1 / 37

Innleiðing á „ nýjum starfsgrunni “ og efling skátastarfs Vinnufundur BÍS 29. maí 2011

Innleiðing á „ nýjum starfsgrunni “ og efling skátastarfs Vinnufundur BÍS 29. maí 2011. Aðdragandi og vinna að “nýjum starfsgrunni” skátastarfs víða um heim. MacPro – WOSM - RAP á Íslandi og víða um heim – Green Island. Við göngum í takt við önnur lönd með “nýjum starfsgrunni” skátastarfs.

quail-johns
Download Presentation

Innleiðing á „ nýjum starfsgrunni “ og efling skátastarfs Vinnufundur BÍS 29. maí 2011

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Innleiðing á„nýjum starfsgrunni“og efling skátastarfsVinnufundur BÍS29. maí 2011

  2. Aðdragandi og vinna að “nýjum starfsgrunni” skátastarfs víða um heim MacPro – WOSM - RAP á Íslandi og víða um heim – Green Island

  3. Við göngum í takt við önnur lönd með “nýjum starfsgrunni” skátastarfs Chile Brasilía Mexicó Argentína Perú Finnland Moldóvía Tékkland Króatía ÍSLAND El Salvador Panama Venezuela Bólivía Þýskaland Belgía Spánn Írland Malta Ítalía Eistland Portúgal Frakkland

  4. Samþykktir um hlutverk og helstu verkefni innleiðingarhóps Stjórn BÍS samþykkti á fundi sínum 11. maí 2011 að haustið 2011 hefjist formlega innleiðing á „nýjum starfsgrunni“ fyrir íslenska skáta og er gert ráð fyrir að það ferli taki þrjú ár.

  5. Stjórn BÍS samþykkti á fundi sínum ... Umræddur starfsgrunnur byggir á þróunarvinnu á vegum WOSM sem kennd er við RAP, greiningar-vinnu íslenska RAP-vinnuhópsins sem samþykkt var á Skátaþingi 2007 og samþykkt stjórnar BÍS í ágúst 2010 um þýðingu og staðfærslu sveitarforingja-handbóka og stoðefnis þeim tengdum.

  6. Stjórn BÍS samþykkti á fundi sínum ... Nýr starfsgrunnur fyrir skáta á Íslandi byggir á meginmarkmiðum Alheimsbandalags skáta (WOSM) og Bandalags íslenskra skáta (BÍS) og er í samræmi við nýlega stefnumörkun BÍS sem samþykkt var á Skátaþingi 2011

  7. Stjórn BÍS samþykkti á fundi sínum ... Jafnframt verði allt fræðslustarf BÍS endurskoðað og aðlagað að nýjum starfsgrunni.

  8. Stjórn BÍS samþykkti á fundi sínum ... Æskilegt er finna gott heiti á þennan nýja starfsgrunni sem er bæði lýsandi og aðlaðandi.

  9. Stjórn BÍS samþykkti á fundi sínum 11. maí 2011 að „Skipaður verði stýrihópur sem vinni fyrir hönd stjórnar BÍS að innleiðingu á nýjum starfsgrunni fyrir skátastarf á Íslandi“.

  10. Stjórn BÍS samþykkti á fundi sínum 11. maí 2011 að „Skipaður verði innleiðingarhópur sem vinni með stýrihópnum að innleiðingu á nýjum starfsgrunni fyrir skátastarf á Íslandi...

  11. ... að undirbúa og annast framkvæmd innleiðingarferlis á „nýjum starfsgrunni“ fyrir skátastarf á Íslandi haustið 2011 og stuðla að því með upplýsingagjöf, kynningu og fræðslu að þriggja ára innleiðingarferli verkefnisins gangi sem best fyrir sig og verði sem árangursríkast.

