1 / 24

Íslensk málsaga Víkingaferðir og landnám Bls. 44-54

Íslensk málsaga Víkingaferðir og landnám Bls. 44-54. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Víkingaöld 793-1066. Upphaf víkingaaldar miðast við árið 793 þegar víkingar réðust inn á klaustrið Lindisfarne við strönd Norðymbralands á Englandi.

satin
Download Presentation

Íslensk málsaga Víkingaferðir og landnám Bls. 44-54

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslensk málsagaVíkingaferðir og landnám Bls. 44-54 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Víkingaöld 793-1066 • Upphaf víkingaaldar miðast við árið 793 þegar víkingar réðust inn á klaustrið Lindisfarne við strönd Norðymbralands á Englandi. • Það voru einkum Danir og Norðmenn sem herjuðu á Bretlandseyjar. • Um þúsaldamótin var Danakonungur konungur Englendinga og svo segir í Gunnlaugssögu Ormstungu að þar hafi verið töluð dönsk tunga.

  3. Víkingaöld 793-1066 • Norðmenn voru ágangssamir í Hjaltlandi, Orkneyjum, á Mön og á Írlandi. • Stærstu borgir á Írlandi voru upphaflega virki Norðmanna, þ.e. Dublin, Cork og Waterford. • Danskir og norskir víkingar réðu í sameingingu allmiklum svæðum þar sem nú heitir Normandí (upphafl. Norðmannaland).

  4. Víkingaöld 793-1066 • Svíar voru mest á ferðinni í Eystrasalti. Þeir komust alla leið til Istanbúl (Miklagarðs) og þaðan inn á Miðjarðarhaf. • Finnar kölluðu þessa menn ruotsi sem þýðir Svíi eða sænskur. Miklagarðsmenn styttu það í rus. • Sænskir menn stofnuðu Garðríki í sameiningu við slavneskar þjóðir. Þeir samlöguðust smám saman og voru þá kallaðir Rússar. • Norrænir menn skildu eftir í málinu ýmsar menjar. Nöfnin Olga og Oleg eru t.d dregin af norrænu nöfnunum Helgi og Helga.

  5. Víkingaöld 793-1066 • Í Noregi ríkti óðalsréttur á víkingaöld: Elsti sonurinn erfði jörð, hinir lausafé. • Þetta var gert til þess að jarðirnar skiptust ekki í of smáar einingar. • Þessar aðstæður knúðu fólk til nýrra landa. • Norrænir menn, einkum norskir settust að í Færeyjum og Íslandi á 9. og 10. öld og þaðan héldu þeir til Grænlands og Ameríku undir þúsaldarlokin.

  6. Víkingaöld 793-1066 • Víkingarnir voru einstaklega góðir sjómenn sem gerði þeim kleift að stunda ráns- og verslunarferðir víða um heim. • Þeir fylgdust með sól og stjörnum í siglingum sínum, tóku mið af öldulagi og skýjafari og fylgdust með fuglum.

  7. Norræn áhrif á ensku • Norrænir menn viðhéldu ekki völdum sínum á Bretlandseyjum til lengdar. • Smám saman blönduðust víkingar Írum og Englendingum eða hrökkluðust burt. • Víkingar höfðu hins vegar margvísleg málfarsleg og menningarleg áhrif á ensku og gelísku og hafa jafnvel skotið sér inn í þjóðtrú í þessum löndum.

  8. Norræn áhrif á ensku • Norræn tunga lifði lengst í Orkneyjum og Hjaltlandi. Örnefni í Orkneyjum bera merki þessa: • Westray Vesturey • Tingwall Þingvöllur • Sandwick Sandvík • Eynhallow Eyin helga • Rousay Hrólfsey • Eftir að Orkneyjar voru sameinaðar Skotlandi týndu hins vegar Norrænir menn þar máli sínu smám saman.

  9. Norræn áhrif á ensku • Tunga víkinga hefur þó haft töluverð áhrif á ensku; um þúsund orð úr norrænu máli eru nú notuð í ensku: • husband húsbóndi • knife knífr • fellow félagi • Orð sem byrja á sk eru flest úr máli norrænna manna: • Sky ský • Skin skinn • Sjá fleiri dæmi á bls. 47.

