250 likes | 370 Views
Þróun ferðamennsku á næsta áratug. Dagur umhverfisins 25. apríl 2005. Um fyrirlesarann. Þorleifur Þór Jónsson Hagfræðingur SAF Viðskiptafræðingur með sérgrein hagfræði ferðaþjónustunnar ( M.Sc. Tourist Planning and Development – University of Surrey 1985 )
E N D
Þróun ferðamennsku á næsta áratug Dagur umhverfisins 25. apríl 2005
Um fyrirlesarann • Þorleifur Þór Jónsson • Hagfræðingur SAF • Viðskiptafræðingur með sérgrein hagfræði ferðaþjónustunnar ( M.Sc. Tourist Planning and Development – University of Surrey 1985 ) • Starfsréttindi og reynsla sem leiðsögumaður og rútubílstjóri • Ráðgjafa og kennslustörf í Reykjavík og á Akureyri – Lektor við Háskólann á Akureyri. • Framkvæmdastjóri Hópferðamiðstöðvarinnar
Helstu efnistök • Forsagan • Staðan í dag • Ferðamynstur • Bílaleigubílar • Netið • Framtíðin • Fjöldi • Skipulag • Gjaldtaka • Aðgerðir
Opinber skilgreining á ferðaþjónustu: • 90% Gististaðir (863) • 30% Veitingastaðir (862) • 58% Samgöngur á landi (712 & 712) • 4,5% Samgöngur á sjó (715) • 80% Flugsamgöngur (717& 718) • 12% Menning & afþreying (94) • 100% Ferðaskrifstofur (719)) • 18% Sport & minjagripir (628) • 9% Blönduð verslun (629)
Hver er gallinn ?? • Hér styðst Hagstofa við könnun Þjóðhagsstofnunar á hvernig viðskipti hjá þessum þáttum skiptast milli ferðamanna og annarra viðskiptamanna. Reykvíkingur sem borðar á Lækjarbrekku er ekki ferðamaður en ef hann borðar á Bautanum er hann ferðamaður. Mælir ekki heildarumfang greinarinnar. • Orðin ríflega 10 ára gömul skipting og á þeim tíma hefur fjöldi ferðamanna tvöfaldast.
Hvað var/er ferðaþjónusta • Ferðaþjónusta var að ferðast til að sjá landslag og til að vera í hvíld. • Áherslan var á gistingu, mat og farartæki • Ferðaþjónustan er að upplifa, snerta og taka þátt í. • Áherslan er á afþreyingu og athafnir. • „The modern traveller is a doer – not a viewer. “
Við metum stöðu greinarinnar þannig: • Veikleiki: • Ekki nægilega skilgreind sem atvinnugrein. • Fyrirtæki eru yfirleitt smá og með lítið eigið fé. • Skortur á samvinnu að sameiginlegum hagsmunum. • Vöntun á faglærðu vinnuafli og stjórnendareynslu. • Lítið framboð á söluvöru utan háannar – tengist lítilli vöruþróun í greininni. • Verðlag, áfengisverð – merkingar vega. • Styrkleiki: • Helsti styrkur byggir á náttúru landsins, öryggi, fjölbreytileika í afþreyingu og menningu, góðum mat og öflugu skemmtanalífi. • Innri uppbygging, s.s. löggæsla, heilsuvernd og hátt tæknistig hefur verið sterkur þáttur ásamt alþjóðabrag landsins. • Tækifæri: • Ísland sem meira ráðstefnuland ! Stærð funda hefur verið að minnka, sem er gott fyrir áfangastað eins og Ísland. • Ný, væntanleg ráðstefnumistöð í Reykjavík. • Nýjar dreifileiðir, með tilkomu Internets, sem mun bjóða uppá aukna möguleika í markaðsmálum. • Aukning í einstaklingsferðum, sem hentar vel fyrir áfangastað eins og Ísland. • Ógnanir: • Heimsfriður – stríð og hryðjuverk draga verulega úr ferðalögum manna. • Rekstraraðstæður ferðaþjónustunnar verða að vera samkeppnishæfar við samkeppnislönd okkar. • Gengissveiflur, vextir á fjármagn, skattar, eins og hár virðisaukaskattur og þungaskattur og gjöld, eins og aðflutningsgjöld og áfengisgjald.
Vaxtaverkir • Greinin er ung á Íslandi • Oft lagt upp með lítið eigið fé • Hraður vöxtur sem fjármagnaður er með lánum. • Tapsþol oft mjög lítið • Eigið fé dulið í ómælanlegu verðmæti
Umfang erlendra ökumanna • Fjöldi bílaleigubíla hefur stór aukist á undanförnum árum. • Bílaleigur nú 54 þar af um 20 í þjónustu við ferðamenn • Þróun hefur verið frá hefðbundnum hópferðum yfir í bílaleigubíla • Er annaðhvort á eigin vegum eða skipulagt sem „self drive“ pakkar. • Á eftir að aukast enn meira t.d með því að Norröna kemur allt árið.
Umhverfisleg áhrif • Án markvissra aðgerða munu fjölsóttir staðir láta á sjá. • Mikilvægt að beina ferðamönnum markvisst á staði sem eru búnir undir að taka við þeim. • Þarf gjarnan framkvæmdir sem mönnum óar við, bæði vegna kostnaðar og ekki síður vegna umhverfisáhrifa.
Dæmi frá Eldgjá • Staðreynd að ef staðir eru ekki útbúnir til að taka við þeim fjölda sem þá sækir munu þeir láta á sjá og drabbast niður • Ferðamenn fara þá annað
Dæmi úr Esjunni • Þó hafi verið lagt af stað með góðar framkvæmdir þá verða þær að taka miða af umhverfi og vera við haldið. Annars eru þær verri en engar
Dæmi úr Esjunni • Annað dæmi frá þessum fjölsótta stað.
Uppbygging er lykilorðið • Álagi verður stýrt með: • Skipulagi • Ítölu • Gjaldtöku
Gjaldtaka ? • Ef verið er að veita þjónustu er sanngjarnt að greitt sé fyrir hana • Þyrfti helst að geta verið boðin út • Ekki eðlilegt að greiða bara fyrir að horfa • Hef efasemdir um að það eigi að nota fjármuni sem aflast eingöngu á viðkomandi stöðum • Mjólkurkýr eru staðreynd og betra að nýta þær og forða stöðum frá sliti með fyrirbyggjandi aðgerðum
Hvað er hægt að gera til að auka afrakstur • Atvinnusköpun og auknar gjaldeyristekjur skapa ekki endilega þjóðhagslegan ábata. Mismunandi ríkidæmi þjóða veltur ekki á fjölda starfa heldur framleiðni þeirra. • Eco tourism er bæði • Ecological • Economical • Nýta sem mest gæði heimahéraða. • T.d. bera fram heimagerðar landbúnaðarafurðir eða úr nágrenni. • Íslenska eldhúsið