1 / 23

Textaskoðun og stíll

Textaskoðun og stíll. Baldur Hafstað 17. sept. 2007 Ritun fræðitexta. „ Hverjum er ekki sama? “. Umræðuefni í dag: „ Hverjum er ekki sama? “ Um efnisgrindina Stjórnið ferðinni Litlu atriðin: komma, punkturr, tvípunktur Stafsetningarorðabókin Textaskilningur og Andri Snær (djúp og ..

riona
Download Presentation

Textaskoðun og stíll

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Textaskoðun og stíll Baldur Hafstað 17. sept. 2007 Ritun fræðitexta ...

  2. „Hverjum er ekki sama?“ • Umræðuefni í dag: • „Hverjum er ekki sama?“ • Um efnisgrindina • Stjórnið ferðinni • Litlu atriðin: komma, punkturr, tvípunktur • Stafsetningarorðabókin • Textaskilningur og Andri Snær (djúp og .. • „Þriðja máltilfinningin“ • Nöldur • „Íslenskan er eina fagið“

  3. „Hverjum er ekki sama?“ • Ómar Ragnarsson og hálendið • Hvernig getum við brugðist við tómlætinu? • Nöldrið hættulegt • Konan úr Landbrotinu (Hvert orð dýrt) • Sjá samhengi: Gestur Pálsson og Baddi • Krítísk sitúasjón; ókei bæ • Búkolla og strákurinn • Einfalda

  4. Um efnisgrindina • Rannsóknarspurning, tilgáta um svar, efnisgrind. • Þið skilið endurbættri gerð í vikunni. • Þið skilið endanlegri efnisgringrind með ritgerðinni þegar þar að kemur. Þá er líklegt að breytingar hafi orðið, ekki aðeins á grindinni heldur einnig á spurningu og tilgátu.

  5. Aðeins meira um efnisgrind • Þegar kennari les ritgerðina hefur hann efnisgrindina fyrir augunum líka. • Fullkomið samræmi sé þar á milli og ritgerðin fær heildarsvip. • Gætum síðan að smærri einingunum, efnisgreinum. Þær þurfa að tengjast hver annarri en jafnframt að mynda heild. • Reynslan sýnir að undirfyrirsagnir íefnisgrind geta styrkt efnisgreinina (paragrafið). • Hugsanlega getur hver málsgrein fengið sína undirfyrirsögn.

  6. Stjórnum ferðinni... • Þetta atriði hefur stúdentum reynst erfiðast að tileinka sér. Þeim hættir til að láta heimildirnar taka völdin. Þeir (stúdentarnir) gufa upp. • Hvaða ráð duga hér? - tefla sjónarmiðum tveggja höfunda saman - draga saman meginhugmyndir hvors um sig og reyna að taka afstöðu - benda á það sem ykkur þótti athyglisverðast við þennan höfund og það sem ykkur þótti hæpnara

  7. ...og látum efnisgreinar tengjast • Stundum er svigi með tilvísun í lok efnisgreinar. Er þá allt sem þar segir skoðun þess sem vísað er til? Þetta sést oft alls ekki. Því getur stundum verið gott að tefla viðkomand fram í byrjun efnisgreinar: Jón Jónsson (1990:22) hefur sett fram þá kenningu... Síðar í efnisgreinni gæti svo komið fram afstaða ykkar til kenningarinnar: Hugmynd Jóns kann að virðast sannfærandi en við nánari skoðun ... • Næsta efnisgrein þarf svo að tengjast hinni fyrri á einhvern hátt: Kenningu Jóns Jónssonar var endanlega kollvarpað með rannsókn sem Guðrún Jónsdóttir stóð að fyrir nokkrum árum ... (Guðrún Jónsdóttir 2002:31).

  8. Tengjum saman • Tengja efnisgreinar • Tengja málsgreinar • Þessi athugasemd kennara algeng: „Kemur nokkuð óvænt“

  9. Litlu atriðin - Stafsetningarorðabókin • Mjög algengt að farið sé frjálslega með greinarmerki. • 17.Sept (þrjár villur); 17. sept. (rétt) • “Farðu vel” = „Farðu vel“ (ísl. gæsal.) • Ég spurði hvort hann kæmi? (Óbein spurning: ekkert spruningarmerki.) (gr. 119) • Ekki rugla saman ; og : (gr. 113-118) • Munið innskotssetningarnar afmarkaðar með kommu: Setningar skal, ef þær fleyga aðrar setningar, afmarka með kommum.