  10. Norræn áhrif á ensku • Víkingar höfðu margvísleg áhrif á mál og menningu Íra. • Nafnið á borginni Dublin, en hún var eitt af höfuðsetrum víkinga, er dregið af gelísku dub gall, sem þýðir dökku víkingarnir. • Víkingar komu víða við sögu í þjóðtrú Íra. Rauðbirkið fólk er t.d. sagt vera af víkingakyni (en á Íslandi er sagt að rauðbirkið fólk sé af keltneskum ættum).

  11. Norræn áhrif á ensku • Ýmis norræn orð skutust líka inn í gelísku. • Mörg þeirra lúta að sjó eða sjávarnytjum. • Dæmi: • bád bátur • ancár akkeri • trosc þorskur • Frá Íslandi fluttust margir menn til Grænlands en grænlensk tunga ber þó ekki merki þessa. • Grænlenska hefur þó þegið mörg orð úr nútímadönsku.

  12. Landnámsöld 870-930 • Hefð er fyrir því að kalla tímabilið 870-930landnámsöld þótt vísast hafi norrænir menn farið að setjast hér að eitthvað fyrr. • Ari fróði Þorgilsson (1067-1148) segir í Íslendingabók að „á sex tugum vetra yrði Ísland albyggt”. • Flestir skilja orðið „albyggt” sem svo að þá hafi verið búið í flestum héruðum Íslands.

  13. Landnámsöld 870-930 • Í þessu sambandi hafa menn spurt: • Hverjir fluttust til Íslands? • Hvaða mál töluðu þeir? • Hvað bjuggu margir hér um 930?

  14. Landnámsöld 870-930 • Landnámabók (líklega rituð á fyrri hluta 12. aldar) greinir frá byggingu Íslands. • Kjarni hennar er skrá yfir þá menn sem námu hér land eða eignuðust með öðrum hætti. • Vanalega er einnig skýrt frá því hvar landnámsmenn bjuggu og hve víðáttumikil landnámin voru.

  15. Landnámsöld 870-930 • Af landnámsmönnum sem Landnáma tilgreinir komu: • 85% frá Noregi. • 12% úr byggðum norrænna manna á Bretlandseyjum. • 3% frá Svíþjóð og öðrum löndum. • Undir lok landnámsaldar hafa menn líklega búið um land allt og verið um 60 þúsund talsins. • En hvaða fólk kom með landnámsmönnunum og hvaðan var það?

  16. Landnámsöld 870-930 • Í Landnámu virðast þeir einir tilgreindir sem voru í stétt höfðingja og bænda. • En hvað voru hinir margir, þ.e. vinnukonur og –karlar, þrælar og iðnaðarmenn? • Einungis eitt er víst: Hafi þeir talað önnur mál en norræna tungu hafa þeir glatað móðurmáli sínu og skilið eftir lítil ummerki í því máli sem síðar varð íslenska.

  17. Hvernig varð íslenska til? • Hvaða mál var talað á Íslandi í lok landnámsaldar? • Hvenær varð íslenska til? • Talaði fólk einhverja blöndu af norrænum mállýskum fyrstu áratugina í þessu nýja landi? • Talaði yfirstéttin e.t.v. annað mál (mállýsku) en vinnuhjú og þrælar?

  18. Hvernig varð íslenska til? • Hver sem svörin við þessum spurningum eru má ljóst vera að íslenska er vaxin upp úr því máli sem innflytjendur mótuðu í nýju landi. • Hingað kom fólk úr ýmsum áttum af mismunandi þjóðerni þótt flestir hafi átt rætur í Noregi. • Málið hlaut að blandast í aðlögun að nýjum aðstæðum. • Reykir, Sölvafjara, Munaðarnes, Látrabjarg, Mælifell...

