1 / 13

Samræmt könnunarpróf

Samræmt könnunarpróf. Íslenska 26. september 2013 Málfræði. Stafrófið. A, b, c, d, e, f, g, eftir kemur h, i, k, l, m,n , ó, einnig p, ætla ég q þar standi hjá, R, s, t, ú, v eru þar næst, x, y, z, þ, æ, ö. Allt stafrófið er svo læst í erindi þessi lítil tvö. Frh. stafrófið.

shina
Download Presentation

Samræmt könnunarpróf

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Samræmt könnunarpróf Íslenska 26. september 2013 Málfræði

  2. Stafrófið • A, b, c, d, e, f, g, • eftir kemur h, i, k, • l, m,n , ó, einnig p, • ætla ég q þar standi hjá, • R, s, t, ú, v eru þar næst, • x, y, z, þ, æ, ö. • Allt stafrófið er svo læst • í erindi þessi lítil tvö.

  3. Frh. stafrófið • Vísur Þórarins Eldjárns eru nákvæmari að því leyti að þar eru allir íslensku stafirnir. En c-i, q-i og w-i er • þar sleppt. Við tökum eftir því að breiðu sérhljóðin koma á eftir þeim grönnu (a, á; o, ó o.s.frv.). • A, á, b, d, ð, e, é • f, g, h, i, í, j, k. • L, m, n, o, ó og p • eiga þar að standa hjá. • Skólavefurinn | Vanda málið | Upprifjun 7 • R, s, t, u, ú, v næst • x, y, ý, svo þ, æ, ö. • Íslenskt stafróf er hér læst • í erindi þessi skrítin tvö.

  4. frh. stafrófið • Minnum á að ef t.d. fyrstu tveir stafir eru eins þarf að miða við þriðja staf. Ef um lista • mannanafna er að ræða og fyrra nafn er sameiginlegt skal miða röðun við næsta staf (t.d. • millistaf eða föðurnafn). Þannig kæmi Jón M. Pétursson á undan nafninu Jón Pétursson af því • að M er á undan P í stafrófinu.

  5. Sambeyging • Dæmi eins og þessi til að beygja í öllum föllum og báðum tölum: • a) mikil kona, harður vetur, löng nótt, margt fólk (aðeins í eintölu!) • b) nokkur atriði, önnur manneskja, þessi hestur • c) tvennir skór, einir skór • Aukaspurning. Hvernig er orðið a) skór og orðið b) skógur í ef.ft.?

  6. Að skipta í atkvæði • Hér þarf ekki annað en að telja sérhljóðin. Sjálfsagt að taka nokkur orð til talningar: • vegavinnuskúr, Hildigunnur, Háuhlíð, áar, sveia, strax, þorsk o.s.frv. • Uppaflega læra nemendur að greina atkvæði með klappi!

  7. Greinirinn • Gerum ráð fyrir að viðskeyttur greinir þurfi stundum að fylgja nafnorðunum. Hvernig er t.d. • orðið nótt, bróðir, móðir, í þf.ft. með greini? (næturnar [hinar]; bræðurna [hina], mæðurnar • [hinar]). • Spurning: Í hvaða falli og tölu er orðið banani í setningunni Hann át bananana? Er orðið með • greini?

  8. Eintöluorð og fleirtöluorð • Sum orð standa alltaf í fleirtölu. Nemendur eiga þá stundum í erfiðleikum eð að átta sig á • kyni þeirra. • Orðið skæri er fleirtöluorð í hvorugkyni (þau skærin, sbr. þau börnin). • Orðið buxur er fleirtöluorð í kvenkyni (þær buxurnar, sbr. þær konurnar) • Orðið hjólbörur er fleirtöluorð í kvenkyni (þær börurnar, sbr. þær konurnar) • Orðið dyr er fleirtöluorð í kvenkyni (þær dyrnar, sbr. þær konurnar)

  9. Eintöluorð og fleirtöluorð • Orðið páskar er fleirtöluorð í karlkyni (þeir páskarnir) • Orðið jól er fleirtöluorð í hvorugkyni (þau jólin) • Orðið fólk er eintöluorð í hvorugkyni (það fólkið). • Þegar orð er fleirtöluorð notum við orðin tvennir/tvennar/tvenn, þrennir/þrennar/þrenn og • fernir/ fernar/ fern þegar um fleira

  10. Stigbreyting lýsingarorða • Oftast er prófað úr því sem er ekki alveg reglulegt. Æfum okkur í stigbreytingu sem er • óregluleg á einhvern hátt. Munum að stofn lýsingarða er í kvk.et.nf. ([hún er] stór, há): • há – hærri – hæst (ekkert r eða ð í stofni) • stór – stærri – stærst (r í stofni) • illur – verri – verstur • gamall – eldri – elstur • smár – smærri – smæstur (ekkert r í stofni) • ungur – yngri – yngstur

  11. Nokkur erfið nafnorð í beygingu • Rifjum upp nokkur orð sem eru erfið í beygingu: • bróðir (ef. bróður) • faðir (ef. föður) • móðir (ef. móður) • systir (ef. systur) • kýr – kú – kú – kýr • brúður – brúði – brúði – brúðar • vetur – vetur – vetri – vetrar (ft. vetur) • lækur – læk – læk – lækjar

  12. Rétt mál og rangt • 1. Ég hitti Gretti í gær (ekki „Grettir“) • 2. Hann kemur um mánaðamótin (ekki „mánaðarmótin“) • 3. Mig langar (ekki „mér langar“) • 4. Hann langar (ekki „honum langar“) • 5. Mig vantar (ekki „mér vantar“) • 6. Ég hlakka til (ekki „mér hlakkar til“) • 7. Það eru tvennar dyr á húsinu (ekki „tvær dyr“) • 8. Eiður fór í skóna og skaut í slána (Ekki „Eiður fór í skónna og skaut í slánna“) • 9. Ég tók í höndina á honum (Ekki „Ég tók í hendina á honum“; hönd – hönd – hendi – • handar) • 10. Ég sé það í hendi minni (ekki: „Ég sé það í hönd minni)

  13. Frh. Rétt mál og rangt • 11. Við þykjumst vera lasin (ekki „Við þykjustum vera lasin“) • 12. Atburðarásin var hröð (ekki: „Atburðarrásin var hröð“) • 13. Ég keypti mér föt (ekki „ég verslaði mér för“) • 14. Ég spái í þetta (ekki „ég spái í þessu“) • 15. Ég er saddur/vel haldinn (ekki: „ég er góður“) • 16. Reynum að forðast „ókei“ og „bæ“!

More Related