjónarmið koma til greina • Tiltekið lögskýringarsjónarmið á ekki alltaf við eða er nothæft sem rökstuðningur • Orð ákvæðis eru óráðin • Engin skýr löggjafarvilji verður fundinn Leita verður til stoðar í öðrum sjónarmiðum • Fleiri lögskýringarsjónarmið geta stutt sömu niðurstöðu • vilji löggjafans er í samræmi við orð ákvæðis eins og þau verða skilin skv. almennri málvenju
Lögskýringarsjónarmið rekast á • Fleiri lögskýringarsjónarmið geta stutt andstæðar niðurstöður • Greinargerð (löggjafarviljinn) er í ósamræmi við skýringu samkvæmt orðanna hljóðan • Ákvæði skv. orðanna hljóðan og greinargerð er í ósamræmi við þjóðarétt (samræmi) • Verður ráðið af dómafrakvæmd að ákveðin lögskýringarsjónarmið hafi forgang gagnvart öðrum? • Ef ekki, þá er val á lögskýringarsjónarmiði háð mati þegar svona stendur á
Skýring samkvæmt orðanna hljóðan • Texta- og orðskýring • Sérstök rök þurfa að koma til svo að vikið sé frá skýringu samkvæmt orðanna hljóðan • H 1989:239 (dráttarvél) • H 1994:79 (innflutningur á skinku) • Óljóst af dómaframkvæmd hver þessi sérstöku rök eru • Flest lögskýringarsjónarmið hafa í einhverjum tilvikum leitt til frávika frá orðanna hljóðan
Tilefni og ástæður laga • Tilefni laga getur veitt vísbendingar um tilgang eða markmið laganna • H 1938:77 (gullforði) • Ástæður og rök laga tengjast sömuleiðis tilgangi eða markmiði lagareglu • H 1940:370 (heysáta), H 1964:138 (steinkast)
Forsaga laga • Forsaga laga getur veitt vísbendingu um hvernig sambærilegar reglur hafa áður verið skýrðar áður • Forsaga getur veitt upplýsingar um hvernig réttarástandi var hagað áður en lög voru sett • Sjá t.d. H 1938:57 (heimabakstur) - heimabakstur ekki talinn falla undir handiðnað • Breyttar sögulegar aðstæður • H 1995:2417 (Geir Waage) og H 1990:2
Samræmisskýringar • Leitast er við að skýra lög þannig að rétturinn myndi eina skipulega heild • Komið í veg fyrir mótsagnir • Stuðlað að því að sambærileg tilvik fái sambærilega úrlausn • H 1964:138 (sératkvæði) • Lagasamræmi víkur yfirleitt víkur fyrir skýrum lagatexta eða vilja löggjafans í aðra átt - Hvers vegna?
Samræmisályktanir • Samræmi milli ákvæðis og ákvæða annarra lagábálka • Notkun hugtaka - sjá dóma í D.Þ.B. • Sama réttaratriði - sjá dóma í D.Þ.B. • Eyðuákvæði - sjá dóma í D.Þ.B. • Tilvitnanir til annarra laga - sjá dóma í D.Þ.B.
Samræmi innan lagabálks • Skýra á ákvæði lagabálks í samræmi við önnur ákvæði hans • Sbr. t.d. skýringar á mannréttindaákv. STS • Reglugerðir ber að skýra til samræmis við sett lög • Reglugerð ber að skýra til samræmis við heimildarlög sín • Reglugerð ber að skýra þannig að hún gangi ekki gegn öðrum settum lögum
Skýring í samræmi við meginreglur • Áður hefur verið rætt um meginreglur laga • Ef lagaákvæði á að víkja frá meginreglum þurfa orð þess almennt að vera skýr um það • Að öðrum kosti er ákvæði skýrt til samræmis við meginreglu • Oft orðað svo að frávik beri að skýra þrengjandi í samræmi við meginreglur • Sjá dóma í D.Þ.B.
Skýring í samræmi við eðli máls • Áður hefur verið rætt um eðli máls • Eðli máls hefur fyrst og fremst þýðingu sem lögskýringarsjónarmið • Sjá dóma í D.Þ.B. • Eðli máls felur í sér mjög matskennt sjónarmið
Skýringar í samræmi við fordæmi • Í dómi getur hafa verið tekin afstaða til álitaefna við lögskýringu og tiltekinni skýringu slegið fastri • Almennt ber að fylgja fordæmi um tiltekna lögskýringu nema sérstök rök standi til annars • Óþarfi er að kanna öll viðeigandi lögskýringar-sjónarmið - nægilegt að vísa til fordæmisins • Hægt að líta á dóm þar sem ákvæði er skýrt sem lögskýringargagn í stað réttarheimildar til fyllingar ákvæði • Sjá að öðru leyti umfjöllun um fordæmi sem rh.