  10. Litlu atriðin (frh.) • í staðin/textin / í staðinn/textinn (gr. 41–51) • annara (rangt)/ annarra (rétt) (gr. 66) • mánaðamót/ Umferðarmiðstöðin • húnvetnsku stúlkurnar (sbr. Húnavatn) • baldursbrá (gr. 10)/ Þorláksmessa (gr. 17) • Arabar/ arabar (gr. 15) • Downs-heilkenni (gr. 11) • strik (gr. 94): Mér líkaði vel við hann – oftast (Hvað á strikð að vera langt?) • B.Ed./Rvík/a.m.k. (ekki bil)/þ. á m. (bil) (gr. 98)

  11. Alltaf má finna að • vagga -n vöggu; vöggur, ef. ft. vaggna • amma -n ömmu; ömmur, ef. ft. ammna (Stafsetningarorðabókin) • Móðirin stendur milli vaggnanna (nei) • Hún helgar bókina minningu langammna sinna (nei) • Hver mundi segja þetta? Málfræðingar? (Svar: Já, ef þeir ætla að gera sig að athlægi)

  12. Textaskiliningur • Verum viss um að við skiljum heimildirnar • Andri Snær og Draumalandið: spurt var um innihald tveggja kafla. Háð Andra Snæs olli misskilningi • Það hefur gerst í ritgerðum að merkingu hafi verið snúið við.

  13. „Þriðja máltilfiningin“ • „Tilfinning fyrir blæbrigðum í merkingu orða og setninga“ (Höskuldur Þráinsson) • Honum er brugðið = hann hefur breyst/ honum hefur hrakað (ekki: honum brá) • „Beyoncé & Bond-stúlka á öndverðum meiði.“ Í Fréttablaðinu 14. sept. merkti þetta að önnur væri sú best klædda en hin sú verst klædda. En orðasambandið merkir ‘að vera ósammála’.

  14. „Þriðja máltilfiningin“ (frh.) • Jón vann mótið (ekki: Jón sigraði mótið) • Jón vann glímuna (ekki: Jón sigraði glímuna) • Jón vann (sigraði) andstæðing sinn • „Missa fótana og hrynja íþa“ (Fréttablaðið): missa fótanna og detta í það • Hafa munninn fyrir ofan nefið • Orðatiltækin varasöm! • Besta (og eina) ráðið: Lesa

  15. Nöldrið varasamt • Nöldrum ekki • Leiðréttum ekki viðmælendur okkar • Tölum almennt um efnið • Grípum dæmi úr veruleikanum • Beitum málfræðihugtökum: hann fór í skónna (kk. þf. ft. m. gr.: skóna) og gekk yfir brúnna (kvk. þf. et. m. gr. brúna)

  16. Um málfar • Mikil umræða um málfar, sbr. dagblöðin og útvarpið. Muna Mörð Árnason! • tískuorð - vinna með (liti, börn, ljóð o.s.frv.) - vera meðvitaður (=gera sér grein fyrir e-u) - einstaklingar og aðilar - þrátt fyrir að (þótt/enda þótt/þó að) (en: þrátt fyrir + þf.) - í dag og nú til dags - til staðar - varðandi

  17. Meira um málfar • Ákveðin hræðsla við fornöfn • Börn með tvítyngi (=tvítyngd börn) • Málskilningur á tungumálinu • Afleiðingar fylgja í kjölfarið • Við það bætist við • Líta til hvers annars (=hver til annars) • Heilsa upp á hvern annan • Mikið af fólki: Margt fólk en mikið af skít • Foreldrar – þau • Sömu orðin aftur og aftur

  18. Íslenskan eina fagið • Gamall nemandi sagði við BH: „Baldur, ég skildi aldrei í gamla daga hvernig þú gast alltaf talað eins og íslenskan væri eina fagið. En núna skil ég það.“ • Í fyrra var unnið að nýrri námskrá fyrir KHÍ. Þar mátti ekki minnast á íslensku. Meira en tómlæti. • Ævilangt gæluverkefni • Kemst íslenskan í tísku? • Dagbók

  19. Þegar þeir dóu • Bing og Elvis áður tveir óspart þöndu lungu og tungu en öðlingarnir aldrei meir en eftir að þeir sprungu sungu. • Setjið í eðlilega orðaröð. Beitið hugtökum eins og frumlag/umsögn.

  20. Táp og fjör • Djúp og blá blíðum hjá brosa drósum hvarmaljós • Djúp og blá hvarmaljós brosa hjá blíðum drósum • hvarmaljós: augu

  21. einhver • Það voru eitthvað fimmtíu manns á fundinum (= u.þ.b. 50 manns) • Ég þarf að fá einhverja fimmtíu menn (=ég þarf nákvæmlega 50 manns; ég veit ekki með neinni vissu hvaða menn þetta eru en hitt er alveg víst að þeir eiga að vera 50, hvorki meira né minna) • Sjá Málkróka Marðar, bls. 61

  22. Ræpustíll

  23. „Íslenskan eina fagið“ • Konan í Kennó sem kom aftur

More Related