1 / 16

Evrópsk umhverfismál — Ástand og horfur 2005

Evrópsk umhverfismál — Ástand og horfur 2005. — Stutt kynning. Evrópsk umhverfismál — Ástand og horfur 2005 Hvað er það?. Þriðja skýrsla EEA um ástand og horfur Andra skýrslan kom út 1999 (og s ú fyrsta 1995) Styður mat og stefnumótun ESB í umhverfismálum Ýmis nýmæli í skýrslunni 2005.

osma
Download Presentation

Evrópsk umhverfismál — Ástand og horfur 2005

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Evrópsk umhverfismál — Ástand og horfur 2005 — Stutt kynning

  2. Evrópsk umhverfismál — Ástand og horfur 2005Hvað er það? Þriðja skýrsla EEA um ástand og horfur Andra skýrslan kom út 1999 (og sú fyrsta 1995) Styður mat og stefnumótun ESB í umhverfismálum Ýmis nýmæli í skýrslunni 2005

  3. Uppbygging skýrslunnar Í skýrslunni 2005 er að finna: • Samþætt mat á umhverfismálum Evrópu • Aðal umhverfisvísa EEA (vísitölur) • Greiningu umhverfismála í öllum löndunum • Bókaskrá

  4. Framfarir í Evrópu, staðbundið val, hnattræn áhrif • Umhverfislöggjöf ESB virkar ef henni er beitt rétt • Mestur árangur á stöðum með staðbundinni losun mengunarefna • Dreifðir mengunarvaldar frá atvinnulífinu eru helsti skaðvaldurinn núna • Landnotkun, neysla og verslunarhættir helstu dragbítar á framfarir á umhverfissviðinu • Áhrif neyslu og viðskipta eru meira en tvöfalt meiri en burðargeta vistkerfisins

  5. Útþensla borganna, landnýtingu hætt • Borgirnar í ESB25 stækkuðu um sem nemur þrefaldri stærð Luxemburg milli 1990 og 2000. Jöfnunarsjóðir ESB réðu miklu um það — góð lexía fyrir 2007–2013? • Útþensla borganna orsakar meira og meira álag á vistkerfin (t.d. votlendið) á nálægum svæðum • Stöðugt aukning ferðaiðnaðar eykur álagið á strandsvæðin sem þegar standa illa • Lágt verðlag búlands dregur úr áhuga á frekari hagnýtingu þegar unnins lands • Skortur á þjónustu í sveitunum og hár aldur bænda leiðir til þess að notkun búlands dregst saman

  6. Loftslagsbreytingar eru staðreynd • Hitastig í Evrópu gæti aukist um 2–6 °C á þessari öld (í viðbót við 0,95 °C í Evrópu á öldinni sem leið og 0,7 °C á heimsvísu að meðaltali) • Það sem menn óttast er vatnsskortur, öfgar í veðurfari, tilfærsla lífríkis í sjó og fjárhagstjón • Skammtíma Kyoto markmið munu e.t.v. nást — langtímamarkmið fram að 2020 og eftir það — verða erfið • Flutningageirinn er helsti sökudólgurinn. Aukning flutninga og samgangna étur upp það sem vinnst við bætta eldsneytisnýtingu farartækja. Losun frá flugvélum mun tvöfaldast fram að 2030

  7. Illa gengur að hemja eftirspurn eftir orku • Eftirspurn eftir orku eykst enn, en að vísu hægar en verg landsframleiðsla. Vistvænar framfarir eru í iðnaði; mesta álagið kemur frá heimilunum og þjónustugeiranum • Minni losun í framtíðinni er hægt að ná með því draga úr orkunotkun, nota meiri endurnýjanlega orku og með því að gera aflvélar sparneytnari. Það sem þarf eru samþættar langtímaaðgerðir • Mörg tækifæri til bættrar orkunýtingar eru vannýtt, einkum á heimilunum og í þjónustugreinunum • Fjárfesting í minni losun í framtíðinni getur orðið hagkvæmari (miðað er við 45 Evrur/einstakling/ár borið saman við áætlaðan félags-fjárhagslegan kostnað af aðgerðaleysi sem yrði 300–1 500 Evrur/einstakling/ár

  8. Heilsa okkar hefur batnað en við erum enn ofurseld losun mengandi efna • Evrópubúum hefur gengið vel að draga úr ”smog” og súru regni • Samt er loft enn heilsuspillandi í mörgum bogum (agnir og óson) • Hreinni flutningatækni og betra borgarskipulag getur bert mikið gagn • Beiting markaðslegra aðgerða eins og t.d. + álagningu vegatolla geta breytt atferli fólks og haft veruleg áhrif • Nánd við kemísk efni spillir heilsu fólks í Evrópu og víðar. PCB magn í blóði fólks á heimskautasvæðum stafar af losun mengunarefna í fjarlægum löndum. Evrópubúar eiga hér hlut að máli

