240 likes | 408 Views
Starf LL og þróun lífeyrismála næstu misserin. Fulltrúaráðsfundur LL 6. desember 2005 Friðbert Traustason formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða . Ávöxtun og iðgjöld. Góð raunávöxtun á þessu ári, jafnvel yfir 10% meðalávöxtun þriðja árið í röð.
E N D
Starf LL og þróun lífeyrismála næstu misserin Fulltrúaráðsfundur LL 6. desember 2005 Friðbert Traustason formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða
Ávöxtun og iðgjöld • Góð raunávöxtun á þessu ári, jafnvel yfir 10% meðalávöxtun þriðja árið í röð. • 5 ára meðaltal 3,03%, þrátt fyrir neikvæða ávöxtun 2000 til 2002. 5 ára meðaltalið (2001-2005) mun fara yfir 5% í árslok 2005. • 10 ára meðaltal er með 5,63% - mun vera um 6% í árslok 2005. • Frá 1991 til 2004 er meðalávöxtunin 5,90% • Líkur á því að sjóðirnir munu ná að meðaltali 3,5% raunávöxtun til langs tíma litið. • Hækkun iðgjalds úr 10% í 11% 1. janúar 2005 og úr 11% í 12% 1. janúar 2007 mun væntanlega koma í veg fyrir frekari lækkun lífeyris og mun vonandi hafa í för með sér að hægt verði að bæta réttindin hjá lífeyrissjóðum á samningssviði ASÍ og SA.
Ávöxtun og iðgjöld • Nokkrir púnktar úr Peningamálum Seðlabankans í desember 2005 (GG og KB) • Aldurstenging réttinda stefnir að því að hver iðgjaldagreiðsla myndi réttindi sem svari til þess lífeyri sem vænta megi að hún dugi til að greiða • Óvissan um fjármagnstekjur er alvarlegasta óvissan í rekstri lífeyrissjóðanna • Munurinn á réttindaöflun eftir aldri ræðst af raunvöxtum • Þau aldursbundnu réttindi, sem nú er verið að veita, byggjast á spá stjórnenda lífeyrissjóðanna um vexti fram yfir árið 2080
Ávöxtun og iðgjöld • Lífeyrissjóðir umsvifamiklir á innlendum markaði • Þeir eiga 12% af öllum skráðum hlutabréfum í Kauphöllinni • Þeir eiga um 47% af markaðsskuldabréfum • Þeir eiga 41% af verðbréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði, en bankarnir 32% • Eru helstu fjárfestingamöguleikar sjóðanna innan lands fólgnir í að fjármagna stórvirkjanir?
Ávöxtun og iðgjöld • Möguleiki að innlánsstofnanir muni í auknum mæli gefa út skuldabréf innanlands og selja lífeyrissjóðunum • Lífeyrissjóðirnir eiga nú langstærstan hluta þess sem innlánsstofnanir hafa gefið út innanlands • Ljóst að ávöxtun erlendra verðbréfa mun skipta sköpum fyrir framtíð lífeyrissjóðanna • Þrátt fyrir sveiflur á hlutabréfamörkuðum munu sjóðirnir líklega nýta heimildir laga til fjárfestinga í hlutabréfum til hins ítrasta á næstu árum, nú 50% af hreinni eign
Aðrir þrír áhrifaþættir um þróun lífeyrismála næstu fimm árin. Stighækkandi örorkulífeyrir og áframhaldandi hækkun lífaldurs þjóðarinnar. Róttæk kerfisbreyting – úr jafnri réttindaávinnslu í aldurstengt kerfi. Enn frekari sameining lífeyrissjóða.
Sífellt hærri örokulífeyrisbyrði! • Árið 2004 nam heildarörorkulífeyrir sjóðanna um 5.278m.kr. eða um 14,5 milljónir kr. á sólarhring! • Raunaukning 10%- 15% á ári síðustu árin. • Mikil aukning umsækjanda um örorkulífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins.
Örorkulífeyrisþegum fjölgar! • Hjá Lífeyrissjóðnum Gildi og Lífeyrissjóði verslunarmanna hefur örorkulífeyrisþegum fjölgað úr 3.114 í 5.102 frá desember 1999 til september 2005 eða um 64%.
Nefnd forsætisráðherra í tengslum við samkomulag ASÍog SA frá 15. nóvember s.l. • Verkefni nefndarinnar verði meðal annars að gera tillögur um samræmingu á viðmiðunum til örorkumats í almannatryggingakerfinu annars vegar og lífeyrissjóðakerfinu hins vegar, þar sem fyrst og fremst verði horft til vangetu einstaklinga til að afla sér tekna. • Jafnframt fjalli nefndin um leiðir til að efla starfs-endurhæfingu í því skyni að hjálpa einstaklingum sem af einhverjum ástæðum hafa ekki fest rætur á vinnumarkaði eða þurft að hverfa af vinnumarkaði vegna atvinnuleysis eða örorku. • Fulltrúi LL í nefndinni verður Hrafn Magnússon. • Ari Edvald greinir nánar frá samkomulagi ASÍ og SA við stjórnvöld um lífeyrismál hér á eftir.
