220 likes | 430 Views
Gríska borgríkið og yngri náttúruspekingarnir (650 – 400 f. Kr). Stjórnmál, þjóðlíf og heimspeki. Spartverjar. Sparta á Pelópsskaga, annað fremsta borgríki Grikkja, var fáveldi þar sem hernaðarhyggja gegnsýrði allt samfélagið
E N D
Gríska borgríkið og yngri náttúruspekingarnir (650 – 400 f. Kr) Stjórnmál, þjóðlíf og heimspeki
Spartverjar • Sparta á Pelópsskaga, annað fremsta borgríki Grikkja, var fáveldi þar sem hernaðarhyggja gegnsýrði allt samfélagið • Spartverjar sjálfir voru í miklum minnihluta en meirihlutinn var ánauðugur • Á stríðstímum var ríkinu stýrt af tveimur herkonungum en þeir höfðu lítil völd annars • Framkvæmdavaldið var í höndum fimm efóra sem valdir voru til eins árs í senn af samkomu allra vopnbærra manna en annars var það ráð öldunga sem fór með völdin Valdimar Stefánsson
Umbrotaskeið í Aþenu (um 650 – 600 f. Kr.) • Stjórnmálatogstreitan í borgríkjunum leiddi víða til þess að einn maður var studdur til valda af almúganum; týrann • Svo því yrði forðað í Aþenu var annálaður spekingur, Sólon að nafni, fenginn til að breyta stjórnskipaninni • Réttarbót Sólons (594 f. Kr.) fól í sér að jarðeignum stóreignamanna var skipt upp, skuldaþrældómur afnuminn og jafnrétti gagnvart lögum var komið á • Atkvæðisréttur og embættisgengi var þó bundið við efnahagslega stöðu þannig að fátækir borgarar voru áhrifalausir um stjórn borgríkisins Valdimar Stefánsson
Umbrotaskeið í Aþenu (um 600 – 500 f. Kr.) • Réttarbætur Sólons dugðu skammt til að viðhalda aðalsveldinu í Aþenu og fljótlega tók við hver einvaldurinn á eftir öðrum • Þótt mislagnir væru við stjórnvölinn, þá varð einveldið til þess að takmarka völd aðalsins á meðan hinir frjálsu borgarar sóttu í sig veðrið • Loks var annar spekingur, Kleisþenes fenginn til að breyta stjórnskipan á nýjan leik og færði hann Aþeningum lýðræðið Valdimar Stefánsson
Aþenska lýðræðið; þjóðfundirnir • Þjóðfundur, sem allir frjálsir borgarar höfðu rétt til að sitja og haldinn var 40 sinnum á ári, fór með löggjafavaldið og kaus herstjóra • Að auki gat þjóðfundurinn dæmt menn í tíu ára útlegð og voru ófá dæmi um slíkt • Á þjóðfundi var valið árlega með hlutkesti í þjóðarráðið (framkvæmdarvaldið), 500 manns með 50 manna yfirstjórn • Einnig var valið á sama máta í þjóðardómstólinn (dómsvaldið) alls 6000 manns Valdimar Stefánsson
Aþenskar stéttir • Frjálsir borgarar voru efsta stétt borgríkjanna og töldu alla líkamlega vinnu neðan virðingar sinnar • Þrælar voru fjölmennasta stéttin og sáu um þau störf sem borgarar töldu sér ekki sæmandi • Frjálsir útlendingar stóðu mitt á milli þræla og borgara; gátu efnast vel en höfðu ekki kosningarétt Valdimar Stefánsson
Hlutfall stétta í Aþenu á 5. öld f. Kr. • Frjálsir borgarar: 13% • Fjölskyldur frjálsra borgara: 35% • Frjálsir útlendingar: 10% • Þrælar: 42% Valdimar Stefánsson
Persastríðin • Persastríðin stóðu í að nafninu til í um hálfa öld (499-448 f. Kr.) og mæddi þar mest á Aþeningum en eftir 480 f. Kr. má segja að hættan frá Persunum hafi verið liðin hjá • Þegar mest var í húfi sameinuðust Aþeningar og Spartverjar gegn óvininum • Eftir sigur Grikkja árið 480 f. Kr. varð Aþena öflugasta borgríki Grikklands og stóð fyrir bandalagi verslunarborgríkja; Sjóborgasambandinu Valdimar Stefánsson
Pelópsskagastríðið • Spartverjar og önnur landbúnaðarborgríki þoldu illa yfirgang Aþeninga og þar kom að þessi tvö öflugu borgríki gerðu upp reikningana í Pelópsskagastríðinu (431-404 f. Kr.) • Sparta hafði sigur og segja má að gullöld Aþenu hafi þar með lokið • Bæði borgríkin veiktust mjög vegna þessara átaka og náði hvorugt aftur fyrri styrk Valdimar Stefánsson
Staða kvenna í Aþenu • Giftar konur sáu um heimilishald en voru þar fyrir utan nánast ósýnilegar • Réttarstaða kvenna var litlu betri en þræla og þær gátu ekki átt neinar eignir • Fylgikonur (heterur) voru einu konurnar sem tóku einhvern þátt í félagslífi karla • Konur gátu reyndar verið hofprestar á helgum stöðum Valdimar Stefánsson
Konur í Spörtu • Í borgríkinu Spörtu nutu konur meiri virðingar en í Aþenu • Vegna þess hve karlar voru uppteknir við þjálfun og hernað báru konur meiri ábyrgð gagnvart samfélaginu • Konur hlutu líkamsþjálfun og tóku jafn mikinn þátt í þjálfun barna fyrir hernað Valdimar Stefánsson
