230 likes | 428 Views
Textaskoðun og stíll. Baldur Hafstað 17. sept. 2007 Ritun fræðitexta. „ Hverjum er ekki sama? “. Umræðuefni í dag: „ Hverjum er ekki sama? “ Um efnisgrindina Stjórnið ferðinni Litlu atriðin: komma, punkturr, tvípunktur Stafsetningarorðabókin Textaskilningur og Andri Snær (djúp og ..
E N D
Textaskoðun og stíll Baldur Hafstað 17. sept. 2007 Ritun fræðitexta ...
„Hverjum er ekki sama?“ • Umræðuefni í dag: • „Hverjum er ekki sama?“ • Um efnisgrindina • Stjórnið ferðinni • Litlu atriðin: komma, punkturr, tvípunktur • Stafsetningarorðabókin • Textaskilningur og Andri Snær (djúp og .. • „Þriðja máltilfinningin“ • Nöldur • „Íslenskan er eina fagið“
„Hverjum er ekki sama?“ • Ómar Ragnarsson og hálendið • Hvernig getum við brugðist við tómlætinu? • Nöldrið hættulegt • Konan úr Landbrotinu (Hvert orð dýrt) • Sjá samhengi: Gestur Pálsson og Baddi • Krítísk sitúasjón; ókei bæ • Búkolla og strákurinn • Einfalda
Um efnisgrindina • Rannsóknarspurning, tilgáta um svar, efnisgrind. • Þið skilið endurbættri gerð í vikunni. • Þið skilið endanlegri efnisgringrind með ritgerðinni þegar þar að kemur. Þá er líklegt að breytingar hafi orðið, ekki aðeins á grindinni heldur einnig á spurningu og tilgátu.
Aðeins meira um efnisgrind • Þegar kennari les ritgerðina hefur hann efnisgrindina fyrir augunum líka. • Fullkomið samræmi sé þar á milli og ritgerðin fær heildarsvip. • Gætum síðan að smærri einingunum, efnisgreinum. Þær þurfa að tengjast hver annarri en jafnframt að mynda heild. • Reynslan sýnir að undirfyrirsagnir íefnisgrind geta styrkt efnisgreinina (paragrafið). • Hugsanlega getur hver málsgrein fengið sína undirfyrirsögn.
Stjórnum ferðinni... • Þetta atriði hefur stúdentum reynst erfiðast að tileinka sér. Þeim hættir til að láta heimildirnar taka völdin. Þeir (stúdentarnir) gufa upp. • Hvaða ráð duga hér? - tefla sjónarmiðum tveggja höfunda saman - draga saman meginhugmyndir hvors um sig og reyna að taka afstöðu - benda á það sem ykkur þótti athyglisverðast við þennan höfund og það sem ykkur þótti hæpnara
...og látum efnisgreinar tengjast • Stundum er svigi með tilvísun í lok efnisgreinar. Er þá allt sem þar segir skoðun þess sem vísað er til? Þetta sést oft alls ekki. Því getur stundum verið gott að tefla viðkomand fram í byrjun efnisgreinar: Jón Jónsson (1990:22) hefur sett fram þá kenningu... Síðar í efnisgreinni gæti svo komið fram afstaða ykkar til kenningarinnar: Hugmynd Jóns kann að virðast sannfærandi en við nánari skoðun ... • Næsta efnisgrein þarf svo að tengjast hinni fyrri á einhvern hátt: Kenningu Jóns Jónssonar var endanlega kollvarpað með rannsókn sem Guðrún Jónsdóttir stóð að fyrir nokkrum árum ... (Guðrún Jónsdóttir 2002:31).
Tengjum saman • Tengja efnisgreinar • Tengja málsgreinar • Þessi athugasemd kennara algeng: „Kemur nokkuð óvænt“
Litlu atriðin - Stafsetningarorðabókin • Mjög algengt að farið sé frjálslega með greinarmerki. • 17.Sept (þrjár villur); 17. sept. (rétt) • “Farðu vel” = „Farðu vel“ (ísl. gæsal.) • Ég spurði hvort hann kæmi? (Óbein spurning: ekkert spruningarmerki.) (gr. 119) • Ekki rugla saman ; og : (gr. 113-118) • Munið innskotssetningarnar afmarkaðar með kommu: Setningar skal, ef þær fleyga aðrar setningar, afmarka með kommum.