Tillögur Landssamtaka lífeyrisjóða: • Endurskipuleggja og styrkja starfsendurhæfingu hér á landi, m.a. með fjármögnun frá lífeyris-sjóðunum. • Stjórnvöld, sveitarfélög og frjáls félagasamtök þurfa að auka og efla forvarnir. • Auka þarf samstarf við sjúkrasjóði stéttarfélaga og grípa þannig nógu snemma inn í endur-hæfingarferil sjóðfélagans. • Skilvirkari og vandaðri vinnubrögð við undir-búning örorkulífeyrisúrskurða. • Örorkunefnd LL er enn starfandi og mun koma fram með frekari tillögur í febrúar eða mars á næsta ári.
Meðalævilengd Íslendinga eykur framtíðarskuldbindingar sjóðanna. Þróun undanfarna áratugi fyrir 65 ára Tímabil Konur Karlar 1971-75 17,8 15,0 1981-85 18,7 15,5 1991-95 19,3 16,4 1996-00 19,6 16,7 2001-03 20,5 17,7 Lenging 2,7 2,7
Annar áhrifaþátturinn: • Róttæk kerfisbreyting – úr jafnri réttindaávinnslu í aldurstengt kerfi.
Neikvæð áhrif jafnrar réttindaávinnslu (JR): • Kaupmáttaraukning til lengri tíma hefur neikvæð áhrif á fjárhagsstöðu lífeyrissjóðs með JR. • Þeim mun seinna sem sjóðfélagi kemur fyrst í JR þeim mun meiri réttindi fær hann fyrir sama verðmæti iðgjalda. • Sérstakar greiðslur inn í sjóð með JR eða veruleg hækkun iðgjalda frá sjóðfélaga sem “ræður” sínum iðgjöldum sjálfur hafa sömuleiðist neikvæð áhrif.
Neikvæð áhrif jafnrar réttindaávinnslu (JR): • Einstaklingur sem í dag greiðir í svonefndan “séreignarsjóð” mun á ákveðnum tímapunkti átta sig á því, að það er mun hagkvæmara fyrir hann að greiða framvegis til jafnvinnslusjóðs en sjóðs með aldurstengd réttindi.
Nokkar aðferðir við að taka upp aldurstengt réttindakerfi: • Leið Sameinaða lífeyrissjóðins og Samvinnulífeyrissjóðsins. • Leið Lífiðnað og Lífeyrissjóðs lækna • Leið Gildis og fleiri lífeyrissjóða “milda aðferðin”
Sjóðir sem þegar hafa tekið upp “mildu” aðferðina við aldurstengt réttindakerfieða hyggjast gera það fyrir árslok 2005. • Gildi lífeyrissjóður • Lífeyrissjóður verzlunarmanna. • Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda. • Lífeyrissjóður Vestmannaeyja • Lífeyrissjóður Austurlands • Lífeyrissjóður Vestfirðinga • Lífeyrissjóður Suðurlands • Lífeyrissjóður Vesturlands • Þessir sjóðir eru með 42,15% af heildar- eignum
Þriðji áhrifaþátturinn: Enn frekari sameining lífeyrissjóða
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Lífeyrissjóður verzlunarmanna Lífeyrissjóðurinn Framsýn Lífeyrissjóður sjómanna Sameinaði lífeyrissjóðurinn Lífeyrissjóður Norðurlands Frjálsi lífeyrissjóðurinn Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda Almenni lífeyrissjóðurinn Lífeyrissjóðurinn Lífiðn 10 stærstu sjóðirnir í árslok 2004
Sameiningar á þessu ári: Lokið: • Lífeyrissjóðurinn Framsýn og Lífeyrissjóður sjómanna í Gildi lífeyrissjóður. • Lífeyrissjóður Suðurlands og Lífeyrissjóður Suðurnesja í Lífeyrissjóð Suðurlands. Í sameiningarferli: • Sameining Lífeyrissjóðsins Lífiðnar og Samvinnu-lífeyrissjóðsins. Stefnt að sameiningu um næstu áramót, samkv. viljayfirlýsingu sjóðanna. • Sameining Lífeyrissjóðs lækna og Almenna lífeyrissjóðsins. Samþykkt frá og með næstu áramótum. • Sameining Lífeyrissjóðs Vesturlands og Lífeyrissjóðs Suðurlands. Frestað til 2006.
Stærð lífeyrissjóða í árslok 2004 Stærð Eignir Hlutfall sjóða af eignum 1-10 731 ma. kr. 74,07% 11-20 176 ma. kr. 17,88% 21-30 65 ma. kr. 6,57% 31-48 15 ma.kr. 1,48% 987 ma.kr. 100,00%
10 stærstu sjóðirnir í byrjun árs 2006 (spá) • Lsj. starfsmanna ríkisins • Lífeyrissjóður verzlunarmanna • Lífeyrissjóðurinn Gildi • Sameinaði lífeyrissjóðurinn • Almenni lífeyrissjóðurinn • Lífiðn og Samvinnulífeyrissjóðurinn. • Lífeyrissjóður Norðurlands • Frjálsi lífeyrissjóðurinn. • Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda • Lífeyrissjóður bankamanna