  12. Fyrir stjórn BÍS liggur tillaga „stýrihóps innleiðingar“ um að Hermann Sigurðsson framkvæmdastjóri verði í hlutverki verkefnisstjóra innleiðingar á „nýjum starfsgrunni skátastarfs“ og beri ábyrgð á framgangi verksins og öllu því tengdu. Hann hafi til liðsinnis starfsmenn skrifstofunnar, hugsanlega verði 2-3 starfsmenn settir 100% í þetta verkefni með honum. Starfsmannahópurinn beri mestan þungan af framkvæmd verksins með aðstoð sjálfboðaliða.

  13. Þar sem innleiðing nýs starfsgrunns skátastarfs og efling skátastarfs í landinu er og á að vera aðaláhersla BÍS næstu 3 - 5 árin má færa fyrir því góð rök að helga starf skrifstofunnar þessari vinnu að mestu leyti. Önnur verkefni s.s. afmælisár, landsmót og alheimsróvermót ættu að koma á eftir sem áhersla tvö og þjóna „nýjum starfsgrunni“ því þau verkefni hafa minna gildi ef skátastarfið í hreyfingunni er ekki eins sterkt og við viljum sjá það.

  14. Markmið með innleiðingu á „nýjum starfsgrunni“ skátastarfs á Ísland Efla og bæta skátastarfið í landinu. Skátaforingjar skilji og geti beitt skátaaðferðinni, vinni eftir markmiðum skátahreyfingarinnar og eru sáttir og ánægðir með það.

  15. Markmið með innleiðingu á „nýjum starfsgrunni“ skátastarfs á Ísland Öll skátafélög og skátasveitir á landinu starfi eftir skátaaðferðinni og viðurkenni megin markmið skátahreyfingarinnar, bæði BÍS og alþjóðahreyfingarinnar.

  16. Markmið með innleiðingu á „nýjum starfsgrunni“ skátastarfs á Ísland Kynna skátaaðferðina og markmið hreyfingarinnar fyrir foreldrum, sveitarfélögum, stjórnvöldum og almenningi í þeim tilgangi að styrkja ímynd skátahreyfingarinnar.

  17. Árangurs mælikvarðar árið 2014 Að öll skátafélögin starfi eftir skátaaðferðinni Úttekt á skátastarfinu í skátafélögunum í lok verkefnis (2014)

  18. Árangurs mælikvarðar árið 2014 Fjölga starfandi skátum um 100% eða í amk. 5000 starfandi skáta (án sumarnámskeiða). Fjölga skátafélögum um 20 á landinu. Fjölga fullorðnum í skátastarfi um amk. 200 fyrir lok innleiðingarinnar.

  19. Árangurs mælikvarðar árið 2014 Að þekking á markmiðum og starfi skáta-hreyfingarinnar á meðal foreldra, sveitar-félaga, stjórnvalda og almennings sé góð. Könnun gerð af Capacent eða sambærilegum aðila í upphafi og lok átaksins.

  20. Tilboð – “nýr starfsgrunnur” skátastarfs er afmælis-tilboð til skátafélaga í landinu „Nýr starfsgrunnur skátastarfs“ verður lagður fram sem tilboð til skátafélaganna í landinu næstu þrjú árin. Þau geta hvenær sem er á tímabilinu 1. september nk. til 1. september 2014 valið að hefja innleiðingu í sínu skátafélagi.

  21. Afmælisgjöfin í heild

  22. Fyrirliggjandi verkefni og markaðsstarf vegna innleiðingar „nýrrar skátadagskrár“ Upplýsingagjöf Kynning Fræðsla Annað ...

  23. Fyrirliggjandi verkefni og markaðsstarf vegna innleiðingar „nýrrar skátadagskrár“ Upplýsingagjöf Upplýsingagjöf um innleiðinguna og lykilþætti dagskrárinnar til félagsforingja og sveitarforingja í sumar, þannig að þeir geti gert ráð fyrir hvorutveggja við gerð starfsáætlana sinna fyrir haustið og veturinn.

  24. Fyrirliggjandi verkefni og markaðsstarf vegna innleiðingar „nýrrar skátadagskrár“ Kynning Kynning á innleiðingunni og lykilþáttum dagskrárinnar til; Foringja og fullorðinna skáta, almennra skáta, foreldra skáta, opinberra aðila, sveitarstjórna og almennings.

