240 likes | 562 Views
Íslensk málsaga Víkingaferðir og landnám Bls. 44-54. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Víkingaöld 793-1066. Upphaf víkingaaldar miðast við árið 793 þegar víkingar réðust inn á klaustrið Lindisfarne við strönd Norðymbralands á Englandi.
E N D
Íslensk málsagaVíkingaferðir og landnám Bls. 44-54 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Víkingaöld 793-1066 • Upphaf víkingaaldar miðast við árið 793 þegar víkingar réðust inn á klaustrið Lindisfarne við strönd Norðymbralands á Englandi. • Það voru einkum Danir og Norðmenn sem herjuðu á Bretlandseyjar. • Um þúsaldamótin var Danakonungur konungur Englendinga og svo segir í Gunnlaugssögu Ormstungu að þar hafi verið töluð dönsk tunga.
Víkingaöld 793-1066 • Norðmenn voru ágangssamir í Hjaltlandi, Orkneyjum, á Mön og á Írlandi. • Stærstu borgir á Írlandi voru upphaflega virki Norðmanna, þ.e. Dublin, Cork og Waterford. • Danskir og norskir víkingar réðu í sameingingu allmiklum svæðum þar sem nú heitir Normandí (upphafl. Norðmannaland).
Víkingaöld 793-1066 • Svíar voru mest á ferðinni í Eystrasalti. Þeir komust alla leið til Istanbúl (Miklagarðs) og þaðan inn á Miðjarðarhaf. • Finnar kölluðu þessa menn ruotsi sem þýðir Svíi eða sænskur. Miklagarðsmenn styttu það í rus. • Sænskir menn stofnuðu Garðríki í sameiningu við slavneskar þjóðir. Þeir samlöguðust smám saman og voru þá kallaðir Rússar. • Norrænir menn skildu eftir í málinu ýmsar menjar. Nöfnin Olga og Oleg eru t.d dregin af norrænu nöfnunum Helgi og Helga.
Víkingaöld 793-1066 • Í Noregi ríkti óðalsréttur á víkingaöld: Elsti sonurinn erfði jörð, hinir lausafé. • Þetta var gert til þess að jarðirnar skiptust ekki í of smáar einingar. • Þessar aðstæður knúðu fólk til nýrra landa. • Norrænir menn, einkum norskir settust að í Færeyjum og Íslandi á 9. og 10. öld og þaðan héldu þeir til Grænlands og Ameríku undir þúsaldarlokin.
Víkingaöld 793-1066 • Víkingarnir voru einstaklega góðir sjómenn sem gerði þeim kleift að stunda ráns- og verslunarferðir víða um heim. • Þeir fylgdust með sól og stjörnum í siglingum sínum, tóku mið af öldulagi og skýjafari og fylgdust með fuglum.
Norræn áhrif á ensku • Norrænir menn viðhéldu ekki völdum sínum á Bretlandseyjum til lengdar. • Smám saman blönduðust víkingar Írum og Englendingum eða hrökkluðust burt. • Víkingar höfðu hins vegar margvísleg málfarsleg og menningarleg áhrif á ensku og gelísku og hafa jafnvel skotið sér inn í þjóðtrú í þessum löndum.
Norræn áhrif á ensku • Norræn tunga lifði lengst í Orkneyjum og Hjaltlandi. Örnefni í Orkneyjum bera merki þessa: • Westray Vesturey • Tingwall Þingvöllur • Sandwick Sandvík • Eynhallow Eyin helga • Rousay Hrólfsey • Eftir að Orkneyjar voru sameinaðar Skotlandi týndu hins vegar Norrænir menn þar máli sínu smám saman.
Norræn áhrif á ensku • Tunga víkinga hefur þó haft töluverð áhrif á ensku; um þúsund orð úr norrænu máli eru nú notuð í ensku: • husband húsbóndi • knife knífr • fellow félagi • Orð sem byrja á sk eru flest úr máli norrænna manna: • Sky ský • Skin skinn • Sjá fleiri dæmi á bls. 47.