Skýringar í samræmi við réttarvenju • Venja um tiltekna lögskýringu ákvæðis getur myndast • Hjá handhöfum allsherjarvalds • Hjá almenningi • Sjá dóma í D.Þ.B.
Skýring í samræmi við þjóðarétt • Almennt ber að skýra lög til samræmis við þjóðarétt • Sjá dóma í D.Þ.B. Sjá einnig dóm Hæstaréttar í máli 236/1999 16. des. 1999 (Erla María) • Eru H 1990:2 og H 1992:174 dæmi um lögskýringu eða er settum ákvæðum vikið til hliðar á grundvelli þjóðaréttar? • Sérregla lögfest í 3. gr. laga nr. 2/1993 • Bætir ákvæðið einhverju við hina almennu lögskýringarreglu?
Sett lög og vilji • Sett lög verða óhjákvæmilega til fyrir vilja einhvers eða einhverra • Þannig er hægt að búa til viðmið (norm) með nánar tilteknum aðferðum • Þegar þetta viðmið hefur verið búið til er það "til" án tillits til vilja höfundanna • Í undantekningartilvikum getur viðmiðið orðið annars efnis en höfundarnir ætluðust til
Vilji löggjafans sem lögskýringarsjónarmið • Hvers vegna er vilji löggjafans lögskýringarsjónarmið? • Rökbundin nauðsyn? • Ákveðnum aðilum er fengið vald til að setja samfélaginu reglur • Órökrétt að þær reglur, sem þessir aðilar setja, séu einhvers annars efnis en þeir ætluðust til • Lýðræðisleg sjónarmið?
Hvar finnum við vilja löggjafans • Orð ákvæðisins sjálfs hljóta að vera besta heimildin fyrir vilja löggjafans • Handhafar löggjafarvalds tjá vilja sinn með lagatextanum • Handhöfum löggjafarvalds er kunnugt um hvaða aðferðir eru almennt viðurkenndar við lögskýringu textans • Leggja verður til grundvallar að handhafar löggjafarvalds noti tungumálið á hefðbundinn hátt og meini það sem þeir segi • Undirbúningsgögn lagasetningar
Takmörk vilja löggjafans • Vilji löggjafans getur verið takmarkaður við að tiltekin texti verði að lögum • Handhafar löggjafarvalds kunna ekki að hafa neina afstöðu til hvernig beita eigi lögunum eða hvaða markmiðum þau eigi að þjóna • Vilji löggjafans getur verið ósamstæður • T.d. engin skýr meirihlutavilji verður fundinn á fjölskipaðri lögjafarsamkomu • Vilji löggjafans getur verið út í hött
Ímyndaður vilji löggjafans • Ef vilji löggjafans verður ekki fundinn • Eigum við að reyna að komast að því hvað löggjafinn hefði viljað? Eða • Eigum við að styðjast við önnur lögskýringarsjónarmið? • Ímyndaður vilji löggjafans er uppfinning dómarans og felur í sér afstöðu hans (en ekki lögjafans) um hvernig skýra beri ákv. • Ályktanir um það sem löggjafinn "vildi sagt hafa" eiga lítið skylt við vilja löggjafans
Til hvers stendur vilji löggjafans • Vilji löggjafans getur staðið til þess að ákvæði sé beitt með ákveðnum hætti með hliðsjón af tilteknu tilviki • Vilji löggjafans getur staðið til þess að ákvæði þjóni tilteknum markmiðum • Í þessu tilviki er vilji löggjafans heimild um tiltekinn tilgang sem hægt er að nota við lögskýringu
Tilgangur • Með tilgangi laga er átt við að þau eigi að þjóna einhverjum hagsmunum • Tilgangur verður stundum studdur við heimildir • Tilgangsákvæði í lögum • Undirbúningsgögn • Í öðrum tilvikum verður ályktað um tilgang án stuðnings við heimildir • Rifjið t.d. upp dóma Evrópudómstólsins í máli Van Gend en Loos og Costa gegn Enel
Tilgangur laga sem lögskýringarsjónarmið • Tilgangur studdur við heimildir - tilgangur eða markmið löggjafans • Sjá dóma í D.Þ.B. • Tilgangur ekki studdur við heimildir - mat dómarans sjálfs • Sjá dóma í D.Þ.B.
Matskennd sjónarmið o.fl. • Vísað til efnisraka, lagaraka, ríkjandi stefnu, almennra viðhorfa • Verður almennt heimfært undir meginreglur laga og eðli máls • Skýring með hliðsjón af mannréttindum • Skýring með hliðsjón af meginreglum laga