1 / 36

Verðlag

Verðlag. 24. kafli. Að mæla framfærslukostnað. V erðbólga (e. Inflation) er almenn hækkun verðlags V erðbólgustigið (e. Inflation rate) er hækkun verðlags mælt í prósentum frá fyrra tímabili. Vísitala neysluverðs.

selima
Download Presentation

Verðlag

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Verðlag 24. kafli

  2. Að mæla framfærslukostnað • Verðbólga (e. Inflation)er almenn hækkun verðlags • Verðbólgustigið (e. Inflation rate)er hækkun verðlags mælt í prósentum frá fyrra tímabili

  3. Vísitala neysluverðs • Vísitala neysluverðs er mælikvarði á heildarverð þeirrar vöru og þjónustu, sem dæmigerður neytandi kaupir • Hagstofa Íslands birtir vísitölu neysluverðs í hverjum mánuði • Vísitala neysluverðs (VNV) fylgir þróun framfærslukostnaðar frá einum mánuði til annars

  4. Þegar VNV hækkar, þarf dæmigerð fjölskylda að verja meira fé en áður til að halda sömu lífskjörum Vísitala neysluverðs

  5. Hvernig vísitala neysluverðs er reiknuð 1. Velja í körfuna: Ákveða, hvaða vörur og þjónusta skipta dæmigerðan neytanda mestu máli • Hagstofan velur í körfuna: hún gerir neyslukannanir til að ákvarða, hvaða vörur og þjónustu neytendur kaupa helst og í hvaða hlutföllum • Hagstofan mælir einnig, hvaða verð neytendur greiða fyrir þessar vörur og þjónustu – þ.e. fyrir körfuna

  6. Hvernig vísitala neysluverðs er reiknuð 2. Finna verðið • Athuga, hvað hver einstök vara og þjónusta í körfunni kostar á hverjum tímapunkti

  7. Hvernig vísitala neysluverðs er reiknuð 3. Reikna, hvað karfan kostar • Nota gögnin um verð til að reikna, hvað karfan kostar á ólíkum tímum

  8. Hvernig vísitala neysluverðs er reiknuð 4. Velja grunnár og reikna vísitöluna • Tilgreina ákveðið grunnár og nota það sem viðmið sem önnur ár eru borin saman við • Reikna vísitöluna með því að deila verði körfunnar á tilteknu ári með verði körfunnar á grunnárinu og margfalda með 100

  9. Hvernig neyzluverðsvísitalaner reiknuð 5. Reikna verðbólguna • Verðbólgustigið er hlutfallsbreytingin (mæld í %) á verðvísitölunni frá fyrra tímabili

  10. Verðbólgustigið Verðbólgustigið er reiknað þannig: VNV í ár – VNV í fyrra *100% Verðbólga í ár = VNV í fyrra

  11. Dæmi um útreikning VNV og verðbólgustigsins 1. skref: Gera neyslukönnun til að velja í neyslukörfuna

  12. Dæmi um útreikning VNV og verðbólgustigsins 2. skref: Finna verð hverrar vöru á hverju ári

  13. Dæmi um útreikning VNV og verðbólgustigsins 3. skref: Reikna, hvað karfan kostar hvert ár Verð á appelsínu Verð á epli Fjöldi epla Fjöldi appelsína

  14. Dæmi um útreikning VNV og verðbólgustigsins 4. skref: Velja grunnár (2005) og reikna NVV fyrir hvert ár

  15. Dæmi um útreikning VNV og verðbólgustigsins 5. skref: Nota VNV til að reikna verðbólgu frá fyrra ári

  16. Annað dæmi um útreikning VNV og verðbólgustigsins • Grunnárið er 2005 • Vörukarfan 2005 kostar 1.200 kr. • Sama karfa 2007 kostar 1.236 kr. • VNV = (1.236/1.200)*100 = 103 • Verðlag hækkaði um 3% frá 2005 til 2007

  17. ATH. þessi hlutföll geta hafa breyst Ísland: Hvað er í körfunni? Önnur þjónusta 6% Matur 13% Hótel og veitingar 5% Tómstundir 13% Menntun 1% Heilbrigðisþjónusta 3%

  18. VNV er góður mælikvarði á verð neyslukörfunnar, en er samt ekki fullkominn mælikvarði á framfærslukostnað Mælivandkvæði

  19. Mælivandkvæði • Tilfærslubjögun (e. substitution bias) • Nýjar vörur • Ómældar gæðabreytingar

  20. Tilfærslubjögun Karfan breytist ekki til að taka mið af breyttum verðhlutföllum • Neytendur færa neyslu sína til með því að kaupa meira af vörum, sem eru orðnar hlutfallslega ódýrari en áður, og minna af öðrum, sem eru orðnar hlutfallslega dýrari • VNV ofmeturframfærslukostnað með því að taka ekki umsvifalaust mið af tilfærslu neyslunnar milli vörutegunda

  21. Nýjar vörur • Karfan endurspeglar ekki breytingu kaupmáttar, þegar nýjar vörur koma til sögunnar • Nýjar vörur auka vöruval og bæta hag heimilanna og auka þá um leið kaupmátt þeirra • Neytendur þurfa því minna fé til að halda tilteknum lífskjörum • Dæmi þegar video-tæki komu á markað.