  9. Auðlindunum eytt • Margir evrópskir fiskistofnar eru ofveiddir, en það hefur áhrif á lífverur neðar í fæðukeðjunni. Þetta ásamt loftlagsbreytingum er mikil ógn við lífríki sjávarins • Líffræðilegur fjölbreytileiki: Þrátt fyrir að nokkur árangur hafi náðst eru margar tegundir lífvera — fuglar, spendýr, skordýr — í mikilli hættu vegna sundurhlutunar búsvæða. ESB-10 hefur mestu að tapa • Jarðvegur Evrópulanda er í mikilli hættu vegna uppblástur, lokunar yfirborðs og saltmengunar — 2000 staðir kunna að vera mengaðir og 100 000 þurfa á úrbótum að halda • Vatn: Álag fer vaxandi í Suður-Evrópu og það mun halda áfram vegna fjölgunar ferðamanna, áveituframkvæmda og loftlagsbreytinga

  10. Mengunarforvarnir borga sig • Mikið hefur verið gert til að hreinsa skólp — 50 % fjárframlaga til umhverfismála fara í það — em samt er enn mikið ógert • Besta er að beita efnahagslegum aðgerðum til að draga úr tilurð skólps jafnframt því sem skólphreinsun er efld • Vatnsmengun frá landbúnaði mun halda áfram að vera mikið vandamál í nýju aðildarríkjunum — áburðarnotkun mun aukast • Hreinsun grunnvatns mun taka marga áratugi • Forvarnir eru ódýrari en hreinsun — breytt atferli, eins og t.d. nýjar aðferðir í landbúnaði sem hægt er að fá fram með fjárhagslegum hvata skv. CAP (ESBs Common Agricultural Policy) getur gagnað

  11. Hvað er hægt að gera? • Evrópubúar geta nýtt efni og orku betur en þeir gera nú — Nýtingin er ferfalt betri í ESB-15 en í ESB-10, þar sem eru miklir möguleikar á framförum hjá ESB-10 • Útbreiðsla tækninýjunga, styrkir til nýsköpunar, svo og mengunarskattar og –álögur stuðla að framförum • Meiri umhverfissamþættingar er þörf á í atvinnugreinum sem mest níðast á náttúrunni – en það eru landbúnaður, orkugeirinn, flutningar og samgöngur, iðnaðurinn og heimilin • Í samgöngugeiranum sjást best gagnleg áhrif samþættra aðgerða því í honum er um að ræða loftmengun, loftmengun, hávaða, lokun jarðvegsyfirborðs, sundurhlutun búsvæða og vatnsmengun bæði á einstökum svæðum og um allan heim

  12. Hvað er hægt að gera? • Það þarf að móta heildstæða umhverfisstefnu til langs tíma sem hvetur markaðsöflin til að sinna sjálfbærri framleiðslu og neyslu • Á öllum sviðum atvinnulífsins þarf að efla víðtækar og samþættar markaðsaðgerðir sem sameina sjálfbæra starfsemi — framfarir sem byggjast á umhverfissköttum og –styrkjum • Auka þarf framlög einkageirans og hins opinbera til rannsókna og þróunar í umhverfisgeiranum svo að Evrópa geti keppt á alþjóðavettvangi • Hjálpa stofnunum til að hanna og koma koma af stað samþættum aðgerðum. Slíkar aðgerðir hafa iðulega síst minni þýðingu en sjálf stefnumótunin

  13. Hluti C — Uppbygging og nokkur lykilatriði Greining einstakra landa • Byggð á níu helstu vísitölunum • “Skorkort landandanna” • EEA valdi hvaða vísitölur væru notaðar fyrir þessa greiningu

  14. Losun gróðurhúsalofttegunda Losun gróðurhúsalofttegunda pr. einstakling, 2002 Losun gróðurhúsalofttegundapr GDP, 2002 Það sem á vantar að Kyoto hafi náðst, línuleg röðun markmiða, 2002

  15. Röðun Íslands

  16. Evrópsk umhverfismál — Ástand og horfur 2005 á netinu • Öll skýrslan — eitt pdf skjal fyrir hvern aðalkafla • Yfirlit á 25 tungumálum • Fjölmiðlatilkynning á 25 tungumálum • Ræður • Blaðamannafundur (video) • Flash teiknimynd • Powerpoint kynningwww.eea.europa.eu

More Related