190 likes | 348 Views
Atvinnulíf og byggðaþróun. 8. kafli. Barist við Breta. 1976 áttu sér stað mikil átök við Breta á Íslandsmiðum. Varðskip Íslendinga reyndu að stöðva veiðar Breta, meðan herskip vernduðu bresku togarana. Ástæðan var að íslensk stjórnvöld höfðu fært fiskveiðilögsöguna út í 200 mílur .
E N D
Atvinnulíf og byggðaþróun 8. kafli
Barist við Breta • 1976 áttu sér stað mikil átök við Breta á Íslandsmiðum. • Varðskip Íslendinga reyndu að stöðva veiðar Breta, meðan herskip vernduðu bresku togarana. • Ástæðan var að íslensk stjórnvöld höfðu fært fiskveiðilögsöguna út í 200 mílur. • Íslendingar slitu stjórnmálasambandi við Breta en stuttu síðar náðist sátt sem tryggði Íslendingum fullan sigur.
Miklar breytingar höfðu orðið á sjávarútvegi á 20. öldinni með stærri og öflugri bátum. • Fiskafurðir hafa lengi verið ein helsta tekjulind þjóðarinnar og því var það mikið hagsmunamál að ráða yfir sem stærstu svæði til fiskveiða. • Bretar höfðu veitt við Íslandsstrendur í hundruð ára og voru ósáttir við útfærsluna sem skerti möguleika þeirra á veiðum. • 1952 fiskveiðilögsagan 4 mílur • 1958 fiskveiðilögsagan 12 mílur • 1972 fiskveiðilögsagan 50 mílur • 1975 fiskveiðilögsagan 200 mílur
Við erum háð miklum innflutningi og því er nauðsynlegt fyrir okkur að búa yfir öflugum útflutningi. • Á seinni hluta aldarinnar jókst þéttbýlis-myndun ört með mikilli fólksfjölgun og flutningi úr sveit í borg. • Reynt var að snúa þróuninni við með því að efla landsbyggðina en það tókst ekki. • Álverið í Straumsvík var reist 1969 til að reyna að auka fjölbreytni atvinnulífsins. • Með aukinni tæknivæðingu í landbúnaði • og sjávarútvegi þurfti færri til að sinna þeim • störfum og fleiri gátu sinnt öðrum störfum.
Byggðaþróun • Með bættu velferðakerfi fjölgaði þjóðinni á seinni hluta 20. aldar. • Í framhaldi af því breyttist búseta Íslendinga. • Rúmlega 90% þjóðarinnar bjó í þéttbýli um aldamótin 2000. (60 % á höfuðborgarsvæðinu) • Þéttbýlisstaðir sem stóðu best voru þeir sem lágu vel við samgöngum og buðu upp á fjölbreytta atvinnu, þjónustu og menntun.
Byggðaþróun • Reykjavík breyttist úr bæ í borg með vaxandi fólksfjölda. • Rvk. minnir á amerískar borgir þar sem bílaeign er mikil og byggð skiptist í atvinnu og íbúðahverfi andstætt evrópskum borgum með blandaðri byggð. • Byggðastefna íslenskra stjórnvalda hefur snúist um að styrkja ákveðin svæði í gegnum tíðina. • Fyrst voru sveitir styrktar, en eftir seinni heimstyrjöld fengu þéttbýlisstaðir á landsbyggðinni stuðning.
Byggðastefna • Bæði var um að ræða beina styrki sem og hagstæð lán sem sjávarútvegurinn notaði til að fjárfesta í bátum, togurum, höfnum og frystihúsum. • Samgöngur voru einnig stórbættar sem og lagning rafmagns og símalína. • Byggðastofnun var sett á laggirnar til að halda utan um faglegan og fjárhagslegan stuðning við landsbyggðina. • Loðdýrarækt • Fiskeldi • Byggðastefnan bar ekki tilætlaðan árangur.
Samgöngur • Landið var erfitt yfirferðar og samgöngur helstar á sjó og á bílum á þéttbýlisstöðum. • 1919 kom fyrsta flugvélin kom til landsins og 1937 hófst samfelldur flugrekstur á Íslandi. • Sjóvélar þar til flugvellir voru byggðir í seinni heimsstyrjöldinni. • Vegakerfi batnaði eftir seinni heimsstyrjöldina og fleiri höfðu efni á bíl. • Bundið slitlag var sett á vegi og jarðgöng opnuðu leiðir sem áður voru torfærar.
Landbúnaður • Minni þörf á vinnuafli með iðnvæðingunni. • Bændur gátu stækkað ræktarland sitt með tilkomu gröfunnar. • Kjúklinga- og svínarækt jókst til viðbótar við sauðfjár- og nautgriparækt. • Kartöflurækt • Gróðurhúsarækt
Landbúnaður • Þrátt fyrir vélvæðinguna er íslenskur landbúnaður ekki hagkvæmur í samanburði við nágrannalöndin. • Miklir ríkisstyrkir, samt hátt verð á landbúnaðarafurðum og margir bændur hafa litlar tekjur. • Landbúnaður er einnig almennt ríkisstyrktur í öðrum löndum.