  22. Ómældar gæðabreytingar • Ef vörugæði aukast frá einu ári til annars, þá eykst kaupmáttur hverrar krónu, enda þótt vöruverð haldist óbreytt • Ef vörugæði minnka frá einu ári til annars, minnkar kaupmáttur hverrar krónu, þótt vöruverð haldist óbreytt • Gæðaaukning er ígildi verðlækkunar

  23. Hagstofan reynir að laga verðmælingar að breyttum vörugæðum, en það er ekki hlaupið að því að mæla gæðabreytingar Ómældar gæðabreytingar

  24. Mælivandkvæði • Tilfærslubjögun, nýjar vörur og ómældar gæðabreytingar valda því, að VNV ofmetur hækkun framfærslukostnaðar gegnum tímann • Ýmis önnur verð taka mið af VNV • Verðtrygging lána • Vísitölubinding launa: tíðkast ekki lengur

  25. Verðvísitölur eru notaðar til að leiðrétta fyrir verðbólgu, þegar bera þarf saman upphæðir í krónum frá ólíkum tímum Krónur frá ólíkum tímum

  26. Nafnlaun og raunlaun • Mánaðarlaun kennara 1983 voru 16 þkr. • Mánaðarlaun kennara 1990 voru 76 þkr. • Hve mikið jukust raunlaunin frá 1983 til 1990? • M.ö.o. hver voru launin 1990 á verðlagi 1983? Verðlag1983 Raunlaun1990 = Nafnlaun1990 * Verðlag1990

  27. Nafnlaun og raunlaun • Mánaðarlaun kennara 1983 voru 16 þkr. • Mánaðarlaun kennara 1990 voru 76 þkr. • Hve mikið jukust raunlaunin frá 1983 til 1990? • M.ö.o. hver voru launin 1990 á verðlagi 1983? Verðlag1983 Raunlaun1990 = Nafnlaun1990 * Verðlag1990 648.302 = 76.000 * 2.849.972

  28. Nafnlaun og raunlaun • Mánaðarlaun kennara 1983 voru 16 þkr. • Mánaðarlaun kennara 1990 voru 76 þkr. • Hve mikið jukust raunlaunin frá 1983 til 1990? • M.ö.o. hver voru launin 1990 á verðlagi 1983? Verðlag1983 Raunlaun1990 = Nafnlaun1990 * Verðlag1990 648.302 = 76.000 * = 17.300 2.849.972

  29. Nafnlaun og raunlaun • Kaupmáttur kennaralauna hækkaði um 8% þessi sjö ár, úr 16.000 kr. í 17.300 kr. Verðlag1983 Raunlaun1990 = Nafnlaun1990 * Verðlag1990 648.302 = 76.000 * = 17.300 2.849.972

  30. Nafnlaun og raunlaun • Hver er kaupmáttur 1.200 kr. í september árið 1984 í dag. • VNV (grunnur frá 1984) í september árið 1984 var 109,2. • VNV (grunnur frá 1984) í september árið 2009 var 857,3. • 1.200 kr. Í september 1984 eru því 9.421 kr. í september 2009.

  31. Vinsælustu kvikmyndir allra tíma, á verðlagi 1999

  32. Verðtrygging Verðtrygging fjárskuldbindingar í krónum skv. lögum eða samningi felur það í sér, að skuldbindingin er sjálfkrafa löguð að verðbólgu, þ.e. leiðrétt fyrir verðbólgu Fjárskuldbindingin er verðtryggð til að tryggja, að hún haldi verðgildi sínu

  33. Raunvextir og nafnvextir • Nafnvextir eru vextir eins og bankarnir borga eigendum sparisjóðsbóka • Raunvextir eru nafnvextir með leiðréttingu fyrir verðbólgu • ATH. ÞESSI FORMÚLA ER NÁLGUN Raunvextir ≈ Nafnvextir – verðbólga

  34. Raunvextir og nafnvextir • Rétt formúla er • r=raunvextir • i=nafnvextir • π=verðbólga/verðbólgustig 1 + i 1 + r = 1 + p

  35. Raunvextir og nafnvextir • Formúlan r = i – p er nálgun • Skekkjan er hverfandi, þegar verðbólga er lítil • Skekkjan er mikil, þegar verðbólga er mikil 1 + 0,15 1 + i r = - 1 = 0,045 - 1 = 1 + 0,10 1 + p Raunvextir eru 4,5% – ekki 5%

  36. Að lokum • Verðlagsleiðréttingar eru nauðsynlegar, þegar útgjöld eða tekjur eru borin saman á milli tímabila • VNV er einn þeirra mælikvarða, sem notaðir eru við slíkar verðlagsleiðréttingar

More Related