Mismunandi menntun í ólíkum borgríkjum: Sparta • Drengir yfirgáfu fjölskyldu sína sjö ára gamlir og fluttu í þjálfunarbúðir hersins. Líkamlegt harðræði og agi einkenndu þjálfunina. Bóknám var lítið og Hómerskviður einar jafnvel látnar nægja • Stúlkur hlutu þjálfun í heimilisfræðum líkt og í öðrum borgríkjum. Að auki fengu þær líkamlega þjálfun því álitið var að hraustar konur myndu frekar ala hraust börn Valdimar Stefánsson
Mismunandi menntun í ólíkum borgríkjum: Aþena • Drengir hlutu flestir skólagöngu þar sem þeir námu listir og líkamsrækt auk hins bóklega náms; lesturs, skriftar og reiknings. • Mælskulist var hátt skrifuð og Hómerskviður meginstoð menntunarinnar líkt og í öðrum borgríkjum. • Stúlkur hlutu einungis einhverja þjálfun í heimilisiðnaði Valdimar Stefánsson
Yngri náttúruspekingarEmpedókles (um 490 – 430 f. Kr.) • Empedókles kenndi á Sikiley og settu hugmyndir um endurholdgun og sálnaflakk svip sinn á kenningar hans • Hann fullmótaði kenninguna um að frumefnin (höfuðskepnurnar) væru fjögur: jörð, vatn, loft og eldur • Tveir ytri kraftar stýrðu frumefnunum, ástin sem sameinar og myndar heild (kosmos) og hatrið sem sundrar og veldur glundroða (kaos) Valdimar Stefánsson
Yngir náttúruspekingarAnaxagóras (um 500 – 428 f. Kr.) • Anaxagóras kenndi heimspeki í Aþenu • Hann taldi að heimurinn væri til orðinn úr aragrúa óskipulegra smáagna • Sá kraftur sem kom skipulagi á glundroðann var skynsemin (nús) • Anaxagóras útskýrði kvartilskipti tunglsins og sólmyrkva Valdimar Stefánsson
Yngir náttúruspekingar:Demókrítos (um 460 - 390 f. Kr.) • Demokrítos talaði fyrir þeirri hugmynd að alheimurinn væri eingöngu samsettur úr örsmáum, óskiptanlegum eindum (atómum) og tómarúmi en Parmenídes hafði áður hafnað tilvist tómsins • Þar sem ekki er gert ráð fyrir neinum andlegum öflum sem áhrifavaldi í heiminum, í kenningum Demókrítosar telst þær vera efnishyggja Valdimar Stefánsson
Yngir náttúruspekingar:Demókrítos (um 460 - 390 f. Kr.) • Demókrítos taldi að sálin væri gerð úr sérlega fíngerðum eindum, líkt og eldurinn, og þessar eindir hyrfu út í buskann þegar menn gæfu upp öndina • Einnig hélt hann því fram að eindirnar hefðu hvorki lit né lykt en við skynjuðum slíkt vegna samspils eindanna í líkama okkar og eindanna í umhverfinu • Kenning Demókrítosar fer furðu nærri útskýringum nútímaeðlisfræðinnar á samsetningu efnisheimsins Valdimar Stefánsson
Áhrif náttúruspekinnar:Læknislist • Hippókrates er þekktasti læknir fornaldar og reyndi að finna náttúrulegar skýringar á sjúkdómum • Hann var vinur Demókrítosar og saman unnu þeir við að kryfja dýr til að kynnast líkamsuppbyggingu þeirra • Kenningar Hippókratesar voru grundvöllur læknislistar fram á nýöld Valdimar Stefánsson
Áhrif náttúruspekinnar:Sagnaritun • Heródótos hefur verið nefndur faðir sagnfræðinnar og ritaði á 5. öld f. Kr. um Persastríðin • Hann vann kerfisbundið út frá rannsóknarspurningum sem hann dró síðan ályktanir af • Þúkýdídes ritaði síðar á 5. öld f. Kr. um Pelopsskaga-stríðin og hafnaði guðlegri íhlutun í söguna • Hann viðhafði allstranga heimildarýni og lagði sig fram um að sýna hlutlægni í verkum sínum Valdimar Stefánsson
Sófistar • Sófistar (spekingar, alþýðufræðarar) voru sundurleitur hópur mælskulistamanna sem ferðuðust milli grísku borgríkjanna og kenndu ýmsar greinar gegn greiðslu • Það sem helst einkenndi þá var afstæðishyggja; sú skoðun að ekki sé til algildur sannleikur. Voru þeir ósjaldan gagnrýndir fyrir að vera siðlausir tækifærisinnar. Sókrates var einn helsti andmælandi sófistanna. Valdimar Stefánsson
Sófistar: Prótagóras (480 – 420 f. Kr.) • Prótagóras frá Abderu var einn af fyrstu sófistunum og er þekktastur fyrir setninguna „maðurinn er mælikvarði allra hluta“ • Þar átti hann við að þekking hvers einstaks manns byggist á túlkun hans á eigin reynslu og því sé öll þekking manns afstæð • Prótagóras taldi sér ókleift að sanna eða afsanna tilvist guðanna enda skorti hann til þess þekkingargrundvöll Valdimar Stefánsson
Sófistar: Gorgías (um 480 – 390) • Eftir Gorgías eru höfð neðangreind orð sem líklega eru sögð til að hæðast að kenningum Eleatana: • Ekkert er til • Jafnvel þótt eitthvað sé til þá er ekki hægt að vita neitt um það • Jafnvel þótt eitthvað sé hægt að vita um það þá er ekki hægt að miðla þeirri þekkingu Valdimar Stefánsson