Litlu atriðin (frh.) • í staðin/textin / í staðinn/textinn (gr. 41–51) • annara (rangt)/ annarra (rétt) (gr. 66) • mánaðamót/ Umferðarmiðstöðin • húnvetnsku stúlkurnar (sbr. Húnavatn) • baldursbrá (gr. 10)/ Þorláksmessa (gr. 17) • Arabar/ arabar (gr. 15) • Downs-heilkenni (gr. 11) • strik (gr. 94): Mér líkaði vel við hann – oftast (Hvað á strikð að vera langt?) • B.Ed./Rvík/a.m.k. (ekki bil)/þ. á m. (bil) (gr. 98)
Alltaf má finna að • vagga -n vöggu; vöggur, ef. ft. vaggna • amma -n ömmu; ömmur, ef. ft. ammna (Stafsetningarorðabókin) • Móðirin stendur milli vaggnanna (nei) • Hún helgar bókina minningu langammna sinna (nei) • Hver mundi segja þetta? Málfræðingar? (Svar: Já, ef þeir ætla að gera sig að athlægi)
Textaskiliningur • Verum viss um að við skiljum heimildirnar • Andri Snær og Draumalandið: spurt var um innihald tveggja kafla. Háð Andra Snæs olli misskilningi • Það hefur gerst í ritgerðum að merkingu hafi verið snúið við.
„Þriðja máltilfiningin“ • „Tilfinning fyrir blæbrigðum í merkingu orða og setninga“ (Höskuldur Þráinsson) • Honum er brugðið = hann hefur breyst/ honum hefur hrakað (ekki: honum brá) • „Beyoncé & Bond-stúlka á öndverðum meiði.“ Í Fréttablaðinu 14. sept. merkti þetta að önnur væri sú best klædda en hin sú verst klædda. En orðasambandið merkir ‘að vera ósammála’.
„Þriðja máltilfiningin“ (frh.) • Jón vann mótið (ekki: Jón sigraði mótið) • Jón vann glímuna (ekki: Jón sigraði glímuna) • Jón vann (sigraði) andstæðing sinn • „Missa fótana og hrynja íþa“ (Fréttablaðið): missa fótanna og detta í það • Hafa munninn fyrir ofan nefið • Orðatiltækin varasöm! • Besta (og eina) ráðið: Lesa
Nöldrið varasamt • Nöldrum ekki • Leiðréttum ekki viðmælendur okkar • Tölum almennt um efnið • Grípum dæmi úr veruleikanum • Beitum málfræðihugtökum: hann fór í skónna (kk. þf. ft. m. gr.: skóna) og gekk yfir brúnna (kvk. þf. et. m. gr. brúna)
Um málfar • Mikil umræða um málfar, sbr. dagblöðin og útvarpið. Muna Mörð Árnason! • tískuorð - vinna með (liti, börn, ljóð o.s.frv.) - vera meðvitaður (=gera sér grein fyrir e-u) - einstaklingar og aðilar - þrátt fyrir að (þótt/enda þótt/þó að) (en: þrátt fyrir + þf.) - í dag og nú til dags - til staðar - varðandi
Meira um málfar • Ákveðin hræðsla við fornöfn • Börn með tvítyngi (=tvítyngd börn) • Málskilningur á tungumálinu • Afleiðingar fylgja í kjölfarið • Við það bætist við • Líta til hvers annars (=hver til annars) • Heilsa upp á hvern annan • Mikið af fólki: Margt fólk en mikið af skít • Foreldrar – þau • Sömu orðin aftur og aftur
Íslenskan eina fagið • Gamall nemandi sagði við BH: „Baldur, ég skildi aldrei í gamla daga hvernig þú gast alltaf talað eins og íslenskan væri eina fagið. En núna skil ég það.“ • Í fyrra var unnið að nýrri námskrá fyrir KHÍ. Þar mátti ekki minnast á íslensku. Meira en tómlæti. • Ævilangt gæluverkefni • Kemst íslenskan í tísku? • Dagbók
Þegar þeir dóu • Bing og Elvis áður tveir óspart þöndu lungu og tungu en öðlingarnir aldrei meir en eftir að þeir sprungu sungu. • Setjið í eðlilega orðaröð. Beitið hugtökum eins og frumlag/umsögn.
Táp og fjör • Djúp og blá blíðum hjá brosa drósum hvarmaljós • Djúp og blá hvarmaljós brosa hjá blíðum drósum • hvarmaljós: augu
einhver • Það voru eitthvað fimmtíu manns á fundinum (= u.þ.b. 50 manns) • Ég þarf að fá einhverja fimmtíu menn (=ég þarf nákvæmlega 50 manns; ég veit ekki með neinni vissu hvaða menn þetta eru en hitt er alveg víst að þeir eiga að vera 50, hvorki meira né minna) • Sjá Málkróka Marðar, bls. 61
„Íslenskan eina fagið“ • Konan í Kennó sem kom aftur