Norræn áhrif á ensku • Víkingar höfðu margvísleg áhrif á mál og menningu Íra. • Nafnið á borginni Dublin, en hún var eitt af höfuðsetrum víkinga, er dregið af gelísku dub gall, sem þýðir dökku víkingarnir. • Víkingar komu víða við sögu í þjóðtrú Íra. Rauðbirkið fólk er t.d. sagt vera af víkingakyni (en á Íslandi er sagt að rauðbirkið fólk sé af keltneskum ættum).
Norræn áhrif á ensku • Ýmis norræn orð skutust líka inn í gelísku. • Mörg þeirra lúta að sjó eða sjávarnytjum. • Dæmi: • bád bátur • ancár akkeri • trosc þorskur • Frá Íslandi fluttust margir menn til Grænlands en grænlensk tunga ber þó ekki merki þessa. • Grænlenska hefur þó þegið mörg orð úr nútímadönsku.
Landnámsöld 870-930 • Hefð er fyrir því að kalla tímabilið 870-930landnámsöld þótt vísast hafi norrænir menn farið að setjast hér að eitthvað fyrr. • Ari fróði Þorgilsson (1067-1148) segir í Íslendingabók að „á sex tugum vetra yrði Ísland albyggt”. • Flestir skilja orðið „albyggt” sem svo að þá hafi verið búið í flestum héruðum Íslands.
Landnámsöld 870-930 • Í þessu sambandi hafa menn spurt: • Hverjir fluttust til Íslands? • Hvaða mál töluðu þeir? • Hvað bjuggu margir hér um 930?
Landnámsöld 870-930 • Landnámabók (líklega rituð á fyrri hluta 12. aldar) greinir frá byggingu Íslands. • Kjarni hennar er skrá yfir þá menn sem námu hér land eða eignuðust með öðrum hætti. • Vanalega er einnig skýrt frá því hvar landnámsmenn bjuggu og hve víðáttumikil landnámin voru.
Landnámsöld 870-930 • Af landnámsmönnum sem Landnáma tilgreinir komu: • 85% frá Noregi. • 12% úr byggðum norrænna manna á Bretlandseyjum. • 3% frá Svíþjóð og öðrum löndum. • Undir lok landnámsaldar hafa menn líklega búið um land allt og verið um 60 þúsund talsins. • En hvaða fólk kom með landnámsmönnunum og hvaðan var það?
Landnámsöld 870-930 • Í Landnámu virðast þeir einir tilgreindir sem voru í stétt höfðingja og bænda. • En hvað voru hinir margir, þ.e. vinnukonur og –karlar, þrælar og iðnaðarmenn? • Einungis eitt er víst: Hafi þeir talað önnur mál en norræna tungu hafa þeir glatað móðurmáli sínu og skilið eftir lítil ummerki í því máli sem síðar varð íslenska.
Hvernig varð íslenska til? • Hvaða mál var talað á Íslandi í lok landnámsaldar? • Hvenær varð íslenska til? • Talaði fólk einhverja blöndu af norrænum mállýskum fyrstu áratugina í þessu nýja landi? • Talaði yfirstéttin e.t.v. annað mál (mállýsku) en vinnuhjú og þrælar?
Hvernig varð íslenska til? • Hver sem svörin við þessum spurningum eru má ljóst vera að íslenska er vaxin upp úr því máli sem innflytjendur mótuðu í nýju landi. • Hingað kom fólk úr ýmsum áttum af mismunandi þjóðerni þótt flestir hafi átt rætur í Noregi. • Málið hlaut að blandast í aðlögun að nýjum aðstæðum. • Reykir, Sölvafjara, Munaðarnes, Látrabjarg, Mælifell...