  25. Fyrirliggjandi verkefni og markaðsstarf vegna innleiðingar „nýrrar skátadagskrár“ Kynning Kynning á dagskrárviðburðum innleiðingarinnar gagnvart viðeigandi markhópum þannig að stuðlað verði að sem bestri þátttöku á alla viðburði innleiðingarinnar.

  26. Fyrirliggjandi verkefni og markaðsstarf vegna innleiðingar „nýrrar skátadagskrár“ Fræðsla Stuðningur, aðstoð og liðsinni við undirbúning og framkvæmd, kynningarnámskeiða og foringjanámskeiða sem þörf er á vegna innleiðingarinnar?

  27. Fyrirliggjandi verkefni og markaðsstarf vegna innleiðingar „nýrrar skátadagskrár“ Fræðsla Stuðningur "innleiðingarinnar" við; Bættan rekstur og umgjörð, stefnumótun og framtíðarsýn skátafélaga landsins? Hvaða fræðslu, stuðning og símenntun þurfa félagsstjórnir og starfsfólk skátafélaganna til að verkefnið megi takast sem best?

  28. Fyrirliggjandi verkefni og markaðsstarf vegna innleiðingar „nýrrar skátadagskrár“ Fræðsla Fræðsla og stuðningur við Innleiðingarstjóra (coodinatora) allra skátafélaga landsins. Fræðsla og stuðningur við Svæðisstjóra (mentora) innleiðingarinnar.

  29. Fyrirliggjandi verkefni og markaðsstarf vegna innleiðingar „nýrrar skátadagskrár“ Annað ... Stækkun og efling innleiðingahóps vegna innleiðingar á nýjum starfsgrunni skátastarfs á Íslandi haustið 2011

  30. Fyrirliggjandi verkefni og markaðsstarf vegna innleiðingar „nýrrar skátadagskrár“ Annað ... Aðstoð og liðsinni við uppsetningu og endurbætur á „Dagskrárvefnum“ þannig að hann styðji þann starfsgrunn og „skátadagskrá“ sem foringja-handbækur og stoðefni dagkrárinnar leggja línuna með?

  31. Fyrirliggjandi verkefni og markaðsstarf vegna innleiðingar „nýrrar skátadagskrár“ Annað ... Aðstoð og liðsinni við verkefnisstjóra og ritstjóra útgáfu sveitarforingjahandbóka og stoðefnis dagskrár fyrir Drekaskáta, Fálkaskáta og Dróttskáta þannig að sem vönduðust útgáfa þessa efnis verði útgefin fyrir 19. ágúst 2011?

  32. Hvað langar okkur að fá margt fólk til liðsinnis í Innleiðingarhópinn? 30 Innleiðingastjóra í skátafélögunum (koma frá félögunum) 30 Leiðbeinendur til að stýra og leiðbeina á allt að 10 foringjanámskeiðum helgina 2. – 4. sept. 16 Leiðbeinendur til að stýra Kynningarnámskeiðum, kvöldnámskeið í öllum skátafélögum 22. – 27. ágúst

  33. Hvað langar okkur að fá margt fólk til liðsinnis í Innleiðingarhópinn? Dagskrárvefsteymi innleiðingar Fræðsluteymi innleiðingar Markaðs- og kynningarteymi innleiðingar Svæðisstjóra innleiðingar ( 6-7 talsins) ( það væri gott að fá þá í Innleiðingahópinn fljótlega)

  34. Tímalína innleiðingar

  35. Næstu skref innleiðingarhópsins Fyrsti fundur innleiðingarhópsins verður haldinn þriðjudagskvöldið 7. júní kl. 20:00 Á fundinum verður verkáætlun sumarsins endanlega mótuð af innleiðingarhópnum sjálfum Bjóðið með ykkur vinum eða kunningjum sem styrkja hópinn

  36. Markmið skátastarfs er að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu

More Related