130 likes | 300 Views
Samræmt könnunarpróf. Íslenska 26. september 2013 Málfræði. Stafrófið. A, b, c, d, e, f, g, eftir kemur h, i, k, l, m,n , ó, einnig p, ætla ég q þar standi hjá, R, s, t, ú, v eru þar næst, x, y, z, þ, æ, ö. Allt stafrófið er svo læst í erindi þessi lítil tvö. Frh. stafrófið.
E N D
Samræmt könnunarpróf Íslenska 26. september 2013 Málfræði
Stafrófið • A, b, c, d, e, f, g, • eftir kemur h, i, k, • l, m,n , ó, einnig p, • ætla ég q þar standi hjá, • R, s, t, ú, v eru þar næst, • x, y, z, þ, æ, ö. • Allt stafrófið er svo læst • í erindi þessi lítil tvö.
Frh. stafrófið • Vísur Þórarins Eldjárns eru nákvæmari að því leyti að þar eru allir íslensku stafirnir. En c-i, q-i og w-i er • þar sleppt. Við tökum eftir því að breiðu sérhljóðin koma á eftir þeim grönnu (a, á; o, ó o.s.frv.). • A, á, b, d, ð, e, é • f, g, h, i, í, j, k. • L, m, n, o, ó og p • eiga þar að standa hjá. • Skólavefurinn | Vanda málið | Upprifjun 7 • R, s, t, u, ú, v næst • x, y, ý, svo þ, æ, ö. • Íslenskt stafróf er hér læst • í erindi þessi skrítin tvö.
frh. stafrófið • Minnum á að ef t.d. fyrstu tveir stafir eru eins þarf að miða við þriðja staf. Ef um lista • mannanafna er að ræða og fyrra nafn er sameiginlegt skal miða röðun við næsta staf (t.d. • millistaf eða föðurnafn). Þannig kæmi Jón M. Pétursson á undan nafninu Jón Pétursson af því • að M er á undan P í stafrófinu.
Sambeyging • Dæmi eins og þessi til að beygja í öllum föllum og báðum tölum: • a) mikil kona, harður vetur, löng nótt, margt fólk (aðeins í eintölu!) • b) nokkur atriði, önnur manneskja, þessi hestur • c) tvennir skór, einir skór • Aukaspurning. Hvernig er orðið a) skór og orðið b) skógur í ef.ft.?
Að skipta í atkvæði • Hér þarf ekki annað en að telja sérhljóðin. Sjálfsagt að taka nokkur orð til talningar: • vegavinnuskúr, Hildigunnur, Háuhlíð, áar, sveia, strax, þorsk o.s.frv. • Uppaflega læra nemendur að greina atkvæði með klappi!
Greinirinn • Gerum ráð fyrir að viðskeyttur greinir þurfi stundum að fylgja nafnorðunum. Hvernig er t.d. • orðið nótt, bróðir, móðir, í þf.ft. með greini? (næturnar [hinar]; bræðurna [hina], mæðurnar • [hinar]). • Spurning: Í hvaða falli og tölu er orðið banani í setningunni Hann át bananana? Er orðið með • greini?
Eintöluorð og fleirtöluorð • Sum orð standa alltaf í fleirtölu. Nemendur eiga þá stundum í erfiðleikum eð að átta sig á • kyni þeirra. • Orðið skæri er fleirtöluorð í hvorugkyni (þau skærin, sbr. þau börnin). • Orðið buxur er fleirtöluorð í kvenkyni (þær buxurnar, sbr. þær konurnar) • Orðið hjólbörur er fleirtöluorð í kvenkyni (þær börurnar, sbr. þær konurnar) • Orðið dyr er fleirtöluorð í kvenkyni (þær dyrnar, sbr. þær konurnar)
Eintöluorð og fleirtöluorð • Orðið páskar er fleirtöluorð í karlkyni (þeir páskarnir) • Orðið jól er fleirtöluorð í hvorugkyni (þau jólin) • Orðið fólk er eintöluorð í hvorugkyni (það fólkið). • Þegar orð er fleirtöluorð notum við orðin tvennir/tvennar/tvenn, þrennir/þrennar/þrenn og • fernir/ fernar/ fern þegar um fleira
Stigbreyting lýsingarorða • Oftast er prófað úr því sem er ekki alveg reglulegt. Æfum okkur í stigbreytingu sem er • óregluleg á einhvern hátt. Munum að stofn lýsingarða er í kvk.et.nf. ([hún er] stór, há): • há – hærri – hæst (ekkert r eða ð í stofni) • stór – stærri – stærst (r í stofni) • illur – verri – verstur • gamall – eldri – elstur • smár – smærri – smæstur (ekkert r í stofni) • ungur – yngri – yngstur
Nokkur erfið nafnorð í beygingu • Rifjum upp nokkur orð sem eru erfið í beygingu: • bróðir (ef. bróður) • faðir (ef. föður) • móðir (ef. móður) • systir (ef. systur) • kýr – kú – kú – kýr • brúður – brúði – brúði – brúðar • vetur – vetur – vetri – vetrar (ft. vetur) • lækur – læk – læk – lækjar
Rétt mál og rangt • 1. Ég hitti Gretti í gær (ekki „Grettir“) • 2. Hann kemur um mánaðamótin (ekki „mánaðarmótin“) • 3. Mig langar (ekki „mér langar“) • 4. Hann langar (ekki „honum langar“) • 5. Mig vantar (ekki „mér vantar“) • 6. Ég hlakka til (ekki „mér hlakkar til“) • 7. Það eru tvennar dyr á húsinu (ekki „tvær dyr“) • 8. Eiður fór í skóna og skaut í slána (Ekki „Eiður fór í skónna og skaut í slánna“) • 9. Ég tók í höndina á honum (Ekki „Ég tók í hendina á honum“; hönd – hönd – hendi – • handar) • 10. Ég sé það í hendi minni (ekki: „Ég sé það í hönd minni)
Frh. Rétt mál og rangt • 11. Við þykjumst vera lasin (ekki „Við þykjustum vera lasin“) • 12. Atburðarásin var hröð (ekki: „Atburðarrásin var hröð“) • 13. Ég keypti mér föt (ekki „ég verslaði mér för“) • 14. Ég spái í þetta (ekki „ég spái í þessu“) • 15. Ég er saddur/vel haldinn (ekki: „ég er góður“) • 16. Reynum að forðast „ókei“ og „bæ“!