270 likes | 460 Views
Flug og flugaðferðir hjá hryggdýrum. Sævar Ingþórsson. Hverjir fljúga. 2 núlifandi hópar hryggdýra hafa þróað raunverulegt flug Fuglar Leðurblökur Margir aðrir hópar hryggdýra hafa samt sem áður þróað passíft flug, þ.e. að svífa á milli t.d. trjáa Froskar Íkornar Eðlur Snákar. Fuglar.
E N D
Flug og flugaðferðir hjá hryggdýrum Sævar Ingþórsson
Hverjir fljúga • 2 núlifandi hópar hryggdýra hafa þróað raunverulegt flug • Fuglar • Leðurblökur • Margir aðrir hópar hryggdýra hafa samt sem áður þróað passíft flug, þ.e. að svífa á milli t.d. trjáa • Froskar • Íkornar • Eðlur • Snákar
Fuglar • Efalítið sá hópur dýra sem flestir tengja við háloftin (og öll hin loftin líka) • Komu fram fyrir um 150 milljónum ára • Má finna nokkurnvegin hvar sem er á jörðinni • Gríðarleg aðlögunarhæfni hefur skilað fjölmörgum tegundum (ca 8.700)
Aðlaganir að flugi • Fuglar eru komnir af hópi risaeðla sem nefndust theropodar • Aðlaganir fugla að flugi eru margvíslegar. • Stór bein eru fyllt með lofti, ekki með merg eins og hjá spendýrum. Þetta gerir beinagrindina mjög létta, en jafnframt mjög sterka • Beinum hefur verið fækkað og bein hafa verið sameinuð • engar tennur í kjálkum • Hauskúpan létt • Framfætur eru ummyndaðir í vængi
Aðlaganir að flugi frh. • Fiður vex á líkamanum • Gegnir bæði hlutverki við hitastjórnun og flug • 4 hólfa hjarta sér um að dæla jafnheitu blóði um líkamann • Dagvirkni hjá flestum fuglum • Mjög góð sjón, en ekki eins góð heyrn og lyktarskyn. • Allir fuglar mjög svipaðir byggingarlega séð • Stærð fugla endurspeglar oft flugaðferðir þeirra
Hlutföll vængjarins breyta miklu Öglir (Archaeopteryx)
Flugaðferðir • Hinir ýmsu hópar fugla hafa þróað mjög mismunandi aðferðir til flugs, m.a. • Ekkert flug – t.d. strútar • Svifflug – t.d. albatross • Hratt flug – t.d. svölur • Stöðuflug (hovering) – t.d. kólibríar • Sund – t.d. Mörgæsir og Lundar • Þessir hópar sýna einnig mikinn breytileika á hlutföllum vængjanna.
Dæmi - Strútur • Strútar eru stærstu núlifandi fuglarnir • Ófleygir • nota vængina hvorki til flugs né sunds • Hlutföll vængjanna óeðlileg miðað við fugla sem nota vængina til sunds eða flugs
Dæmi - Mörgæs • Mörgæsir “fljúga” neðansjávar • Þessvegna eru vænghlutföll þeirra “eðlilegri” miðað við strútinn
Dæmi - Albatross • Vængir ekki sérlega meðfærilegir • Hlutföll vængja: upphandleggur stærstur handarbein minnst • Gríðarlegt flugþol • Nýta vind yfir sjó til að halda sér á lofti • Dreifing albatrossa takmarkast af þeim svæðum þar sem vindur er nægur
Dæmi - Svala • Svölur eru mjög fimir fuglar í lofti • upphandleggs bein í væng svölunnar er hlutfallslega styttra en hjá albatrossinum • styttri upphandleggur gefur meiri möguleika á stjórnun flugs. • Veldur því samt að lyftikrafturinn minnkar
Dæmi - Kólibrí • Minnstu fuglarnir • allt niður í 6cm langir • Einu fuglarnir sem geta flogið afturábak • Með hlutfallslega lengstu handarbein allra fugla • fjaðrirnar sem vaxa á handarbeinunum eru aðal flugfjaðrirnar
