1 / 22

Gríska borgríkið og yngri náttúruspekingarnir (650 – 400 f. Kr)

Gríska borgríkið og yngri náttúruspekingarnir (650 – 400 f. Kr). Stjórnmál, þjóðlíf og heimspeki. Spartverjar. Sparta á Pelópsskaga, annað fremsta borgríki Grikkja, var fáveldi þar sem hernaðarhyggja gegnsýrði allt samfélagið

sora
Download Presentation

Gríska borgríkið og yngri náttúruspekingarnir (650 – 400 f. Kr)

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Gríska borgríkið og yngri náttúruspekingarnir (650 – 400 f. Kr) Stjórnmál, þjóðlíf og heimspeki

  2. Spartverjar • Sparta á Pelópsskaga, annað fremsta borgríki Grikkja, var fáveldi þar sem hernaðarhyggja gegnsýrði allt samfélagið • Spartverjar sjálfir voru í miklum minnihluta en meirihlutinn var ánauðugur • Á stríðstímum var ríkinu stýrt af tveimur herkonungum en þeir höfðu lítil völd annars • Framkvæmdavaldið var í höndum fimm efóra sem valdir voru til eins árs í senn af samkomu allra vopnbærra manna en annars var það ráð öldunga sem fór með völdin Valdimar Stefánsson

  3. Umbrotaskeið í Aþenu (um 650 – 600 f. Kr.) • Stjórnmálatogstreitan í borgríkjunum leiddi víða til þess að einn maður var studdur til valda af almúganum; týrann • Svo því yrði forðað í Aþenu var annálaður spekingur, Sólon að nafni, fenginn til að breyta stjórnskipaninni • Réttarbót Sólons (594 f. Kr.) fól í sér að jarðeignum stóreignamanna var skipt upp, skuldaþrældómur afnuminn og jafnrétti gagnvart lögum var komið á • Atkvæðisréttur og embættisgengi var þó bundið við efnahagslega stöðu þannig að fátækir borgarar voru áhrifalausir um stjórn borgríkisins Valdimar Stefánsson

  4. Umbrotaskeið í Aþenu (um 600 – 500 f. Kr.) • Réttarbætur Sólons dugðu skammt til að viðhalda aðalsveldinu í Aþenu og fljótlega tók við hver einvaldurinn á eftir öðrum • Þótt mislagnir væru við stjórnvölinn, þá varð einveldið til þess að takmarka völd aðalsins á meðan hinir frjálsu borgarar sóttu í sig veðrið • Loks var annar spekingur, Kleisþenes fenginn til að breyta stjórnskipan á nýjan leik og færði hann Aþeningum lýðræðið Valdimar Stefánsson

  5. Aþenska lýðræðið; þjóðfundirnir • Þjóðfundur, sem allir frjálsir borgarar höfðu rétt til að sitja og haldinn var 40 sinnum á ári, fór með löggjafavaldið og kaus herstjóra • Að auki gat þjóðfundurinn dæmt menn í tíu ára útlegð og voru ófá dæmi um slíkt • Á þjóðfundi var valið árlega með hlutkesti í þjóðarráðið (framkvæmdarvaldið), 500 manns með 50 manna yfirstjórn • Einnig var valið á sama máta í þjóðardómstólinn (dómsvaldið) alls 6000 manns Valdimar Stefánsson

  6. Aþenskar stéttir • Frjálsir borgarar voru efsta stétt borgríkjanna og töldu alla líkamlega vinnu neðan virðingar sinnar • Þrælar voru fjölmennasta stéttin og sáu um þau störf sem borgarar töldu sér ekki sæmandi • Frjálsir útlendingar stóðu mitt á milli þræla og borgara; gátu efnast vel en höfðu ekki kosningarétt Valdimar Stefánsson

  7. Hlutfall stétta í Aþenu á 5. öld f. Kr. • Frjálsir borgarar: 13% • Fjölskyldur frjálsra borgara: 35% • Frjálsir útlendingar: 10% • Þrælar: 42% Valdimar Stefánsson