Hvernig varð íslenska til? • Byggðin í landinu þróaðist líka með sérstökum hætti: • Menn bjuggu strjált. Bændur bjuggu ekki í þorpum eins og annars staðar í Evrópu heldur hver á sinni jörð. • Heimili voru mörg en þau lágu dreift með ströndum landsins. Engin kaupmanna- og iðnaðarmannastétt varð til eins og raunin varð í grannlöndunum; þar mynduðust borgir. • Enginn á heima í miðju landinu. Þar er óbyggilegt hálendi og íslenska málsvæðið liggur í hring utan um það. Líklega var byggðin alveg samfelld frá landnámsöld og fram yfir heimsstyrjöldina 1914-18. Nú er þessi hringur hins vegar rofinn allvíða eins og sést á kortinu á bls. 52.
Hvers vegna er lítill mállýskumunur á Íslandi? • Sennilega hefur þróunin orðið með þeim hætti að mál og mállýskur innflytjenda hafa jafnast út á fyrstu öldum Íslandsbyggðar en síðan hafi málið farið að breytast eftir eigin lögmálum, mishratt eftir byggðarlögum og á ólíka vegu. • Breytingar byrja hjá einstaklingum, breiðast út til hóps og síðan úr einu héraði í annað. • Sum héröð eru í alfaraleið þeirra sem ferðast á milli landshluta en önnur eru mjög afskekkt.
Hvers vegna er lítill mállýskumunur á Íslandi? • Þjóðfélagsþættir sem hamlað hafa myndun mállýskna: • Hér komst á legg allsherjarríki; eitt ríki í stóru landi. Ef ófriður ríkir í landi getur það leitt til einangrunar vissra héraða en það gerðist ekki hér. • Alþingi var stofnað árið 930 og þaðan komu menn úr öllum landshlutum. • Hreyfanleiki var mikill í þjóðfélaginu og fólksflutningar voru tíðir. Íslenskir bændur urðu smám saman leiguliðar, ýmist stóreignamanna eða kirkjunnar. Þeir voru hins vegar ekki átthagabundnir eins og í flestum Evrópulöndum. Bændur héldu vinnuhjú og mörg þeirra stoppuðu stutt við á hverjum stað. Bændur sendu líka vinnumenn sína til fiskveiða eða í heyskap.
Hvers vegna er lítill mállýskumunur á Íslandi? • Íslendingar skrifuðu bæði á íslensku og latínu þegar ritöld hófst um 1100. Lögin voru skráð á fyrsta fjórðungi 12. aldar og er íslenskt ritmál því jafngamalt rithefðinni. Íslensk handrit voru endurrituð í fjölmörgum gerðum sem þýðir að þau voru lesin. • Biblían var þýdd og gefin út á 16. öld. Íslenska varð því mál kirkjunnar manna. • Seinni hluta miðalda og fram á 20. öld voru rímur vinsæll kveðskapur. Þær varðveittu gamalt skáldamál og áttu þátt í að tengja saman gamlan málskilning og nýjan. • Skólar voru fáir í landinu (lengi aðeins á Hólum, í Skálholti og e.t.v. í klaustrum). Nemendur af öllu landinu komu því á þessa staði. • Það voru engir stórir skógar í landinu (aðeins kjarrskógar en ekki hávaxnir barrskógar). Í íslenskum skógum voru engin hættuleg villidýr.
Af hverju breytast tungumál? • Tungumál er samskiptatæki. • Breyttar þjóðfélagsaðstæður kalla á breytingar á orðaforða. • Íslenskt mál er sprottið úr bændasamfélagi fyrri alda sem hélst í föstum skorðum um aldabil.
Af hverju breytast tungumál? • Fleira breytist þó en orðaforðinn. • Hljóðkerfi íslenskrar tungu breyttist mikið á fyrstu öldum byggðar en um 1700 voru flestar breytingar um garð gengnar. • Í landinu lifðu þá ýmis framburðareinkenni sem voru ólík eftir landshlutum. Smám saman hafa þessi einkenni hins vegar jafnast út. • Beygingar og setningaskipan hafa raskast svolítið en hvergi nærri eins og orðaforði og hljóðkerfi.