Leðurblökur • Leðurblökur eru einu spendýrin sem hafa þróað raunverulegt flug, þ.e. ekki bara svif. • Yngsti hópur fljúgandi hryggdýra • ca 60milljón ára • um 1.000 tegundir • Skiptast í 2 megin hópa, • Microchiroptera – Smáblökur, lifa m.a. á skordýrum • Megachiroptera – ávaxtablökur, lifa aðallega á ávöxtum
Aðlaganir að flugi • Vængur Leðurblaka er þróaður útfrá fingurbeinunum, sem hafa lengst gríðarlega. • Húð á milli fingurbeinanna myndar vænginn, sem nær aftur á afturlappirnar • Bein leðurblaka eru ekki hol, sem er ólíkt fuglum
Aðlaganir að flugi frh. • Afturfætur leðurblaka gegna því hlutverki að halda leðurblökunni fastri þar sem hún hangir neðan úr grein eða hellislofti • Afturfæturnir eru mjög smættaðir, geta illa gegnt öðru hlutverki en þessu og að fanga smádýr á flugi • Hnéliðurinn hefur snúist, og beygja leðurblökurnar hnén í öfuga átt miðað við önnur spendýr. • Smáblökurnar eru aðallega á ferð á nóttunni og nota bergmálsmælingar til að skynja umhverfi sitt.
Flugaðferðir • Flestar leðurblökur fljúa á svipaðan hátt, • “virkt flug” (active flight) þar sem vængjunum er blakað stöðugt til að halda dýrinu á lofti • dýrin geta stjórnað yfirborði vængjarins með því að stjórna hversu strekkt er á himnunum • Stærstu tegundir leðurblaka (flughundar) beita svifi (soaring), sbr. fugla
Dæmi - Vampýruleðurblaka • Úr hópi smáblaka (microchiroptera) • Notar bergmálstækni til að staðsetja sig í umhverfinu • næturvirk • Það smá að hún verður að blaka vængjunum stöðugt til að haldast á lofti
Dæmi - Flughundar • Ávaxtablökur, eða Megachiroptera eru stórvaxnari hópur leðurblaka • 6-40cm langir • allt að kíló á þyngd • Lifa á ávöxtum og blómasafa • Finnast í Afríku, Eyjaálfu og Asíu
Önnur fljúgandi (svífandi) dýr • Áðurnefndir dýrahópar eru einu núlifandi hryggdýrin sem hafa náð að þróa virkt flug • Aðrir hópar hryggdýra hafa samt sem áður þróað aðferðir til að “fljúga”, t.d. til að forðast rándýr eða færa sig á milli staða • Svif á milli trjáa, niður úr trjám o.þ.h.
Fiskar • Um 65 tegundir fiska hafa þróað þá aðferð að synda uppúr sjónum og svífa fyrir ofan vatnsyfirborðið töluverða vegalengd áður en þeir lenda aftur • Nota eyruggana til svifs (gliding) • ná allt að 60km/klst í svifi • Sumar teg. ná að svífa allt að 180m
Spendýr • Margar tegundir spendýra hafa náð lagi við að svífa, t.d. niður úr trjám og milli trjáa • oftast húð sem strengd er á milli aftur og framfóta • Flugíkorninn í N-Ameríku notar þessa aðferð, og getur með henni svifið allt að 50m
Skriðdýr • Ekki mjög effektív í svifi, en nægilega til að geta svifið á milli trjáa • oftast framlenging á rifbeinum, með húð á milli sem myndar “fallhlífina”
Froskdýr • Svífandi trjáfroska má sjá á sumum stöðum í suðaustur Asíu, þeir hafa stóra fætur sem þeir nota til að mynda mótstöðu við loftið og svífa • Nota þessa aðferð til að svífa á milli trjáa