  8. Persastríðin • Persastríðin stóðu í að nafninu til í um hálfa öld (499-448 f. Kr.) og mæddi þar mest á Aþeningum en eftir 480 f. Kr. má segja að hættan frá Persunum hafi verið liðin hjá • Þegar mest var í húfi sameinuðust Aþeningar og Spartverjar gegn óvininum • Eftir sigur Grikkja árið 480 f. Kr. varð Aþena öflugasta borgríki Grikklands og stóð fyrir bandalagi verslunarborgríkja; Sjóborgasambandinu Valdimar Stefánsson

  9. Pelópsskagastríðið • Spartverjar og önnur landbúnaðarborgríki þoldu illa yfirgang Aþeninga og þar kom að þessi tvö öflugu borgríki gerðu upp reikningana í Pelópsskagastríðinu (431-404 f. Kr.) • Sparta hafði sigur og segja má að gullöld Aþenu hafi þar með lokið • Bæði borgríkin veiktust mjög vegna þessara átaka og náði hvorugt aftur fyrri styrk Valdimar Stefánsson

  10. Staða kvenna í Aþenu • Giftar konur sáu um heimilishald en voru þar fyrir utan nánast ósýnilegar • Réttarstaða kvenna var litlu betri en þræla og þær gátu ekki átt neinar eignir • Fylgikonur (heterur) voru einu konurnar sem tóku einhvern þátt í félagslífi karla • Konur gátu reyndar verið hofprestar á helgum stöðum Valdimar Stefánsson

  11. Konur í Spörtu • Í borgríkinu Spörtu nutu konur meiri virðingar en í Aþenu • Vegna þess hve karlar voru uppteknir við þjálfun og hernað báru konur meiri ábyrgð gagnvart samfélaginu • Konur hlutu líkamsþjálfun og tóku jafn mikinn þátt í þjálfun barna fyrir hernað Valdimar Stefánsson

  12. Mismunandi menntun í ólíkum borgríkjum: Sparta • Drengir yfirgáfu fjölskyldu sína sjö ára gamlir og fluttu í þjálfunarbúðir hersins. Líkamlegt harðræði og agi einkenndu þjálfunina. Bóknám var lítið og Hómerskviður einar jafnvel látnar nægja • Stúlkur hlutu þjálfun í heimilisfræðum líkt og í öðrum borgríkjum. Að auki fengu þær líkamlega þjálfun því álitið var að hraustar konur myndu frekar ala hraust börn Valdimar Stefánsson

  13. Mismunandi menntun í ólíkum borgríkjum: Aþena • Drengir hlutu flestir skólagöngu þar sem þeir námu listir og líkamsrækt auk hins bóklega náms; lesturs, skriftar og reiknings. • Mælskulist var hátt skrifuð og Hómerskviður meginstoð menntunarinnar líkt og í öðrum borgríkjum. • Stúlkur hlutu einungis einhverja þjálfun í heimilisiðnaði Valdimar Stefánsson

  14. Yngri náttúruspekingarEmpedókles (um 490 – 430 f. Kr.) • Empedókles kenndi á Sikiley og settu hugmyndir um endurholdgun og sálnaflakk svip sinn á kenningar hans • Hann fullmótaði kenninguna um að frumefnin (höfuðskepnurnar) væru fjögur: jörð, vatn, loft og eldur • Tveir ytri kraftar stýrðu frumefnunum, ástin sem sameinar og myndar heild (kosmos) og hatrið sem sundrar og veldur glundroða (kaos) Valdimar Stefánsson

  15. Yngir náttúruspekingarAnaxagóras (um 500 – 428 f. Kr.) • Anaxagóras kenndi heimspeki í Aþenu • Hann taldi að heimurinn væri til orðinn úr aragrúa óskipulegra smáagna • Sá kraftur sem kom skipulagi á glundroðann var skynsemin (nús) • Anaxagóras útskýrði kvartilskipti tunglsins og sólmyrkva Valdimar Stefánsson