Fiskveiðilögsagan • Fyrri hluta aldarinnar var landhelgi og fiskveiðilögsaga Íslands aðeins þrjár sjómílur. • Árið 1952 var fiskveiðilögsagan færð út í fjórarmílur(til að vernda fiskistofnana) • Bretar höfðu stundað fiskveiðar við Ísland frá því í byrjun 15. aldar og töldu sig því hafa sögulegan rétt til fiskveiða hér við land umfram aðra. • Bretar voru óánægðir með útfærslu fiskveiðilögsögunnar og settu löndunarbann á íslenskan fisk í Bretlandi og ætluðu með því móti að knýja Íslendinga til uppgjafar.
Útfærsla landhelginnar • Íslendingar svöruðu fyrir sig með því að breyta um vinnsluaðferðir og leita nýrra markaða fyrir fiskinn. • Bandaríkin og Sovétríkin • Fiskveiðilögsagan var færð út í 12 mílur 1958 andstætt alþjóðalögum. • Mörg önnur strandríki vildu líka 12 mílna útfærslu en það fékkst ekki samþykkt hjá Sameinuðu þjóðunum.
Þorskastríð • Ekki var hægt að semja um 12 mílna útfærslu við Breta og því var útfærslan einhliða. • Bretar settu aftur löndunarbann auk þess sem herskip voru send á Íslandsmið. • Íslensku varðskipin reyndu að góma breska togara en bresk herskip áttu að vernda togarana. Oft kom því til ásiglinga. • Engum vopnum var beitt en átökin fengu nafnið ÞORSKASTRÍÐIÐ.
Þorskastríð frh. • Árið 1972 færðu Íslendingar fiskveiðilögsöguna aftur út og nú í 50 mílur. • Ákvörðuninni var vísað til alþjóðadómstólsins en Íslendingar ákváðu að taka ekki mark á honum. • Aftur voru send herskip til að vernda breska togara sem veiddu áfram innan 50 mílna. • Íslendingar beittu togvíraklippumí þessu þorskastríði. Þær klipptu í sundur veiðarfæri togaranna. • Ári síðar ákváðu Bretar að sætta sig við lögsöguna.
Frh. • Víða um heim voru strandþjóðir farnar að taka upp 200 mílna lögsögu. • Það þýddi full yfirráð yfir öllum auðlindum í hafi og hafsbotni innan þess svæðis. • Ísland færði út sína lögsögu árið 1975. • Aftur sendu Bretar herskip á miðin. • Nú varð baráttan hatrammari og Íslendingar slitu stjórnmálasambandi við Bretland. • Sáttir náðust að lokum og síðustu bresku togararnir sigldu af miðunum í lok árs 1976. • Íslendingar hótuðu að ganga úr NATO í miðju Kalda stríðinu. • Byggðarlög eins og Grimsby og Hull urðu hins vegar fyrir miklu efnahagslegu áfalli við þessi málalok.
Kvótakerfi • Kvótakerfið var sett á laggirnar 1984 til að koma í veg fyrir ofveiði sem hafði átt sér stað á árunum á undan. • Skip fengu aflaheimild miðað við veiðireynslu síðustu þriggja ára. • Síðar var farið að leigja og selja kvóta framsal. • Það hafði slæm áhrif á mörg smærri byggðar-lög þar sem kvótinn hvarf og oft flutti fólk úr byggðarlögunum. • Margir urðu á sama tíma ríkir á kvótakerfinu með því að leigja eða selja kvótann.
Iðnaður • Íslenskur iðnaður tók að eflast eftir seinni heimsstyrjöld en innlendar vörur áttu oft erfitt uppdráttar gegn ódýrari innfluttum vörum. • Stjórnvöld stóðu í vegi fyrir því að erlendir aðilar reistu orkuver og verksmiðjur. • Áburðarverksmiðjan í Gufunesi og sements-verksmiðjan á Akranesi hófu starfsemi á 6. áratugnum en þær marka upphaf að orkufrekri stóriðju á Íslandi. • Miklar breytingar urðu í efnahagslífinu á 7. áratugnum þegar Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisfl. og Alþýðufl. var við völd en þeir lögðu áherslu á að opna hagkerfið fyrir erlendri fjárfestingu og auka fjölbreytileika atvinnulífsins.
Iðnaður frh. • Undir lok 7. áratugarins hófu kísilverksmiðjan við Mývatn og Álverið í Straumsvík starfsemi sína . • Kísilverksmiðjan var m.a. í eigu íslenska ríkisins. • Aukinni raforkuþörf var mætt með stofnun Landsvirkjunar og reisti fyrirtækið Búrfellsvirkjun til að sjá álverinu fyrir rafmagni. • Stóriðjan átti sinn þátt í að bæta lífskjör landsmanna þó oft hafi spunnist deilur um efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, arðsemi, mengun, umhverfisvernd og fleira. • Mörg innlend iðnfyrirtæki urðu gjaldþrota 1970 þegar tollar á erlendum vörum voru lækkaðir verulega.
Náttúruhamfarir • Náttúruhamfarir hafa alltaf sett mark sitt á Íslendinga. • Gosið í Heimaey árið 1973 hafði mikil áhrif á Íslendinga. Gosið stóð yfir í 5 mánuði, eyðilagði 400 hús og það þurfti að flytja 5000 manns upp á meginlandið. • Árið 1974 varð mannskætt snjóflóð í Neskaupsstað og undir lok aldarinnar urðu tvö mannskæð snjóflóð á Vestfjörðum. • Súðavík • Flateyri • Árið 2000 riðu svo yfir tveir jarðskjálftar á Suðurlandi og eignatjón varð töluvert.