  19. Hvernig varð íslenska til? • Byggðin í landinu þróaðist líka með sérstökum hætti: • Menn bjuggu strjált. Bændur bjuggu ekki í þorpum eins og annars staðar í Evrópu heldur hver á sinni jörð. • Heimili voru mörg en þau lágu dreift með ströndum landsins. Engin kaupmanna- og iðnaðarmannastétt varð til eins og raunin varð í grannlöndunum; þar mynduðust borgir. • Enginn á heima í miðju landinu. Þar er óbyggilegt hálendi og íslenska málsvæðið liggur í hring utan um það. Líklega var byggðin alveg samfelld frá landnámsöld og fram yfir heimsstyrjöldina 1914-18. Nú er þessi hringur hins vegar rofinn allvíða eins og sést á kortinu á bls. 52.

  20. Hvers vegna er lítill mállýskumunur á Íslandi? • Sennilega hefur þróunin orðið með þeim hætti að mál og mállýskur innflytjenda hafa jafnast út á fyrstu öldum Íslandsbyggðar en síðan hafi málið farið að breytast eftir eigin lögmálum, mishratt eftir byggðarlögum og á ólíka vegu. • Breytingar byrja hjá einstaklingum, breiðast út til hóps og síðan úr einu héraði í annað. • Sum héröð eru í alfaraleið þeirra sem ferðast á milli landshluta en önnur eru mjög afskekkt.

  21. Hvers vegna er lítill mállýskumunur á Íslandi? • Þjóðfélagsþættir sem hamlað hafa myndun mállýskna: • Hér komst á legg allsherjarríki; eitt ríki í stóru landi. Ef ófriður ríkir í landi getur það leitt til einangrunar vissra héraða en það gerðist ekki hér. • Alþingi var stofnað árið 930 og þaðan komu menn úr öllum landshlutum. • Hreyfanleiki var mikill í þjóðfélaginu og fólksflutningar voru tíðir. Íslenskir bændur urðu smám saman leiguliðar, ýmist stóreignamanna eða kirkjunnar. Þeir voru hins vegar ekki átthagabundnir eins og í flestum Evrópulöndum. Bændur héldu vinnuhjú og mörg þeirra stoppuðu stutt við á hverjum stað. Bændur sendu líka vinnumenn sína til fiskveiða eða í heyskap.

  22. Hvers vegna er lítill mállýskumunur á Íslandi? • Íslendingar skrifuðu bæði á íslensku og latínu þegar ritöld hófst um 1100. Lögin voru skráð á fyrsta fjórðungi 12. aldar og er íslenskt ritmál því jafngamalt rithefðinni. Íslensk handrit voru endurrituð í fjölmörgum gerðum sem þýðir að þau voru lesin. • Biblían var þýdd og gefin út á 16. öld. Íslenska varð því mál kirkjunnar manna. • Seinni hluta miðalda og fram á 20. öld voru rímur vinsæll kveðskapur. Þær varðveittu gamalt skáldamál og áttu þátt í að tengja saman gamlan málskilning og nýjan. • Skólar voru fáir í landinu (lengi aðeins á Hólum, í Skálholti og e.t.v. í klaustrum). Nemendur af öllu landinu komu því á þessa staði. • Það voru engir stórir skógar í landinu (aðeins kjarrskógar en ekki hávaxnir barrskógar). Í íslenskum skógum voru engin hættuleg villidýr.

  23. Af hverju breytast tungumál? • Tungumál er samskiptatæki. • Breyttar þjóðfélagsaðstæður kalla á breytingar á orðaforða. • Íslenskt mál er sprottið úr bændasamfélagi fyrri alda sem hélst í föstum skorðum um aldabil.

  24. Af hverju breytast tungumál? • Fleira breytist þó en orðaforðinn. • Hljóðkerfi íslenskrar tungu breyttist mikið á fyrstu öldum byggðar en um 1700 voru flestar breytingar um garð gengnar. • Í landinu lifðu þá ýmis framburðareinkenni sem voru ólík eftir landshlutum. Smám saman hafa þessi einkenni hins vegar jafnast út. • Beygingar og setningaskipan hafa raskast svolítið en hvergi nærri eins og orðaforði og hljóðkerfi.

More Related