  16. Yngir náttúruspekingar:Demókrítos (um 460 - 390 f. Kr.) • Demokrítos talaði fyrir þeirri hugmynd að alheimurinn væri eingöngu samsettur úr örsmáum, óskiptanlegum eindum (atómum) og tómarúmi en Parmenídes hafði áður hafnað tilvist tómsins • Þar sem ekki er gert ráð fyrir neinum andlegum öflum sem áhrifavaldi í heiminum, í kenningum Demókrítosar telst þær vera efnishyggja Valdimar Stefánsson

  17. Yngir náttúruspekingar:Demókrítos (um 460 - 390 f. Kr.) • Demókrítos taldi að sálin væri gerð úr sérlega fíngerðum eindum, líkt og eldurinn, og þessar eindir hyrfu út í buskann þegar menn gæfu upp öndina • Einnig hélt hann því fram að eindirnar hefðu hvorki lit né lykt en við skynjuðum slíkt vegna samspils eindanna í líkama okkar og eindanna í umhverfinu • Kenning Demókrítosar fer furðu nærri útskýringum nútímaeðlisfræðinnar á samsetningu efnisheimsins Valdimar Stefánsson

  18. Áhrif náttúruspekinnar:Læknislist • Hippókrates er þekktasti læknir fornaldar og reyndi að finna náttúrulegar skýringar á sjúkdómum • Hann var vinur Demókrítosar og saman unnu þeir við að kryfja dýr til að kynnast líkamsuppbyggingu þeirra • Kenningar Hippókratesar voru grundvöllur læknislistar fram á nýöld Valdimar Stefánsson

  19. Áhrif náttúruspekinnar:Sagnaritun • Heródótos hefur verið nefndur faðir sagnfræðinnar og ritaði á 5. öld f. Kr. um Persastríðin • Hann vann kerfisbundið út frá rannsóknarspurningum sem hann dró síðan ályktanir af • Þúkýdídes ritaði síðar á 5. öld f. Kr. um Pelopsskaga-stríðin og hafnaði guðlegri íhlutun í söguna • Hann viðhafði allstranga heimildarýni og lagði sig fram um að sýna hlutlægni í verkum sínum Valdimar Stefánsson

  20. Sófistar • Sófistar (spekingar, alþýðufræðarar) voru sundurleitur hópur mælskulistamanna sem ferðuðust milli grísku borgríkjanna og kenndu ýmsar greinar gegn greiðslu • Það sem helst einkenndi þá var afstæðishyggja; sú skoðun að ekki sé til algildur sannleikur. Voru þeir ósjaldan gagnrýndir fyrir að vera siðlausir tækifærisinnar. Sókrates var einn helsti andmælandi sófistanna. Valdimar Stefánsson

  21. Sófistar: Prótagóras (480 – 420 f. Kr.) • Prótagóras frá Abderu var einn af fyrstu sófistunum og er þekktastur fyrir setninguna „maðurinn er mælikvarði allra hluta“ • Þar átti hann við að þekking hvers einstaks manns byggist á túlkun hans á eigin reynslu og því sé öll þekking manns afstæð • Prótagóras taldi sér ókleift að sanna eða afsanna tilvist guðanna enda skorti hann til þess þekkingargrundvöll Valdimar Stefánsson

  22. Sófistar: Gorgías (um 480 – 390) • Eftir Gorgías eru höfð neðangreind orð sem líklega eru sögð til að hæðast að kenningum Eleatana: • Ekkert er til • Jafnvel þótt eitthvað sé til þá er ekki hægt að vita neitt um það • Jafnvel þótt eitthvað sé hægt að vita um það þá er ekki hægt að miðla þeirri þekkingu Valdimar Stefánsson

More Related